Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Page 15
Frcttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
15
Róðrarkeppnin ætlar að draga dilk á eftir sér - Jötunn svarar fyrir sig:
Jötunn - Vitum að það er sárt að tapa
-Verðandimenn í væluhamnum og reiðir mjög, segir í lögfræðiáliti
Eftir að lögfræðingar Jötuns hafa
yfirfarið kæru Verðandi og vísað
henni til föðurhúsanna vill Jötunn
Sjómannafélag taka eftirfarandi
fram:
Það er sárt að tapa
SS Verðandi kærir Sjómannafélagið
Jötun fyrir að tefla fram ólöglegu
liði í kappróðri á Sjómannadaginn.
Tilurð kærunnar er að lið Jötuns
lagði lið Verðandi í harðri keppni í
kappróðri. Það er sárt að bíða ósig-
ur.
Verðandi heldur fram að Jötunn
hafi keypt lið í róðurinn. Ef Verð-
andi kallar það að kaupa menn með
miði einum göróttum og það ekki
dýrum, ættu þeir að líta í eigin
barm. Þeirra róðrarmenn fá laun
erfiðisins einnig borguð í miði
einum rammgöróttum, nokkru
dýrari en Jötunsmenn fá fyrir sitt
ómak.
Að halda fram að lið Jötuns sé
ólöglegt er hin mesta rökleysa og
hneisa fyrir stéttarfélagið Verðandi,
sem vill njóta virðingar samborgara
sinna.
I fyrsta lagi hefur Jötunn aldrei
fett fmgur út í þó Verðandi hafí
skipað lið sitt „ólöglegum" mönn-
um, enda vitum við um metnað
þeirra og stolt. Svo berum við
undirmennirnir óttablandna og
djúpa virðingu fyrir „skipstjór-
unum“ í Verðandi róðrarliðinu.
í annan stað er enginn Óttar
Steingnmsson í liði Jötuns. Vegna
fákunnáttu lögfræðings Verðandi í
ættfræði, eiga þeir líklega við Óttar
nokkum Gunnlaugsson sem sann-
arlega er félagsmaður í Jötni en
ekki í róðrarliðinu að þessu sinni.
Það eina rétta í kærunni allri er, að
tengdasonur Óttars Gunnlaugs-
sonar, Grétar Eyþórsson, er góður í
handbolta.
Hvort menn eru þrautþjálfaðir
íþróttamenn eður ei verður að telj-
ast matsatriði sem ekki er á færi
leikmanna að meta. Síðan má með
sanni halda því fram að miðað við
áhöfn Verðandi, er áhöfn Jötuns
þrautþjálfuð, burtséð frá öllum
íþróttafræðum. Og þarf ekki mikla
þjálfun til.
Að blanda fyrrverandi formanni
Jötuns í málið sýnir rökþrot Verð-
andi og er fullkomlega ómaklegt
enda kemur málið honum ekki á
nokkurn hátt við. Tilhlýðileg virð-
ing verður að vera, þó menn séu í
væluhamnum og reiðir mjög.
Allir í áhöfn Jötuns eru ungir og
upprennandi sjómenn og félags-
menn í Jötni. Mér er mjög til efs að
áhöfnin á Verðandi, margir hverjir,
muni hvemig það var að byrja til
„Gerist áhöfn
Verðandi ellimóð
mjög. Það þýddi
bara eitt, að yngri
og hraustari menn
myndu vinna
kappróðurinn
millum félag-
anna.“
sjós sem hásetar, en látum það kyrrt
liggja-
Skorað er á Jötun í reiptog til að
leysa úr þessu „viðkvæma" deilu-
máli segir í kærunni. Það er við-
kvæmt að tapa að sögn Verðandi.
Undanfarin 18 ár hefur Jötunn
tapað fyrir Verðandi með reisn og
virðingu, ekki viðkvæmni.
Verðandimenn væru menn að meiri
að taka ósigrinum með reisn en
ekki viðkvæmni að hætti ónefnds
kyns.
Sá sem þetta ritar ræddi við skip-
stjóra Verðandi liðsins til 18 ára,
fyrir kappróðurinn og tjáði hann
mér og fleirum að hann hefði hætt
á toppnum í fyrra. Vildi hann sjá
endurnýjun í liðinu, enda gerist
áhöfn Verðandi ellimóð mjög. Það
þýddi bara eitt, að yngri og hraust-
ari menn myndu vinna kappróð-
urinn millum félaganna. Sem urðu
að sönnu áhrínsorð. Að þekkja sinn
vitjunartíma er góður og gegn
siður.
