Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 4. maí 2009 Forstöðumaður Barnaverndarstofu: Kreppan eykur spennu unglinga Viðkvæmastir fyrir sveiflum í versnandi efnahagsástandi -Miklar framfarir í Vestmannaeyjum að hans mati - Strax var brugðist við, segir bæjarstjóri- Grettistökum lyft á hverjum degi að hans mati FRÁ ÚTSKRIFT Grunnskólans í gær. Myndin tengist fréttinni á engan hátt. í Morgunblaðinu í gær segir í við- tali við Braga Guðbrandsson, for- stjóra Bamavemdarstofu, að sterkar vísbendingar séu um aukinn vanda á unglingastigi gmnnskóla í sveitar- félögum um allt land. Tilkynningum frá skólum til Barnaverndarstofu um vaxandi ofbeldishegðun barna og unglinga hefur fjölgað. Fyrstu fjóra mánuði ársins var tilkynnt um 138 atvik þar sem bam beitti ofbeldi, en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 105 slfk tilvik, að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Bragi segir þetta almennt viðhorf forystumanna barnavemdarmála og um 20% aukning hafi orðið á fjölda tilkynninga til barnavemdamefnda að meðaltali fyrstu mánuði ársins. Sérstök ástæða sé til að hafa áhyggj- ur af stöðu barnavemdarmála og álagi á starfsfólk í Reykjavík, þar sem aukningin er um 40%, og jafn mikið í Reykjanesbæ. I samtölum við starfsfólk bama- verndarnefnda hafi viðhorfið al- mennt verið að vaxandi vandamál meðal unglinga séu helsta áhyggju- efnið. „Unglingar eru viðkvæmastir fyrir sveiflum eins og þeim sem fylgja versnandi efnahagsástandi," segir Bragi við Morgunblaðið. „Þeir verða fyrir áhrifum af ástand- inu heima við og þeir leita út af heimilunum. Spennan verður meiri í þessum hópi og vanlíðan áberandi, sem aftur lýsir sér í agaleysi og and- félagslegri hegðun og svo virðist sem neysla ýmiss konar sé að aukast. Þetta samræmist þeirri þróun sem varð í kreppunni í Finn- landi, en þar komu áhrif kreppunnar fyrst fram meðal unglinga á sínum tíma.“ Bragi segir að víðast hvar um landið sé ástand barnaverndarmála mjög þokkalegt. Sveitarfélög hafi á undanfömum árum fjölgað starfs- fólki í þessum málaflokki og leitast við að hafa fagfólk í þessum störf- um. Sums staðar hafi orðið miklar framfarir og nefnir Bragi staði eins og Austurland, Húnavatnssýslur og Vestmannaeyjar. Barnaverndar- nefndir eru 30 talsins. Strax brugðist við „Hér í Eyjum tókum við strax í upphafi kreppunnar ákvörðun unt að standa dyggan vörð um málefni fjöl- skyldna í Vestmannaeyjum,11 segir Elliði Vignisson, bæjastjóri, vegna þessara ummæla Braga. Bendir hann á að á fundi bæjarráðs 14. október síðastliðinn hafi bæjarráð samþykkt víðtæka aðgerðaáætlun til að mæta þeim þrengingum sem þá voru fyrirséðar. „Meðal annars var ákveðið að allar gjaldskrár á velferðarsviði Vest- mannaeyjabæjar, gjaldskrár Frí- stundavers, Tónlistarskóla, heimil- isþjónustu og leiguverð félagslegs húsnæðis yrðu ekki hækkaðar, leik- skólagjöld færð niður fyrir lands- meðaltal, niðurgreiðslur vegna fæðisgjalda í grunnskóla auknar, öllum bæjarbúum boðið gjaldfrjálst aðgengi að söfnum í rekstri Vest- mannaeyjabæjar, öllum börnum boðið gjaldfrjálst aðgengi að sund- laug og áfram mætti telja,“ sagði Elliði. Þá voru styrkir til félags eldri borgara hækkaðir um 50% og íþróttafélögum veittir viðbótar- styrkir sem alls nema 5.5 milljónum til að auka þjónustu við böm og unglinga. í mínum huga er það hafið yfir vafa að þessi úrræði hafa virkað eins og vonast var til. Þá skiptir afar miklu að starfsfólk okkar á félags- og fjöl- skyldusviði er í alla staði einstakt. Þau hafa unnið