Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Side 13
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
13
Dlaárið 2009 til 2010 gert upp - FIV: Fleiri nemendur, lægri fjárframlög:
Hvernig áhrif viltu hafa á annað fólk?
-Hvernig viltu að aðrir upplifi þig? Viltu að fólki fínnist að það sé óhætt að treysta þér?
Viltu vekja óöryggi hjá fólki eða viltu að því finnist þú vera réttlátur og heiðarlegur? Þetta
voru spurningar sem Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri, beindi til nemenda í tíunda bekk
Grunnskólanum var slitið í Höllinni
þar sem tíundi bekkur var útskrif-
aður. Þar komu saman kennarar,
nemendur og aðstandendur nem-
enda.
„Utskriftarhópurinn okkar að
þessu sinni telur 75 nemendur. Þeir
eru reyndar ekki alveg allir hér með
okkur í dag, en það er gleðilegt hve
margir hafa séð sér fært að koma
og vera með okkur á þessum tíma-
mótum,“ sagði Fanney Asgeirs-
dóttir, skólastjóri, í skólaslitaræðu
sinni.
ÞAU hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
RAKEL Ýr Leifsdóttir skemmti gestum með píanóleik. Stóð hún sig mjög vel.
Viðurkenningar til nemenda í tíunda bekk
Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan
námsárangur:
Náttúrufræði: Guðrún Svanlaug Gunnarsdóttir og
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Samfélagsfræði: Sigríður Lára Garðarsdóttir og
Alexander Gautason, bæði með einkunnina 10,0.
Islenska: Berglind Dúna Sigurðardóttir og
Bjartey Helgadóttir.
Stærðfræði: Bjartey Helgadóttir og Jón Þór
Guðjónsson.
Listgreinar - Textflmennt: Rakel Ýr Leifsdóttir.
Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í fram-
haldsskólaáföngum:
Enska: Friðbjöm Sævar Benónýsson.
Islenska: Guðrún Svanlaug Gunnarsdóttir og Klara
Ingólfsdóttir.
Stærðfræði: Klara Ingólfsdóttir.
Danska: FIV veitti fjómm stúlkum viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófí í dönsku.
Þetta eru þær Guðrún Svanlaug, Rakel Ýr, Selma
Jónsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir - sem gerðu
sér lítið fyrir og urðu hæstar á stúdentsprófinu.
Krakkar til fyrirmyndar
Það fór ekki á milli mála að Fanney
er ánægð með krakkana sem nú
vom að yfírgefa skólann. „Eitt af
því sem mig langar að nefna,
árganginum til hróss, er að nú er
nýafstaðið skólaferðalag tíunda
bekkjar. Það fóru reyndar ekki allir
en ég hef ekki heyrt annað en að
þeir sem fóru hafi skemmt sér vel
og átt góða daga saman. Það er
gaman að segja frá því í dag - að
það var eftir því tekið hvar sem þið
komuð í þessari ferð, krakkar,
hversu vel hópurinn kom fyrir og
þið hafið fengið þann vitnisburð að
öll umgengni ykkar og framkoma
hafi verið til fyrirmyndar í hví-
vetna. Frábær hópur á ferðinni og
skólanum okkar, ykkur sjálfum og
samfélaginu okkar til sóma.
Sömu sögu er að segja af um-
sögnunum sem mörg ykkar fengu á
síðustu starfsfræðsludögum. Mig
langar til að fá að grfpa niður í
nokkrar af þessum umsögnum
svona bara til að undirstrika
hvemig mynd fólkið, sem tók á
móti ykkur uppi á landi, fékk af
ykkur,“ sagði Fanney en meðal
umsagna var: Þeir voru frábærir,
áhugasamir og duglegir í alla staði.
Spurðu margra spuminga. Fyrir-
myndar nemendur og persónur.
Eiga bjarta framtíð fyrir sér í hverju
sem þeir munu taka sér fyrir
hendur.
Þá nefndi Fanney tíunda bekk
ÁST sem gaf öllum sjöttu bekk-
ingum boli þar sem varað var við
einelti. Auk þess sem þau gerðu
stuttmynd um einelti og afleiðingar
þess. „Við, stjórnendur og starfs-
fólk skólans, viljum taka undir
þetta, en jafnframt viljum við færa
tíunda ÁST okkar bestu þakkir fyrir
frábært framtak. Þetta var glæsilegt
verkefni og hópurinn hefur sett gott
fordæmi fyrir alla nemendur skól-
ans, með því að vilja miðla til
annarra því sem hann hefur lært um
mikilvægi þess að vanda sig í sam-
skiptum."
Undirbúningur undir líf og
starf
Fanney sagði að á svona stundu sé
gaman að líta til baka yfir skóla-
göngu nemenda og sjá hve margt
hefur gerst og mikið breyst á þess-
um tíu árum. „Þeir sem hafa leitt
þennan hóp í gegnum skólagöng-
una, hvatt þá og stutt og vakað yfir
velferð þeirra, geta glaðst yfir því
að áfanga er náð og verk þeirra
hafa skilað árangri. Þar eruð þið,
foreldrar góðir, að sjálfsögðu
fremstir í flokki, en þar leikur
starfsfólk skólans einnig stórt
hlutverk.
