Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 22
22 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 MYNDIR af vörukynningum KK í Vestmannaeyjum þar sem vörur frá Ölgerðinni hafa löngum verið áberandi. Amman byrjaði rekstur 1931 Móðir Karls Kristmannssonar stofnaði fyrirtækið 1931 og rak Karl það til dauðadags 19. janúar 1958. Fyrirtækið var síðan rekið af fjölskyldunni með aðstoð góðra manna þar til Kristmann tók við í byrjun árs 1961, þá aðeins 16 ára og frá 1970 hefur hann átt og rekið Karl Kristmanns Umboðs- & heildverslun. Tilgangur KK hefur alla tíð verið að þjónusta vcrslanir, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem best. Mest er verslað með matvöru, hreinlætis- og snyrtivöru, umbúðir, öl og gos og síðast áfengi. Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun hefur verið rekin sem einkafyrirtæki. Fyrirtækið byrj- aði í Steinholti, lluttist næst að Landagötu 3A en bæði húsin fóru undir hraun í gosinu 1973. Eftir gos var fyrirtækið á nokkrum stöðum þar til flutt var í núvcrandi húsnæði við Ofanleitisveg hinn 5. júlí 1958. PEPSI og KK hafa lengi átt samleið. Vinimir komu til hjálpar Þarna var úr vöndu að ráða fyrir fjölskylduna, ekkjan Betsý Agústs- dóttir, sem enn er á lífi og hélt upp á 90 ára afmæli sitt fyrir skömmu, stóð uppi meðjjrjá drengi, Krist- mann 12 ára, Agúst 8 ára og Frið- rik 4 ára og dæturnar Viktoríu 18 ára og Kolbrúnu 16 ára. Ingibjörg, dóttir Karls, var 23 ára og farin að búa og flutt til Reykjavíkur. Enginn var til að stjórna fyrirtækinu en þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. „Baldur Olafsson, banka- stjóri, Gísli Gíslason, heildsali, Jóhannes Tómasson og Agúst Matthíasson aðstoðuðu og hjálpuðu mömmu við að reka fyrirtækið." Var Gísli Gísla ekki í samkeppni við ykkur? „Jú,“ svarar Kristmann hugsi og heldur áfram. „Þetta var svolítið öðru vfsi þá. Við Halli Gísla (sonur Gísla Gísla) keyrðum til dæmis saman út kókið og gosið frá Ölgerðinni sem ekki gæti gerst í dag. Halli Gísla og hans fólk, hefur alltaf hjálpað mér mjög mikið.Það voru svo Búddi (Hjálmar Eiðsson) og Steini stóri (Aðalsteinn Sigur- jónsson) sem ráku KK fyrir mömmu samhliða störfum sínum í bankanum. Eftir klukkan fjögur, þegar búið var að loka bankanum komu þeir og þannig gekk það í nokkur ár. Ég tók svo við rekstr- inum þegar ég varð sextán ára,“ segir Kristmann og bætir við. „Já.“ Með sérstakri áherslu þegar blaða- maður lætur í ljós undrun sína um aldur hans. Kjartan á Múla bjargaði útkeyrslunni „Ég hafði ekki bílpróf og fékk Kjartan Bergsteinsson frá Múla, sem þá var símritari og vann á vöktum, til að keyra fyrir mig. Keyrði hann út fyrir hádegi annan daginn og eftir hádegi hinn. Ég fann til pantanir og gerði þær klárar fyrir hádegi annan daginn og eftir hádegi hinn daginn. Svona gekk þetta þangað til ég fékk bílprófið." A þessum tíma var Karl Krist- manns umboðs- og heildverslun með umboð fyrir Ölgerðina, Nóa, Ora, Vals- tómatsósu, Kexverk- smiðjuna Frón og Kjörís. „Þetta eru þau íslensku umboð sem við vorum með. Svo varð talsverð breyting og aukin umsvif 1967 þegar ég fékk umboð fyrir Slátur- félag Suðurlands, eða SS, einnig Síld og ftsk, Vogabæ og við erum með umboð fyrir yfir 40 fyrirtæki í dag.