Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Síða 27
Fréttir / Fimmtudagur 4. júní 2009
27
sem ástæðan var fyrir þessum fer-
ðum þá færðist ímyndunin yfir í
drauma mína. Oft dreymdi mig að
það væri komin heimsstyrjöld og
við fjölskyldan vorum á leiðinni í
neðanjarðarbyrgið. Það vom því
blendnar tilfmningar þegar maður
heyrði í herþotum fljúga yfír
eyjamar. A þessum tíma snérist allt
um heimsyfirráð Bandarikjamanna
og Rússa. Mín fjölskylda var
reyndar ekkert sérstaklega smeyk
við að Rússamir kæmu. Astæðan
var einföld, pabbi minn var komm-
únisti og þekkti Rússana vel.
Maðurinn hringdi ekki
I eldhúsinu stóð mamma og snéri
upp á hárlokkinn. Við Tinna vissum
hvað það þýddi. Veðrið var slæmt
og mamma hafði áhyggjur af
pabba. Við náðum ekki sambandi
við hana þegar hún snéri upp á
lokkinn. Hún var annars hugar. Hún
horfði út um gluggann og vonaði.
Mamma vissi það ekki sjálf en hún
talaði við sjálfa sig á meðan. En
við vissum það. Við heyrðum hana
tala við sjálfa sig. Fara með galdra-
þulu sem átti að koma manninum
hennar heim. Hún hafði gert þetta
oft, það hafði aldrei klikkað.
Voðalegan tíma tekur þetta. Hann
hlýtur að fara að hringja maðurinn.
En maðurinn hringdi ekki. Þeir
hringdu frá útgerðinni í þetta
skiptið.
Biartsýni útgerðar-
maðurinn
Loksins er ég kominn með alvöru-
áhöfn. Nú get ég farið að fiska
betur. Eg get treyst strákunum. Eg
hlakka alltaf til að fara á sjóinn
með þeim.
Merkilegt hvað ég er orkumikill
þessa daganna, strákamir halda mér
ungum. Æ, loksins er allt þetta strit
að skila sér. Eg gæti meira að segja
tekið mér frí einn til tvo túra næsta
sumar.
Eg held að það sé lyktin sem gerir
mig spenntan. Lyktin af bátnum.
Svona blanda af olíulykt og sjávar-
lykt. Ekki fifty-fifty heldur einhver
óskiljanleg formúla þessara efna.
Svolítil hetjulykt. Hrikalega er ég
stoltur af þessum strákum, aldrei
neitt helvítis vesen á þeim. Þeir
hlýða mér og bera virðingu fyrir
mér og samt er ég einn af þeim.
Þetta á eftir að verða frábær
vertíð. Við þurfum bara að frnna
kellingu handa ívari, það væri gott
fyrir drenginn. Einhverja góða
stelpu.
Ferðin á miðin gekk eins og í
sögu. Það hafði verið bræla í
nokkra daga og því var kærkomið
að komast út. Stundum líður manni
hálf asnalega heima hjá sér, úr takti
við alla. Maður er til sjós í nokkra
daga og kemur síðan heim. Maður
stjómast af veðrinu, tekur veður-
spána, hlustar á veðrið og kemur
sér upp kerfi. Spáin var ágæt, suð-
austan, það er fínt. Smágat, síðan
spáð brælu. Best að drífa sig út,
fylla dallinn og koma sér heim
aftur. Smá helvítis gat.
Það var yndislegt veður og
eyjamar skörtuðu sínu fegursta.
Sjórinn var fallegur á litinn og lítill
öldugangur. Höfmngar eltu okkur
út á miðin. Við emm ekki einir,
flestir fara út. Allir með metnað,
sigla. Sumir bíða í landi, finnst ekki
taka því að stíma út fyrir nokkra
tíma. En við emm alvöru áhöfn, við
siglum. Allir með glampa í augum.
Fjölskyldan baklandið
Stemmning. Viljum fiska vel, þéna
pening og undirbúa framtíðina.
Börnin, sjáðu til. Það em alltaf sjö
böm um borð. Skipstjórinn með
tvö, stýrimaður tvö, vélstjóri eitt og
hásetamir með tvö.
Pjakkurinn núll. Verðum að finna
konu handa drengnum, þetta geng-
ur ekki. Bömin sameina okkur. Það
er samt næstum því bannað að tala
um þau. Tekur úr okkur hörkuna.
Maður verður að vera harður um
borð. En vitum það allir, þetta er
fyrir bömin og konurnar. Hver
einasti þorskur, ýsa, karfi og lúða.
Fatnaður, matur, húsnæði og
kannski gott sumarfrí. Við erum
alltaf að reikna. Það má ekkert
koma fyrir. Fjölskyldan heldur
manni gangandi. Þetta er ekki fyrir
alla.
