Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Síða 20
20
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
Ráðstefnur Þekkingarsetursins - Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum c
Punktar:
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri,
MATÍS ohf. sem starfar í land-
búnaði og sjávarútvegi.
Hún sagði mikla starfsemi á
landsbyggðinni. Nú eru um 75
starfsmenn í Reykjavík og 25 úti
á landi. Sjöfn vill halda í 75
starfsmenn í Reykjavík en fjölga
í 75 úti á landi. Hún vill að upp-
bygging Matís fari fram á lands-
byggðinni.
Athyglisvert er að Matís hefur í
langan tíma auglýst eftir starfs-
manni í Vestmannaeyjum, með
doktorsmenntun. Það hefur verið
auglýst á sex mánaða fresti, þær
auglýsingar hafa engu skilað.
Aðrir punktar frá Sjöfn eru að
ekki er nógu mikið samstarf í
Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
Henni finnst vanta aðkomu sjáv-
arútvegsins að kerfmu. Hún tiltók
sem dæmi að enginn er frá sjáv-
arútveginum í Vísindanefnd.
Norðmenn verja um 2% af út-
flutningstekjum í sjávarútvegs-
rannsóknir. Oft erfitt að fjár-
magna verkefni sem nýtast öllum
í sjávarútveginum. Hún sagði
mikilvægt að tengja háskóla og
iðnaðinn og að upplýsingar liggi
fyrir um rannsóknir og nýtingu
þeirra.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Sagði að sannarlega væri þörf á
svona fundi og tók hann undir
margt hjá Sjöfn Sigurgísladóttur.
Jóhann sagði að vegna válegrar
stöðu efnahagsmála í framtíðinni
muni Hafró hafa minna á milli
handanna. Hann sagði að sjálf-
sagt væri hægt að nýta IJármagn
betur en mikilvægt væri að að
hafa skýr markmið á landsvísu.
„Mikilvægt er að við gerum
okkur grein fyrir því að aðrar
þjóðir horfa á okkur og furða sig
á því hvað við náum góðum
árangri með litlum peningum,"
sagði Jóhann.
Hann sagði líka að alltof mikið
rifrildi hefði verið í sjávarútvegi
undanfarið. „Það eyðileggur fyrir
honum og það vantar kurteisi í
sjávarútveginn," sagði Jóhann.
Höskuldur Björnsson Hafró tók
fyrir samstarf í hafrannsóknum.
Dæmi um samstarfsverkefni
•Stofnmæling botnliska.
•Netarall.
•Klakrannsóknir.
•Fæðusöfnun úr afla fiskiskipa.
•Söfnun sýna úr grálúðu.
•Söfnun meðafla úr veiðum upp-
sjávarfiska.
•Merkingar.
•Veiðarfærarannsóknir.
•Rækjurannsóknir.
•Fá upplýsingar um sametningu
afla.
•Fá upplýsingar um samsetningu
fiskistofna.
•Ahrif veiðarfæra.
Þorsteinn Sigurðsson, Hafró tók
fyrir samstarf um uppsjávar-
veiðar, miðlun þekkingar og mis-
munandi fiskifræði.
•Eðli uppsjávarfiska - bergmáls-
aðferð mikilvæg.
•Síld - kolmunni - langlífar
tegundir.
•Bergmálsgögn notuð til samstill-
ingar með gögnum um aldurs-
greindan afla. Bergmálsmælingar
eru vísitölur.
•Loðna lifir aðeins í 3-4 ár, einn
árgangur í veiði.
•Bergmálsmælingar eina leiðin -
Lífmassamæling notuð beint í
mat á stærð stofnsins og ráðgjöf.
•Miðsjávarfiskar - lítið vitað og
samvinna mikilvæg.
•Sýnataka úr afla nauðsynleg,
fjöldi, þyngd, aldur, kynþroski.)
•Mælingar á stærð stofna.
Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun
í sjávarútvegi:
Eitt mikilvægasta málið
-Tilraun til að tengja saman vísindi og sjávarútveg, segja Hrafn og Páll
Marvin sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd
Samantckt
Ómar Garðarsson
omar @ eyjafrettir.. is
Eins og komið hefur fram í Fréttum
stóð Þekkingarsetur Vestmannaeyja,
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og
Vestmannaeyjabær og fleiri fyrir
athyglisverðri ráðstefnu fyrir
skömmu um þátttöku atvinnulífsins
í rannsóknum og nýsköpun í sjávar-
útvegi.
Ráðstefnan heppnaðist mjög vel
og margt mjög athyglisvert sem þar
kom fram. Hrafn Sævaldsson, hjá
Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands í
Vestmannaeyjum og Páll Marvin
Jónsson, framkvæmdastjóri Þekk-
ingarsetursins báru hitann og þung-
ann af undirbúningi og framkvæmd
ráðstefnunnar sem tókst í alla staði
mjög vel. Þeir eru ekki hættir, því í
þessari viku var blásið til ráðstefnu
í Vestmannaeyjum um fymingar-
leiðina sem mjög er umdeild.
I samtali við Fréttir sögðu Hrafn
og Páll að þegar hugmynd um að
halda ráðstefnu í Vestmannaeyjum,
tengda sjávarútvegi hefði kviknað,
hafi nokkur málefni komið til
greina. „Þátttaka atvinnulífsins í
rannsóknum og nýsköpun í sjávar-
útvegi varð fyrir valinu. Var sam-
staða um að þetta væri mikilvæg-
asta málið,“ sagði Hrafn. „Þetta er
sérhæft mál en þama átti að gera
tilraun til að tengja saman vísindi
og sjávarútveg. Málið var heitt og
ferskt út af loðnunni sem bannað
var að veiða á vertíðinni í vetur,“
sagði Páll.
„Þetta er líka spurning um hvernig
við tengjumst atvinnulífinu," bætti
Hrafn við.
Þeir komu sér í samband við
Sjávarútvegsmiðstöðina sem komið
hefur verið upp við Háskólann á
Akureyri. Það voru hæg heima-
tökin því þar starfar Eyjamaðurinn
og bróðir Hrafns, Hörður Sævalds-
son.
„Það var skrifað undir samstarfs-
samning við Sjávarútvegsmiðstöð-
ina á ráðstefnunni og gekk allur
undirbúningur vel. Það vom allir
búnir og boðnir til að koma að
þessu með okkur því fólki fannst
skipta máli að atvinnulífið komi
HRAFN OG PÁLL MARVIN: Við verðum að skilgreina og vita hvað við viljum í þessum málum, en ekki
láta aðra gera það fyrir okkur.
meira að rannsóknum og nýsköpun
í sjávarútvegi," sagði Páll.
Ánægja með ráð-
stefnuna
Vel gekk að fá fólk til þátttöku í
ráðstefnunni og kom í ljós að ekki
var eins langt til Vestmannaeyja og
margir höfðu haldið. Og enginn
varð fyrir vonbrigðum að mati
þeirra félaga. „Viðbrögð vom mjög
góð og allir sammála um að þetta
væri mjög þarft mál að tala um,“
sagði Hrafn.
Páll tók undir það, að blanda ætti
saman grasrótinni og vísindamönn-
um. „Auðvitað eru alltaf uppi
deilumál en þau verða ekki leyst
nema að tala saman,“ sagði Páll.
Það sem þeim fannst standa upp
úr var m.a. fullyrðing Guðmundar
Sveinbjömssonar, skipstjóra um að
gulldepluveiðar hefðu bjargað
vertíð þar sem ekki var leyft að
veiða loðnu. Þetta mátti þakka
fmmkvæði útgerðar Hugins VE í
Vestmannaeyjum. „Hann sagði líka
að gulldeplan hefði minnkað þrýst-
ing á að loðnuveiðar yrðu leyfðar.