undir miklu álagi og skilað því með miklum sóma. Ég efast um að fólk almennt geri sér grein fyrir þeim grettistökum sem þar er lyft á hverjum degi og þá oft fyrir þá sem minnst mega sín í okkar samfélagi. í þessu skiptir þó senni- lega mestu sú samstaða og sú samhjálp sem við Eyjamenn búum yfir. Það er auðlind sem við megum aldrei láta frá okkur taka“. Eyjablikk stækkar við sig Fyrirtækið Eyjablikk ehf. á 12 ára afmæli í ár en starfsemi fvrirtækisins er nú komin í endurbætt og mun stærra hús- næði við Flatir 27. Til að vígja nýja húsnæðið og fagna afmælinu, buðu eigendur fyrirtækisins, þau Stefán Þ. Lúðvíksson og Andrea Atiadóttir, starfsmönnum, viðskiptavinum og kunningjum í afmælisveislu á laugardaginn. Hið nýja húsnæði er afar glæsilegt en veislan var fjölmenn og skemmtileg. EIGENDURNIR, Andrea Atladóttir og Stefán Lúðvfksson. Sigurgeir Jónsson með nýja bók: Fleiri sögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum Sigurgeir Jónsson, frá Þorlaugar- gerði, hefur sent frá sér nýja bók sem ber nafnið; Fleiri sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum og er í raun sjálfstætt framhald af bók sem út kom í hitteðfyrra og hét Nýjar sögur og sagnir úr Vest- mannaeyjum. í bókinni eru, eins og í fyrri bókinni, 150 sögur af léttara taginu af kunnum Eyja- mönnum, skemmtilegum til- svörum þeirra og uppátækjum. Sigurgeir segir í formála bókar- innar, að höfuðtilgangur útgáf- unnar sé að lesendur geti haft af henni nokkra skemmtan og ef til vill nokkurn fróðleik með. Og ekki veiti af á þessum síðustu tímum. Hér er sýnishom úr bók- inni: Hvítvínið ífínu lagi Fyrir nokkrum árum fóru kenn- arar úr Eyjum á kennararáðstefnu á Suðurlandi eina helgi. Farið var með Herjólfi og ekið austur þar sem snœddur var sameiginlegur kvöldverður á veitingahúsi einu á leiðinni. Hennann Einarsson var einn af hópnum og við borðið hans voru allir samþykkir því að panta hvítvín með matnum. Sá sem afgreiddi þau var ungur pilt- ur, einkar röskur og áhugasamur en nokkuð augljóslega ekki faglœrður í þjónustustörfum. Þegar hatvt kom með hvítvínið að borðinu byrjaði hann strax á að hella því í glös gestanna. Hermann sem er kunnáttumaður um borðsiði, spurði hann hvort ekki vœri eðlilegt að bjóða gestum að smakka vínið áður en því vœri hellt. Pilturinn brosti þá sínu breiðasta og sagði síðan: „Það er engin þörf á því. Eg er búinn að smakka á því og það er allt í fina lagi með það. “ Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og í Vestmannaeyjum fæst hún í Eymundsson, Krónunni, Flug- kaffi og Kaffiteríunni í Heijólfi. Forsíðumyndin Forsíðumyndina tók Óskar Pétur Friðriksson um borð í Antares VE. Á henni em Stefán Einarsson og Pétur Sveinsson. t'tgcfandi; Eyjasýn ohf. 480378-0549 - Vestmannaeyjum. RitstjórL Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsrlóttir og Jíilíus Ingason. íþróttir. Ellert Sclieving. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gisli Valtýsson. Prentviniui; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannacyjum. Aðsetor ritstjómar: Strandvegi 47. Simar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstnr frettir@eyjafrettir.is. Veffang: bttp/Avww.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er solt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, Ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTTR eru prentaðar i 3000 eintökum. FRÉTTLReru aðilar að Samtöknm Kejar- og bcraðsfréttablaða. Eftirprenhin, hljóðritnn, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.