Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Qupperneq 1
 Viðgerðir og smurstöð -Sími 481 3235 BRAGGINN Réttingar og sprautun Bílaverkstæði - Flötum 20 - Sími 481 1535 37. árg. I 24. tbl. I Vestmannaeyjum 17. júní 2010 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is NUTIMASAGA Sigurmynd Gunnars Friðfínnssonar í ljósmyndasamkeppni Frétta og Ljósmyndasafnsins fyrir maímánuð. Þemað var nútímasaga og segir Gunnar um myndina: Myndin endurspeglar að minu mati þá nútímasögu sem börnin okkar koma til með að Iæra um í náinni framtíð, s.s. um gosið og bankahrunið. Þema júnímánaðar er íþróttir eða önnur áhugamál. bólar á sjúkraflugvél Ekkert Mikil óánægja er í Vestmannaeyjum með að ekki er sjúkraflugvél stað- sett í Eyjum. I neyðartilvikum er send flugvél frá Akureyri. það hefur þegar gerst nokkrum sinnum. Fréttir ræddu við bæjarfulltrúana Páleyju Borgþórsdóttur, Sjálfstæðisflokki og Pál Scheving, Vestmannaeyjlista og eru þau sammála um að ástandið sé óviðunandi. „Ég er engan veginn sátt við að sjúkraflugvél sem sinna á sjúkra- flugi fyrir okkur hér í Vestmanna- eyjum sé staðsett á Akureyri," sagði Páley. „Engu líkara er en að búið sé að gjaldfella borgara þessa sveitarfé- lags, í það minnsta lítur út fyrir að við séum ekki jafnverðmæt og ann- ars staðar á landinu. Vestmannaeyja- bær, með Elliða í broddi fylkingar, hefur a.m.k. tvisvar sinnum tekið slaginn við ráðuneytið vegna þess- ara mála og barist fyrir því að sjúkravélin sé ávallt staðsett í Eyjum. Við þekkjum öll þær aðstæður þegar ekki er hægt að lenda hér en engu að síður hægt að taka á loft. Viðbragðstími frá Akureyri er ein- faldlega alltof langur hvemig sem á það er litið. Þetta er gríðarlegt ör- yggisatriði sem hefur margsannað sig og í raun Guðs mildi að ekki fór verr í nýlegu slysi hér í bænum þegar vélin þurfti að koma alla leið frá Akureyri. Skýlaus krafa Vestmannaeyjabæjar er að sjúkravélin sé ávallt staðsett hér í Eyjum. Til þess að svo megi verða þarf ráðuneytið að semja við nýjan flugrekanda um sjúkraflugið og forsenda fyrir því er skilningur og vilji heilbrigðisráðuneytisins. Við emm með öflugt atvinnulíf sem byggir á sjávarútvegi en sjómennska hefur nú hlotið þann vafasama heiður að vera talin hættulegasta starfið, hér búa 4200 manns, við erum landfræðilega einangmð auk þess sem íbúafjöldi hér tvö- og þre- faldast nokkrum sinnum á ári í tilefni íþróttamóta, gosloka, þjóð- hátíðar o.fl. Það er því engan veginn viðunandi að sjúla-avélin sé ekki staðsett hér og mun bæjarstjórn áfram berjast fyrir því að svo verði,“ sagði Páley að endingu. „Það er með öllu ótækt að þetta öryggistæki sé ekki staðsett í Vest- mannaeyjum. Fyrir þessu er ekki til afsökun," sagði Páll. „Við börðumst með oddi og egg fyrir því að Flugfélag Vestmanna- eyja fengi sjúkraflugið, bæði til að styrkja rekstur félagsins og ekki síst til að auka öryggi okkar hér í Eyjum. Þó félagið starfi ekki lengur er engin afsökun fyrir því að hér sé ekki sjúkraflugvél. Við búum á eyju og þekkjum að við vissar aðstæður er hægt að fara í loftið þó ekki sé hægt að lenda. Það vill enginn halda á blóðugu bami sínu, bjargarlaus, en við getum öll lent í þeirri stöðu. Island er Evrópuríki en ekki útkjálki þar sem íbúamir verða oft að sætta sig við ömurlegar aðstæður. Og við eigum að gera kröfur þó verið sé að skera niður. Sjúkraflugvél verður að vera í Vestmannaeyjum, það er ein af stoðunum í tilveru þessa bæjar- félags," sagði Páll. Landeyjahöfn: Fyrsta ferðin 21. júlí -Unnið á vöktum allan sólarhringinn Gert er ráð fyrir að ferjusiglingar í Landeyjahöfn hefjist 21. júlí og nú er allt kapp lagt á að ljúka framkvæmdum við höfnina. Suðurverk hf. hefur séð um hafn- argerðina og þar á bæ hafa menn fulla trú á að höfnin verði klár á tilsettum tíma. Björgun ehf. sér um dýpkun hafnarinnar og henni verður lokið 15. júlí. Eysteinn Dofrason, verkefnis- stjóri framkvæmdanna hjá Suður- verki, sagði að 100 þúsund rúm- metrar af grjóti hafi verið sóttir á Seljalandsheiði til viðbótar við það sem áður var áætlað. „Við erum að flytja grjótið í garðana og það gengur vel. Við emm líka að byrja að keyra burðarlagið í veg- inn sem liggur frá höfninni og upp á þjóðveg," sagði Eysteinn. „Auk þess sjáum við um fyll- ingar og burðarlög í öll plön og vegi niður að höfn en aðrir sjá um lagnir, malbik og lokafrágang á hafnarsvæðinu. Við trúum því statt og stöðugt að þetta verði klárt hjá okkur ef ekkert óvænt kemur upp,“ sagði Eysteinn en gosið setti strik í reikninginn og veðrið var óhagstætt í vetur. „f vetur var suðaustanátt ríkjandi og einu skiptin sem gerði norðan- átt var um jól og páska og þá voru allir í fríi. Við eigum eftir að klára einn haus og sú vinna fer í gang eftir viku. Það er allt í góðu og keyrt á vöktum allan sólar- hringinn og verður þannig fram í miðjan júlí. Þetta verður fínasta höfn, ég hef engar efasemdir um hana,“ sagði Eysteinn að lokum. Nánar á bls. 8. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA 8ÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM mar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM.864-4616 | Friðarhöfn | Sími481 3500 | Ejeimskip Yfir hafá oj heim

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.