Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2009, Qupperneq 29
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
29
^ Kári
Islands
Bjarnason skrifar - Úr safni Sagnheima:
Hrafnistumenn 70 ára
Islands
Hrafnistumenn
Islands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn
þó að töfyrði á framsóknar leið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tœkjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt -
eins og ætlunarverkið, er sjómannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vél yfir ál,
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip.
Hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál.
Hvort með heimalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og draum
fléttar tryggðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt og þjóð.
Þegar hœtt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmennskan íslenska bjarma á hans slóð.
Islands Hrafnistumenn
eru hafsœknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll,
í ÁR ERU 70 ár liðin frá því Magnús
Stefánsson, Örn Amarson, orti þennan þjóðsöng
sjómanna. Heiti kvæðisins er tekið úr fornum
íslenskum sögnum er segja frá eyjunni Hrafnistu
í Naumudal í norðanverðum Noregi. Þaðan eru
kynjaðir margir garpar, þ.á.m. Ketill hængur sá
er nam Rangárvelli. Hefur skáldinu þótt við hæfi
að kenna íslenska sægarpa við slíkan tignarstað.
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
yfir stórsjó og holskefluföll,
flytja þjóðinni auð,
sœkja barninu brauð,
fœra björgin í grunn undir framtíðarhöll.
í þeirri gagnmerku bók Áma
Bjömssonar, Saga daganna, segir
að árið 1939 „efndi Sjómannadags-
ráð til samkeppni um ljóð og lag
fyrir sjómannadaginn".
Matthías Johannessen skáld segir
frá aðdraganda þess að sigurljóðið
varð til. Segir þar að Andrés J.
Johnson í Ásbúð úr Hafnarfirði hafi
kvöldið áður en fresturinn var út-
mnninn skorað á vin sinn, skáldið
Magnús Stefánsson, er gegndi
skáldanafninu Öm Amarson, að
taka þátt í samkeppninni enda veg-
leg verðlaun í boði. Á Andrés að
hafa bætt því við að hann skyldi
greiða skáldinu jafna upphæð og
verðlaunaféð úr eigin vasa ef hann
ynni ekki. „Þetta dugði. Magnús
orti kvæðið Islands Hrafnistumenn
um nóttina. Eftir það var hann
frægur maður í landi sínu.“
Tvennt þykir mér merkast við
þessa frásögn, ef rétt er. Annað að
hún lýsir einkar vel hinu hógværa
skáldi er lítt vildi flíka kveðskap
sínum. Annað hitt að líklega hefði
ekki verið unnt að yrkja svo satt og
sístætt kvæði nema fyrir blossa
andartaks hrifningar. Hið undurfall-
ega lag Emils Thoroddsens hefur
einnig lagt mikilvægan skerf til að
gera lagið svo eftirminnilegt.
En hvert var það skáld er orti eina
næturstund opinberan þjóðsöng sjó-
mannadagsins? Fæddur mun hann
vera að Kverkártungu á Langa-
nesströnd 12. desember 1884, hið
sjöunda og yngsta bam hjónanna
Stefáns Ámasonar og Ingveldar
Sigurðardóttur. Hart var í ári á
heimilinu og þegar Magnús var
aðeins á þriðja aldursári neyddust
þau til að bregða búi. Sama vor
andaðist faðir hans og stóð nú
ekkjan ein eftir með Magnús. Eldri
bömin (allt dætur) fóm í fóstur víða
um sveitina.
Jóhann Gunnar Ólafsson ritar fal-
lega minningargrein um Magnús og
segir svo frá þeim harðindatíma að
Stefán, faðir Magnúsar, hafi staðið í
sveitarskuld er hann andaðist.
„Sveitarstjómin taldi sig því eiga
ráðstöfunarrétt á því litla, sem
Stefán átti. Höfuðeignin var 6 ær,
einn gemlingur og eitt hross. Svo
mikið lá hreppsnefndinni á að
koma þessum litlu eignum hans í
peninga, að hún efndi til uppboðs,
meðan hann lá ennþá á líkbör-
unum.“
Það mun því ekki ofmælt er
Magnús lýsir bernsku sinni svo í
kvæðinu er Jóhann Gunnar segir
hinsta kvæði skáldsins:
Hreppsómagahnokki
hírðist inni á palli,
Ijós á húð og hár.
