Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Page 19
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2010
19
■ Pæjumót ÍBVog TM: Martin Eyjólfsson
Allt fyrsta flokks í Eyjum
MARTIN ásamt dóttur sinni Sylvíu.
Martin Eyjólfsson þekkja líklega
ílestir Eyjamenn sem komnir eru
til vits og ára. „Bjargvætturinn“
er í guöatölu hjá stuðningsmönn-
um IBV eftir að hafa skorað mik-
ilvæg mörk tvö ár í röð sem komu
í veg fyrir að IBV félii niður úr
efstu deild. Martin hefur síðustu
ár verið búsettur á höfuðborg-
arsvæðinu en var staddur á Pæju-
mótinu um helgina með dóttur
sinni, Sylvíu Martinsdóttur, sem
keppti með Fram.
„Það var bara gaman að kynnast
þessu sem aðstandandi keppanda,"
sagði Martin í samtali við blaða-
mann. „Ég hef alltaf verið hinum
megin við borðið, bæði sem skrásetj-
ari hjá Lalla Kobba og svo sem
dómari. En ég sé að þetta gengur
sem fyrr eins og vel smurð vél enda
valinn maður í hverju rúmi. Mér
fannst sérstaklega gaman að fylgjast
með viðbrögðum mótsgesta í
kringum mig. Það voru allir mjög
jákvæðir í garð mótsins enda móts-
haldið í föstum skorðum og
Framaramir töluðu mikið um það
hversu skipulagið væri gott og
hversu vel væri staðið að mótinu í
heild sinni. Fram gisti í Kiwanis-
húsinu og þau vom mjög ánægð þar
en ég var reyndar sjálfur á æsku-
slóðum á Brimhólabrautinni."
Hvernig gekk xvo Fram á mótinu?
„Frömumm gekk upp og niður, aðal-
lega niður. En stelpumar vom glaðar
og lögðu sig allar fram í leikjunum
og það er aðalatriðið. Það er verið
að byggja upp kvennaknattspymu
hjá Fram, menn hafa tekið þau mál
fastari tökum og nú er t.d. teflt fram
meistaraflokki í fyrsta skipti í mörg
ár. Mér sýnist vera nokkuð bjart
framundan hjá Fram.“
Er þetta fyrsta mótið sem þú ferð á
sem foreldri?
„Nei við fórum á Siglufjörð í fyrra
og vorum líka á Símamótinu í
Kópavogi. Símamótið er allt annars
eðlis enda koma langflestir keppend-
urnir af höfuðborgarsvæðinu, mæta
um morguninn og fara svo heim um
kvöldið. En hér og á Siglufirði gista
allir og þar var mjög vel staðið að
mótshaldinu eins og hér. Eyjamenn
voru auðvitað frumkvöðlar í svona
mótshaldi en sem betur fer hafa fleiri
fylgt í kjölfarið og sýnt að þetta er
hægt annars staðar. En það jafnast
auðvitað ekkert á við að vera í
Eyjum, sérstaklega eftir að nýja
sundlaugarsvæðið var tekið í notkun.
Mikil ánægja með það hjá Fram-
stelpunum og svo var maturinn hjá
Einsa kalda og hans fólki fram-
úrskarandi. Aðstaðan uppi íHöll var
meira í líkingu við fínt veitingahús
en ekki eins og mötuneyti eins og oft
vill verða í svona mótum. En það er
bara eins og með mótið allt saman,
þetta er allt fyrsta flokks," sagði
Martin að lokum.
|Pæjumót ÍBV og TM: Guðmundur Hreiðarsson
Á réttri
Guðmundur Hreiðarsson, fyrrum
markvörður og núverandi mark-
varðaþjálfari kvennalandsliðs
Islands í knattspyrnu, var að
fylgjast með mótinu þegar blaða-
maður Frétta rakst á hann.
Dóttir Guðmundar, Bríet, var að
taka þátt í Pæjumótinu í fyrsta
skipti og Guðmundur þar af
leiðandi líka. Hann sagði í samtali
við Fréttir að hann hefði haft
gaman af því að fylgjast með móts-
haldinu.
