Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 Framkvæmda- og hafnarráð: Kosta 370 millj. Nú er komið í ljós að fyrri áætl- anir um endurbyggingu upptöku- mannvirkja við Skipalyftuna standast ekki. Verður fram- kvæmdin 70 milljónum dýrari en gert var ráð fyrir eigi hún að standast kröfur um stærð skipa sem taka á upp. A fundi framkvæmda- og hafnar- ráðs í vikunni var lögð fram greinargerð starfshóps þar sem fram kemur að leið tvö, sem búið var að ákveða að fara, uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar em vegna þyngdardreifingar fiski- skipa sem mannvirkjunum er ætlað að þjóna. Aftur á móti upp- fyllir leið þrjú kröfurnar sam- kvæmt útreikningum John R. Berry frá Berry Conculting Inc. Með hliðsjón af því samþykkti ráðið að gera ráð fyrir 70 milljón króna kostnaðarauka og fer þá áætlaður heildarkostnaður í kr. 370 milljónir. Gert verður ráð fyrir viðbótinni við afgreiðslu fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs fyrir árið 2010 við síðari umræðu í bæjarstjórn 17. desember nk. Útisvæðið og klefarnir í 280 milljónir Nú er Ijóst að kostnaður við útisvæði við íþróttamiðastöðina og endurnýjun búningsklefa verður að minnsta kosti 280 milljónir. Þetta kom fram á fundi fram- kvæmda- og hafnarráðs þar sem lá fyrir greinargerð vegna stöðu framkvæmda hjá bænum. Gert hafði verið ráð fyrir 230 millj- ónum til verksins en ráðið lagði til 50 milljóna viðbót þannig að eins og staðan er í dag verður kostn- aðurinn 280 milljónir króna. Hækkun á gjaldskrá Ráðið samþykkti tillögu Ólafs M. Kristinssonar, hafnarstjóra, að gjaldskrá fyrir árið 2010. Sam- kvæmt henni verður aflagjald áfram 1,28% af heildarverðmæti en hámarksgjald hækkar í 4200 kr. á tonn. Sorpgjald hækkar um 10% sem og önnur gjöld hafnarinnar frá 1. janúar 2010. í fundargerð segir að breytingamar séu í samræmi við fjárhagsáætlun hafnarinnar. Vilja smeigin- legan rekstur Fyrir ráðinu lá svar við bréft um ósk eftir samstarfi milli Vest- mannaeyjahafnar, Vestmanna- eyjabæjar og Siglingastofnunar um rekstur Landeyjahafnar. í svarinu kemur fram að Sigl- ingastofnun hefur vilja til að ferjurekstur og rekstur hafnar sé á sömu hendi. Hefur áhuga á list og sköpun -segir Kristinn sem vann til verðlauna í Snilldarlausnum Marels KRISTINN: Það átti að skila inn myndbandi á sunnudeginum og ég hafði eitthvað lítið að gera á laugardeginum. Eg setti vélina á þrífót og byrjaði að spinna fyrir framan vélina. Myndband sem Kristinn Pálsson, nemandi í Verzlunarskóla fslands, gerði í sambandi við hugmynda- samkeppni framhaldskólanna, Snilldarlausnir Marels, vakti mikla athygli þegar það birtist á vef- miðlum eftir að það vann til verð- launa í keppninni. Kristinn er fæddur og uppalinn í Eyjum, sonur Rutar Haraldsdóttur og Páls Guðmundsosnar. Hann er á öðru ári í Verzlunarskólanum og ákvað að sækja um í Verzló vegna þess að afi hans og frænka hvöttu hann eindregið til þess. „Afi var í Verzló og Gunna móð- ursystir mín líka og þau ýttu á mig þegar ég var að Ijúka grunnskól- anum. Eg sótti um og komst inn og lét þá verða af því að fara í skól- ann. Eg er á öðru ári og Halli bróðir minn er í háskólanámi þannig að við búum saman í bænum. Það kemur sér vel að frænkur okkar eru duglegar að bjóða