Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 6
6 Frcttir / Fimmtudagur 17. júní 2010 HUGMYND að því hvernig sviðið gæti litið út. Neðri hæðin rís í sumar en vilji bæjaryfirvalda er að efnt verði til samkeppni um útlit sviðsins og haft verði að leiðarljósi að byggingin falli sem best að umhverfinu. Aðeins leyft að hafa auglýsingar uppi yfir þjóðhátíð. Framkvæmdirnar í Herjólfsdal - Unnið eftir deiliskipulagi frá 1999: Varanlegt svið stærra en upphaflega var gert ráð fyrir -Klæða á húsið með efnum sem hæfa umhverfinu, t.d. blágrýti Breyting á deiliskipulagi samþykkt í mars Þann 25. maí 1999 voru kynnt drög að að deiliskipu- lagi Herjólfsdals og að teknu tilliti til athugasemda var eftirfarandi samþykkt í umhverfisnefnd: Lagt var til að brú yfir tjörnina verði ekki varanleg og verði ekki á því deiliskipulagi sem er til afgreiðslu. Nefndin lagði hins vegar til að leyfilegt sé að hafa brú uppi í 3 til 4 vikur á ári í kringum þjóðhátíðina. Nefndin álítur mikilvægi slíkrar brúar ekki það mikið að þörf sé á henni, og tekur undir mikilvægi þess að halda tjörninni í Herjólfsdal eins lengi opinni og nátt- úrulegri eins og hægt er. Hins vegar er mikilvægi brúarinnar fyrir þjóðhátíðina eðlilegt enda hún orðin fastur póstur í heildarmynd hátíðarinnar. Nefndin telur að nauðsyn á varanlegri brú sé ekki til staðar og einnig komi hún til með að vera of áberandi í umhverfinu. Nefndin leggur lil að göngu- og hjólastígur meðfram Dalvegi verði að hámarki 2,5 metrar á breidd í stað 3,0 metra samkvæmt tillögu. Einnig leggur nefndin til að stígurinn endi við veginn inn að vatnspósti en ekki við hlaupabrautina samkvæmt tillögu. Lagt var til að göngustígur milli brennustæðis og ræðustóls við setbrekku verði ekki á deiliskipulagi. Nefndin taldi ekki þörf á meiri stígagerð í Herjólfsdal en nauðsyn krefur. Þá var nefndin á móti göngustíg milli vegar inn að vatnspósti og snúningssvæði og hlaupabrautar og stóra sviðs. Þá var óskað eftir því að stígur út í Stafnes, þ.e. frá setbrekku og upp hlíðina yfir Dalfjallið, verði settur inn á uppdrátt sem göngustígur. Stígurinn er til staðar og mikið notaður og því nauðsyn að hans sé getið á uppdrætti. Að öðru leyti var umhverfisnefnd samþykk skipu- lagstillögunni. Breyting á deiliskipulagi Bæjarstjóm samþykkti breytingu á deiliskipulagi í Herjólfsdal þann 9. mars sl. Breytingartillagan fólst í því að byggingarreitur fyrir stóra svið stækkar úr 390 fm í 600 fm og byggingarreitur fyrir salemisaðstöðu stækkar úr 300 fm í 600 fm. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tanga- götu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar frá 10. mars 2010 - 21. apríl 2010. Athyglisvert er að brúin yftr Daltjömina hefur staðið í allan vetur og að ÍBV hefur ekki sinnt tilmælum yftr- valda um að fjarlægja úr Dalnum búnað sem tengist Þjóðhátíð. Viðbrögð fólks við byggingunni, sem nú er að rísa í Herjólfsdal, eru blendnar, sumum finnst allt í lagi að byggja varanlegt svið fyrir þjóðhátíð en öðrum finnst að með henni sé verið að skemma ásýnd Dalsins. En þetta á ekki koma nokkrum á óvart því varanlegt mannvirki er hluti af deiliskipulagi frá árinu 1999 þar sem gert er ráð fyrir að stóra sviðið verði byggt varanlega. Það var svo í upphafi þessa árs að sótt var um