Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 18
18
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
Skipstj órnarnám í heimabyggð
-I tilefni sjómannadagsins er hér stiklað á stóru í sögu skipstjórnarfræðslunnar í
Eyjum, saga Stýrimannaskólans rakin í stórum dráttum, ásamt vangaveltum um
/
stöðu þessa náms í Vestmannaeyjum í dag og það sem FIV býður upp á
Samantekt
Sigurgeir Jónsson
Sigurge @ internet. is
Stýrimannaskólinn í Vestmanna-
eyjum var settur í fyrsta sinn þann
1. október 1964. Fram til þess tíma
hafði þó skipstjórnarfræðsla verið í
boði í Eyjum í nær heila öld.
Frumkvöðull þeirrar fræðslu var
Jósef Valdason, faðir Jóhanns Þ.,
alþingismanns, og kenndi hann
skipstjómarmönnum í Eyjum til
dauðadags, 1887. Sigurður Sigur-
finnsson, hreppstjóri, faðir Einars
ríka, tók við af honum og sá um
þessa fræðslu til ársins 1916 er
hann lést.
Tilsögn með prófum
Þetta var ekki beinlínis skipulagt
nám heldur mætti fremur kalla það
tilsögn en þess var krafist, a.m.k.
eftir aldamótin 1900 að menn tækju
próf í fræðunum og til að mynda
fengust bátar ekki tryggðir hjá
Bátaábyrgðarfélaginu nema for-
menn þeirra hefðu slíkt próf.
En fyrsta skipulagða námið var
stutt námskeið haustið 1918 og eftir
það voru slfk námskeið haldin allt
fram til ársins 1945 og síðan aftur
hafist handa 1957 og til ársins
1964, þegar skólinn var stofnaður.
Sá Fiskifélag Islands um þessi
námskeið í upphafi en síðar tók
Stýrimannaskólinn í Reykjavík við
þeim. Þessi námskeið, sem haldin
voru að haustlagi og fram í janúar,
gáfu fyrst 30 tonna téttindi, síðan
60 og loks 120 tonna réttindi og
samsvöruðu 1. stigi í stýrimanna-
skóla.
Margir aðilar voru forstöðumenn
á þessum námskeiðum, m.a. Eyja-
mennirnir Sigfús V. Scheving og
Einar Torfason frá Ashóli, á fyrri
hluta aldarinnar en síðar þeir Páll
Þorbjömsson, Friðrik Ásmundsson
og Guðjón Ármann Eyjólfsson sem
sá um síðasta námskeiðið, 1963 til
1964. Hann var þá nýútskrifaður
frá Sjóliðsforingjaskóla danska
sjóhersins.
Sammála um nauð-
synina
Sjómannafélögin í Eyjum og Ut-
vegsbændafélagið hvöttu mjög til
þess að stofnaður yrði stýrimanna-
skóli í Eyjum og bæjarstjórn var
málinu hlynnt. Guðlaugur Gísla-
son, alþingismaður, flutti tillögu
um stofnun skólans á alþingi árið
1963 en hún náði ekki fram að
ganga.
Árið eftir endurflutti hann tillög-
una, ásamt Pétri Sigurðssyni og
Lúðvík Þ. Jósepssyni, og var hún
þá samþykkt. Aðeins einn þing-
maður var á móti. Og eftir það
gengu hlutimir fljótt fyrir sig.
Skipuð var skólanefnd sem í áttu
sæti Guðlaugur Gíslason, Páll Þor-
bjömsson, Arsæll Sveinsson, Sig-
urður Stefánsson og Friðrik Ás-
mundsson. Húsið Breiðablik var
tekið á leigu fyrir skólann, nýjustu
siglinga- og fiskileitartæki keypt og
Guðjón Ármann Eyjólfsson ráðinn
skólastjóri.
Stelpurnar sjá um að
halda þeim hér
Þar með var mikið framfaramál í
höfn, stýrimannaskóli tekinn til
starfa í Eyjum. í fyrstu lögunum
um skólann sagði að kostnaður við
hann skyldi greiddur af bæjarsjóði
en reyndin varð sú að ríkissjóður
greiddi hann og í lögum um skól-
ann frá 1973 er kveðið á um að
Nemendur Stýrimannaskólans voru oft margir og hér eru tveir fjölmennir árgangar, 1. og 2. stig árið 1986. Föst venja var um árabil að í upphati
skólaárs fóru nemendur beggja stiga saman í rútuferð um eyjuna og var það eins konar busavígsla skólans þegar eldri nemendur buðu þá yngri
velkomna. Sjálfsagt er það alger tilviljun að myndin skuli vera tekin fyrir utan Ríkið að ferð lokinni!
Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans frá 1975, við
siglingaherminn sem skólinn eignaðist og nýttist vel í náminu
kostnaðurinn skuli greiddur af
rfkissjóði.
Skólinn mætti strax miklum vel-
vilja bæjarbúa, ekki síst þeirra aðila
sem mest áttu undir því að vel tæk-
ist til með rekstur hans. Strax í
upphafi var stílað inn á að laða
hingað nemendur annars staðar frá
á landinu. Ársæll Sveinsson, sem
var einn af hvatamönnum að stofn-
un skólans og sat í fyrstu skóla-
nefndinni, átti að hafa sagt á skóla-
nefndarfundi: „Við skulum koma
upp skólanum og ná ungum strák-
um utan af landi í hann. Svo sjá
stelpumar um að halda þeim hér.“
Og þessi orð Ársæls gengu heldur
betur eftir. Á þeim rúmlega 30
ámm sem skólinn starfaði vom um
40 aðkomunemendur sem settust
hér að og stofnuðu heimili til fram-
búðar.
