Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 35

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 35
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 35 ÍSLANDSMEISTARAR í 4. FLOKKI ÍBV ÁRIÐ 1970. Aftari röð frá vinstri: Bogi Andersen, Viðar Elíasson, Sveinn Sveinsson, Jóhann Jónsson, Sigurlás Þorleifsson, Tómas Jóhannesson, Einar Bjarnason, Björn Svavarsson og Sigmar Pálmason. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Sveinsson, Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Ólafsson, Valþór Sigþórsson, Herbert Þorleifsson, Karl Sveinsson, Pétur Steingrímsson og Þorvarður Þorvaldsson.. Frábær árangur knattspyrnuliða árið 1970. 4. flokkur tapaði ekki leik í íslandsmótinu: Voru einfaldlega langbestir Árið 1970 var eitt besta ár í sögu knattspyrnunnar í Vestmanna- eyjum. L, 2., 3. og 4. flokkur urðu íslandsmeistarar auk þess sem 2. flokkur varð einnig bikarmeist- ari. Margir af bestu knattspyrnu- mönnum Eyjanna voru þarna að stíga sín fyrstu skref og ÍBV var sannkallað stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Fréttir komust yflr mynd af 4. flokki karla frá þess- um tíma og við rifjum upp þetta magnaða ár í sögu félagsins. Þjálfari 4. flokks var reyndur meist- araflokksleikmaður, Sigmar Pálma- son, betur þekktur sem Bói. „Ég var 28 ára gamall þegar ég þjálfaði strákana þama 1970 og var að stíga mín fyrstu skref sem þjálfari. Ég var enn að sprikla með meistaraflokki en þetta var mjög góður hópur og margir góðir fótboltamenn þarna. Þeir höfðu orðið Islandsmeistarar áður en 1970 var sérstaklega gott ár í fótboltanum héma heima. Við urðum íslandsmeistarar í I. flokki, 2., 3. og 4. flokki og bikarmeistarar í 2. flokki. Það vantaði bara titil í meistaraflokki til að fullkomna þetta.“ Lærði mikið af Tékk- anum Rudolf Hvernig líkaði þér íþjálfun? „Mér líkaði það mjög vel. Mér er t.d. minnisstætt þegar ég þjálfaði Þórarana, sem höfðu ekki unnið Tý í tíu ár en mér tókst að snúa því við,“ sagði Týrarinn Bói Pálma. En voru Týrararnir þá ekkert ósáttir við þig? „Það vom auðvitað ekkert allir sáttir við að ég færi að þjálfa hjá Þór. Ég hefði alveg eins verið til í að þjálfa hjá Tý en Þóraramir báðu mig að þjálfa hjá sér á meðan Týrararnir gerðu það ekki. Ég man að ég fór með Þórarana til Danmerkur þar sem við kepptum í 150 liða móti og unnum það. Strákamir þá lögðu mikið á sig og voru duglegir að æfa. Ég píndi þá alveg miskunnarlaust en það skilaði sér í miklum hagnaði fótboltalega séð hjá strákunum. Ég notaði sömu taktík í minni þjálfun og Tékkinn Rudolf sem þjálfaði meistaraflokk á sínum tíma en hann er einn besti þjálfari sem við höfum haft hérna. Hann náði því besta út úr öllum leikmönnum og það var synd að hann skyldi ekki hafa verið lengur. Hann kunni einfaldlega fót- bolta frá A til Ö.“ Lögðu mikið á sig Bói segir að sumarið 1970 hafi um margt verið eftirminnilegt en aðstæður hafi verið talsvert öðruvísi en þær em í dag. „Við æfðum eingöngu á möl. Við fórum reyndar líka út í Lyngfellisdal, hlupum þangað og lékum okkur í fótbolta og hlupum svo aftur heim. En eftir að ég eignaðist sendiferðabílinn þá fórum við stundum á bflnum. Við kepptum líka nánast eingöngu á möl uppi á landi en það kom fyrir að okkur væri hleypt inn á Hásteins- völl.“ Voru þarna framtíðarleikmenn ? „Já þarna voru nokkrir sem spiluðu með meistaraflokki. Lási, Viðar Ella, Svenni Sveins, Einar Bjarna. Valþór, Bjössi Svavars og Kalli Sveins. Svo voru þama nokkrir sem hefðu orðið mjög góðir, Tommi Jóh, Siggi Ola og fleiri sem bara hættu og fóru í annað. En þetta ár var haldin risaíþróttahátíð í Reykjavík þar sem við héldum áfram á sigur- braut. Við töpuðum ekki leik í Islandsmótinu og unnum svo alla leikina í þessu íþróttamóti, fyrir utan einn. Við f raun og veru búnir að vinna mótið þegar settur var á úrslitaleikur milli okkar og Faxa- flóaúrvals, þar sem allir bestu leik- menn hinna liðanna voru. Þetta var bara ákveðið á staðnum og það var engu líkara en þeir tímdu ekki að láta okkur fá bikarinn. Þetta Faxaflóaúrval hafði ekki spilað einn einasta leik á mótinu en var bara sérstaklega sett saman til að klekkja á okkur. Það gerðu þeir þó ekki átakalaust því þeir rétt mörðu okkur 4:5 í úrslitaleiknum. Við vorum að spila alveg frábæran fótbolta á