„Ég kom hingað á föstudagsmorgni
og er að fylgjast með dóttur minni í
Breiðabliki. Ég hefði komið fyrr ef
ég hefði ekki verið að sinna öðrum
skylduverkum með KR í Laugar-
dalnum á fimmtudagskvöldið. Það
var reyndar mjög ljúft skylduverk
sem hélt mér frá Eyjum en það hefði
engu að síður verið gaman að koma
leið með mót sem þetta
Guðmundur og dóttir hans, Bríet
skemmtu sér bæði vel á
Pæjumótinu.
og fylgjast með frá upphafi. Mér
fínnst rosalega vel að mótinu staðið
og gaman að fylgjast með
stelpunum, þessari ástríðu hjá þeim
að spila fótbolta. Hér er gleðin
númer eitt, tvö og þrjú en alvaran
alltaf í bakhöndinni. Én þetta er vel
skipulagt mót, vel að öllu staðið og
stelpumar hjá Breiðabliki em mjög
ánægðar með móttökur, skipulag,
leikina, dómgæslu og ekki yfir
neinu að kvarta.“
Mikilt/ægt fyrir fótboltann
Guðmundur segir mót eins og
Pæjumótið afar mikilvægt fyrir
kvennaknattspyrnuna í landinu. „Ég
hef nú unnið með kvennalandsliðinu
líka og tek dóttur mína sem dæmi
hvað svona mót skipta miklu máli.
Fyrir einu ári síðan hafði hún engan
áhuga á fótbolta og alveg sama hvað
var reynt, áhuginn var enginn. Svo
fór ég með hana á fmmsýningu á
myndinni Stelpumar okkar. Þar sá
hún stelpur spila fótbolta,
stemmningu hjá þeim og sá þær
stefna að einhverju. Eftir myndina
spurði hún mig hvort ég væri til í að
koma í fótbolta. Ég vil meina að
Vestmannaeyingar eigi mikinn þátt í
því að halda uppi áhuga barna á fót-
bolta með því að halda þessi glæsi-
legu mót, bæði fyrir stelpur og
stráka. Stelpurnar eru lfka að sýna
það getulega, tæknilega og áhuga-
lega séð að þær era ekkert síðri en
strákamir. Svo sér maður að þótt
gleðin sé númer eitt, þá er kappið
vissulega til staðar og það er
augnabliks svekkelsi ef hlutirnir
ganga ekki upp en það er bara
jákvætt. Þannig að ég segi að
framtíðin í íslenskri knattspyrnu er
björt ef fleiri mót í þessum
gæðaflokki eru haldin. Þá erum við
á réttri leið.“
[Pepsídeild karla: ÍBV - Fylkir 1:0
I fyrsta sinn á toppinn síðan 2004
- Staða ÍBV mjög góð þegar þriðjungur mótsins og helmingur útileikja er að baki
Þótt leikmenn berjist á vellinum er stutt í grínið. Eyþór Helgi
Birgisson, leikmaður IBV og Þórir Hannesson, leikmaður Fylkis
sjá eitthvað spaugilegt í leik liðanna á sunnudaginn.
Staðan ÍBV er óneitanlega góð í
upphafi Islandsmótsins en nú
þegar um þriðjungi mótsins er
íokið, er IBV í 1. - 4. sæti ásamt
Fram, Val og Keflavík en öll eru
liðin með 14 stig. Það sem ÍBV
hefur kannski fram yfir önnur lið,
er að Eyjamenn hafa spilað fimm
af sjö leikjum á útivelli en alls
leika liðin ellefu leiki á útivelli í
sumar. Nú síðast lagði ÍBV Fylki
að velli á Hásteinsvelli. Lokatölur
1:0 en það var Þórarinn Ingi
Valdimarsson sem skoraði sigur-
markið mikilvæga.
Leikur liðanna var lítið fyrir augað,
sérstaklega fyrri hálfleikur sem var
hreint út sagt lélegur. Fyrsta mark-
tilraunin kom ekki fyrr en á 20.
mínútu þegar Matt Garner skallaði
að marki Fylkis. Síðari hálfleikur
var mun fjörugri og fengu bæði lið
algjör dauðafæri strax í upphafi
hans. En vendipunktur leiksins var
á 59. mínútu þegar Fylkismenn
misstu einn mann af velli með rautt
spjald og eftir það vom Eyjamenn
mun sterkari. Þórarinn Ingi
Valdimarsson skoraði eina mark
leiksins á 69. mínútu þegar hann
afgreiddi boltann glæsilega í
fjærhomið eftir að Fylkismönnum
mistókst að hreinsa. Fylkismenn
vom reyndar hársbreidd frá því að
jafna metin á 90. mínútu þegar þeir
áttu hörkuskalla en rétt yfir. Upp frá
því komst Eyþór Helgi Birgisson í
algjört dauðafæri en í stað þess að
senda á Yngva Borgþórsson, sem
var með honum gegn markverði
Fylkis, ákvað Eyþór að skjóta og
það beint í markmanninn. Hins
vegar var flautað til leiksloka stuttu
síðar.
