Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009
Vinnslustöðin fimmfaldaði
desemberuppbótina
-Gaf Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur tæpt tonn af humri
FRÁ JÓLAKAFFI VINNSLUSTÖÐVARINNAR Frá vinstri Þór Vilhjálmsson, verkstjóri, Hrefna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Garðars
Einarssonar, skipverja á Gullbergi en hann varð 50 ára á árinu, Jónína Sigríður Sveinsdóttir sem varð sextug á árinu, Siguriína Árnadóttir sem
tók við starfslokaskjali f.h. Jakobínu Sigurbjörnsdóttur, sem lét af störfum á árinu eftir áratugastarf, Halla Gunnarsdóttir með sitt starfsloka-
skjal og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
f síðustu viku ákvað stjórn Vinnslu-
stöðvarinnar að bæta 150 þúsund
krónum við 46 þúsund króna des-
emberuppbót til starfsfólks félagsins
landi. Ástæðan er góð afkoma á
árinu sem m.a. má þakka lægra
gengi íslensku krónunnar.
f vikunni afhenti Vinnslustöðin
Fjölskylduhjálp ísiands og Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur að gjöf
samtals 900 kg af humri til dreiftng-
ar meðal skjólstæðinga samtakanna
fyrir jólin. Humarinn er frosinn í
450 gramma pokum. Hvor samtök
fengu 1000 poka til ráðstöfunar.
„Við sögðum við starfsfólkið í
upphaft ársins að við myndum ein-
beita okkur númer eitt, tvö, þrjú,
fjögur, ftmm og sex að fyrirtækinu.
Það væru okkar viðbrögð við því að
komast út úr kreppunni. Við höfum
á tilfmningunni að við séum á réttri
leið, afkoman ágæt og við viljum að
starfsfólkið njóti þess með okkur,“
sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri, (Binni) um
þessa ákvörðun stjórnarinnar.
„Það má segja að þetta endurspegli
aukinn kraft í bolfískvinnslunni hjá
okkur þar sem við höfum bætt við
30 manns á árinu. Þarna erum við að
þakka fyrir vel unnin störf með
myndarlegum jólabónus. Þetta sýnir
okkur líka hvað það er mikilvægt
fyrir Vestmannaeyjar að atvinnu-
rekstur hér gangi vel, skili hagnaði
og geti borgað skuldir sínar. Það
skilar sér til alls samfélagsins^ og
það þekkjum við Eyjamenn. Árið
1999 var Vinnslustöðin í miklum
erfiðleikum og árið eftir brann
Isfélagið. Þá var atvinnuleysi hér
fimm til sex prósent en við fengum
tíu ár til að byggja okkur upp og það
höfum við gerl. Þess vegna er svo
mikilvægt að við fáum að vera í friði
og halda áfram á sömu braut, sam-
félaginu hér og allri þjóðinni til
heilla."
Um gjöfina til Fjölskylduhjálp-
arinnar og Mæðrastyrksnefndar
sagði Binni að humrinum fylgdu
kveðjur frá Eyjum með ósk um
gleðileg jól, farsæld og frið á nýju
ári. „Margir starfsmenn Vinnslu-
stöðvarinnar hafa kynnst atvinnu-
leysi en aðalatriðið er samt það að
Vinnslustöðin vill heiðra Fjöl-
skylduhjálpina og Mæðrastyrks-
nefnd fyrir einstaka starfsemi og
fórnfýsi gagnvart fólki sem þarfnast
stuðnings á erfiðum tímum. Við
vonumst til að skjólstæðingar þess-
ara góðu samtaka taki við hurrtr-
inum stoltir og njóti hans vel um
jólin. Forsvarskonurnar sögðu að
þær hefðu aldrei fengið annan eins
lúxusmat til að afhenda fólki,“ sagði
Binni að lokum.
Fjölskyldu-
stemmning
Það var sannkölluð jóla- og
fjölskyldustemnining í
Höllinni á sunnudagskvöldið
þar sem Einsi kaldi og
Höllin slógu upp mikilli
jólaveislu sem ætluð var allri
íjölskyldunni. Aðsókn var
góð og varð fólk ekki fyrir
vonbrigðum með matinn
sem í boði var. Hann var í
' einu orði sagt frábær.
Jólasveinar litu við, unga
fólkinu til mikillar ánægju.
Allir fóru mettir heim og
ánægðir með kvöldið.
»0. .V