Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Side 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember2009 Ekki vildi ég vera aðkomumaðurinn með músarhjartað -Kafli úr bók Gylfa Ægisson, Sjúddirarírei, þar sem hann segir frá sínum fyrstu kynnum af Vestmannaeyjum - Hann fékk óblíðar móttökur en náði að skapa sér virðingu Strokið að heiman Þegar ég var fimmtán ára fór ég að vinna við að bræða mjöl í Paul verksmiðjunni á Siglufirði. Pabbi var þá hættur á Ingvari og vann á vaktinni á móti mér. Vinnunni í verksmiðjunni var þannig háttað að maður vann í hálftíma og hvíldi sig svo í hálftíma. Meðan á hvfldinni stóð áttum við slrákarnir til að staupa okkur aðeins til að drepa tímann. Maður var því oft nokkuð kenndur þegar vaktinni lauk. Þetta var sumarið 1962 og því létt yfir mannskapnum alla jafna. Þegar kominn var galsi í okkur strákana eitt kvöldið var ég beðinn að stökkva heim og sækja nikkuna. Ég var í stuði og til í smá nikkuglens. Ég læddist inn heima og náði að laumast með nikkuna út án þess að pabbi yrði mín var. Síðan var spilað og sungið frameftir kvöldi og drukkið samhliða. Á þessum árum varð ég að vera kominn heim klukkan tíu á kvöldin. Ég var þó farinn að þora að stelast til að vera lengur úti, en treysti því að pabbi væri sofnaður þegar ég kæmi heim. Flúið til Vestmannaeyja Eftir þessa skemmtilegu kvöldstund í mjöíverksmiðjunni gekk ég heim samferða Jonna Páls. Þegar ég var að kveðja hann fyrir utan Túngöt- una áttaði ég mig á því, mér til mikillar skelfingar, að nikkan hafði orðið eftir niðri í verksmiðju. Ég var ekki bara búinn að brjóta úti- vistartímann heldur hafði ég líka stolið nikkunni hans pabba. Hann mátti komast að hvorugu. Ég fékk Jonna til að fara með mér niður í verksmiðju og brjótast inn hjá Edda og því síður gat ég snúið heim aftur. Steini bróðir var á þessum tíma að vinna í Eyjum ásamt Dóra foringja, og mér sýndist best að fara til þeirra. Svo ég dreif mig um borð í næsta Herjólf. Um leið og ég mætti til Eyja réð ég mig í vinnu hjá Fiskiðjunni og fékk herbergi á verbúð. Slógust við aðkomu- menn I Vestmannaeyjum var ég ekki nema í rúman mánuð, en mikið var það viðburðaríkur mánuður. Það voru margir kóngar í Eyjum og allir höfðu þeir gaman af handalög- málum. Ég vissi að mörgum stóð stuggur af þessum gaurum. Einn þeirra var Kjartan heitinn í Fram- nesi. Það stóð mörgum geigur af honum enda var hann mikill um sig og ansi sprækur glímukappi. Ég var staddur fyrir utan blaðaturninn að kvöldi til og var að tala við rosa- GYLFI: I Vestmannaeyjum var ég ekki nema í rúman mánuð, en mikið var það viðburðaríkur mánuður. Það voru margir kóngar í Eyjum og allir höfðu þeir gaman af handalögmálum. Ég vissi að mörgum stóð stuggur af þessum gaurum.. lega sæta stelpu. Allt í einu birtist Kjartan þar ásamt félögum sínum, Marvin og Fúsa villingi. Þessir strákar voru kröftugir og mikið fyrir að slást við aðkomumenn - eins og mig. Ekki leið á löngu þar til Kjartan fór að nudda sér utan í mig í þeim eina tilgangi að æsa mig upp. Það endaði með því að ég varð pirraður og hrinti honunt frá mér. Þá var tilganginum náð. Hann rauk á mig en ég náði að taka hann aftur fyrir mig með júdóbragði sem ég hafði lært af bókum. Hann meiddi sig í bakinu þegar hann lenti, og það gerði ég reyndar líka. Þegar ég var búinn að leggja hann sagði stelpan mér að forða mér því nú yrði allt vitlaust. Ég tók því undir mig stökk og hljóp á harðaspretti niður í Fiskiðju með Marvin og Fúsa á eftir mér. Vinur allra helstu Eyja- peyjanna Vinir Kjartans voru ekki ánægðir með þessi málalok, allra síst Fúsi villingur. Hann ákvað að skora á mig að mæta sér við Alþýðuhúsið næsta kvöld. Ég gat ekki annað en tekið þeirri áskorun. Ekki vildi ég fá það orð á mig að ég væri að- komumaðurinn með músarhjartað. Ég tölti því upp á vígvöllinn, einn míns liðs og viðbúinn átökum. En þar var þá Fúsi mættur með alla sína vini, og við sömdum um frið. Sem var fínt því ég er ekki viss um að ég hefði haft Fúsa. Ég var stærri og örugglega sterkari, en hann var lítill og rosalega snöggur. Eftir þetta varð ég góður vinur þeirra Fúsa og Kjartans og allra helstu Eyjapeyjanna. Kannski má segja að ég hafi slegist til virðingar. Heimamenn tóku mér að minnsta kosti vel og Steini og Dóri voru ekki lítið stoltir af mér fyrir að hafa hjólað í þessa gaura. Fékk vín sem kona Eftir að hafa áunnið mér virðingu með því að slást fór ég að detta í það með innfæddum og verbúðar- liðinu. Á þessum tíma var ekki hægt að nálgast áfengi nema panta það að sunnan og því var oft bruggað eða reynt að verða sér úti um vín með öðrum hætti. Það var mikið um dansleiki og böll í eynni, og þar var mikið drukkið og slegist. Stundum vantaði þó vínið og þá voru góð ráð dýr. Á verbúðinni bjó karl sem hét Alli og átti alltaf nóg af víni. Verst var þó að hann tímdi ekki að gefa neinum vín ... nema skvísum. Það vildu bara engar skvísur drekka með honum því hann var dálítill káfari. Þá fundu menn það út að þar sem ég var bæði ungur og skegglaus væri best að breyta mér í skvísu. Þannig gæti ég dregið karlinn á tálar. Við fengum stelpu til að að- stoða okkur við að útbúa gervið. Ég var með hárkollu og slæðu yfir hárið eins og stelpur voru oft með á þessum tíma. Ekki man ég hvort ég var með brjóst, enda skipti það engu máli því að ég var svo ung. Síðan var honum sagt að það væri ung stúlka sem héti Stína, voða skotin í honum, en hún væri því miður svo déskoti feimin. Hann þyrfti því að gefa henni aðeins í glas til að koma henni í stuð. Hann féllst á að bjóða henni í heimsókn með vinum hennar. Þegar við komum inn á herbergi til hans var lítið um ljós. Bara kerti því að Alli vildi hafa rómantíska stemningu á góðu kvöldi. Hann féll í gildruna og veitti vín á báða bóga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.