Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Qupperneq 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
HLUTI verksins sem nú er í glugganum á Fréttum. Ekki treystum við okkur til að telja hausana en þegar verkinu verður lokið eiga hausarnir
að vera 294.989
Hulda Hákon sýnir hluta af nýju verki í glugga Frétta:
Ætlar að myndgera íslendinga
eins og þeir voru 1. janúar sl.
✓
-Akvað að ráðast í þetta snemma í vetur þegar við vorum komin í
frekar slæm mál á íslandi, segir Hulda sem er með vinnustofu í Eyjum
HULDA útskýrir verkið fyrir blaðamanni.
Hulda Hákon sýnir listaverk sem er
hluti af Listahátíð í Reykjavík í
glugga Frétta. Fyrsti hluti verksins
var settur upp í Listasafni Akur-
eyrar og annar hluti í Norræna hús-
inu. Hver myndhluti sýnir ákveðinn
fjölda íslendinga og Hulda stefnir á
að myndgera íslendinga eins og
þeir voru 1. janúar 2009 eða
294.989.
„Þetta er þriðji hluti af mjög
mörgum verkum," sagði Hulda
þegar hún var spurð út í listaverkið.
„Ég ákvað að ráðast í þetta snemma
í vetur þegar við vorum komin í
frekar slæm mál á íslandi. Hvað
getur maður gert, hugsaði ég og
fann út að ég get unnið svona verk
þó það sé næstum óvinnandi vegur.
Við verðum bara öll að gera eins
og við kunnum og getum. Þegar
maður les og hlustar á fólk kemur
oft fram að styrkur okkar og veik-
leiki liggi í því hvað við erum fá.
Ég get alls ekki séð hvort er betra.
Hvort við eigum betri möguleika
að ná okkur upp ef við erum fá eða
hvort það gengur betur ef við erum
fleiri," segir Hulda og er í fram-
haldinu spurð hvort hún eigi við
Evrópubandalagið. „Ég vil endilega
að við tökum upp umræðu um ESB
en er ekki viss um að það henti
okkur að ganga þar inn. Ég veit það
ekki.“
Verkið í Eyjum er fyrir-
myndin
Þriðji hluti verksins er settur upp
hér?
„Já, fyrsti hluti vferksins var settur
upp á Listasafni Akureyrar og
annar í Norræna húsinu. Verkið í
Eyjum er frummyndin og er allt
þykkara og massívara en hinir hlut-
amir. Ég er að reyna að hafa verkin
léttari því þau eru öll rosalega
þung. Ég er ekki komin svo langt
að telja hausana og er að leita leiða
til að fá tólf ára sonarson minn til
að gera það fyrir mig.
Ég hugsa að verkið spanni tuttugu
myndir á endanum. Ein fer á Gráa
köttinn og svo ætla ég að einsetja
mér að steypa alltaf eina mynd
þegar ég kem til Eyja og þá get ég
tekið úr mótinu næst þegar ég
kem,“ segir Hulda og ætlar að
vinna önnur listaverk samhliða
þessu.
Jákvæð viðbrögð
„Þetta hefur verið brösótt og í einni
myndinni voru nefin með loftbólum
þannig að allir hausamir vom eins
og svín. Þetta var tæknilegt vanda-
mál og kannski táknrænt fyrir það
sem maður ræðst í, það er alltaf
möguleiki á að breyta um aðferð til
að ná réttu útkomunni. Ég held að
ég sé búin að finna fjölina mína í
þessu verkefni. Ég ætla að vanda
mig og takast á við þetta með
jákvæðu hugarfari."
Hvemig viðbrögð hefur þú fengið
viðverkinu?
„Ég hef fengið jákvæð viðbrögð
og fyrirspumir erlendis frá. Ég er
ekki með gallerí á íslandi en er
með glufu annars staðar því ég á
viðskiptavini erlendis," segir Hulda
og er ánægð með að hafa vinnu-
stofu í Eyjum.
„Við Jón Óskar verðum alltaf
svolítið leið daginn áður en við
fömm frá Eyjum, okkur líður mjög
vel í Skvísusundinu sem hentar
okkur mjög vel. Draumurinn er
auðvitað að vinna eingöngu við
listina," segir Hulda og er þá spurð
út í kaffihúsið Gráa köttinn sem
hún hefur rekið við Hverfisgötu
undanfarin ár. „Ég fékk frábært
fólk til að reka það síðasta ár en ég
kem til með að reka það sjálf með
haustinu. Þó svo ég vilji helst vinna
við myndlist er hin hliðin að ég er
svo félagslynd og til mín kemur
frábært fólk og það skilar sér líka.
Ég reikna því með að ég láti ekki
myndlistina flækjast fyrir mér
næsta vetur.
Gestimir hafa borið í mig sögur
og verkin mín em oft afleiðing af
því. Sýningin EBITA árið 2006 er
t.d. afrakstur þess að ég fékk pata
af EBITA. A þessum tíma var
enginn bisnessmaður með bisness-
mönnum ef hann gat ekki blaðrað
um EBITuna sína. Mér fannst þetta
orð klingja alls staðar.
Hvað er EBITA?
