Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Page 23
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
23
ÚTSKRIFTARNEMAR Frá vinstri: Eyþór Þórðarson (4. stig vélstjórans og rafvirkinn), Sævald Páll Hallgrímsson (4. stig vélstjórans og rafvirkinn), Ágúst Halldórsson (4. stig vél-
stjórans og rafvirkinn), Halldór Ingi Guðnason (4. stig vélstjórans og rafvirkinn), Vignir Arnar Svafarsson (4. stig vélstjórans og rafvirkinn) og Brynjar Smári Unnarsson (stýri-
maðurinn og verðlaun fyrir hæstu einkunn í siglingafræðum).
Fimm Eyjamenn útskrifast úr Tækniskólanum - Fimm vélstjórar - Einn skipstjóri
Stefna á sjóinn til að byrja með
-Frændurnir og vélstjórarnir Eyþór og Sævald í spjalli við Júlíus G. Ingason
Viðtöl
Júlíus G. Ingason
Julius @ eyjafrettir. is
Fimm Eyjamenn útskrifuðust á
dögunum úr Tækniskólanum. Fjórir
kláruðu fjórða stig vélstjórans og
einn útskrifaðist með skipstjómar-
réttindi. Þetta eru þeir Eyþór Þórð-
arson, Sævald Páll Hallgrímsson,
Ágúst Halldórsson, Halldór Ingi
Guðnason, Vignir Amar Svafars-
son, sem allir vom í vélstjómar-
námi og Brynjar Smári Unnarsson
sem fór í skipstjómamám. Fjór-
menningarnir úr vélstjómarbraut-
inni luku meðfram námi sínu, námi
í rafvirkjun. Þá fékk Brynjar Smári
verðlaun fyrir hæstu einkunn í
siglingafræðum við útskriftina.
Byrjaði 15 ára á sjó
Eyþór Þórðarson er 27 ára gamall,
sonur þeirra Þórðar Karlssonar og
Þórsteinu Pálsdóttur. Eyþór á tvö
systkini, Sigurbjöm Ámason og
Þórdísi Þórðardóttur. Eyþór er að
vinna um borð í ísleifi en þar hefur
hann fengið pláss sem vélstjóri á
makrílveiðum í sumar. Hann tók
vel í það að koma í smá spjall.
Eyþór segir að hann hafi byrjað
aðeins fimmtán ára gamall að róa.
Fékk hann hásetapláss sumarið
1997 hjá Kristjáni Óskarssyni á
Emmu VE. „Eg var ekkert sérstak-
lega búinn að velta sjómennsku
fyrir mér en vildi fá góða vinnu og
hafa góðar tekjur yfir sumarið. Eg
ákvað að prófa að fara á sjó og
líkaði það bara mjög vel, sérstak-
lega líkaði mér við félagsskapinn.
Það er mjög mikilvægur þáttur,
sérstaklega á bátum sem em lengi
úti í einu.
Svo fór ég auðvitað í gegnum
nýliðaprófin, var beðinn um að
sækja hnútabókina upp í brú og
þess háttar grín en það var búið að
vara mig við þessu. Eg var á
Emmu um sumarið og líkaði það
mjög vel. Eg hafði reyndar verið
um borð sem polli en Bjössi bróðir
hafði tekið mig með í túr þegar ég
var átta ára gamall. Ég man reynd-
ar ekki mikið frá þeirri lífsreynslu
en þetta fyrsta sumar mitt á sjónum
gekk bara mjög vel. Ég var alla-
vega engin fiskifæla," segir Eyþór
og brosir.
Hlakka til að prófa mak-
rílveiðar
Eyþór hefur nánast verið á sjó
síðan, milli þess sem hann hefur
stundað námið. „Ég var mest um
borð í Vestmannaey, bæði gömlu og
svo nýju og svo á Berg. En núna er
ég kominn um borð í Isleif, sem
útgerð Hugins VE hefur tekið á
leigu. Þótt skipið sé gamalt hlakka
ég til að prófa makrílveiðar. Ég fór
einn túr með Hugin um jólin og
lfkaði bara ágætlega á uppsjávar-
veiðum. Útgerðin hefur líka alltaf
gengið vel þannig að mér líst mjög
vel á að vera farinn að vinna þama.