Andskotinn hafi það, guttinn fær
ekki að fara á sjóinn. Hann skal
mennta sig. Pjakkurinn skal læra,
ferðast og dafna. Hann á ekki að
strita eins og ég. Þetta er ekki líf
fyrir alla. Ég er fastur. En áhöfnin
er sterk. Við emm lið. Við rífum
hver annan upp þegar á þarf að
halda. Við vitum hvað á að gera
þegar menn fá störuna. Helvítis
staran. Menn standa og horfa
stjarfir út á endalausan sjóinn.
Þunglyndi eða eitthvað svoleiðis.
Nei, við stoppum stömna. Við
hristum hver annan þegar staran
kemur. Staran er nefnilega smit-
andi. Engin stara í þessari áhöfn.
Þetta var einn af þessum dögum
þar sem hlutimir gengu hratt fyrir
sig. Við vomm fljótir á miðin og
strákarnir í góðum gír. Það gekk
vel að hffa og við fylltum dallinn.
Alvöru fiskirí. Við höfðum sigrað
fiskinn, nóg af þorski. Reikna.
Konan ánægð. Þetta verður frábært
sumarfrí. Menn slógu á létta strengi
á meðan við gerðum að fiskinum.
Þetta var stundin. Búnir að fylla, nú
mátti djóka, allt í lagi að stríða
pjakknum. Tala um fyllerí og
kellingar. Allir monta sig.
Fallegt verður ljótt á
svipstundu
Hanar keppast við að segja sögur.
Pjakknum strítt. Pjakkurinn orðinn
reiður, menn hætta að stríða og
sættast. Blikka hver annan og
kreista pjakkinn. Pjakkurinn minnir
okkur á það sem var áður. Áður en
maður varð hluti af heild. Smá
öfund, frjáls fugl. Setjum hann í
normið, finnum stelpu handa
stráknum.
Vindurinn snérist þegar líða fór á
daginn.
Fallegur dagur breyttist. Fegurðin
fór, grimmdin tók við. Náttúmöflin
reiddust. Alvaran tók við, menn
urðu á varðbergi.
Hlustuðu. Skipstjóri og stýri-
maður uppi í húsi, hinir í matsaln-
um. Það er merkilegt hvað menn
venja sig á. Normið breytist. Smá
veltingur verður kyrrstaða fyrir
vana menn um borð. Þú ert samt
aldrei tilbúinn fyrir svona.
Fallegt verður Ijótt á svipstundu.
Sjórinn verður reiður. Hann hamast,
maður verður varnarlaus. Það er
eitthvað stærra en maður sjálfur. Þú
ert minntur á guðina. Við vomm
kóngar, fylltum bátinn, stóðum þétt
saman. Stemmning og ákveðin lykt
í loftinu, sigurtilfmning. Snerting
manna á milli, augngotur, bros,
hlátur og bjartsýni.
Ekki löngu síðar brotsjór yfir
bátinn. Vatnshamar að negla bátinn
með einu risahöggi. Ekkert skipu-
lag. Ekki hægt að rifja upp Stýri-
mannaskólann. Einungis mannleg
viðbrögð, óskipulagt stress.
Náttúran er grimm, hún bíður ekki
eftir þér. Ekkert viðbúinn, tilbúinn
og nú. Náttúran skellur á með
fítónskrafti. Báturinn á hliðina,
mennirnir hlupu upp á þilfar.
Aðeins sekúndur og síðan hoppað í
ískaldan sjóinn. Ekkert val. Þar fór
sumarfríið. Stokkið út í kaldan,
grimman sjóinn. Stuttu síðar var
báturinn farinn. Spýtnabrak og
fiskikassar allt í kringum okkur.
Báturinn sokkinn. Bara spýtur eftir,
ég get kannski tekið þær með mér
heim og smíðað hundakofa.
Nokkrir fiskikassar og spýtur eftir.
Hetjuskapur? Hetjuskapur er ekki
til á svona stundu. Eins og það sé
búið að kasta teningunum. Sex
menn í sjónum, upplifunin misjöfn.
Sex mismunandi sjónarhorn, sex
fjölskyldur. í fyrstu heldurðu að
áhöfnin bjargist. Við þurfum bara
að opna björgunarbátinn. Við
hjálpumst að við að lifa. Áhöfnin er
um allt, sjórinn tekur okkur í allar
áttir.
Hvar er Bjarni, hvar er
Gústi?
Engin stemmning lengur, engin
snerting. Einungis stór kaldur
grautarpottur af sjó og engin lög-
mál lengur. Vinstri verður hægri,
fram er jafnvel aftur. Slaka á, ég
verð að slaka á. Get ekki látið
strákana finna að ég er stressaður.
Halda haus, ég verð að halda haus.
Kuldinn er hamlandi, við erum illa
búnir. Helvítis björgunarbátur.
