Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Page 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
PERLAN við dýpkun í
Landeyjahöfn sem gengur vel.
Landeyjahöfn:
Dýpkun
gengur
mjög vel
Það gengur mjög vel,“ sagði
Jóhann Garðar Jóhannsson, út-
gerðarstjóri Björgunar, þegar
hann var spurður út í dýpkun
hafnarinnar.
„Það hefur aðeins bæst við
magnið og við teljum það aðal-
lega stafa af hlaupinu úr Markar-
fljóti. En við erum á áætlun og
verðum tilbúnir um miðjan júlí.“
Jóhann sagði fátt hafa komið á
óvart varðandi framkvæmdina.
„Þetta er sama efni og reiknað var
með samkvæmt útboðsgögnum
en heldur meira af því. Reyndar
höfum við orðið fyrir meiri töfum
en gert var ráð fyrir vegna veðurs
en suðaustanátt hefur verið ríkj-
andi. En við verðum klárir 15.
júlí, það er ekki spurning," sagði
Jóhann Garðar.
MIKILL fjöldi vinnur við
smíði hússins.
Farþega-
aðstaðan
tilbúin 9. júlí
SÁ Verkausnir sjá um byggingu á
farþegaaðstöðu og frágang á
hafnarsvæðinu.
Sigurður Ágúst Marelsson,
framkvæmdastjóri, sagði bygg-
ingu hússins vera á áætlun og
reiknað með að það verði tilbúið
9. júlí. „Við stefnum á að klára að
malbika að húsinu og ferju-
bílastæðið eða 1. áfanga áður en
siglingar hefjast. Við erum að
vinna lagnavinnu í dag og svo
þarf að fylla í og gera klárt en það
verður eitthvað eftir við lóðafrá-
gang.
Nú eru um þrjátíu manns að
vinna við húsið, smiðir, pípu-
lagningarmenn, múrarar og
verkamenn. Það er því nóg að
gera og lokaspretturinn hafinn.
Húsið fellur vel að umhverfmu
þakið er bogadregið og minnir á
öldu,“ sagði Sigurður og hafði í
nógu að snúast þegar talað var við
hann á þriðjudag.
ÞANNIG var staðan á framkvæmdum í Landeyjahöfn í síðustu viku. Húsið er risið, Búið er að rjúfa haftið inn í innri höfnina þar sem Perlan er
að dýpka höfnina. Verið er að ljúka við aðstöðu við brúna og stutt í að bryggjugúlfið verði steypt.
Fjölmennur fundur um málefni Landeyjahafnar á Hvolsvelli:
Mikill áhugi á smábátaaðstöðu
s
-Jómfrúarferðin 21. júlí - Hvatt til samstarfs beggja megin Alsins
Mjög mikill áhugi er á því meðal
heimamanna í Rangárþingi að
komið verði upp aðstöðu fyrir smá-
báta í Landeyjahöfn. Þetta kom
skýrt fram á fjölmennum fundi um
málefni Landeyjahafnar á Hvols-
velli á fimmtudaginn. Fram komu
varnaðarorð frá Siglingastofnun að
smærri bátum gæti stafað hætta af
sjólagi utan við höfnina. Á fund-
inum kom fram að stefnt er að jóm-
frúarsiglingu Herjólfs í Landeyja-
höfn 21. júlí og í framhaldi af henni
hefjist siglingar samkvæmt áætlun.
Á fundinum, sem Atvinnuþróunar-
félag Suðurlands og sveitarfélagið
Rangárþing eystra stóðu að, var
farið yflr málefni tengd Landeyja-
höfn, stöðu framkvæmda, framtíðar-
horfur, tækifæri og margt fleira.
Frummælendur voru að mestu þeir
sömu og á sambærilegum fundi í
Vestmannaeyjum í vor.
Hjá fulltrúum Siglingastofnunar,
Gísla Viggóssyni og Sigurði Áss
Grétarssyni, kom fram að heildar-
kostnaður yrði 4,3 milljarðar en
upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 5
milljörðum, því hefðu sparast 700
milljónir króna. Líka sögðu þeir
ekkert því til fyrirstöðu að höfnin
verði tilbúin til notkunar 21. júlí
eins og nú er áætlað.
