Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Síða 9
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 9 Bragi og Elísabet sitj Finnst að það eigi að nýta húsið eins og hægt er -segir Bragi sem er ánægður með flutninginn Bragi Magnússon situr í ungmennaráði ásamt fjórum öðrum en ungmennaráðið er fyrir 16 ára og eldri. Bragi útskrifaðist sem stúdent frá FIV fyrir jólin og vinnur nú í Godthaab í Nöf. Hann hefur nám í hátækniverkfræði við HR næsta haust og bíður spenntur eftir að byrja í skólanum. Bragi er meira en sáttur við að félagsmiðstöðin sé nú starfrækt á Rauðagerði en ungmennastarf fór áður fram í Vosbúð en starfsemin þar hefur verið lögð niður. Vosbúð var ekki nógu vel sótt „Það er mjög sniðugt að færa þetta uppeftir og nýta húsið enda kom ekki nógu vel út að vera með ungmennastarfið í sér húsnæði. Vosbúð var ekki vel sótt og lítið í boði og frekar tómlegt. Öll svona starfsemi þarf ákveðinn tíma til að þróast, kannski var ekki komin nægileg reynsla á Vosbúð en ég held að jákvæð þróun eigi sér stað á Rauðagerði. Unglingarnir koma inn í unglingastarfið, venjast þvf að vera þar og halda síðan áfram og yfir í ungmennastarfið." Ungmenni 16 ára og eldrí hafa tvö kvöld í viku, er ungmennaráðið sátt við þann tíma sem þið fáið? „Það er allt í lagi að vera tvisvar í viku en tíminn á kvöldin er mjög óheppilegur. Húsið er opið til klukkan 22.00 en krakkarnir sem sækja þetta eru oft á æfingum, fara svo í sturtu á eftir og eru kannski að koma uppeftir þegar á að fara að loka. Við sendum erindi til bæjarins þar sem við óskuðum eftir lengri opnunartíma en nefndin sem tók það fyrir frestaði afgreiðslunni á fundinum þegar málið var tekið fyrir. Af ein- hverjum ástæðum hefur málið ekki verið tekið upp aftur og klárað," sagði Bragi og var þvf næst spurður hvað þau hefðu helst fyrir stafni þegar þau væru í húsinu. Hægt að sameinast um tæki og tól „Við erum með billjarðmót og eins og allir þá erum við með pizzukvöld o.fl. Það væri flott ef það kæmi eitthvað stórt þarna inn sem allir gætu tekið þátt í. Það er eitthvað sem þarf að skoða, það væri gaman að vera með árlegt fótboltakvöld. T.d. mennskt fosball en það er eitthvað sem er ennþá hugmynd og þarf að útfæra miklu betur og nánar." Hvernig líst þér á að starfsemin verði útvíkkuð og fullorðið fólk nýti húsið og komi þangað að frístundastarfi í húsinu? „Það er flott, því fleiri því betra. Mér finnst að það eigi að nýta húsið eins og hægt er og þá er hægt að sameinast um tæki og tól.“ í unglingaráði Féló: Við í 8. 9. Og 10. bekk höfum þrjú kvöld í viku fyrir okkur -segir Elísabet sem er dugleg að mæta með vinkonunum Elísabet Magnúsdóttir er 16 ára nemandi í 10. bekk og tekur virkan þátt í starfseminni á Rauðagerði. Hún situr í unglinga- áði Féló og hefur, ásamt þeim sem í ráðinu sitja, áhrif á hvaða viðburðir eru í húsinu og hvenær, t.d. þegar nemendur standa fyrir brjóstsykursgerð, pizzukvöldum, mótum o.s.frv. Eru unglingar duglegir að sœkjaþað sem er í boði? „Já, það er alltaf fullt af fólki. A morgnana, daginn og á kvöldin, bara alltaf. Eg held að það sé miklu betri mæting en var í gamla Féló. Það skiptir miklu máli að það er alltaf full- orðinn starfsmaður í húsinu sem hægt er að leita til ef eitt- hvað er. Það er líka gott fyrir krakka sem eru einir heima á daginn að geta komið í Féló, horft á sjónvarp í góðum félagsskap, spilað eða bara eitthvað." Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst skemmtilegast að spila Partners," segir Elísabet og brosir og þegar hún er spurð nánar út í spilið segir hún það vera eins og Lúdó nema það eru lið sem keppa. „Já, já, við vinkonurnar eru duglegar að mæta,“ segir hún og bætir því við að kynjahlutföllin séu tiltölulega jöfn. „Þetta er mjög blandað, stelpur og skrákar. “ Elísabet kannast ekki við að eldri krakkarnir vilji öllu ráða heldur ríki jafnræði. „Það eru engin átök, ekki alvarleg að minnsta kosti. Við sem erum í 8. 9. og 10. bekk höfum þrjú kvöld í viku fyrir okkur og 16 ára og eldri eru með tvö kvöld. Við erum öll í húsinu á daginn og það gengur mjög vel.“ Vantar nótt í Féló Er eitthvað sem ykkur finnst vanta? „Okkur krökkunum finnst vanta Nótt í Féló og það er slæmt ef bæjarstjóm eða þau í Ráðhúsinu vilja ekki leyfa það. Þetta snýst eitthvað um nágrannana og hávaða frá húsinu. Við vorum með Nótt í Féló þegar ég var í 8. bekk og svo aftur í 9. bekk en þá með skilyrði um að við yrðum ekki með tónlist. Við vorum ekki með hávaða en nú fáum við ekki leyfi. Samt gekk það alveg ótrúlega vel. Við skiljum ekki af hverju við megum þetta ekki. Þetta er alveg ótrúlega gaman, við bökum pizzu, og bara skemmtum okkur saman. Við vitum að þetta er leyft í félagsmiðstöðvum í Reykjavík þannig að þetta er mjög undarlegt, sagði Elísabet." Sextíu manna hópur fór saman á Samfés á föstudag og var alla helgina. Samfés er landmót félagsmiðstöðva sem allir unglingar á Islandi mega sækja. Bæði ball og söngvakeppni. Eyjamenn komust ekki áfram í söngvakeppni núna en voru í úrslitum í fyrra. Vangaveltur, unglingahljómsveit frá Eyjum, spilaði á ballinu en það er mikill heiður því aðeins fjórar unglingahljómsveitir fá að spila þetta kvöld. Sameina fólk gegn- um tómstundir -og skapa aðstæður þar sem áhersla er lögð á félagsskap og samveru, segir ráðgjafi Starfsorku Nú er ætlunin að skipuleggja frístundarstarf fyrir alla aldurshópa á Rauðagerði. Þar er nú virkt unglingastarf en hver er þörfrn á félagsmiðstöð fyrir fullorðið fólk og á hvaða aldursskeiði er þetta fólk að mati Hrefnu Óskars- dóttur, iðjuþjálfa og ráðgjafa Starfsorku? „Þörfin fyrir frístundarmiðstöð er hjá öllum aldurshópum, það er öllum mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni. Hugmyndin með Rauðagerði er að sameina fólk í gegnum tómstundir og skapa aðstæður þar sem áherslan er lögð á félagsskap og samveru. Lagt er upp með að umhverfið sé heimilislegt og notalegt og fólki finnist það vera velkomið." Hverjir koma helst til með að nýta aðstöðuna ? „Vonandi sjá allir sér einhvern hag í því að mæta í Rauða- gerði. Eitt af markmiðunum með starfseminni þar er að sjálfsögðu að draga úr félagslegri einangrun, en ekki síður að bæta menningu Eyjanna og fjölga tómstundatilboðum fyrir Eyjamenn. Að okkar mati, starfshóps um starfsemi Rauðagerðis, er mikilvægt að tómstundastarfið sé fjölbreytt og leggi áherslu á mismunandi þarfir hvers og eins - þarna sjáum við að hver einstaklingur geti svolítið valið út frá sinni þörf, hvort og þá hvaða tómstundastarfi hann tekur þátt í.