Neðanmáls í kæru Verðandi er því
haldið fram að undirritaður hafi
brugðist hinn versti við þegar hann
var beðinn að lesa kæruna á
Stakkó. Hið rétta er að hr. Sigurjón
Ingvarsson, einn úr áhöfn Verðandi,
rétti mér kæruna og bað mig upp
lesa í heyranda hljóði. Tók hann
fram að kæran væri yfirfarin af lög-
manni félagsins, Jóhanni Péturssyni
hdl. Ég tók við kærunni og fór yfir
hana. Brá mér niður í króna hans
Óskars á Háeyri og reddaði kaðli
fyrir reiptogið enda ekki smeykur
við þá keppni. En að vel athuguðu
máli bað ég Verðandimenn, í vitna
viðurvist, að lesa upp kæruna
sjálfir, enda þeir sem kæra, ekki
Jötunn. Þeir heyktust á því. Hvers
vegna veit ég eigi, ætli þeir hafí séð
eftir því að bjóða ungum og hraust-
um mönnum í reiptog, hver veit?
Varðandi hryggspennukeppni um
þjóðhátíðina við formann Verðandi,
verð ég að hryggja formanninn með
því að ég verð ei staddur á Eyjunni
grænu í þann tíð. Svo er álitamál
hvort tveir gamlir skápar eins og
við Bergur Kristinsson, sem erum
komnir af léttasta skeiði, ættum
nokkuð að taka áhættuna af því að
hrasa og slasa okkur. En til gamans
gætum við skipað fulltrúa fyrir
okkar félög í eina bröndótta.
Auðvitað í sameiningu og sam-
starfi milli félaganna.
Ps. Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi.
Pps. Sigurjón Ingvarsson: Enginn
er annars bróðir í leik.
Með félagskveðju, Valmundur
Valmundsson, formaður Jötuns.
Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja fer fram í Höllinni á laugardag:
Lady Gaga mun svífa yfir vötnunum
GLÆSILEGAR Stúlkurnar þrettán sem taka þátt í keppninni. Þeim standa til boða glæsileg verðlaun.
Mynd Konný.
Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja
fer fram í Höllinni á laugardag.
Þrettán stúlkur á aldrinum 18 og 19
ára taka þátt í keppninni sem fer nú
fram í 24. sinn.
Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sumarstúlkukeppn-
innar, sagði að stelpurnar kæmu
fjórum sinnum fram um kvöldið.
„Þær koma fram í opnunaratriði sem
Ama Hrönn Baldursdóttir aðstoðaði
mig við að setja saman. Þar ætlum
við að taka Lady Gaga til fyrir-
myndar en búninga saumaði Thelma
Sigurðardóttir. Svo koma þær fram
í tískusýningu frá Axel Ó. og
Flamingo og í lokaatriði er hver og
ein kynnt sérstaklega," sagði Hjör-
dís en fimm manna dómnefnd velur
sumarstúlkuna, sportstúlkuna, Ijós-
myndafyrirsætuna, bjartasta brosið
og sjálfar velja stelpumar velja vin-
sælustu stúlkuna.
Dómnefnd skipa þau Súsanna
Georgsdóttir, danskennari og for-
maður dómnefndar, Anna Svala
Amadóttir, framkvæmdastjóri Ung-
frú Suðurlands, Tanja Björg Sigur-
jónsdóttir, Sumarstúlka Vestmanna-
eyja 2006, Sigríður Lára Andrés-
dóttir, förðunarfræðingur og Sigur-
jón Brink, tónlistarmaður.
Hjördís Elsa segir ýmis skemmti-
atriði verða í boði og þeir sem koma
fram em; Sigurjón Brink og Vignir
Snær, Eyþór Ingi, Höddi og Böddi,
og félagamir í I svörtum fötum.
„Kynnir er Bessi hressi og Einsi
kaldi sér um matinn og svo er loka-
ball sumarsins í Höllinni eftir mið-
nætti með hljómsveitinni I svörtum
fötum."
Stelpurnar hafa æft vel undanfam-
ar vikur og hafa fengið að stunda
Hressó eins og þær vilja. „Ég vil
þakka öllum sem koma að keppn-
inni með einum eða öðmm hætti.
Stelpunum á Dizo, Laufeyju Konn-
ýju sem tók myndir af stelpunum,
Anniku og Siggu Láru sem farða
stelpumar með Gosh snyrtivörum
frá Miðbæ.
