Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 Úr bloggheimum: Þorbjörn Víglundsson bloggar: Hættusamt starf Það bárust af því fréttir um daginn að Sighvatur GK hafði fengið á sig brotsjó og menn slasast um borð. Þetta er ekki óalgengt og veit ég t.d. um marga sem hafa slasast eða meitt sig við það eina að skipið tekur snögga dýfu eða fær á sig hnút. Ég er ánægður að frétt skuli hafa verið birt á netmiðlum frá óförum þeirra á Sighvati GK, en sem betur fer þá slasaðist enginn alvarlega um borð hjá þeim. En ég er ánægður með birtinguna því það kannski fær fólk, sem hefur eitthvað að segja varðandi afnám sjómannaafsláttar, til að hugsa málið aðeins betur. Ég verð einnig að koma því að að ekki finnst mér raddir sjómanna hafa verið háværar undanfarið. Það hafa verið birtar greinar hér í Eyjum í fréttamiðli eyjanna og ekkert nema gott um það að segja. En hvar er forystan spyr ég? Að mínu mati hefur það verið Friðrik J. Arngríms- son hjá LIU sem hefur verið ötulasti talsmaður sjómanna. En án þess að fara af stað með ein- hvern tuð-pistil þá datt mér í hug eftir að ég las fréttina um ófarir þeirra á Sighvati GK að safna saman nokkrum myndum af sambærilegum atvikum. Það er jú staðreynd að um borð í skipum eru menn stöðugt að meiða sig eða slasa. Ekki endilega vegna þess að óvarlega er farið heldur vegna þess að vinnusvæðið er á stöðugri ferð. Ég á örfáar myndir sem sýna menn mismikið meidda eftir einhver óhöpp og ætlaði því að biðla til ykkar um að senda mér myndir sem ég svo mætti birta hér. Ekki væri verra ef nokkrar línur fylgdu með. Svo reynum við að fá pistilinn birtan á stóru net- miðlunum og athugum hvaða viðbrögð við fáum. Það eru nefni- lega alltof margir þarna úti sem halda að allir sjómenn séu á himin- háum launum fyrir það eina að sofa í koju. Sendið á: tobbiv@internet.is http.V/tobbivilla. 123.is/ Gamla myndin: Þessa mynd er að finna á Ljósmyndasafni Vestmannaeyja en á henni má sjá lið frá íþróttafélaginu Þór, sjálfsagt knattspymulið. Ékki er vitað hvaða flokkur þama er á ferð, né hvað liðsmennimir heita. Þeim sem geta gefið upplýsingar um nafn hennar er bent á að hringja í 488-2051 eða senda póst á net- fangið: ljósmyndasafnvestmanna- eyja@gmail.com. Engar upplýsingar hafa borist varðandi myndina í síðustu viku. Eyjamaður vikunnar: Vilja ekki allir hitta JesúP Á íslandi, og víðar reyndar, er hægt að halda úti öflugu íþróttastarfi. Ábyrgð starfsins lendir oftar en ekki á herðum fárra einstaklinga, sem kikna þó ekki undan álaginu heldur vinnur óeigingjarnt starf á bak við tjöldin. Kristín Ásmunds- dóttir hefur starfað um árabil fyrir Fimleikafélagið Rán og stjórn félagsins ákvað að gera hana að fyrsta heiðursmeðlim Fimleika- félagsins á jólasýningu um helgina. Kristín er því verðugur Eyjamaður vikunnar. Nafn: Kristín Ásmundsdóttir. Fæðingardagur: 25. mars 1956. Fæðingarstaður: Sandgerði, fædd og uppalin þar. Fjölskylda: Gift Jóni Árna Ólafs- syni. Við eigum þrjú böm, sem eru Ingibjörg Guðlaug, Ingibjöm Þórarinn og Kristín Rannveig. Þar fyrir utan eigum við einn tengda- son, Jón Garðar, og gullmolinn er litli Steingrímur Ámi, barnabarnið. Draumabfllinn: Sá sem ég á hverju sinni. Uppáhaldsmatur: Nautasteik, a la Jón. Versti matur: Súrmatur, kemur á óvart. Uppáhalds vefsíða: Eyjafréttir.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll íslensk tónlist. Aðaláhugamál: Fjölskyldan og golf. Eyjamaður vikunnar Kristín Asmundsdóttir Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesú Krist, vilja ekki allir hitta hann? Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Flestir staðir á Islandi í góðu veðri. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Fimleikafélagið Rán og krakkarnir sem stunda fimleika í Rán eru mínir uppáhalds íþrótta- menn. Ertu hjátrúarfull: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, er að dunda mér í golfi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Breskir sakamálaþættir. Ætlar þú að vera fyrst í sund þegar útisvæðið verður endan- lega opnað með allri sinni fegurð og fjörlegheitum (Spurt af síðasta Eyjamanni vikunnar): Nei, ég ætla ekki að vera sú fyrsta. Hvers viltu spyrja næsta Eyjamann vikunnar: Ætlar þú ekki að styðja Björgunarfélagið í flugeldasölunni? Hvernig kom það til að þú fórst að starfa fyrir Fimleikafélagið Rán: Dóttir mín, Kristín Rannveig, var alltaf í fimleikum og ég var beðin um að koma í stjóm. Ég vildi auðvitað ekki skorast undan því. Varstu sjálf í fimleikum á þínum