Opnast ekki. Við reynum að toga,
bandið er of slakt. Það kemur ekki
nægjanleg spenna á reipið.
Sjórinn hvílir sig ekki, erfitt að
opna bátinn í þessum látum.
Báturinn sokkinn en sjórinn vill
meira. Hann heldur áfram að velta
okkur á alla kanta. Við eigum erfitt
með að halda okkur nálægt hver
öðrum. Helvítis hylkið opnast ekki.
Það er ekki hægt að halda sér á
floti og toga í reipið á sama tíma.
Hvar er Gústi? Var hann ekki
héma rétt áðan? Verð að halda
áfram að berjast. Get ekki gefist
upp á undan strákunum. Ætla ekki
að verða þeim byrði. Hvar er
Bjami? Hann var að synda héma
rétt áðan. En þeir em svo hraustir.
Verð að einbeita mér, halda í eitt-
hvað. Ég treysti á að öldumar séu
mér miskunnsamar. Það er einungis
heppni að ég er enn á lífi. Vakað
yfir mér. Hver stjómar þessu rugli?
Pjakkurinn sokkinn. Yngri menn
famir, hraustari menn. Hef ég rétt á
að lifa? Andskotinn. Fjölskyldan.
Ég verð að halda áfram.
Maggi er í vandræðum. Við
verðum að vera saman, tala saman.
Það er eina leiðin til að lifa.
„Magnús, hvað er að frétta af
konunni? Er hún ennþá að vinna
hjá Matta?” Við spjöllum, gleym-
um kuldanum stundarkom. Við
reynum að opna helvítis hylkið
einu sinni enn. Ein tilraun í viðbót.
Nú eða aldrei. Maggi heldur hylk-
inu, fær ekki mikið fyrir stílinn. Ég
set kaðalinn í munninn, á milli tan-
nanna, ég verð að fá spennu á
kaðalinn. Maggi reynir að halda
hylkinu kyrru, það er erfitt. Hylkið
snýst.
Eins og olíublautar
pysjur
Smá pása í grautarpottinum.
Tíminn afstæður en reiði hafsins
stoppar andartak. Það kom gat.
Pfnulítið tímagat. Góð sending. Ég
togaði af öllum krafti. Maggi hélt
hylkinu. Loksins skaust björgunar-
báturinn út. Magga skaut niður um
stund. Kom fljótt aftur. Eins og
olíublautar lundapysjur skriðum við
um borð. Enginn stfll yfir okkur.
Ekkert hetjulegt, bara seigla. ís-
lensk seigla. Rétt komumst í
bátinn. Kaldir og örmagna. Lifandi
dauðir. Á lífi en dauðir að innan.
Sálin farin, fór með strákunum.
Tómleiki. Engin orð, bara augn-
gotur. Augun lýstu upp myrkrið.
Við náðum aldrei að nota flugeld-
ana, við heyrðum vélarhljóð stuttu
síðar. Bátur kominn, sennilega séð
spýtnabrak og fiskikassa. Ég
sveiflaði vasaljósinu. Allt annað
varð óljóst. Eftir alla baráttuna
fyrir því að lifa gafst ég upp. Ég
dó. Gaf eftir.
Hvernig er hægt að lifa
áfram?
Ég heyrði ekki hvað aðrir sögðu.
Ég hugsaði ekki. Heilinn dó. Nú
var það ljóst, ég þyrfti að lifa
áfram. Hvemig er það hægt? Ég
kveið fyrir.
Fjölskyldan komin upp á spítala.
Ég verð að halda andlitinu. Vera
sterkur. Vera sterkur fyrir þau.
Langar að gráta en ekki strax. Ég
verð að sýna styrk. Klára minning-
arathafnimar, svo get ég grátið. Já,
það væri fínt. Klára allt og grenja
svo í friði. Ég verð að komast í
burtu. Frá spítalanum, frá fjölskyld-
unni. Það er eitthvað fast í hálsin-
um á mér, ég verð að öskra. Öskra
og grenja. Voðalega er drengurinn
viðkvæmur. Hvaðan hefur hann
allar þessar tilfinningar? Hann er
alltaf hálfgrenjandi. Maður má ekki
fá sér í glas þá er hann farinn að
grenja. Skil þetta bam ekki. Stelpan
er eins og ég. Seig eins og pabbinn.
Ég verð að komast í burtu. Verð að
fá frið.
Ég verð að halda áfram
Hvað er presturinn að segja? Guðs
vilji? Hvaða Guð er það? Guð tekur
þá fyrst sem hann elskar mest.
Búinn að heyra þetta, komdu með
eitthvað annað. Talaðu um sam-
viskubit, prestur. Af hverju í and-
skotanum er ég á lífi en ekki áhöfn-
in mín? Segðu mér hvað ég get sagt
við fjölskyldur mannanna? Komdu
með eitthvað. Eitthvað lítið strá
sem ég get haldið mér í. Ég heyri
ekki orðin en ég skynja tóninn.
