Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Qupperneq 25
// Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Þorkatla Ólafsdóttir og Kári Vigfússon, svo á ég eina
eldri systur, Sara Ósk Káradóttir. // Fyrirmynd: Ég lít mjög mikið upp til mömmu minn-
ar, þannig það má segja að hún sé mín fyrirmynd. // Framtíðarplön: Ætla að klára stúd-
entin, taka mér svo frí í eitt ár og reyna fara eitthvert erlendis, sem au-pair kannski,
fara svo í Háskóla og læra eitthvað sniðugt. Svo reikna ég með því að stofna fjölskyldu,
með ýkt heitum og ríkum fola ;) // Hver er sætasti leikmaður ÍBV? Allir voðalega sætir.
// Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Þjóðhátíð? Endalaus skemmtun með
frábæru fólki, klárlega hápunktur ársins ;) // Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? Lifa lífinu
lifandi og að reyna standa mig í því sem ég tek mér fyrir höndum.
// Fjölskylda: Mamma mín heitir Svava og pabbi heitir Gunnar Darri. Ég á 3 systkini þau
Sæþór, Jóhönnu Svövu og Darra. Einnig á ég kærasta sem heitir Hlynur. Kærasta stóra
bróður míns heitir Bjartey og eiga þau nýfædda, ótrúlega fallega, dóttur. Ekki má svo
gleyma hundunum mínum, önnur sæt og krumpin og hin lúmsk og saklaus :)
// Fyrirmynd: Sirrý systir mömmu. Snillingur í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og
kemur vel fram við alla. // Framtíðarplön: Svo ótrúlega margt í boði og erfitt að velja.
Langar bæði að læra tónlist og dýralækninn. Áður en ég fer í frekara nám og stofna fjöl-
skyldu, langar mig að skoða heiminn með góðum vinum og skella mér á tónleika með
uppáhalds hljómsveitunum mínum. Svo langar mig að hjálpa öðrum, láta gott af mér
leiða og njóta lífsins. // Hver er sætasti leikmaður ÍBV? Haha vandræðalegt. En ég segi
Eiður Aron. // Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Þjóðhátið? Geggjuð skemm-
tun í góðra vina hópi, bleyta og pissufýla. // Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? Aldrei að
segja aldrei, því aldrei verður aldrei.
// Fjölskylda: Mamma mín heitir Matthildur Einarsdóttir, pabbi minn Ríkharður Jón
Stefánsson, ég á eina systir sem heitir Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, og kærastinn minn
heitir Sævald Páll Hallgrímsson. // Fyrirmynd: Mamma mín. // Framtíðarplön: Það er
margt sem mig langar að gera, eins og læra snyrtifræði og klára stúdentinn síðan út frá
því, ferðast, svo auðvitað stofna fjöldskyldu og bara njóta lífsins. // Hver er sætasti leik-
maður ÍBV? Pétur Runólfsson. // Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Þjóðhátíð?
Herjólfsdalur, hvít tjöld, Árni Johnsen, brenna og skemmtilegasta helgi ársins. // Áttu
þér eitthvert mottó í lífinu? Líttu á björtu hliðarnar.
// Fjölskylda: Mamma mín er Laufey Ársælsdóttir, Pabbi minn er Heimir Jóhannson.
Systkini mín eru Tryggvi (14), Ársæll Ingi (12), (sak (10), Bóas (5) og Helga Margrét (2)
// Fyrirmynd: Jóhanna Jóhannsdóttir föðursystir mín. // Framtíðarplön: Klára stúdents-
prófið, óvisss með framhaldið. // Hver er sætasti leikmaður ÍBV? Eiður Aron Sigur-
björnsson. // Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Þjóðhátíð? Skemmtilegasta
helgi ársins. // Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? Þar sem rassinn hvílir, þar er heimilið.