Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? Sjálfshjálparbók fyrir börn - Thelma Gunnarsdóttir, sálfræðingur, þýddi ásamt Árnýju Ingvarsdóttur - Hefur rokselst Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? eftir Dawn Huebner er bók fyrir böm til að sigrast á kvíða. Thelma Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Vestmannaeyjabæ, þýddi bókina ásamt Árnýju Ingvarsdóttur, sál- fræðingi. Bókin kom út í ágúst og fór þá strax inn á lista yfir sölu- hæstu barnabækurnar hjá Ey- mundsson og ekki nóg með það því hún fór í 9. sæti á metsölulista yfir allar bækur enda seldist hún upp og nú er önnur prentun komin í verslanir. Það er því forvitnilegt að vita hvers vegna tveir ungir sálfræðing- ar réðust í þýðingar og bókaútgáfu. Thelma gaf sér tíma til að segja les- endum Frétta frá þessari áhuga- verðu bók sem er bæði skemmtileg og jjagnleg. „Eg rakst á þessa bók fyrir til- viljun á Amazon og notaði hana talsvert í starfi, því verkefnin sem hún býður upp á eru einföld og skemmtileg. Við Árný kynntumst þegar við vorum við nám í Dan- mörku og ákváðum að ráðast í að þýða bókina og gefa út. Við vissum ekki hvað við vorum að fara út í og það má segja að við höfum lært heilmikið af þessu,“ sagði Thelma og brosti enda heilmikið mál að ráðast í bókaútgáfu. „Bókin er uppbyggð eins og ameríska útgáfan og við keyptum útgáfuréttinn. Höfundurinn heitir Dawn Huebner og Bonnie Matt- hews myndskreytti. Jóhann Vil- hjálmsson setti hana upp fyrir okkur en þýðingarvinnan var kannski ekki mesta málið í þessu. Það fór talsverður tími í að kaupa leyft og finna út úr ýmsum smáat- riðum varðandi útgáfuna. Við seljum bókina sjálfar á Netinu og svo í bókaverslunum og þar fór hún strax í fyrsta sæti á lisla yfir barna- bækur hjá Eymundsson og við auðvitað ánægðar með það.“ Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? er sjálfshjálparbók fyrir börn. Markhópurinn er 6 til 12 ára og efnið byggir a hugrænni atferlis- meðferð. „Formáli er fyrir foreldra og þar er tjallað um hvemig með- ferðin er byggð upp en efni hennar snýr að fræðslu um kvíða, kennslu í að sigrast á honum og fyrirbyggj- andi aðferðum. I raun gagnast bókin öllum sem hana lesa og þekkja það að hafa áhyggjur, full- orðnum og börnum. Við höfum fengið góð viðbrögð, fyrsta prentun seldist upp og önnur prentun ný- komin í sölu. Leikskólakennarar eru mjög ánægðir með bókina enda þótt markaldurinn sé 6 til 12 ára þá nýtist hún fleirum l.d. geta 5 ára börn haft mikið gagn af henni þannig að aldursbilið er teygjan- legt. Foreldrar hafa haft samband og eru ánægðir með hvernig bókin hefur gagnast börnum þeirra." Thelma segir sjálfshjálparbókina um kvíða vera fyrstu bókina af sex í ritröð sem bandaríska sálfræð- ingafélagið gefur út. „Það er búið að þýða fyrstu bókina á fimm tungumál en allar bækumar byggj- ast upp á hugrænni atferlismeðferð. Hinar bækurnar taka á skapofsa, neikvæðni og depurð, svefnvanda, áráttu og þráhyggju og nýjasta bókin fjallar um slæma ávana,“ sagði Thelma en hún og Ámý eru ákveðnar í að bókin sem tengist reiði verði næst í röðinni í íslenskri þýðingu. Hún er skemmtileg en allar þessar bækur eru gagnlegar og í þeim eru mörg verkefni sem hjálpa börnum að vinna með og muna efnið. Það er greinilega þörf fyrir þetta efni, það er heilmikið til af fræðslu fyrir foreldra en lítið efni fyrir börnin," sagði Thelma en þeir sem vilja, geta skoðað efni á heimasíðu útgáfunnar, sem er http://hvadgeteggert.is/ . lYVjandal ftl Mandal með jóla- tónleika á sunnudag Mandal verður með jólatónleika í Safnaðarheimili Landakirkju sunnudaginn 20. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og eru tileinkaðir minningu Anniku Tönuri, tónlistarkennara, sem lést 3. desember sl. Mandal er skipað þeim Báru Grímsdóttur, Chris Foster, Helgu Jónsdóttur og Arnóri Hermannssyni. Tónleikamir eru styrktir af menningarráði Suðurlands, Handritin heim, Sögusetrinu 1627 og Landa- kirkju Vestmannaeyja. Allir bæjarbúar eru hvattir til að mæta enda má búast við mikilli og góðri jólastemmningu. Orkan opnar bensínstöð í Eyjum: Eigum alltaf að bjóða ódýrasta bensínið - segir forstjóri Skeljungs, sem á og rekur Orkuna - Styrkja ÍBV Bensínsalan Orkan hefur sett upp eina bensíndælu við verslunina Tvistinn við Faxastíg, þar sem Skeljungur var áður með bensín- sölu. Stöðin er sjálfsafgreiðslustöð, eins og allar 26 Orkustöðvarnar eru en Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, sem á og rekur Orku- stöðvarnar, sagði ástæðu opnun stöðvarinnar í Eyjum tvíþætta. „Við erum að breyta nokkrum Shellstöðvum víðs vegar um landið í Orkustöðvar en við iinnum sterkt fyrir óskum neytenda um lægra eldsneytisverð. Órkan selur ódýrara bensín en Shell og markmiðið er að bjóða alltaf upp á lægsta verðið á hverjum stað fyrir sig. Þar sem sem engin Orkustöð var í Eyjum, þótti okkur upplagt að opna eina slíka.“ Einar segir ekki sama verð á öllum Orkustöðvunum og neitar því ekki að verðstríð stýri bensínverði. „Orkan er alltaf með ódýrasta ben- sínið á hverjum stað fyrir sig. Við erum með svokallað viðmiðunar- verð á flestum okkar Orkustöðvum en þar sem staðbundin verðstríð eru háð, þar er bensínverðið enn lægra. Það kemur auðvitað fyrir að einhver bensínstöð er tímabundið lægri en við, það er aðeins þangað til við höfum áttað okkur og lækkum um leið og við uppgötvum að slík staða sé uppi. Orkan á alltaf að bjóða upp á ódýrasta bensínið." Auk þess að vera með ódýrasta bensínið á markaðnum, þá býður Orkan einnig upp á 2 krónu aukaaf- slátt. „Til þess að fá þann afslátt, sækir fólk um Orkulykil eða Orku- kort og fær þá 2 krónu aukaafslátt. Svo bjóðum við reglulega upp á svokallaða Ofurdaga, vorum t.d. með í gær Ofurdag þar sem við bjóðum 5 krónu afslátt á bensíni og diesel og á sama tíma fóru 5 krónur af hverjum seldum lítra til Mæðra- styrksnefndar." Einar segir jafnframt að IB V muni njóta góðs af Orkustöðinni. „Við erum rétt að ljúka samningum við ÍBV sem verður þannig að IBV fær framlag af hverjum seldum bensín- lítra þar sem greitt er með Orkulykli eða Örkukorti. Auk þess mun IBV fá aukaframlag ef sala á stöðinni eykst og þannig tengjum við vel- gengni stöðvarinnar við ÍBV.“ ÍJtgefandi Eyjasýn ehf. 480278-0540 - Vestmannaeyjum. RitetjórL Ómar Garííarsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Július Ingason. íþróttLr: Ellert Scheving. Ábyrgðannenn: Ómai' Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjapront. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frottir@eyjafrottir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is í : n Sendum llum bjarbmn bestu skir um gleilegjl og farslt komandi Ær. r Frár eht v Kæru vinir Ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Kær kveðja; Halla á Múla \ KFIFFITONfiR -tónlist og reynslusögur með heitu súkkulaði og fleiro. Sunnudaginn 20.des. kl. 15.00 í Hvítasunnukirkjunni Tekið verður á móti frjálsum framlögum til R6C hjálparstarfs. flllir hjartanlega velkomnir Opinn jólafundur hjá AA Sunnudaginn 27. des. kl. 15.30. Hátíðarkaffi að loknum fundi. Allir velkomnir Ætlar að hlaupa 100 km Sæbjörg Logadóttir, ætlar að hlaupa 100 km á hlaupabretti á Hressó á mánudaginn. Sæbjörg ætlar að byrja að hlaupa klukkan átta um morguninn og ætlar sér tíu kiukkutíma í hlaupið. Sæbjörg hefur náð athyglis- verðum árangri í Reykjavíkur- maraþoninu þar sem hún hefur verið meðal hinna fremstu. Ekki er Fréttum kunnugt um að íslenskar konur hafi hiaupið 100 km en þó svo sé verður Sæbjörg meðal örfárra sem náð hafa þessum árangri Ijúki hún hlaupinu á mánudag- inn. Þeir sem vilja leggja góðu málefni lið geta heitið á Sæbjörgu og renna áheitin til styrktar Iþróttafélag- inu Ægi. „Það er gaman að prófa þetta, ég ætla að hlaupa í 50 mínútur, taka pásu í tíu mínútur og ætla mér tíu klukkutíma í þetta í heild.“ FRÉTi'iK koma út alla fimmtudaga. Blaðid er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnuni, Vöruval, Herjólfi, Plughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTHR eru prontaðar i 2000 eintökum. FRÉTi'lR cru aðilar að Samtökum hœjar- og héraðsfréttablaða. Eftirpronhm, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.