„EBITA er hagfræðistærð, hagn-
aður fyrir fjármagnskostnað, skatta
og afskriftir. Við Islendingar vomm
ekki svo mikið að setja okkur inn í
hagfræðihugtök, svo vomm við
neydd inn í þennan heim,“ segir
Hulda og það er greinilegt að hún
er næm á umhverfi sitt og það sem
er að gerast í þjóðfélaginu hverju
sinni.
„Mér finnst ég hafa verið að eltast
við hann Sigurð,“ segir Hulda og
útskýrir nánar. „Við Jón vomm
með vinnustofu í Hafnarhúsinu og
hann lá í höfninni. Ég gerði
nokkrar myndir af honum af því
þetta er svo fallegt skip og hann
skipti litum eftir birtunni. Þegar
sólin skein varð hann stundum
dumbrauður. Stundum hvarf hann
en kom alltaf aftur. Þetta var
Sigurður RE 4 og á endanum hvarf
hann alveg. Ég vissi að hann var
orðinn gamall og vissi ekki hvað
hefði orðið um hann. Síðan fer ég
til Vestmannaeyja og það fyrsta
sem ég sé er Sigurður VE 15. Þá
gerði ég stóra mynd af honum og
fór að spyrja um hann og var sagt
að þetta væri farsælt skip. í allan
vetur hefur hann verið bundinn við
kæjann en nú er hann horfinn en ég
held hann sé við veiðar. Þegar við
fluttum af Hverfisgötunni út á
Granda sýndi hann okkur þann
heiður að vera í slipp þannig að við
þurftum að keyra framhjá honum á
hverjum degi. Mér þykir því vænt
um Sigurð," sagði Hulda að lokum,
ánægð með verk sín í Eyjum þar
sem Sigurður á heimahöfn.
Gudbjorg @ eyjafretti r. is
Bubbi og Egó á
Þjóðhátíð:
Semur
þjóðhátíðar-
lagið í ár
-Umdeild ákvörðun
þjóðhátíðarnefndar
sem efaðist aldrei
Bubbi Morthens mun semja og
flytja þjóðhátíðarlagið í ár en
þjóðhátíðamefnd hefur samið við
stórsveitina Egó um að spila á
Þjóðhátíðinni. Egó mun svo
flytja lagið en Bubbi er að sjálf-
sögðu söngvari sveitarinnar.
Búast má við því að nýtt þjóð-
hátíðarlag verði sett í spilun í lok
þessa mánaðar.
Þetta kemur fram á vefnum
www.dalurinn.is en Egó mun
koma fram á kvöldvöku á föstu-
dagskvöldi og aftur strax á eftir
brennu á föstudeginum. Þá mun
Bubbi einnig koma fram á sunnu-
deginum.
Akvörðun þjóðhátíðarnefndar
um að fá Bubba til að semja
þjóðhátíðarlagið í ár hefur vakið
sterk viðbrögð Eyjamanna en
margir þjóðhátíðargestir voru afar
ósáttir við frammistöðu hans á
síðustu Þjóðhátíð.
Tryggvi Már Sæmundsson í
þjóðhátíðamefnd segir Bubba
hins vegar einn af betri lagahöf-
undum þjóðarinnar og happa-
fengur í að fá hann til að semja
þjóðhátíðarlagið. „Bubbi er einn
af þeim bestu í lagasmíðum og
við emm mjög ánægðir með að
hann sé til í að spreyta sig á
þjóðhátíðarlaginu. Við höfum
verið í vandræðum undanfarin ár
með að fá lagahöfunda til að
semja þjóðhátíðarlagið en nú ber
svo við að margir af okkar bestu
lagahöfundum höfðu samband að
fyrra bragði. Við vorum reyndar
búnir að semja við Bubba en
hann er klárlega í hópi þeirra
allra bestu og við emm mjög
ánægðir með þessa ákvörðun.“
Nú fannst mörgum hann gera
lítið úr hátíðinni með frammi-
stöðu sinni á síðustu þjóðhátíð og
á kaffistofum bæjarins finnst
mörgum skrítið að verðlauna þá
frammistöðu með því að láta
hann semja lag hátíðarinnar. Þið
hafið ekkert efast um þessa
ákvörðun?
„Nei alls ekki, við efuðumst ekki
eina mínútu og vomm allir sam-
mála um þetta í þjóðhátíðar-
nefndinni," sagði Tryggvi að
lokum.
Ólympíuleikar
Síðustu daga kennsluársins í
Gmnnskóla Vestmannaeyja er
hefðbundið bóknám lagt til hliðar
og boðið upp á meiri útivem og
meira íjör. Nemendur í 6. til 10.
bekk héldu í síðustu viku Ólym-
píuleika með skrúðgöngu, setn-
ingarhátíð og íþróttakeppni, þar
sem m.a. var keppt í sippi, hjól-
bömakstri með mennskum hjól-
bömm og sogrörakasti.
Krakkamir höfðu skipt sér í
hópa eftir þjóðum og kepptu fyrir
hönd Noregs, Svíþjóðar, þýska-
lands, Tékklands, Kanada,
Bandaríkjanna, Hollands. Japans,
Danmerkur, Spánar, Rússlands
og fleiri þjóða en það vakti
athygli að enginn íslenskur fáni
var sjáanlegur meðal keppenda.