Þetta verða einn og hálfur til tveir
mánuðir og menn hafa talað um að
makrílveiðamar verði ólympískar
veiðar þar sem menn keppast við
að ná sem flestum kílóum til að
afla sér veiðireynslu. Það verður
gaman að fá að taka þátt í því.“
Tekur mörg ár að fá full
réttindi
Hvað varð til þess að þú valdir vél-
stjómarnámið umfram annað nám ?
„Ég sá að atvinnumöguleikamir
vom miklir að loknu vélstjómar-
námi. Það eru ekki allir sem fara á
sjó eftir svona nám og möguleikar
á að vinna í landi em miklir. Svo
tókum við rafvirkjann líka og gott
að hafa möguleika á að vinna við
rafvirkjun ef allt annað klikkar."
Var námið erfitt?
„Bara miserfið fög eins og gengur
og gerist. Síðasta veturinn var
maður meira og minna í skýrslu-
gerð en við nemendumir unnum
mjög vel saman í nárninu," segir
Eyþór en 33 útskrifuðust úr vél-
stjórnamáminu og 9 úr skip-
stjómamámi.
Éftir að fimm ára náminu lýkur
þurfa vélstjórnarnemendur að ljúka
15 mánaða vinnu í smiðju og 24
mánaða vinnu á sjó til að fá full
réttindi. Eyþór segist stefna að því
að Ijúka þessum tímum sem fyrst.
„Ætli ég fari ekki og vinni hjá
Héðni í Reykjavík eftir áramót. Ég
er búinn með fjóra mánuði í smiðj-
unni og ætla að klára smiðjutímann
strax. En ég hef nú þegar klárað
þann sjótíma sem maður þarf,“
sagði Éyþór að lokum.
Drullusjóveikur í fyrsta
túr
Sævald Páll Hallgrímsson útskrif-
aðist eins og Eyþór úr vélstjóm-
amámi. Sævald er sonur Hallgríms
Tryggvasonar og Ásdísar Sævalds-
dóttur og er með sjómannsblóð í
æðum. Systkini Sævalds eru þau
Halla, Einar Ottó og Anna Rós og
kærasta Sævalds er Fjóla Sif
Ríkharðsdóttir.
Sævald var á sjó þegar blaða-
maður heyrði í honum en það kom
ekki í veg fyrir að hann gaf sér
tíma í smá spjall.
Sævald segist hafa farið sinn
fyrsta túr á sjó á gamla Berg VE
2002, þá sextán ára gamall. „Við
vomm á kolmunnaveiðum og þetta
gekk mjög vel til að byrja með.
Við vomm fljótir að fylla skipið en
svo varð ég drullusjóveikur á heim-
stíminu. Eg sagðist aldrei ætla að
fara á sjó aftur en fór svo strax
næsta túr og var á sjó allt þetta
sumar og öll sumur síðan. Ég byrj-
aði á uppsjávarveiðum en svo
breytti útgerðin til, keypti nýjan
togara og ég fylgdi auðvitað með
yfir á nýja bátinn. Ætli það sé ekki
eftirminnilegasti túrinn þegar við
sóttum nýja bátinn til Póllands og
sigldum honum heim. Við fengum
algjöran haugasjó á leiðinni, sann-
kölluð skítabræla enda hávetur og
mjög eftirminnileg sigling."
Ekki dónalegt að sjá
launaumslagið eftir
fyrsta túrinn
Var alltaf stefnan sett á aðfara á
sjóinn?