Þó að húsið Breiðablik hentaði
prýðilega fyrir skólann, vom menn
stórhuga og árið 1967 vora lagðar
fram tillögur að nýrri byggingu
austur á Skansi, í Miðhúsatúni.
Ekkert varð þó af þeim fram-
kvæmdum og haustið 1972 bauð
eigandi Breiðabliks, Iðnaðarmanna-
félag Vestmannaeyja, skólanum
húsið til kaups. Skömmu síðar
gerðust hlutir, sem engan hafði
órað fyrir og urðu til þess að ekkert
varð úr þeim kaupum. Eldgosið
1973 setti skólastarf Stýrimanna-
skólans úr skorðum, rétt eins og
annað í Eyjum.
Fyrir velvilja skólastjórnenda
Stýrimannaskólans í Reykjavík
fékk skólinn þar inni og gátu
nemendur skólans í Eyjum lokið
sjnu námi þar um veturinn. Guðjón
Ármann hélt ennþá um stjórntaum-
ana og flestir kennaranna úr Eyjum
héldu áfram sínu starfi í Reykjavík.
Játuðu aldrei syndir
sínar
Helgina áður en gaus, höfðu nem-
endur skólans á heimavistinni á
Breiðabliki verið að gera sér glaðan
dag. Á sunnudeginum vom fáeinir
sem vildu halda gleðinni áfram en
það hamlaði að skortur var á
drykkjarföngum. Mundu þeir þá
allt í einu eftir þvf að á hæðinni
fyrir neðan var fjölritunarspritt sem
notað var við fjölritun námsgagna.
Ákváðu þeir að kanna hvort ekki
Guðjón Ármann Eyjólfsson,
skólastjóri frá 1964 til 1974
mætti nota þann vökva til annarra
hluta. Ekki reyndist það þó heilla-
vænlegt því að tveir þeirra veiktust
af þeim miði og treystu sér ekki til
að mæta í tíma á mánudag, til-
kynntu veikindi. Þegar á leið
daginn hresstust þeir þó og ákváðu
að koma hreint fram við Guðjón
Ármann, skólastjóra, sem nemend-
ur mátu mikils, og játa fyrir honum
brot sitt daginn eftir. Til þess kom
þó aldrei því um nóttina gaus og
ýmislegt sem menn höfðu mikil-
vægara fyrir stafni þann dag en að
standa í syndajátningum. Svo
þegar skólinn hófst á ný í Reykja-
vík, fannst mönnum ekki taka því
að fara að rifja þetta upp og töldu
málið fymt.
Skólinn hafinn að nýju
Haustið 1975 var ákveðið að hefja
starf Stýrimannaskólans í Vest-
mannaeyjum á ný. Guðjón Ár-
mann hafði tilkynnt að hann myndi
ekki hverfa á ný til Eyja og því
þurfti að ráða nýjan skólastjóra.
Friðrik Ásmundsson var ráðinn í þá
stöðu. Þá þurfti að huga að nýju
húsnæði þar sem Breiðablik hafði
farið illa í gosinu og var ónothæft.
Niðurstaðan varð sú að skólinn
fékk inni að Vesturvegi 38, þar sem
nú er Listaskólinn, ásamt Iðnskól-
anum og Vélskólanum. Þetta fyrsta
ár vom nemendur í 1. stigi aðeins
fimm en síðan átti þeim eftir að
fjölga. En heimavistin var á hrak-
hólum á þessum fyrstu ámm eftir
gos. Var fyrst í stað á gistiheimil-
inu Heimi en síðan á ýmsum
stöðum, m.a. í húsi Hótels HB við
Heiðarveginn.
Heimavistarmál skólans leystust
ekki fyrr en 1989 þegar húsið að
Skólavegi 15 var keypt sem heima-
vist.
Árið 1979 var Framhaldsskólinn í
Vestmannaeyjum stofnaður og Vél-
skólinn og Iðnskólinn sameinuðust
honum. Lagt var að forsvarsmönn-
um Stýrimannaskólans að taka
einnig þátt í þeirri sameiningu en
mönnum leist ekki á slíkt fyrir-
komulag og því var skólinn áfram
sjálfstæð stofnun.
Vorið 1982 fluttist skólinn síðan
af Vesturveginum á efstu hæð
Framhaldsskólahússins, ásamt því
sem tækjastofu skólans var komið
fyrir í tumherbergi skólans. Þama
var skólinn til húsa í tíu ár en þá
fluttist hann á ný á Vesturveginn,
þar sem hann var til húsa til ársins
1997 en þá var ákveðið af yfirvöld-
um að hann yrði sameinaður Fram-
haldsskólanum í kjölfarið á nýjum
lögum um sérskóla og framhalds-
skóla. Um leið hætti Friðrik Ás-
mundsson sem skólastjóri, eftir 24
ára starf, og varð nú deildarstjóri
skipstjómarbrautar.
Árið 1999 vom síðustu nemend-
umir úr 2. stigi útskrifaðir í Vest-
mannaeyjum, nú frá Framhalds-
skólanum. Á þessum síðasta áratug
aldarinnar vom þrír stýrimanna-
skólar í landinu, í Reykjavík, í
Vestmannaeyjum og á Dalvík, en
eftir gildistöku hinn nýju laga var
aðeins einn skóli sem skyldi sjá um
nám skipstjómarmanna, Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík. Sá
skóli hefur raunar líka gengið í
gegnum ýmsar breytingar og sam-
einingu, er nú hluti af Tækniskól-
anum og heitir Skipstjómarskólinn.
Um 400 hafa útskrifast
Á þeim 35 ámm sem Stýrimanna-