Guðmundur Nikulásson, frá Eim-
skip, sagði að búið væri að semja
við Sigmar Jónsson, sem verið hefur
annar af umsjónarmönnum Bakka-
flugvallar, um rekstur farþega-
aðstöðunnar í Landeyjahöfn. Gert er
ráð fyrir fjórum stöðugildum í
kringum rekstur Herjólfs í Land-
eyjahöfn. Hann sagði að jómfrúar-
siglingin, 21. júlí, væri í undirbún-
ingi og félagið sæi mörg tækifæri
með nýrri samgönguleið.
Kristín Sigurbjömsdóttir, Vega-
gerðinni, upplýsti að búið væri að
semja við Bíla og fólk ehf. um
fólksflutninga milli Landeyjahafnar
og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir
tveimur ferðum á dag, kvölds og
morgna.
Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel
Rangá, sagði mikla möguleika felast
í ferðaþjónustu á Suðurlandi og þar
væri margt vel gert en samvinna á
öllu svæðinu væri lykill að árangri.
Ekki síst með tengingu Vestmanna-
eyja við fastalandið með tilkomu
Landeyjahafnar. Klasasamstarf í
ferðaþjónustu á Suðurlandi hefði
gefist mjög vel og hvatti hann sem
flesta aðila til að taka höndum
saman og vinna að sameiginlegum
markmiðum í ferðaþjónustu.
Elvar Eyvindsson, fráfarandi
sveitarstjóri í Rangárþingi eystra,
sagðist líta björtum augum til
tengingarinnar við Vestmannaeyjar
og Rangæingar sæju ntikla mögu-
leika opnast við það að fá Eyjamenn
sem næstu nágranna.
Hrafn Sævaldsson, verkefnisstjóri
hjá Atvinnuþróunarfélagi Suður-
lands í Vestmannaeyjum, var mjög
ánægður með mætinguna en hann
kallaði erindi sitt, Nýir nágrannar,
ný tækifæri. Hrafn sagði að mikið
hefði verið spurt um aðstöðu fyrir
smábáta og um gang mála við höfn-
ina. Upplýst hefði verið af fulltrúum
Siglingastofnunar að aldan utan við
höfnina gæti verið varhugaverð
smábátum við vissar aðstæður,
viðmiðunarmörkin væru töluvert
lægri en almennt hefði verið rætt um
til þessa, meðal almennings.
Meðal annars kom fram á fund-
inum að það gæti verið hagkvæmt
að byggja aðstöðu fyrir smábáta um
leið og höi'nin er kláruð, þ.e. á
meðan tæki og tól eru til staðar á
sandinum.
Hrafn sagði það vonbrigði að ekki
yrði gert ráð fyrir nema tveimur
rútuferðum á dag og ekkert bendi til
þess að samgönguráðherra ætli sér
að svara tilboði heimamanna um að
leggja fram 6 milljónir króna til að
fjölga ferðum um 125 og tryggja
þannig fjórar ferðir að lágmarki á
dag. Annmarkar vegna þessa munu
koma skýrt fram þegar skipið hefur
vetraráætlun, farþegar sem hyggjast
koma til Eyja að morgni til, munu
ekki geta komist til Eyja fyrr en eftir
hádegi að öllu óbreyttu.
Þetta sagði Hrafn mjög slæmt mál,
bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki
beggja vegna hafsins. Hann vonast
þó til að farsæl niðurstaða náist sem
allra fyrst svo hægt sé að nýta þau
tækifæri sem skapast geta með
þessari miklu samgöngubót að fullu.
Kynnti Vestmannaeyjar
„Það sem ég lagði áherslu á í mínu
erindi var að kynna það sem við
höfum upp á að bjóða hér í Vest-
mannaeyjum, innviði Eyjanna. Eg
finn fyrir mikilli tilhlökkun fyrir
siglingum í Landeyjahöfn meðal
Eyjamanna og það eru fjölmargir
aðilar sem sjá mikil tækifæri í
framtíðinni. Tækifærin eru beggja
vegna hafsins. Eg er í miklum sam-
skiptum við Sunnlendinga vegna
starfs mfns. Á Suðurlandi er síst
minni áhugi en í Eyjum, þar er fjöl-
margt í boði sem Eyjamenn ættu að
skoða vel, samstarfsfletirnir eru
víða. Mér finnst mikilvægt að sem
flestir aðilar leggi spilin á borðið og
sýni hvað þeir hafi upp á að bjóða.