yngri árum: Nei, því miður hafði ég ekki aðstöðu til þess. Er gaman að starfa fyrir félagið: Já það er mjög gaman og gefur manni mjög mikið. Ertu hætt: Já (eftir langa um- hugsun). Eitthvað að lokum: Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Matgazðingur vikunnar: Humarréttur og súkkulaðikaka Ég þakka vini mínum honum Eysteini kœrlega fyrir áskorunina. Ég œtla að bjóða upp á dýrindis humarrétt og súkkulaðiköku. Innbakaður humar Brauð Humar Smjör Hvítlaukur Steinselja Sítrónupipar Bræða smjör. Pressa hvítlauk. Hvítlauk og smjöri blandað saman ásamt smá steinselju. Skera skorpuna af brauðinu, fletja brauðið út með kökukefli báðum megin. Smyrja brauðið með smjörinu og leggja humarinn á, krydda með sítrónupipar. Vefja brauðinu utan um. Velta rúllunum upp úr hvítlaukssmjörinu. Inni í ofn þar til tilbúið er í 200° ca 10-15 mín. hvítlaukssósa 2 dl fiskisoð 2 dl rjómi 100 g rjómaostur 3 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir 1 msk. sítrónusafi steinselja 2 stk. súputeningar salt og pipar Matgœðingur vikunnar er Kolbeinn Agnarsson Öllu blandað saman í pott og bragðbætt með salti og pipar. Með humrinum er gott að drekka vel valið og kælt hvítvín. Frönsk súkkulaðikaka 200 gr smjör 200 gr suðusúkkulaði 4 egg 2 dl sykur 2 dl hveiti Krem 150 gr suðusúkkulaði 75 gr smjör 2 msk. síróp 1/2 - 1 askja fersk jarðarber (til skreytingar) Hvftt súkkulaði, saxað (til skreyt- ingar) Bræðið saman smjör og súkkulaði við lágan hita. Þeytið saman egg og sykur vel eða þar til blandan verður létt og ljós. Blandið súkkulaði- blöndunni varlega saman við eggja- blönduna. Hrærið því næst hveit- inu saman við. Setjið í form og bakið við 175 gráður í 40-45 mín. í meðalheitum ofni. Smyrjið kreminu yfir kökuna og skreytið með jarðarberjum og hvítu súkku- laði. Kremið Bræðið allt saman í potti og látið kólna aðeins áður en sett er á kök- una. Alvöru karlmenn fá sér kaffi og koníak í lok góðrar máltíðar. Þar sem einn af Huginsdrengjunum er heimavinnandi húsfaðir þessa dagana er best að láta vörpuna vaða á hann. Því kýs ég Óskar Haraldsson sem nœsta matgœðing. Nýfazddir Vestmannaeyingar: Drengurinn á myndinni fæddist á Landspítalanum þann 11. júlí og vó 4075 gr og 53 cm. Hann var skírður í Landakirkju þann 19. ágúst sl. og var gelið nafnið Sölvi. Með honum á myndinni eru systkini hans. Foreldrar þeirra eru Bjamveig Guðbrandsdóttir og Bjarni Jónsson og er fjöl- skyldan búsett á Tálknalirði. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Sunnudagur 20. desember Fjórði sunnudagur í aðventu Kl. 11.00 Fjölskylduguðsþjónusta með helgileik 5. bekkjar Grunn- skólans kl. 11. Kl. 11.00 Tónleikar Mandal- hópsins í Safnaðarheimilinu. Fimmtudagur 24. desember Aðfangadagur jóla Kl. 14.00 Helgistund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Kl. 18.00 Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Fimmtudagur 24. desember Jólanótt KI. 23.30 Hátíðarguðsþjónusta á jólanótt. Föstudagur 25. desember Jóladagur Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur frákl. 13.30. Laugardagur 26. desember Annar dagur jóla Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kl. 14.00 Bama- og fjölskyldu- guðsþjónusta. Kl. 15.15 Helgistund á sjúkrahús- inu, dagstofu 2. hæð. Mánudagur 28. desember Fjórði dagur jóla Kl. 16.00 Tónleikar, Litlir lærisveinar og jólatréssamkoma í Safnaðarheimilinu. Veitingar í boði Kvenfélags Landakirkju. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Fimmtudagur 31. desember Gamlársdagur Kl. 18.00 Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Föstudagur 1. janúar Nýársdagur Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 17. desember Kl. 20.00 Brauðsbrotning. Sunnudagur 20. desember Kl. 15.00 Kaffitónar, tónlist og „reynslusögur“ með heitu súkkulaði og fleiru. Frjáls framlög til ABC Hjálparstarfs. Fimmtudagur 24. desember Aðfangadagur Kl. 18.00 Syngjum innjólin. Ræðumaður Daníel Steingrímsson. Föstudagur 25. desember Jóladagur Kl. 14.00 Hátíðarsamkoma. Ræðumaður Lilja Óskarsdóttir. Fimmtudagur 31. desember Gamlársdagur Kl. 18.00 Kveðjum gamla árið. Föstudagur 1. janúar Nýársdagur Kl. 14.00 Fögnum nýju ári. Ræðumaður Guðni Hjálmarsson. Aðventkirkjan Laugardagur 19. desember Kl. 10.30 Samkoma hefst á Brekastíg 17 með biblíufræðslu fyrir böm og fullorðna. Allir hjart- anlega velkomnir. Vinakajfi, opið hús fyrir gesti og gangandi, alla fimmtudaga frá klukkan 15-17, allir velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.