okkur í mat,“ sagði Kristinn og er því næst spurður út í áhuga hans á listum og öllu þeim tengdum. „Eg hef haft áhuga á leiklist, myndlist og músík frá því ég var barn og reyndar allri sköpun. Félagslífið í Verzló er öflugt og nánast allt í gangi. Ég tel að það séu fleiri í stjóm yfir hverju sviði félagslífsins en yfir öllu félagslífi annarra skóla. Enda eru nemendur mjög margir, um tólf hundruð nemendur eru í sama húsi og það er eðlilegt að það sé líf og gróska í kringum þá. Ég er í nefnd sem skipuleggur peysufatadaginn sem verður í lok aprfl en við erum tólf sem komum að því að skipuleggja uppákomuna þannig að það eru margir sem koma að því að skipu- leggja hvem þátt fyrir sig.“ Kristinn kom að leiklist hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og hafði gert myndbönd í tengslum við skólann áður en hann tók þátt í hugmyndasamkeppninni. Hann fékk gömlu myndavélina senda í tengslum við íslenskuverkefni sem hann átti að vinna og það varð kveikjan að seinna verkefninu. „Við áttum að útfæra efni Snorra Eddu með myndbandi eða leikþætti. Ég vissi af keppninni og var með smá hugmynd en hafði ekki náð að útfæra hana neitt sérstaklega. Það átti að skila inn myndbandi á sunnudeginum og ég hafði eitthvað lítið að gera á laugardeginum. Ég setti vélina á þrífót og byrjaði að spinna fyrir framan vélina, “ sagði Kristinn og spuninn skilaði honum verðlaunum. Gerði allt sjálfur En um hvað snerist verkefnið? „Við áttum að finna nýtt notagildi fyrir herðatré og ég ákvað að nýta herðatré sem fatahengi án þess að nota fataslá,“ sagði Kristinn sem lék eina hlutverkið í myndbandinu, tók upp og klippti sjálfur. „Það fór fullt af myndböndum í keppnina en ég held að keppnin haft verið mis- vel kynnt innan skóla," sagði Kristinn sem er ekki viss um hvað hann vill taka sér fyrir hendur í framtíðinni. „Ég er á náttúrufræði- braut, líffræðisviði og fór þangað af því ég tel mig þokkalegan í stærð- fræði og það hentaði ágætlega. En ég er ekki ákveðinn í hvað ég geri eftir Verzló. Það gæti verið eitthvað á listasviðinu eins og hvað annað. Ég hef verið að fikta við að mála og svo dundaði ég við að gera skopmyndir fyrir síðustu kosningar. Það voru einhverjir að grínast með að ég ætti að taka við af Sigmund," sagði Kristinn og hlær. Nemendum finnst alltaf gott að komast í jólafrí og Kristinn segist ekki geta lýst því hvað það sé gott að koma heim. Hann telur mun á anda Eyjarmanna og höfuðborgar- búa í því árferði sem nú er, Eyja- menn eru jákvæðir og bjartsýnir. „Ég á von á því að það geti orðið einhver gerjun hér heima við og bind miklar vonir við nýsköpun. Leikhúsið er í góðum gír, það verður 100 ára á næsta ári og ábyggilega verður eitthvað að gerast í kringum það. Ég sæki mikið leikhús og menningarstarf- semi og finnst almennt fólk á mínum aldri ekki alveg að fatta hvað það getur verið skemmtilegt. En það er nú ýmislegt að gerast í Eyjum, menningarlífíð blómstrar á goslokahátíð, í tengslum við Nótt safnanna og einnig í tengslum við Tyrkjaránið o.fl. Þannig að það er ýmislegt í gangi," sagði Kristinn. Hann telur að allir haft eitthvað til brunns að bera og hlakkar til að fylgjast með Eyjamönnum hoppa af stað með góðar hugmyndir. „Klikkuðustu hugmyndimar eru þær allra bestu.