“ Er ekki eitthvað um að fólk sitji eitt heima? „Jú, vissulega. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk einangrar sig heima. Stundum eru það líkamlegir eða and- legir sjúkdómar eða slys sem gerir fólki erfitt fyrir að taka þátt í félagslegum athöfnum. Verkir, þrekleysi og þreyta geta gert fólki erfitt að stunda vinnu og sinna félagsstörfum og geta jafnvel leitt til streitu, kvíða og/eða depurðar. Fólk mætir oft litlum skilningi þegar veikindin sjást ekki utan á þeim og getur það leitt til þess að þessir einstaklingar draga sig í hlé svo þeir þurfi ekki að réttlæta aðstæður sínar. Aðrar aðstæður fyrir því að fólk sitji eitt heima geta verið atvinnumissir, fæðingarorlof, vegna aldurs o.s.frv. Það eru margar ástæður fyrir því að einstaklingar standa utan vinnu- markaðar en fjöldamargar rannsóknir sýna fram á það að því lengur sem fólk er frá vinnu, því minni líkur eru á því að það komist aftur lil vinnu. Það er mjög slæmt vegna þess að vinnan er svo stór hluti af lífi hvers einstaklings. Vinnan er hluti af sjálfsmynd okkar og ímynd út á við. Þegar við höfum ekki lengur hlutverk á vinnumarkaði eigum við stundum erfitt með að skilgreina okkur út á við. I Rauðagerði er hugmyndin að nýta krafta einstaklinganna sem þangað sækja og gefa fólki tækifæri til að hafa hlutverk, ég trúi því statt og stöðugt að allir eigi sína styrkleika - sumir eru bara enn óslípaðir demantar og við vitum að undir hrjúfu og haðneskjulegu yfirbragði búa gífurleg auðæfi og dýrmætir eiginleikar." Hvernig sérð þú starfið fyrir þér? „Vestmannaeyjabær skipaði starfshóp um starfsemi Rauðagerðis og í honum sitja auk mín, Sigþóra Guðmunds- dóttir, Guðrún Helga Bjarnadóttir og Guðrún Jónsdóttir. Við sjáum fyrir okkur ákveðna fasta punkta á hverjum degi, eins og t.d. prjónahitting og spilavist. Þama getur fólk komið til að spjalla, glugga í blöð eða lesa bækur. Þarna sjáum við jafnframt dýrmætt tækifæri til að nýta þann kraft og þann mannauð sem býr í Vestmannaeyingum sem vilja kenna öðrum það sem þeir kunna sjálfir. Við höfum fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð frá fólki sem er tilbúið að gefa af sér til að styðja við þessa hugmynd. í Rauðagerði er aðstaða fyrir ýmiss konar föndur og tómstundir eins og t.d. korta- gerð, bútasaum, þæfingu, listmálun o.m.fl. Einnig sjáum við möguleika í því að vera með ýmiss konar kynningar, námskeið en umfram allt að fólk geti komið og átt góða stund saman.“ Nú er talað um frítímastarf óháð aldri þar sem áhugamál tengja fólk saman frekar en aldur. A að reyna að útrýma kynslóðabilinu ? „Já, hugmyndin um frístundarstarf á Rauðagerði kemur upphaflega frá Skagafirði, þar eru þau með „Hús Frí- tímans". Þar er tilgangur hússins sá helstur að mæta ólíkum þörfum fyrir tómstundir og menningarstarf, að brjóta niður múra kynslóðanna og gefa öllum almenningi kost á því að hittast í skapandi umhverfi þar sem menningin og mann- auðurinn geti blómstrað. Við sjáum Rauðagerði fyrir okkur sem bækistöð tómstundastarfs þar sem áhugamál tengir fólk saman frekar en aldur og að þar sé vettvangur fyrir fólk að hittast, kynnast, spjalla og fræðast í góðum félagsskap," sagði Hrefna að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.