Dett inn og út. Ég bíð eftir stráinu.
Það kemur ekki. Ég er einn.
Ég á ekki mikið eftir. Ætlar eng-
inn að segja eitthvað af viti? Getur
einhver dmllast til að segja eitthvað
af viti. Öskraði ég þetta? Eða em
hugsanir mínar öskur? Eitthvað
heldur mér lifandi.
Fjölskyldan er góð. Hún hjálpar.
Ég verð að halda áfram. Ég get
ekki sleppt henni. Ég vildi að ég
gæti sofið, bara stundarkom.
Korter, tuttugu mínútur. Losnað
við hafið úr eyrunum. Helvítis
niðinn, ölduganginn.
Systkinin komu frá Reykjavík.
Það kom smá glóð í hjartað. Bamið
í mér birtist. Faðmlag, snerting og
hlýja. Ég er til aftur. En svo dey ég
í smástund, hugsa um strákana. En
smáglóð í hjartanu, ég fann það.
Örlítið strá frá Jenný og Steina.
Takk. Ég skal reyna. Samviska.
Mér að kenna, nei ekki mér að
kenna. Mér að kenna, ekki mér að
kenna. Réttið mér blóm, gerum út
um þetta.
Verð að rífa mig upp, vera sterkur.
Jarða mennina, svo get ég brotnað.
Bara smátími í viðbót. „Lokaðu
hurðinni kona, það er skítakuldi
héma inni. Af hveiju er svona kalt
hérna inni?” Mér er ennþá kalt.
Ofninn er á fullu. Ég er bæði
sveittur og kaldur. Hrollur. Ég er
ennþá á slysstað. Hvað ætli maður
sé lengi að jafna sig eftir svona?
Heilinn enn á reiki.
Guð, gerðu eitthvað af
viti
Heilinn er ekki góður við mig.
Vondar hugsanir, ekkert nema
vondar hugsanir. Hver er að taka
yfir þarna? Er ekki hægt að stoppa
þetta? Ég verð að sofa aðeins, bara
pínulítið. Gerið það, leyfið mér
aðeins að sofna. Ég skal vera
góður. Ég get ekki meira. Þú þama
uppi sem ég kallaði Guð einu sinni.
Viltu stoppa þetta drasl. Stoppaðu
hávaðann í eyranu, stoppaðu ruglið
í heilanum mínum. Gerðu eitthvað
af viti. Ég gefst aftur upp. Ég gef
mig og hætti að vera reiður.
Andartaksró loksins. Ég hvflist
aðeins. Takk. Bankað á dymar.
Tveir krullóttir kollar koma inn.
Tvíburar, þessir krakkar em eins og
tvíburar. „Pabbi við viljum að þú
hættir á sjónum núna, við viljum
ekki að þú deyir.” Tveir kollar.
Orðin komu frá öðmm kollinum,
snerting, knús og svo hverfa koll-
amir. Eg held að ég hafi talað
þýsku við þau. Ég skil ekki sjálfan
mig lengur, ég vissi ekki að ég gæti
talað þýsku. Var þetta sendingin? Á
ég að vinna í landi? Em það skila-
boðin? Gastu ekki bankað sjálfur
yðar hátign?
Konan talar, hún hefur breyst. Allt
hefur breyst. Dísa hefur elst. Hún
talar um tryggingar, peninga og
fjölskylduna. Ég næ ekki að raða
orðunum saman í setningu. Konan
hefur áhyggjur, faðmlag leysir
málin, ekki tala meira. Ég faðma
hana lengi, kann ekki að stoppa. Ég
er fastur í faðmlagi. Bjargaðu mér
ástin mín. Æ, ertu til í að fljúga
með mig héðan, Dísa? Eitthvað
langt, ég skal láta fara lítið fyrir
mér. Ekki hægt. Raunveruleikinn
birtist. Skipstjórinn á skipinu. Skip
stjóri.
Það vom auðvitað aðrir bátar. Það
var reynt að halda áfram en
stemmningin var ekki sú sama.
Lyktin tmflaði. Það var líkt og
hafið vildi mig ekki lengur. Hafið
var ekki lengur eins og falleg kona.
Það hafði breyst í grimma kerlingu
sem þig langaði ekki til að leggjast
með.
í
~\
Sendum bæjarbúum öllum
bestu óshir um
gleðilegjól
og farsælt homandi ár.
LIFEYRISSJODUR
VESTM ANNAEYJ A
J
r
\
*
Oskuni öllum
Evjaiiiöiiiitiin
gleðUegrajóla
og farsældar á iivju ári.
Þökkum samstarfið
áárínu.
Frjálshndi flokkurimi
J