byggingaleyfi. Það gerði ÍBV-íþróttafélag sem sótti um leyft fyrir 360 fm byggingu sem er í takt við þær breytingar sem hafa verið að þróast með tilfærslu á færanlegum mannvirkjum undanfarin ár. I framhaldi af því var auglýst breytingartillaga deiliskipulags samþykkl í umhverfis- og skipu- lagsráði sem felst í því að setbrekka stækkar til austurs, byggingarreitur fyrir stóra svið stækkar úr 390 fm í 600 fm og byggingarreitur fyrir salernisaðstöðu stækkar úr 300 fm í 600 fm. Verktakafyrirtækið Steini og Olli ehf. sér um framkvæmdir en það er ÍBV-íþróttafélag sem byggir og kemur byggingin í stað gáma sem hafa verið notaðir undir stóra sviðið sem sjoppur. Þessi hluti verður tilbúinn fyrir þjóðhátíð en lokaá- fanginn er sjálft sviðið og er vilji bæjaryftrvalda að efnt verði til samkeppni um útlit sviðsins og haft verði að leiðarljósi að byggingin falli sem best að umhverfmu. Olafur Snorrason, framkvæmda- stjóri hjá bænum, og Sigurður Smári Benónýsson, byggingafulltrúi, sögðu í samtali við Fréttir að það væri skiljanlegt að Eyjamenn hefðu skoðun á því þegar byggt væri í Herjólfsdal. „Það hefur legið fyrir í nokkur ár að byggt verður varanlegt svið í Dalnum og nú er komið að því,“ sagði Olafur. „Það er ÍBV-íþróttafélag sem byggir en bærinn gerir miklar kröfur um útlit og allan frágang. Þetta verður ekki steinsteyptur málaður kassi heldur á að klæða húsið með byggingarefnum sem hæfa um- hverfmu, t.d. blágrýti," sagði Sig- urður Smári. Byggingin, sem nú er risin, er 360 fm og á að hýsa sjoppurnar á þjóð- hátíð. Verða átta söluop á hliðinni sem snýr að tjöminni og eitt á vest- urhliðinni. Þama verður líka gott geymslurými, salernisaðstaða sem uppfyllir kröfur um aðgengi fyrir alla og öll aðstaða fyrir starfsemi á stóra sviðinu. „Þessi hluti verður steyptur upp í sumar og kláraður að innan og svo hefur félagið frest fram að þjóðhátíð á næsta ári til að ljúka við klæðn- inguna. Næsta skref verður svo samkeppni um útlit hússins," sagði Ólafur en hvorugur vildi segja til um hvenær það yrði. Önnur verkefni í Dalnum Þetta eru ekki einu framkvæmdirnar í Dalnum. Byrjað er á grjótvörn ofan við setbrekku, lagningu neyðarstígs frá gamla golfskálanum að Dalvegi og hellulögn við stóra sviðið. I samþykkt umhverfts- og skipu- lagsnefndar í síðustu viku er lögð áhersla á vandaðan frágang við allar framkvæmdir og að grjótvörn ofan setbrekku verði felld að landi eins og kostur er. „Það verða settar niður grindur sem verða fylltar af jarðvegi sem eiga að mynda vörn gegn grjóti sem getur hvenær sem er komið niður brekk- una. Þetta er þvf rhikil slysavöm og þegar búið er að græða hana mun hún ekki stinga í stúf við umhverf- ið,“ sagði Ólafur. Þá er búið að lagfæra tjaldstæðið ofan við veginn inn að vatns- póstinum. „Þama hafa verið nokkur hvft tjöld en nú verður hægt að koma þarna fyrir 25 til 30 tjöldum. Auk þess sem komið hefur verið upp rafmagnstenglum fyrir 16 hjól- hýsi,“ sagði Sigurður Smári. Lögreglan - Síðasta vika mcð rólegra móti: Fótbrot í Spröngu og skemmdir Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og lítið um óhöpp. Þó varð það slys að stúlka á Pæjumóti ÍBV datt í Spröngunni og fót- brotnaði. Var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hún gekkst undir aðgerð. Annars var helgin róleg