Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 15 Fitness: Ég kem af yndislegu fólki - segir Eyjakonan Katrín Eva Auðunsdóttir sem sigraði í einu stærsta fitnessmóti ársins HELKÖTTUÐ. Katrín Eva Auðunsdóttir ásamt kærasta sínum, líkamsræktarfrömuðinum Magnúsi Bcss. Katrín Eva Auðunsdóttir, sem er fædd og uppalin í Eyjum náði hreint mögnuðum árangri í alþjóðlegu fitness móti en Katrín Eva gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki. Mótið, sem kennt er við Arnold Schwarzenegger, líkamsræktarmann, Hollywood- leikara og nú ríkisstjóra Kali- forníu, er eitt af stærstu mótum í íþróttagreininni sem haldið er ár hvert. Sigurinn er því mjög athyglisverður og kannski ekki síst í ljósi þess að enginn Is- lendingur hafði einu sinni komist á verðlaunapall áður en Katrín Eva steig á sviðið. Fyrir þá sem eru í ættfræðinni þá er Katrín Eva dóttir Kötu Gísladóttur, sem er dóttir Sjafnar Kolbrúnar Benónýsdóttur, Bobbu, og Gísla Sigmarssonar. Júlíus Ingason fékk Katrínu Evu til að svara nokkrum spurningum um þátttökuna og fit- ness. Hefurðu stundað líkamsrœkt lengi? „Eg hef æft íþróttir alla ævi, prófað flestallar íþróttir held ég. Var mest í fótbolta á mínum yngri árum, síðan prófaði ég ólympíska hnefaleika og varð heilluð af því. Ég er íþrótta- nörd og elska að hreyfa mig. En það eru ekki nema svona þrjú ár síðan ég fór að lyfta að ráði og svo fór allt að gerast fyrir rúmum tveimur árum þegar ég fór að lyfta með kærast- anum mínum, vaxtarræktargoði íslands, Magnúsi Bess. Hann tók mig algjörlega í gegn og ég fór að lyfta eins og hann.“ Hvenœr ákvaðst þú að taka þátt í þessu sterka móti? „Draumurinn kviknaði strax eftir þátttökuna á mínu fyrsta móti. Ég leyfi mér að dagdreyma mikið. Mér fannst fáránlegt að Maggi hefði aldrei keppt í Ameríku og því sótt- um við unr fyrir hann í ágúst á síð- asta ári, mín umsókn fylgdi með í djóki. Ég hoppaði því hæð mína þegar hún var samþykkt," sagði Katrín en aðeins er ár síðan hún byrjaði að keppa. Árangurinn hefur farið stigvaxandi en hún varð m.a. Islandsmeistari í sínu fyrsta móti hérlendis. „Ég byrjaði því framar vonum í þessu sporti en ég er lfka með þann besta á Norðurlöndunum og 29 faldan íslandsmeistara mér við hlið, sem hefur endalausa trú á mér og rífur mig upp þegar ég fer að efast.“ í góðu formi allt árið Katrín segist alltaf halda sér í góðu formi og því hafi það kostað hana minni átök að undirbúa sig fyrir þetta mót. „Minn stærsti veikleiki er að höndla gagnrýni og þarna er ég að labba upp á svið og gefa færi á því að allir gagnrýni mig. En kost- urinn við þetta er að þarna er þörf á sjálfsaga og ég er smátt og smátt að læra hann af Magga. Hann getur maður nýtt sér á fleiri sviðum í lífinu og það er stefnan." Hvemig fer svona keppni fram? „Á IFBB mótum þá er samanburður í svörtu bikiníi og í sundbol. Síðan komast sex áfram í úrslit sem yfir- leitt eru seinnipartinn og þá er komið fram í lituðu bikiníi. Samanburðurinn fer þannig fram að við þurfum að snúa okkur á fjóra vegu fyrir marga dómara sem dæma hvernig við erum byggðar. Fitnessið er ekki lengur svona „hart lúkk“, reglunum var breytt á síðasta ári með tilkomu nýs flokks sem heitir „Classic Bodybuilding" og sennilega þess vegna hefur mér verið að ganga vel. Það er verið að leita eftir vel tónuðum vöðvum og samræmi milli líkamsparta og það er dæmt niður fyrir of mikinn skurð og of mikla vöðva.“ Katrín segir það dýrt áhugamál að taka taka þátt í svona mótum og allur kostnaðurinn fellur á kepp- endurna sjálfa. Hún segist þó hafa fengið nokkra góða velunnara til að styðja við bakið á sér. „Þar má nefna Grím kokk, Veisluturninn, Extra, Marel, Saffran, BK kjúk- linga, Nu Skin, Matfugl, Þrjá Frakka og Sportland. Ég er þeim afar þakklát fyrir að hafa trú á mér og án þeirra hefði ég ekki komist út.“ Kemur sigurinn til með að opna ein- hverjar dyr fyrir þér ífitness? „Já og nei. I raun bara enn eitt jákvætt á ferilskránna. Allt eftir því hvert næsta skref verður. Núna er ég bara að leika mér og njóta þess að vera í fríi.“ Stefnir þú á að taka þátt í mótinu á nœsta ári og verja titilinn? „Já, ef ég held haus í æfingunum og ég tel að ég eigi erindi í titilinn þá verð ég þarna aftur að ári.