þess- um tíma, strákarnir voru duglegir og flinkir fótboltamenn." Hvað með Islandsmótið, spiluðuð þið úrslitaleikþar líka? „Já við spiluðum úrslitaleik á velli sem var uppi við Stýrimannaskól- ann og unnum hann 6:2 eða 6:1. Við skoruðum alveg helling af mörkum og áttum marga stráka sem kunnu að skora mörk. Siggi Sveins var t.d. algjör bombari og skoraði ófá mörkin með þrumuskotum. Svo var mikill kostur hversu fjölhæfir strákarnir voru, gátu spilað alls staðar á vellinum þannig að við vorum ekkert að festa menn í neinum hlutverkum, þeir gerðu bara það sem hefði þurft að gera. Við spiluðum 4-4-2 og notuðum kant- mennina mikið, eins og Tékkinn gerði alltaf," sagði kantmaðurinn Bói Pálma sem kunni leikkerfið þar af leiðandi upp á sína tíu. Einstakt knattspyrnuum- hverfi Bói segir að þetta umhverfi í fót- boltanum f Vestmannaeyjum, hafi verið alveg einstakt. „Þarna vorum við með svona marga Islands- meistara og efniviðurinn var gríðar- legur. Það er ekkert skrítið að besti knattspyrnumaður Islands frá upp- hafi, Ásgeir Sigurvinsson, hafi komið úr þessu umhverfi enda var mikil hvatning fyrir unga knatt- spyrnumenn að sjá eldri stráka ná árangri. Áhuginn var líka gríðar- legur og efniviðurinn mikill. Auðvitað heltist eitthvað úr lest- inni, einhverjir fóru í nám og svo fór auðvitað að gjósa þremur árum seinna. Það skemmdi mikið fyrir okkur og sleit þetta gróskumikla starf í sundur. Það var erfitt að ná því aftur á sama flug og það náðist held ég ekki aftur. Þessir strákar áttu reyndar alltaf eftir að standa sig með meistaraflokki síðar og nokkrir þeirra urðu íslandsmeistarar 1979.“ Finnst vanta aga í dag Hver var toppurinn á þjálfaraferl- inum hjá þér? „Það er erfítt að benda á eitthvað sem var betra en annað. En það er alltaf ofarlega huga mér þegar ég var aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá Georg Skinner og við erum miklir vinir. Seinna árið, 1978 fórum við í Evrópukeppnina og spiluðum í fyrstu umferð við norður-írska liðið Glentoran. Gerðum 0:0 jafntefli hér heima og svo 1:1 jafntefli úti. Þar með vorum við komnir í aðra umferð sem enginn átti von á. Strákamir voru búnir að kaupa sér ferð til Spánar sem skaraðist á við leikdaga í Evrópukeppninni. Stjórnin ákvað þarna að láta Skinner fara og ég myndi klára Evrópu- keppnina með Iiðið. Við æfðum úti á Spáni og stóðum okkur býsna vel gegn Slask frá Póllandi. Við vorum yfir lengst af í fyrri leiknum úti en töpuðum 2:1. Við töpuðum svo heimaleiknum 2:0 en þetta voru skemmtilegir leikir og gaman fyrir mig að glíma við þetta.“ Afhverju hœttirðu að þjálfa? „Það var bara eitthvað annað sem tók við. Ég gæti trúað að ég hefði lagt meira í þetta ef maður hefði getað menntað sig í þessum fræðum eins og hægt er að gera í dag. Ég var algjörlega sjálfmenntaður, maður lærði bara af þessum þjálfurum sem þjálfuðu mann í gegnum tíðina og mest af Tékkanum." Hvað finnst þér um yngri flokka starfið í dag? „Mér finnst vanta talsvert upp á þetta en það er erfítt að benda á hvað það er. Það kostar mikla vinnu að ná árangri og það er ekki alltaf gaman. Þessir strákar sem ég þjálf- aði 1970 voru ekkert að spyrja af hverju þeir þyrftu að hlaupa tíu hringi, þeir gerðu það bara. Við púluðum mikið og meiðsli voru fátíð. Gleðin kom svo í gegnum árangurinn og að sjá uppskeru erfiðisins. Stærsti sigurinn hjá mér var auðvitað þegar þessir strákar skiluðu sér alla leið upp í meist- araflokk," sagði Bói að lokum. Minnistætt ár Pétur Steingrímsson, lögreglumaður var einn þeirra sem skipuðu lið Islandsmeistaranna ógurlegu. Pétur segir að sínu hlutverki í knatt- spyrnusögu Eyjanna hafi lokið stuttu síðar. „Ég man að þetta var alveg hörkulið sem við vorum með. Það var mjög minnisstætt þegar við tókum þátt í mikilli íþróttahátíð í Reykjavík og gistum í Austur- bæjarskóla. Skólastjóri þar var á þeim tíma Vilhjálmur Éinarsson, þrístökkvari með meiru. Við spiluðum til úrslita við Faxaflóa- úrvalið, sem var í raun og veru bara Ég notaði sömu taktík í minni þjálfun og Tékkinn Rudolf sem þjálfaði meistaraflokk á sínum tíma en hann er einn besti þjálfari sem við höfum haft hérna. Hann náði því besta út úr öllum leik- mönnum og það var synd að hann skyldi ekki hafa verið lengur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.