Ég vil líka þakka Ömu Hmnd og
Thelmu og þeim sem styrkja keppn-
ina kærlega fyrir," sagði Hjördís
Elsa.
Veglegar gjafir
Stúlkumar em leystar út með veg-
legum gjöfum. Allar stúlkumar fá
blóm frá Blómaskerinu. Sumar-
stúlkan fær blómvönd frá Blóma-
skerinu, þriggja rétta kvöldverð,
morgunverð og gistingu fyrir tvo frá
Hótel Selfossi, gjafabréf frá versl-
uninni Flamingo að andvirði
15.000, gjafabréf frá versluninni
Axel Ó að andvirði 15.000, Skinny
nærfatasett frá versluninni Eyjavík,
gjafapakka frá versluninni Miðbæ
að andvirði 35.000, OXXO skart-
grip frá versluninni Póley, ferða-
tösku frá Eymundsson, flug frá
Flugfélagi Islands til og frá
Reykjavík, gjafabréf í klippingu og
lit frá hársnyrtistofunni Dizo og
þriggja mánaða lfkamsræktarkort og
ljósakort frá Hressó.
Sportstúlkan fær blómvönd frá
Blómaskerinu, gjafabréf frá Axel Ó
að andvirði 15.000, þriggja mánaða
líkamsræktarkort og ljósakort frá
Hressó, Flug frá Flugfélagi Islands
til og frá Reykjavík, gjafapakka frá
versluninni Miðbæ að andvirði
30.000.
Ljósmyndafyrirsætan fær: Blóm-
vönd frá Blómaskerinu, flug frá
Flugfélagi íslands til og frá Reykja-
vík, gjafapakka frá Miðbæ að and-
virði 30.000, Sony myndavél frá
Geisla að verðmæti 30.000.
Bjartasta brosið fær: Blómvönd frá
Blómaskerinu, .-Flug frá Flugfélagi
íslands til og frá Reykjavík, gjafa-
pakka frá versluninni Miðbæ að
andvirði 30.000, gjafabréf frá versl-
uninni Flamingo að andvirði
10.000.
Vinsælasta stúlkan fær: Blómvönd
frá Blómaskerinu, flug frá Flug-
félagi íslands til og frá Reykjavík og
gjafapakka frá versluninni Miðbæ
að andvirði 30.000.
Þjóðhátíðin:
Mikið
bókað
Á Ðalurinn.is er sagt að mikið sé
bókað í bæði Heijólf og með
flugi fyrir þjóðhátíð.
Föstudaginn 30. júlí eru settar
upp sjö vélar hjá Flugfélagi
íslands þar af var uppselt í þrjár.
Á laugardag og sunnudag eru
tvær vélar settar á og laust í
báðar.
Mánudaginn 2. ágúst er mjög
mikið bókað. Áætlaðar eru þrett-
án vélar og þar af er uppselt í níu
vélar.
„Það stefnir því í enn eina
stórhátíðina því yfirleitt hefur
flöskuhálsinn verið Herjólfur
sem verður farinn að sigla frá
Landeyjahöfn um miðjan júlí
með mun fleiri ferðir," segir á
Dalurinn.is.
s
I svörtum
fötum,
Tríkot og
Dans á
rósum
Búið er að semja við hljómsveit-
ina I svörtum fötum um að koma
á þjóðhátíð.
„Hljómsveitin hefur um langt
skeið verið meðal fremstu banda
landsins og gjörþekkja þeir félag-
ar hvernig er að troða upp á
þjóðhátíð. Þeir munu spila að-
faranótt laugardags og sunnu-
dags. Jónsi söngvari sagði í sam-
tali við Dalurinn.is að gríðarleg
eftirvænting væri í bandinu fyrir
þjóðhátíð í ár.
Þá kynnum við næstu bönd sem
verða á þjóðhátíðinni 2010. Það
eru eyjaböndin Dans á rósum og
Tríkot. Þessi bönd koma til með
að halda stuðinu uppi á Tjarnar-
sviðinu líkt og undanfarin ár.
Einnig sér Dans á rósum um
söngvakeppni barna.
Skráning í söngvakeppnina hefst
í júlí og verður það auglýst nánar
er nær dregur. Það má því búast
við miklu stuði á litla pallinum í
ár eins og svo oft áður.
Verið er að leggja lokahönd á
dagskrána og kemur hún í heild
sinni inn á dalurinn.is áður en
júnímánuður er allur," segir á
Dalurinn.is.