Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 31
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
31
Krakkarnir sem fóru út, Klara, Friðbjörn, Berglind Dúna, Bryngeir og Ævar Örn.
Berglind Dúna, Bryngeir, Friðbjörn Sævar, Klara og Ævar Örn til Finnlands:
Lærðu fljótt á skíðin og enginn meiddi sig
Þann 24. janúar 2009 fóru fimm
nemendur úr 9. bekk Grunnskóla
Vestmannaeyja, Berglind Dúna Sig-
urðardóttir, Bryngeir Stjepanovic,
Friðbjörn Sævar Benónýsson, Klara
Ingólfsdóttir og Ævar Örn Kristins-
son, og þrír kennarar til Finnlands,
þær Agústa Guðnadóttir, Jóhanna
Njálsdóttir og Bára Ingólfsdóttir.
Við komum seint um kvöld þann
25. janúar, eftir að hafa millilent í
Danmörku, til Salo, borgarinnar þar
sem verkefnið átti átti að vera. Við
gistum í heimahúsum, sum fyrir
utan Salo en hin inni í borginni.
Alla dagana vöknuðum við
snemma og fórum að sofa seint um
kvöldið.
Kvöldmatur og kvöld-
snarl
Matartíminn hjá Finnunum var
mjög skrítinn að okkar mati.
Kvöldmaturinn var klukkan 17:00
og svo seinna um kvöldið var
kvöldsnarl. Stundum fengum við
frítíma og þá fylgdum við krökk-
unum sem við gistum hjá. Sum
okkar fóru t.d. í keilu og horfðu á
innanhúsfótboltaleik. Það var
svolítið kalt, en hitastigið var alltaf
í kringum frostmark.
Fyrsta daginn fór hópurinn frá
öllum löndunum fimm í skemmti-
ferðaskipið Amorella, við fórum
með skipinu frá Turku til Marie-
havn á Alandseyjaeyjum en þar
skiptum við um skip og fórum í
skipið Isabella aftur til Finnlands.
Alls vorum við á siglingu í 11
tíma. Margir Finnar og Svíar gera
þetta um helgar því það er fríhöfn
um borð í skipinu og þú getur
keypt eins mikið vín og sígarettur
eins og þú getur borið eða sett í
bílinn þinn sem er um borð í skip-
inu. Um borð eru líka dansstaðir,
matsölustaðir, spilavíti og bíó.
Annan daginn fórum við í heim-
sókn í skólann sem finnsku krakk-
amir ganga í. Það var mjög
skemmtilegt, við skoðuðum m.a.
kennslustofurnar og matsalinn og
kynntum Island fyrir öllum skól-
anum, ásamt krökkunum frá hinum
löndunum.
Mikið tónlistarlíf
I skólanum er mikið tónlistarlíf og
spiluðu tvær hljómsveitir fyrir
okkur. Önnur hljómsveitin er skóla-
hljómsveit en í hinni sveitinni voru
bara stelpur. í íþróttasal skólans
spiluðum við líka körfubolta á móti
skólaliðinu. Sama dag gerðum við
verkefni með GPS tækjum í Salo
en GPS tækin voru biluð og þess
vegna fóm bara allir á McDonalds.
Þriðja daginn fóru allir til Tejo á
skíði, fyrst á gönguskíði og svo
grillaðar pylsur. Svo fórum við að
skíða niður brekkur sem var
hápunktur ferðarinnar að okkar
mati. Öll vorum við hræðileg á
skíðum en allir krakkarnir frá
hinum löndunum kunnu á skíði, en
við lærðum fljótt af því að við
höfðum svo rosalega góðan
skíðakennara! Hann var svo góður
að Ævar Öm skíðaði út úr brekk-
unni og datt en enginn nteiddi sig
sem betur fer, alla vega ekki mikið.
Fjórða daginn heimsóttum við
NÓKIA verksmiðjuna í Salo og
það var gaman að sjá en þar vinna
um 5000 manns á vöktum.
NOKIA er með verksmiðjur úti
um allan heim og þessi var bara
lítil miðað við sumar úti í heimi.
Síðan fórum við til Leirisalo sem
eru búðir úti í sveit og gistum í
skálum sem eru þar. Þar fórum við
í sána, okkur fannst það allt of
heitt.
Komust ekki í ísbað
Einhverjir fóru út og bjuggu til
engla í snjónum og fóru svo aftur í
sána. Við áttum að fá að fara í
ísbað en ísinn var svo þykkur að
1 j mm
ÍTÖLSKU strákarnir koma út úr sjóðheitu sána.
það var ekki hægt að bora gat í
gegnum hann. Morguninn eftir
fórum við í leiki á svæðinu í
kringum skálana, sem var mjög
skemmtilegt, þar var t.d. snjó-
þotuboðhlaup á ísnum og laga-
keppni. Sama dag fórum við og
skoðuðum skíðaturn.
Síðasta daginn fórum við snemma
til Helsinki og fórum auðvitað í
skoðunarferð um borgina. Þar
sáum við Þjóðleikhúsið sem Alvar
Aalto, hinn heimsfrægi ftnnski
arkítekt, teiknaði.
Við fórum með bát út í eyju, Suo-
menlinna, sem er þar rétt fyrir utan
og hefur mikið sögulegt gildi fyrir
Finnland. Við náðum líka að kíkja
við í verslunarmiðstöð áður en við
fórum heim að sofa. Við sváfum
ekkert rosalega mikið því við
vöknuðum eldsnemma eða um
fjögurleytið. Við flugum fyrst til
Danmerkur , síðan heim til Kefla-
vfkur og tókum Herjólf um kvöldið
og vorum því á ferðinni í 20 tíma
þangað til við komumst heim til
Vestmannaeyja eftir skemmtilegt
ferðalag.
FLOTTAR Jóhanna og Bára tóku sig vel út á skíðunum.