Eg m.a. lýsti atvinnulífi, skólastarfi
og íþróttum hér í Eyjum og þeim
möguleikum sem opnast með
Surtseyjarstofu sem verður tekin f
notkun í sumar, svo fátt eitt sé
nefnt,“ sagði Hrafn.
Hann sagði líka að það þyrfti að
fara að hugsa fyrir pakkaferðum, þar
þurfi fjölmargir aðilar að eiga sam-
starf svo árangur náist. Þá sér hann
m.a. möguleika á að nýta Bakka-
flugvöll, bæði til útsýnisflugs og
fyrir þá sem þurfa að komast á milli
og vilja vera óháðir áætlun Herjólfs.
„Þegar Vestmannaeyjar sameinast
Rangárvallarsýslu með tilkomu
Landeyjahafnar verður til eining
sem telur um 8000 íbúa. Með
samvinnu verður þetta öflug eining
og ég er sannfærður um að sam-
starfið og samskiptin eigi eftir að
verða til eflingar fyrir þetta nýja
samfélag."
Hrafn sagði að lokum að starfsfólk
Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
væri ávallt reiðubúið að aðstoða ein-
staklinga, fyrirtæki, félagasamtök
og sveitarfélög að vinna að fram-
gangi góðra verka og hvatti
áhugasama aðila að hafa samband ef
þeir sæju einhver tækifæri með
tilkomu Landeyjahafnar.
Isólfur Gylfi Pálmason, sem er að
taka við sem sveitarstjóri í Rang-
árþingi eystra, tók síðastur til máls.
Hann sagðist sjá mikla möguleika
með tilkomu Landeyjahafnar sem
ætti eftir að efla sveitarfélögin sitt
hvoru megin við Álinn.
Hægt er að skoða allar kynning-
arnar af fundinum á heimasíðu
Atvinnuþróunarfélags Suðurlands á
heimasíðu þess www.sudur.is
Framkvozmda- og hafnarráð - Tvö tilboð
Gámafélag með lægra tilboðið
Framkvazmda- og hafnarráð:
Stjórnvöld sviku gefin loforð
Á fundi framkvæmda- og hafnar-
ráðs kynnti Friðrik Björgvinsson
niðurstöður lokaðs útboðs vegna
breytinga á stálþili og fleiru vegna
endurbyggingar upptökumannvirkja
Vestmannaeyjahafnar.
Tveir buðu í verkið, Islenska
Gámafélagið hf. bauð kr. 9.970.180
og ísar ehf. bauð kr. 12.104.400.
Einnig fór Friðrik yfir framgang
verksins og yfir verkfundargerð.
Ráðið samþykkti að taka tilboði
fslenska Gámafélagsins hf. og fól
Friðrik framgang málsins.
Á sama fundi upplýsti Sveinn
Rúnar Valgeirsson að heildarkostn-
aður við framkvæmdir á Bæjar-
bryggju sé 21,1 milljón. Er það í
samræmi við samgönguáætlun
2007 til 2010 og fjárhagsáætlun
Vestmannaeyjahafnar.
Arnar Sigurmundsson, formaður
ráðsins, greindi frá fundi sem hann
átti með fjárlaganefnd Alþingis
vegna lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir
árið 2008. Þar kom fram að fjár-
laganefnd gat ekki orðið við því að
færa 200 milljón króna framlag,
sem ætlað var í tjónabætur vegna
upptökumannvirkja, í endurbygg-
ingu á Binnabryggju.
Ráðið lýsti miklum vonbrigðum
með þessa afgreiðslu í ljósi þess að
fyrir lágu loforð stjórnvalda í árs-
byrjun 2009 um að heimila að 200
milljón króna framlagið yrði notað
við endurbyggingu Binnabryggju.
Sveinn Rúnar fór yfir dýpkunar-
framkvæmdir á árinu. Fram kom að
75% af verkinu er lokið og hefur
Björgun óskað eftir framlengingu
verktíma um 15 vinnudaga og miða
við verklok 1. júlí. Það var sam-
þykkt og var Sveini Rúnari falið að
semja við Björgun um áframhald-
andi dýpkun innan hafnar.