Hlutverk grunnskólans er að búa
nemendur sfna undir líf og starf í
síbreytilegu þjóðfélagi, í samvinnu
við heimilin - og nú er komið að
því að láta reyna á hvemig sá und-
irbúningur nýtist ykkur krakkar. Þið
eruð prófsteinninn á hvernig til
hefur tekist, við höfum gefið ykkur
besta veganesti sem við höfðum
yfir að ráða - nú er undir ykkur
komið hvemig þið spilið úr því og
hvemig þið byggið ofan á þann
grunn sem þið hafið lagt á undan-
fömum árum. Eg las spakmæli um
daginn sem hljóðaði svona: Lífið er
eins og strigi, gerðu listaverk úr
þínu. Og það er einmitt það sem
þið emð byrjuð að gera - svo
haldið endilega áfram að vanda
ykkur svo líf hvers og eins ykkar
verði einstakt listaverk."
Að leggja sig fram
Fanney sagði sama hvort nemendur
hefðu ákveðið hvað gera skuli í
framtíðinni eða ekki, séu þetta
spennandi tímar og ýmsir mögu-
leikar í stöðunni Sama hvaða leið
sé valin, hún hafi vafalaust sína
kosti og galla. „Það sem ég hins
vegar held að skipti öllu máli er að
hvaða leið sem þið veljið þá leggið
þið ykkur öll fram um að inna þau
verkefni sem þar bfða ykkar vel af
hendi.“
Fanney sagði að nemendur hefðu
dálítið gott af að velta fyrir sér öðru
hverju hvaða áhrif þeir hafa á þá
sem í kringum þá eru. „Það er
reyndar önnur spuming sem er
kannski enn mikilvægari. Hún er:
Hvemig áhrif viltu hafa á annað
fólk? Hvemig viltu að aðrir upplifi
þig? Viltu að fólki finnist að það sé
óhætt að treysta þér? Viltu vekja
óöryggi hjá fólki eða viltu að því
finnist þú vera réttlátur og heiðar-
legur? Þetta eru spumingar sem
enginn getur svarað fyrir mann en
það er oft gott að velta þeim fyrir
sér - því við emm oft svo upptekin
af því hvemig aðrir koma fram að
við gleymum alveg að skoða okkur
sjálf. Mig langar að minna ykkur á
þetta aftur, núna á kveðjustundinni
- af því ég veit að þetta er mikil-
vægt. Hugsið um hvemig þið viljið
að skólafélagar ykkar og aðrir sem
þið umgangist muni eftir ykkur -
ekki bara - hvernig vini vil ég eiga
- heldur lfka, hvernig vinur vil ég
vera? Hvemig persóna vil ég vera?
Því það að temja sér að koma vel
fram við alla í kringum okkur er
stór hluti af því að vaxa upp til að
verða heilsteyptur og vandaður full-
orðinn einstaklingur sem hægt er
að líta upp til. Þetta er ein af ástæð-
unum fyrir hve lífsleikniverkefnið,
sem ég var að tala um áðan, gladdi
mig - og okkur sem við skólann
störfum - vegna þess að með þessu
eruð þið að skilja eftir þá minningu
hjá yngri skólafélögum ykkar að
þið vilduð miðla þeim af ykkar
reynslu - og að ykkur væri
umhugað um þá.“
Mistök til að læra af
Fanney sagði að ekki tækist fólki
alltaf að verða þær persónur sem
það vill vera. „Stundum mistekst
það og við sitjum uppi með að hafa
gert hluti sem við erum ekki stolt
af. Mistök af því tagi eru alltaf
leiðinleg - og stundum bæði erfið
og sár - ef þau ganga út yfir aðra -
en mistök eru samt líka tækifæri til
að læra. Ég hef oft sagt - líka við
einhver ykkar - að það þarf ekki
endilega að vera slæmt að gera
mistök. Það er bara slæmt ef maður
gerir þau sömu aftur og aftur. Það
er nefnilega líka dýrmæt reynsla að
viðurkenna mistök, taka ábyrgð á
þeim, gera sitt besta til að bæta úr
þeim og læra af þeim í leiðinni.
Það er til spakmæli sem segir að
eina leiðin til að gera aldrei mistök
sé að gera aldrei neitt - og það er
ekki leiðin sem við viljum að þið
farið.
Ég vil óska ykkur alls hins besta í
framtíðinni og ég veit að ég tala
fyrir munn starfsfólks skólans
þegar ég segi að við munum fylgj-
ast með ykkur á komandi árum,
staldra við nöfnin ykkar í blöð-
unum þar sem kemur fram að þið
séuð að útskrifast úr frekara námi,
taka við nýju starfi, eða stofna
ykkar eigin fyrirtæki og við mun-
um gleðjast yfir hverju merki um
að þið séuð að nýta hæfileika ykkar
á hvaða sviði sem er.
Ég vil að endingu biðja ykkur um
að setja markið hátt, hvaða braut
sem þið veljið ykkur í lífinu -
leggja ykkur fram um að gera
ævinlega ykkar besta í því sem þið
takið ykkur fyrir hendur og koma
fram af heilindum og heiðarleika í
öllum samskiptum við þá sem í
kringum ykkur eru. Ég trúi því að í
því felist lykillinn að því að famast
vel í lífinu," sagði Fanney um leið
og hún sleit skólanum.