Steig hjá lágum stokki
stuttur brókarlalli,
var svo vinafár.
Líf hans var til fárra fiska metið.
Furðanlegt, hvað strákurinn gat
étið.
Þú varst líknin, móðir mín,
og mildin þín
studdi mig fyrsta fetið.
Minning:
Bjarni Ólafur Björnsson
frá Bólstaðarhlíð í Vestmannaeyjum
Þann 4. júní í ár em 50 ár liðin frá
andláti Bjama Ólafs. Dag þennan
barst sú harmafregn um bæinn
okkar að hann hafi hrapað til bana
við eggjatöku í svokallaðri Skom
austan til í Bjamarey.
Bjami Ólafur, eða Daddi eins og
hann var ávallt kallaður, var fæddur
9. maí 1935, sonur hjónanna í
Bólstaðarhlíð, þeirra Ingibjargar
Ólafsdóttur frá Eyvindarholti undir
•Austur-Eyjafjöllum og Bjöms
Bjamasonar, útvegsbónda frá Hlað-
bæ í Vestmannaeyjum.
Daddi var yngstur átta systkina og
bar nafn afa sinna. Bólstaðarhlíð
stóð efst við Heimagötu, myndar-
legt hvítmálað tveggja hæða stein-
hús með háu risi. Utsýni þaðan var
einstakt á fögmm degi; iðagræn
tún, spegilslétt Víkin, Elliðaey og
Bjamarey í forgmnninn og yfir allt
skartaði Eyjafjallajökull sínum
fannhvíta möttli.
Á æskuámm Dadda var heimili
útvegsbóndans vettvangur mikilla
umsvifa, því þá var alsiða að að-
komnir vermenn dveldu á heimili
þeirra og var Bólstaðarhlíð engin
undantekning þar á. Á þessu stóra
heimili var ávallt nóg að sýsla og
mikið um að vera.
Daddi ólst upp við leik og störf í
faðmi hinnar stóm fjölskyldu. For-
eldrar hans, þau Ingibjörg og Bjöm,
vom annáluð fyrir góðvild sína og
hlýju. Bjöm var auk þess mikill
húmoristi og eftir hann liggja marg-
ar stökumar sem hann kastaði fram
við hin ýmsu tækifæri.
Að loknu gagnfræðaprófi hér f
Eyjum hélt Daddi svo til Reykja-
víkur og lauk próft frá verslunar-
deild Verslunarskóla íslands og
strax haustið eftir hélt hann til
Spánar og stundaði þar nám einn
vetur í spænsku við Háskólann í
Barcelona.
Daddi var hár vexti, myndarlegur
og samsvaraði sér vel. Erfði hann
greinilega hina jákvæðu eðlisþætti
foreldra sinna. Var hann hfýr og
óspar á gamanyrði og eíns og faðir
hans lumaði hann stundum á glett-
inni stöku. Það var 'gott að vera í
návist hans og þar leið öllum vel.
Hann var mikill náttúmunnandi og
fylgdist vel með öllum tilbrigðum
hennar.
Voru fuglamir hans sérstaka
áhugamál; allt í fari þeirra vakti at-
hygli hans og gladdi hann sérstak-
lega þegar hann uppgötvaði nýja
gesti þeirra á meðal. Myndavélin
var aldrei langt undan og fangaði
margt skemmtilegt augnablikið.
Daddi hafði gaman af því að tefla
og þegar aðrir lásu eða hlustuðu á
útvarp sat hann gjaman yfir tafl-
þrautum. Á Spánarárinu gerðist
dálítið skemmtilegt atvik því tengt
sem ekki hefur látið mikið yfir sér.
Félagar hans, sem deildu saman
íbúð, ákváðu um haustið að bregða
sér eina helgi upp til Andorra.
Kanadamaðurinn Alex átti lítinn
Austinbíl og bauð hann til farar-
innar. Upp til Andorra var komið
síðla dags og um kvöldið hafði
kólnað allmikið svo að ekki viðraði
til gönguferðar um bæinn eins og
til stóð. Stungu þeir sér því inn á
fyrsta bar sem þeir fundu. Þarna var
stórt og mikið barborð, þétt setið en
innar var nokkuð rúmgóður salur
þar sem menn sátu að tafli. í ljós
kom að þarna hafði skákklúbbur
staðarins aðsetur.