„Já, það var alltaf ætlunin að
prófa að fara á sjó, allavega eftir að
ég varð eldri. Og þó ég hafi orðið
mjög sjóveikur í fyrsta túrnum þá
ákvað ég að halda áfram. Það var
ekkert leiðinlegt að sjá launaum-
slagið eftir fyrsta túrinn en svo er
félagsskapurinn góður úti á sjó og
hann hefur líka mikið að segja í
þessu. Ætli það séu ekki launin og
félagsskapurinn sem menn sækja í
þegar þeir fara á sjóinn."
Þó að Sævald hafi ákveðið að
stunda sjóinn er hann ekki viss um
að það verði hans ævistarf. „Ég
byrjaði á sínum tíma í grunndeild
rafiðna í Framhaldsskólanum hér
ásamt nokkrum snillingum. Á
sama tíma voru nokkrir félaga
minna í vélstjómamámi í skól-
anum. Mér leist vel á námið og
færði mig yfir á vélstjórnarbraut.
Ég kláraði 2. stigið í FÍV og tók
nokkur aukafög fyrir 3. stigið áður
en ég færði mig yfir í Tækni-
skólann.“
Var mikill munur á FIV og Tœkni-
skólanum?
„Já ég get ekki neitað því. Tækni-
skólinn er auðvitað sérhæfður skóli
með mun betri tækjabúnað og fjöl-
breyttari kennslu. En það getur
líka verið kostur að byrja í FÍV þar
sem nándin við kennarana er meiri
og auðveldara aðgengi að þeim.
Ég tók fjóra vetur heima en var svo
í þrjá vetur í Tækniskólanum. Ég
bætti við rafvirkjanum, þurfti bara
að bæta við nokkrum áföngum og
ég bjó vel að því að hafa byrjað í
grunndeildinni hér heima.“
Sævald telur að þrátt fyrir að 33
hafi útskrifast af vélstjórnarbraut,
séu fæstir útskriftamema að hugsa
um að gera sjómennskuna að ævi-
starfi. „Flestir hafa hugsað sér að
nota þetta nám sem gmnn fyrir
áframhaldandi nám. Margir tala
um véla- og orkutæknifræði, iðn-
fræði, rafiðnfræði og fleira í þess-
um dúr. Sjálfur er ég að spá í raf-
magnstæknifræði við Háskólann í
Reykjavík. Planið er að taka sér
ársfrí frá náminu og vera á sjónum,
klára sem mest af smiðjutímanum
og tímanum á sjó en fara svo aftur í
skóla."
Hvað gerir rafmagnstœknifrœð-
ingur?
„Eg veit það bara ekki. Það kemur
í ljós eftir að ég klára námið,“ segir
Sævald og hlær.
Sævald segir nemendur Tækni-
skólans hafa fylgst vel með um-
ræðunni um sjávarútveginn og að
oft hafi verið líf í tuskunum í
aðdraganda kosninga þegar legið
hefði við að nemendur í sjómanns-
fræðum hefðu heilsast að sjó-
mannasið í heitum pólitískum
umræðum. „Já menn tókust á.
Trillustrákamir, sem voru þama í
skólanum, vom mjög sáttir við
strandveiðamar en allir voru sam-
mála um að fymingarleiðin væri
algjört rugl. Menn tókust á og það
lá stundum við slagsmálum en það
er hægt að hlæja að þessu eftir á.“
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?
Er stefnan sett á að búa í Eyjum?
„Já það er stefnan. Ég ætla að
mennta mig eitthvað meira og
reyna fá vinnu við hæfi hér í Eyjum
en það kemur allt í ljós síðar.“
Mœlir þú með vélstjómamámi fyrir
ungt fólk sem er að íhugafram-
tíðina?
„Já, hiklaust. Þetta nám býður
upp á svo marga möguleika. Það er
farið yfir mjög breitt svið og eins
og ég segi, þá era margir sem nota
þetta nám sem grunn fyrir frekara
nám,“ sagði Sævald að lokum.