Við þurfum sjá meira af þessu,“
sagði Páll.
Einnig nefndu þeir ábendingar
Elliða Vignissonar, bæjarstjóra, að
miðað við hlut Eyjamanna í afla-
heimildum landsmanna, ættu starfs-
menn Matís að vera 25 í Vest-
mannaeyjum og 36 hjá Hafró. í
dag starfa tveir hjá Hafró í Eyjum
og einn hjá Matís.
Þá sögðu Hrafn og Páll að skýrt
hefði komið fram að vísindamenn
og sjómenn eru sammála um að
fiskurinn ætti að njóta vafans. „En
aðferðir Hafró vom mjög gagn-
rýndar og forsendur þeirra um
hvernig á að reikna út hvað mikill
fiskur er á ferðinni," sagði Páll.
„Mikið var rætt um togararallið
sem hefur verið árlegt síðan um
miðjan níunda áratuginn. Hafró
hefur haldið því nær óbreyttu frá
upphafi en sjómenn benda á breyt-
ingar í umhverfi og tækni í veiðum
hafi fleytt fram síðan,“ sagði Hrafn.
„Hafró heldur sig við sama
fyrirkomulagið og gömlu veiðar-
færin og er ekki til viðræðu um
breytingar,“ sagði Páll og vom þeir
sammála um að ráðstefna eins og
þessi væri kjörinn vettvangur fyrir
skoðanaskipti eins og þarna fóm
fram um togararallið.
Stefnt er á að ráðstefnan verði
árlegur viðburður og allt stefnir í að
málþingið um fymingarleiðina
verði vel sótt. „Við Eyjamenn eig-
um að halda uppi öflugri og opin-
skárri umræðu um sjávarútvegsmál
og sýna frumkvæði þegar fjallað er
um sjávarútveg. Það gemm við
ekki nema með því að stíga fram,
taka þátt og láta heyra í okkur. Við
verðum að skilgreina og vita hvað
við viljum í þessum málum, en
ekki láta aðra gera það fyrir okkur.“
sögðu Hrafn og Páll að lokum.
Sigurður Bogason, framkvæmdastjóri Markmar ehf.:
Fjármögnun rannsókna og sóknarfæri
Sigurður Bogason, framkvæmda-
stjóri Markmar ehf., flutti erindi
um fjármögnun verkefna og sók-
narfæri til nýsköpunar. Sagði
hann að sín mið væru Brussel og
Evrópusjóðirnir en árlega veitir
Evrópusambandið 5,3 milljörð-
um evra í rannsóknarstyrki.
Sjálfir leggja íslendingar til 10
milljónir evra inn í sjöundu
rammaáætlun ESB.
Sigurður sagði að flest íslensk
fyrirtæki flokkist sem smáfyrir-
tæki, nema þau sem eru með
sterka kvótastöðu. Hann hvatti
til þess fyrirtæki sameinist um
styrkveitingar og sérstaða Islands
sé að launakostnaður hefur fallið
niður um 27% í bankahruninu.
Við það hafi samkeppnishæfni
vinnslu á Islandi batnað til muna.
Á móti kemur að aðföng hafa
hækkað.
Sigurður sagði að mikilvægt
fyrir Islendinga að átta sig á hvar
þekkingin liggur í veiðum og
vinnslu. Auðvitað séu til vanda-
mál, úr þeim þurf! að vinna en á
móti kemur að við erum með
með þekktar markaðsleiðir og
hátt tæknistig.
„Framtíðin er að breyta hverj-
um þorski í gullmola og við
þurfum að sjá út fyrir rammann.
Það þarf líka að finna vanda-
málin - því þar eru lausnimar og
þeir fiska sem róa,“ sagði
Sigurður.
Hann sagði að svipuð vinna
væri við umsóknir inn í íslenska
sjóði og í Evrópusjóði. „En
mun meira fjármagni er veitt úr
sjóðum Evrópusambandsins.“
+