og engin teljandi vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins þrátt fyrir töluverðan mannfjölda í bænum. Eitt skemmdarverk var tilkynnt í vikunni. Skemmdir voru unnar á bifreið sem stóð við Sóleyjargötu 3 lögrb^ þann 8. júní sl. Hafði bifreiðin verið rispuð á nokkrum stöðum. Ekki er vitað hver þama var að verki en þeir sem hafa upplýsingar um þann eða þá sem áttu þama hlut að máli em vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Lögreglan -15 ára gripnir mað loftbyssa: Þarf leyFi til að nota slíkar byssur í vikunni lagði lögregan hald á loft- skammbyssu sem nokkrir 15 ára drengir voru að leika sér að skjóta ' úr. Lögregla segir rétt að árétta það að skotvopnaleyfi þarf til að eiga og skjóta úr loftskammbyssu en sömu reglur gilda um slík vopn og önnur skotvopn. Aðfaranótt 8. júní sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á Birki- hlíð. Þama hafði ökumaður bif- reiðar, sem ekið var norður Kirkjuveg, misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á umferðarmerki. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni og þá lagðist umferðarmerkið niður. Ellefu kæmr liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða gmn um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hraðaksturs- brot, vanrækslu á að nota öryggis- belti við akstur, notkun farsíma án handfrjáls búnaðar í akstri o.fl. I Eyverjar: Ragnheiður Elín verði vara- formaður Eyverjar, félag ungra Sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á Ragnheiði Elínu Arna- dóttur oddvita Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurkjördæmi að bjóða sig fram til varaformanns Sjálf- stæðisflokksins á komandi landsfundi. Eyverjar telja mikil- vægt að forysta Sjálfstæðis- flokksins endurspegli þann fjöl- breytileika sem einkennir flokk- inn. Því er nauðsynlegt að lands- byggðin eigi fulltrúa í forystu flokksins. Það liggur beinast við að sá fulltrúi komi úr Suður- kjördæmi, kjördæminu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er sterk- astur eins og sást í nýafstöðnum sveitarstjómarkosningum þegar flokkurinn vann stórsigur víða um kjördæmið og nýtur þar hlut- fallslega mest fylgis. Ragnheiður hefur, sem oddviti flokksins í kjördæminu og sem formaður þingflokksins, sannað sig sem leiðtogi og öflugur full- trúi landsbyggðarinnar sem stendur vörð um grannatvinnu- vegi þjóðarinnar og er ötull tals- maður atvinnuuppþyggingar. Eyverjar telja Ragnheiði réttu manneskjuna til að gegna embætti varaformanns og að hún muni vinna að sókn Sjálfstæðis- flokksins um land allt með ein- staklings- og atvinnufrelsi að leiðarljósi. Fréttatilkynning. Eldsneytisverð: Verðstríð í Eyjum Á Eyjafréttum í síðustu viku var sagt að bensínverð í Vest- mannaeyjum væri lægst á land- inu. Orkan bauð bensfnlítrann á 186 krónur en ÓB á 186,10. Díselverð var einnig það lægsta á landinu í Vestmannaeyjum en dísellítrinn hjá Orkunni var á 183 krónur en 183,1 hjáÓB. Þetta lága eldsneytisverð er af- leiðing mikillar samkeppni á eldsneytismarkaði á Suðurlandi sem teygir anga sína til Vest- mannaeyja. Til samanburðar má geta þess að algengt verð á bensínlítranum hjá Nl, Olís og Shell var 201,9 og á dísellítranum var algengt verð á sömu stöðvum 198,9 kr.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.