“ Góöir bakhjarlar Katrín segist ennfremur vera afskaplega þakklát þeim fjölmörgu sem hafa stutt hana, bæði fyrir og eftir mót. „Mig langar að þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram fyrir mótið, ég er þeim afar þakklát fyrir allan stuðningin sem ég fékk. Ég kem af yndislegu fólki og er agalega montin með þau. Pabbi fór að mæta í ræktina í fyrsta skipti á ævinni til að taka virkan þátt í undirbúningnum, mamma og amma Bobba misstu sig í fréttaflutningi á facebook og Maggi sagði öllum að ég myndi vinna. Hann sagði mér það lfka daglega í heilt ár, þangað til það varð að veruleika." Ævintýraferð á Anfield: Anton lét Liverpool-drauminn rætast - Tók loforð af vini sínum Sigurði Þór Sveinssyni og bauð honum svo út til Bítlaborgarinnar STUÐNINGSMENN LIVERPOOL NÚMER 1 OG 2 í EYJUM. Anton Sigurðsson og Sigurður Þór Sveinsson saman í afmælisveislu Antons sem haldin var stuttu eftir ferðina góðu. Anton Sigurðsson þekkja flestir Eyjamenn. Anton er ungur Eyjamaður, 25 ára gamall og er þroskaheftur. Hann hefur lengi haldið með Liverpool og æðsti draumurinn var að fara til Mekka Liverpoolmannsins, Anfield, til að sjá liðið sitt spila. Sigurður Þór Sveinsson hefur verið Antoni innan handar í fjölmörg ár og Anton tók af honum loforð að koma með sér á leik Liverpool fyrir 25 ára afmælið. Sigurður, sem er einnig gallharður Liver- poolmaður gaf honum loforð en um síðustu helgi fagnaði Anton 25 ára afmælinu. Og að sjálfsögðu var ferð á Anfield að baki. Sigurður segir að Anton hafi tekið af sér loforðið fyrir rúmum tveimur árum. „Hann var alveg harður á þessu og stóð sig eins og hetja í undirbúningi ferðarinnar. Hann hefur lagt pening til hliðar síðan ég lofaði þessu og þegar upp var staðið, þá borgaði hann ekki bara undir sig, heldur bauð hann mér líka með,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttir. Vináttu þeirra Antons og Sigurðar má rekja til þess þegar Sigurður var í sambúð með móður hans, Regínu Kristjánsdóttur en þau búa ekki saman í dag. Anton hefur reglulega komið við í Olís þar sem Sigurður vinnur og kemur nú tvisvar í viku og aðstoðar í versluninni. Ferðin sem þeir félagar fóru í var eftirminnileg í meira lagi. „Ég var svolítið stressaður fyrir ferðina enda umgengst ég Anton ekki á hverjum degi og vissi varla hvað ég var að fara út í. Það kom mér í raun og veru svolítið á óvart hversu auðvelt þetta var en ég viðurkenni það alveg að maður var orðinn svolxtið þreytt- ur í lok ferðarinnar. Ég var hins vegar svo heppinn að tveir af þremur sonum mfnum, Ævar og Amar Þór, komu með og hjálpuðu mikið til. En við fórum sem sagt frá Eyjum fimmtudaginn 4. febrúar og flugum svo út snemma morguninn eftir. Eins og gefur að skilja var Anton mjög spenntur og hann var reyndar svo spenntur að kvöldið eftir að við komum út, þá lagði hann sig bara því spennufallið var svo mikið. Enda var það kannski bara ágætt enda var leikurinn á laugardeginum og eins gott að vera hress á Anfteld," segir Sigurður og glottir. Derby slagur á Anfield Leikurinn var ekki af verri end- anum, derbyslagur milli liðanna frá Bítlaborginni, Liverpool og Ever- ton. „Við fórum að sjálfsögðu á Park fyrir leik, sem er pöbbinn þar sem stuðningsmenn Liverpool koma saman. Ég hef tvisvar áður farið á Anfield en stemmningin var ekkert í líkingu við stemmninguna á þessum derbyleik. Leikurinn byrjaði reynd- ar ekkert sérstaklega, einn Liver- poolmaðurinn var rekinn út af eftir hálftíma en við unnum 1:0 og einn úr Everton fékk líka að fjúka út af. Þannig að þetta var fullnaðarsigur fyrir þá rauðklæddu." Ljómaði á leiknum En hvað fannst Antoni um þessi ósköp? „Anton ljómaði alveg á leiknum. Við vorum búin að undirbúa hann aðeins fyrir þetta, ég sagði honum að hann mætti alls ekki hlaupa frá okkur og hann gerði sér alveg grein fyrir því að það gengi ekki upp. Hann hélt alltaf í hendina á ein- hverjum af okkur þrentur þannig að þetta gekk bara eins og í sögu. Svo kíktum við auðvitað aðeins á Park aftur eftir leik og gleðin var ekki minni þar eftir svona góð úrslit. Daginn eftir fórum við svo á Bítlasafnið og nutum þess sem Liverpool hefur upp á að bjóða." Eins og segir í upphafi viðtalsins hélt Anton upp á 25 ára afmælið. Ferðin á Anfield var auðvitað topp- urinn á afmælisárinu og að sjálf- sögðu var boðið upp á Liverpool- afmælisköku. Sigurður hafði útbúið myndasýningu, bæði með ljós- myndum og myndbandsupptökum úr ferðinni sem féll í góðan jarðveg og fullkomnaði góða afmælisveislu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.