Er þeir sátu þama við barinn sagði
Belginn José, sem var nokkuð
gamansamur náungi, við nærstadda
að meðal þeirra félaga væri skák-
meistari frá Islandi. Barþjónninn lét
ekki kyrrt liggja heldur kom þessu
á framfæri við klúbbinn. Þá var
ekki aftur snúið. Þeir heimtuðu að
fá að tefla við þennan meistara frá
íslandi.
Daddi færðist undan og kunni vini
sínum litlar þakkir fyrir tiltækið.
Undankomuleiðin var engin. Borði
var stillt upp og fulltrúi klúbbsins,
sennilega þeirra besti maður, var
sestur við borðið. Daddi settist á
móti honum og taflið hófst. Það var
létt ónotatilfinning í þeim félögum
og vom þeir sárir út í José að gera
vini sínum þetta.
Eftir tiltölulega skamma stund var
taflinu lokið með sigri Dadda. Urðu
þeir félagar heldur betur montnir af
sínum manni og litu samt spumar-
augum á hann.
„Hann var bara ekki eins góður og
ég hélt,“ svaraði Daddi og var
greinilega mikið létt.
Þegar heim kom að lokinni Spán-
ardvöl keypti Daddi sér hlut í trillu
með félögum sínum. En sú útgerð-
arsaga stóð ekki lengi því fljótlega
bauðst honum starf á skrifstofu
Vestmannaeyjabæjar og þar var
hans aðalstarfsvettvangur þau ár
sem hann átti ólifað.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur að minnast góðs
drengs og þakka þau ár sem við
fegnum að vera honum samferða.
Guð blessi minningu hans.
Ágúst Bergsson, Haukur Guð-
jónsson, Magnús Bjamason og Öm
Einarsson.
Sjómanna-
dagur á
Byggða-
safninu
í tilefni af Sjómannadeginum
verður Byggðasafnið með dag-
skrá til heiðurs sjómönnum.
Sýnd verður mynd Markúsar
Jónssonar frá Ármóti af sjó-
mannslífinu í Vestmannaeyjum
frá fyrri tíð. Skemmtilegar svip-
myndir af gömlum vinum fyrir
marga. Myndin verður sýnd á
heila og hálfa tímanum allan
daginn.
Einnig höfum við dregið fram
myndir sem tengjast sjómönnum
og hafnarlífinu hér. Gott væri ef
sjómenn og aðrir viskubrunnar
litu við á safninu og aðstoðuðu
okkur við að bera kennsl á þær
myndir sem ekki hefur enn tekist
að nafngreina.
Bátslíkönin fallegu verða til
sýnis í Safnahúsinu og er kjörið
að eldri og reynslumeiri taki
ungu kynslóðina með og lóðsi
um.
Opið verður 13.00 til 18.00 og
í tilefni dagsins er aðgangur
ókeypis.
Verið velkomin!
Sumaropnun
á Bóka-
safninu
í sumar verður Bókasafnið opið
10-17 alla virka daga. Safnið er
ávallt opið í hádeginu. Minnt er
á að unnt er að skila bókum í
póstkassa við útidyr Safnahúss-
ins allan sólarhringinn.
Jafnframt er vakin athygli á
þeirri þjónustu safnsins sem
kölluð er Bókin heim. Um er að
ræða heimsendingarþjónustu
fyrir þá sem vegna fötlunar eða
aldurs geta ekki komist í safnið.
Einu sinni í mánuði fær lán-
þeginn sendar heim 10 til 15
bækur sem eru valdar í samráði
við hann. Vinsamlegast haftð
samband við safnið í síma 481
1184 til að panta þjóiiustuna.
Söngtónleikar Árna:
Maggi Eiríks
og Einar
Hallgríms
Eins og undanfarin ár verður
úngmaðurinn Ámi Johnsen með
söngtónleika í Akóges á föstu-
degi sjómannadagshelgarinnar.
Tónleikamir hefjast klukkan
22.00 en Ámi segir að von sé á
góðum gestum. „Ég get sagt frá
3ví að með mér verða Magnús
Eiríksson, Einar Hallgríms, Jarl
Sigurgeirs, Finnur á nikkunni,
Frikki á bassanum og Obbi á
píanó. Svo eiga fleiri óvæntir
gestir eftir að stíga á stokk,“
sagði Ámi.