Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 21

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 21
Frcttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 21 Öflugur hópur F.v. Sigurþór Hjörleifsson, Ingólfur Arnarsson, Guðný Björgvinsdóttir, Friðrik Sæbjörnsson, Elfa Elíasdóttir, Kristján Georgsson og Kristín og Kristmann. Kristmann Karlsson, forstjóri Karls Kristmanns, lítur yfir farinn veg: Tók við rekstrinum aðeins 16 ára gamall -Höfum verið mjög heppin með viðskiptavini. Þeir hafa verið okkur trygglyndir og tvö fyrirtæki hafa verið með okkur frá byrjun, Bæjarsjóður og ísfélagið. Það er líka gaman að nefna það að þessi þrjú fyrirtæki eru, eftir því sem ég best veit, þau elstu í rekstri í Vestmannaeyjum í dag, Vestmannaeyjabær, Isfélag Vestmannaeyja og við, segir hann m.a. í viðtali við Ómar Garðarsson -jH Viðtal '*» j Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is Þó rekja megi sögu Karls Kristmanns, umboðs- og heildver- slunar (KK) til ársins 1931 urðu umskipti í rekstrinum þann 18. desember 1939 þegar gerður var samningur við Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Þá tók Karl Kristmanns við umboði fyrir Ölgerðina sem síðan hefur verið einn af homsteinum starfseminnar. Þess verður minnst á morgun, föstudag, þegar fulltrúar Ölgerðar- innar koma til Eyja til að minnast tímamótanna, þegar Karl Krist- mannsson skrifaði undir samstarfs- samninginn fyrir 70 ámm. Eitt af elstu fyrirtækjum landsins KK er elsta verslunarfyrirtæki í Vestmannaeyjum og örugglega með þeim elstu á landinu. Það hefur alltaf verið í eigu sömu fjölskyld- unnar og hefur frá árinu 1961 verið stjómað af Kristmanni, syni Karls, hann tók við aðeins 16 ára. Segir hann að tilgangurinn sé að skapa sér og sínum atvinnu sem hefur tekist og vel það. Kristmanni hefur tekist að ávaxta pund sitt vel, hann byrjaði með bílstjóra í hálfu starfi en núna eru átta í fullu starfi og þó blási á móti í augnablikinu hefur KK aukið hlut sinn síðustu árin. Aðeins tveir forstjórar Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, hefur frá upphafi verið fjölskyldufyrirtæki og for- stjóramir hafa aðeins verið tveir, Karl og Kristmann sonur hans sem tók við rekstrinum aðeins 16 ára gamall en faðir hans lést af slys- förum þremur ámm áður. „Þetta byrjaði allt saman með þessu,“ segir Kristmann um leið og hann réttir blaðamanni samninginn við Ölgerðina. Við sitjum á vistlegri skrifstofu hans í stórhýsi fyrirtækis- ins við Ofanleitisveg með glæsi- legu útsýni til vesturs yfir eyjar og sund. Þó skrifstofan sé alveg laus við allt sem var svo áberandi í íslenskum fyrirtækjarekstri hin síðari ár, náði toppnum 2007, er hún vistleg og hafi ég talið rétt em barnabömin orðin tíu samkvæmt myndum á einum veggnum. Dæturnar eru þrjár, Guðrún, Betsý og Elísa og ekki má gleyma eigin- konunni, Kristínu Bergsdóttur, sem staðið hefur við hlið eiginmannsins frá árinu 1963. Mikilvægur samningur Við höfðum komið okkur fyrir eftir að hafa setið í morgunkaffi með hluta starfsfólksins þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar. Við ræðum samninginn við Ölgerðina sem var undirritaður í Reykjavík 18. desember 1939 af föður hans, Karli Kristmannssyni og Tómasi Tómassyni fyrir hönd hf. Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar. „Ölgerðarmenn voru yfir sig hissa þegar ég kom með samninginn og sýndi þeim,“ segir Kristmann sem fyrir nokkrum árum fékk Harald heitinn Guðnason, fyrrum bókasafnsvörð og fræði- mann, til að kanna sögu fyrirtæk- isins nánar og kom í ljós að fyrirtækjarekstur fjölskyldunnar nær lengra aftur. „Ég er bara tólf ára þegar pabbi deyr og þekkti ekki söguna og vissi ekki hvenær félagið hafði verið stofnað. Athugun Haralds leiddi í Ijós að föðuramma mín, Jónína Jónsdóttir, fær útgefið verslunar- leyfi árið 1931 fyrir matsölu til kostgangara sem hún var með í Steinholti. Leyfið fékk hún til að kaupa inn og þarna er í raun byrj- unin á þessu öllu. Það er ekki að sjá annað en að heildverslunin hafi verið stofnuð á þessu leyfi. Ingi, bróðir pabba, tók svo við og pabbi af honum. Hvenær það var er ég ekki klár á en þetta plagg er það eina sem til er sem markar tímamót í sögu félagsins á upphafsárunum," segir Kristmann og bendir á samninginn við Ölgerðina. „Já. Ég hef ekki gert neitt annað," segir Kristmann þegar hann er spurður að því hvort hann sé upp- alinn í fyrirtækinu. Áfall þegar fjölskyldu- faðirinn féll frá „Undirbúningurinn var tveir bekkir í Verslunarskólanum sem ég tók utanskóla árin 1960 og 1961 þá 16 ára gamall. Eftir þessa tvo vetur var ég kallaður til skólastjóra og var greinilegt að einhverjir góðir vinir pabba höfðu haft samband við hann því hann sagði að þriðji veturinn færi mest í upprifjun og ég gerði best í að fara heim. Það gekk eftir enda ekki um margt að velja, erfitt hjá mömmu og fjölskyldunni, fjárhagslega eftir að pabbi dó,“ segir Kristmann. „Pabbi var nýbúinn að kaupa Skólaveg 2 þar sem Flugfélagið var og Ásaveg 5 þar sem við bjuggum. Við flytjum þangað 1. október 1957 og hann deyr 19. janúar 1958, 46 ára. „Hann ætlaði að fara með Esjunni til Reykjavíkur og lenti í höfninni. Fannst á sunnudags- morgni í fjörunni neðan við Tang- ann. Var fullyrt að hann hefði aldrei komist til skips. Hann hafði beðið í þrjá daga eftir að komast með flugi, en það var alltaf ófært. Á föstu- dagskvöldinu kemur hann heim og segir við mömmu að hann hafi ekkert að gera til Reykjavíkur um helgina því allt sé lokað. Þá var ball í Samkomuhúsinu á laugardegin- um, sennilega árshátíð og þau ákveða að fara. Á ballinu fréttir pabbi að strandferðaskip sé að koma að austan. Hann ákveður að skella sér með, eitthvað togaði í hann en þetta varð hans hinsta för.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.