“ sagði Kristinn að lokum. S Eyverjar fagna 80 ára afmæli sínu í Asgarði á sunnudaginn: Hafa sett svip á bæjarbraginn Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, verður áttatíu ára 20. desember en félagið var stofnað þann dag árið 1929. Framan af hét félagið einfaldlega Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa félaginu nafnið Eyverjar. Eyverjar ætla að halda upp á afmælið með kaffisamsæti í Ásgarði á afmælisdaginn. Sindri Ólafsson, formaður Eyverja, sagði alla bæjarbúa velkomna í kaffi, kakó og smákökur. „Við ætlum að vera með gamlar fundar- gerðarbækur, myndaalbúm og gamla Stofna til sýnis ásamt göml- um munum. Stofnar komu fyrst út 9. mars 1938 en á forsíðunni var minn- ingargrein um áhöfn sem fórst með vb. Víði frá Vestmannaeyjum sama ár. Unnið er að því þessa dagana að skanna öll blöðin sem hafa verið gefin út og ætlunin að gera þau að- gengileg á www.eyverjar.is. Það er gaman að lesa þessi blöð og miklar breytingar hafa átt sér stað síðan því SINDRI býður bæjarbúa, ekki síst fyrrverandi og núverandi Eyverja, velkomna til veislu á sunnudag kl 15:00 í Ásgarði. í fyrstu blöðunum virðast skipa- komur vera u.þ.b. tvisvar á ári og þar eru auglýsingar þar sem vísað er í tveggja stafa símanúmer. Stofnar koma út eins og venja er um ára- mótin en blaðið verður veglegra en venjan er í tilefni afmælisins," sagði Sindri. Starfsemi félagsins hefur verið fjölbreytt í gegnum árin og segir Sindri að Eyverjar haft sett sterkan svip á bæjarbraginn í gegnum árin með skemmtanahaldi. „Þar má með- al annars nefna Vörhátíð Eyverja en hún þótti með því besta sem gerðist í skemmtanalífi Eyjabúa. Eyverjar hafa líka verið öfíugir í útgáfu- málum. Þar hafa Stofnar verið mest áberandi en undanfarin ár hafa Eyverjar geftð út upplýsingarit um Vestmannaeyjar. Félagið hefur einnig staðið að ýmsum uppákom- um, mispólitískum í gegnum tíðina. Auk þess sem að Ferðaklúbbur Eyverja hefur verið lengi starfandi og fór síðast til Færeyja fyrir tveimur árum.“ Sindri segir að nokkrir reyndir Eyverjar hafi boðað komu sína og ætla að rifja upp gamlar sögur úr starfinu. „Éinn forystumanna Ey- veija sagði mér t.d. sögu af SUS- þingi í Eyjum. Einn Eyverjanna tók að sé að blanda bollu fyrir fínt boð í Asgarði. Það var eitthvað lítið til af víni og þessi ágæti maður brá á það ráð nota landa í bolluna. Ráðherrum og gestum var því boðið upp á landa í þessari ágætu veislu og engum varð meint af. Af samtölum mínum við fyrrver- andi forystumenn í félaginu komst ég að því að nöfn margra þeirra hafa ratað í lögregluskýrslur og allaveg- ana einum verið stungið í steininn þannig að ég á von á því að það kenni ýmissa grasa í þessum sögum,“ sagði Sindri og býður bæjarbúa, ekki síst fyrrverandi og núverandi Eyverja, velkomna til veislu á sunnudag kl 15:00 í Ásgarði. Jóíaikueðja þiá Suíþjáð rjy/eot/eci iá'// Við óendum cdtingjum eg uinum (teatu áðkvi um aleðitea jól oa qceíwáíkt cut i / / . . (jj/ca 0eu/cy/aii nwmtc <x^ /wmem <j (j <3 0 <j r aq þöhkum Ciðtiu cvtin <jf/eði/e<gy<ijá/a oj^cwáce/dcw á /cowuwtx/ö <wí. /Pa/c/ca cmcejju/ecfiw táwu/w. / .Þáfieq,, Scvta @ó(í ug JOáötúi Q^maáóon Jlcvtíökoga onc/w/we/c/ca j V

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.