“ Miklar breytingar á verslun Það voru fleiri verslanir á þessum tíma í Vestmannaeyjum en í dag? „Já,“ segir Kristmann og hlær. „Það voru Fell. Þingvellir, Borg, Kaupfélagið, Tanginn, Geysir Brynjúlfsbúð, Verslun Sigurðar Sveinssonar og Bláfell. Þetta eru þær sem ég man eftir í augnablik- inu en ég gæti trúað að það hafi verið hér einar tíu verslanir. Það hafa orðið gífurlega miklar breyt- ingar síðan eins og sést best á því að í dag eru þrjár matvöruverslanir í Eyjum, Krónan, Vöruval og 11- 11. Auðvitað eru þær miklu stærri og við erum að þjónusta þær allar.“ Voruð þið með ykkar eigin inn- flutning? „Já, allt þangað til gáma- væðingin kom til sögunnar en eftir það geri ég samninga við fyrirtækin sem eru að flytja inn og fæ mín umboðslaun af því. Og þetta hefur verið að stækka hjá okkur,“ segir Kristmann sem hefur lagt sig eftir að fylgjast með nýjungum og gnpa tækifæri þegar þau gefast. „Ég sótti um heildsöluleyfl fyrir áfengi og fékk það sem er hrein viðbót. Það var mikil breyting og nú sé ég um veitingastaðina hér fyrir fyrirtækin sem flytja inn á- fengi og framleiða hér á landi.“ Algjör umskipti í jarðeld- unum 1973 Eins og kemur fram hér að framan hefur þú upplifað miklar breytingar í þínu starfi. Hverjar eru mestar að þínu mati? „Það er ekki spurning, jarðeldarnir 1973 en þá verða hér algjör umskipti. Það voru margir kaupmenn sem komu ekki aftur. Sjálfur fékk ég vinnu hjá Nóa í gosinu en undi mér ekki í Reykja- vík. Það var ekki hægt að opna hér heildverslun því það var bara ein búð í bænum. Við Axel Ó. skó- kaupmaður stofnuðum verslun að Hólagötu 40 þar sem áður var verslunin Borg sem varð að Nýborg hjá okkur. Við opnuðum 23. ágúst 1973 og seldum svo Bjössa kokki á Herjólfi þegar Axel vildi opna skóverslunina og ég heildsöluna." Vestmannaeyjar voru algjört karla- samfélag sumarið 1973 en það breyttist þegar ákveðið var að hefja skólastarf um haustið. „Þá fluttu nokkuð margar fjölskyldur til baka og við tók góð vertíð. Síðan hefur þetta verið á góðri uppleið," segir Kristmann sem tekur undir að fyrsti veturinn hafi verið heldur drunga- legur, kolsvartur vikur yftr öllu, ískrandi járnplötur fyrir gluggum húsa sem sum voru hálfhrunin og rafmagnið alltaf að fara. „Við Axel fengum t.d. ekki að opna búðina strax af því að það var ekki hægt að tryggja okkur rafmagn fyrir kæli- og frystitækin. Ég man alltaf þegar kveikt var á götuljósunum. Það var eins og kveikt hefði verið á sjálfum himinþoganum. Ekki leist Kristínu heldur á þetta. Þegar hún kom í ágúst, um það bil þegar við vorum að opna búðina, sagði hún. -Ég kem kannski með stelpurnar eftir nokkur ár. En svo gerist þetta mjög fljótt, við kaupum Hólagötu 40 fyrsta október og þær komu svo fljótlega og hafa ekki farið síðan.“ Aðeins fimm heildsölur á landsbyggðinni Stórkaupmenn hafa verið deyjandi stétt á Islandi, hvað eru margar heildsölur á landsbyggðinni í dag? „Þær voru rosalega margar en nú held ég að þær séu bara fimm eftir, Stjarnan á Reyðarfirði, Hafsteinn á Isafirði, JGR í Borgamesi og við og H. Sigurmundsson hérna í Eyjum. A Akureyri reka stóru fyrirtækin útibú, eru þar með starfsfólk en ég er t.d. eini umboðsmaður Ölgerðar- innar. Annars staðar eru þeir með starfsmenn en ástæðan er sennilega að við búum á eyju.“ Önnur breyting er meiri harka á markaðnum og slagur um vöruverð. Hvernig bregðist þið við þessu? „Maður hefur orðið að taka þátt í þessum slag og mæta því eins og öðru ef maður ætlar að vera með. STARFSFÓLK KK 1990 og barnabörnin sem í dag eru meðal núverandi starfsmanna. K ' nM| ’ 1 ' t s i/> 1 k sV KRISTÍN með með dótturdótturinni og nöfnu á vörukynningu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.