Næst leika Eyjamenn gegn KR á
útivelli en KR hafði betur gegn IBV
á Hásteinsvelli í bikarkeppninni fyrr
í sumar. Það verður því væntanlega
hörkuviðureign enda er KR sofandi
risi og spuming hvaða lið verði svo
óheppið að vekja risann. KR-ingar
líta væntanlega á leikinn gegn ÍBV
sem upplagt tækifæri til að rétta sinn
hlut í Islandsmótinu en gengi IBV á
útivelli í sumar hefur verið afar gott.
Stuðningsmenn IBV ættu því ekki
að sleppa því að mæta í Frosta-
skjólið á sunnudaginn.
■ Pepsídeild karla
Fram 7 4 2 1 14:9 14
Valur 7 4 2 1 14:10 14
ÍBV 7 4 2 1 11:7 14
Keflavík 7 4 2 1 7:7 14
Breiðablik 7 3 2 2 13:9 11
FH 7 3 2 2 12:12 11
Stjaman 7 2 3 2 16:11 9
Fylkir 7 2 2 3 13:14 8
Selfoss 7 2 1 4 11:12 7
KR 7 1 3 3 11:13 6
Haukar 7 0 3 4 7:16 3
Grindavík 7 1 0 6 6:15 3
íþróttir
James Hurst
áfram hjá ÍBV
Enski bakvörðurinn sterki, James
Hurst, mun leika eitthvað áfram
með ÍBV í sumar. Samkvæmt
fyrsta samningi milli ÍBV og
Portsmouth, var Hurst lánaður til
Eyjamanna í mánuð og átti hann
að snúa aftur heim eftir leikinn
gegn Fylki. IBV óskaði hins
vegar eftir því að hafa leikmann-
inn áfram enda hefur hann verið
einn sterkasti leikmaður deild-
arinnar. Porstmouth hefur
samþykkt nýjan samning en leik-
maðurinn er lánaður í mánuð í
senn. Enska 1. deildarfélagið
getur þó kallað í hann hvenær sem
er á samningstímanum.
Stórsigur 2.
flokks kvenna í
Garðabæ
Annar flokkur kvenna lagði
Stjörnuna að velli í Garðabænum
0:5 en staðan í hálfleik var 0:2.
Þriðji flokkur karla tapaði hins
vegar fyrir ÍR á útivelli 5:0 á laug-
ardaginn. Fjórði flokkur karla tók
á móti Víkingum á fimmtudaginn.
A-liðið gerði 1:1 jafntefli, B-liðið
tapaði 3:4 en C-liðið vann 5:3.
Fimmti flokkur karla lék á móti
Val á útivelli síðasta föstudag. A-
liðið tapaði 5:2, B-liðið vann stór-
sigur 1:11, C-liðið vann 4:6 og D-
liðið vann 0:4. Daginn eftir léku
strákamir svo gegn Haukum. A-
liðið tapaði 5:2, B-liðið 5:0, C-
liðið 13:0, D1 tapaði 8:1 og D2
tapaði 6:1.
Margrét Lára
skoraði
Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði
Kristianstad eitt stig í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspymu um
helgina þegar hún skoraði úr
vítaspyrnu á síðustu andartökum
leiksins við Sunnaná. Heimaliðið
komst yfir í leiknum en leikmenn
Kristianstad gáfust ekki upp og
fengu víti þegar ein mínúta var
komin fram yfir venjulegan leik-
tíma og úr spyrnunni skoraði
Margrét Lára, 1:1.
Framundan
Fimmtudagur 17. júní
Kl. 12.00 Fjarðab./Leiknir-ÍBV
1. deild kvenna.
Föstudagur 18. júní
Kl. 17.00 ÍBV-Selfoss
4. flokkur kvenna.
Kl. 18.00 ÍBV-Haukar
3. flokkur karla, AB.
Laugardagur 19. júní
Kl. 14.00 KFS-Vængir Júpíters
3. deild karla.
Kl. 14.00 Víkingur-ÍBV/KFS
2. flokkur karla.
Kl. 16.00 Þór/KA/Völsungur-ÍBV
2. flokkur kvenna.
Sunnudagur 20. júní
Kl. 19.15 KR-ÍBV
Pepsídeild karla.
Kl. 14.00 ÍBV-Þór/KA/Völsungur
2. flokkur kvenna.
Mánudagur 21. júní
Kl. 19.00 ÍBV-ÍR
1. deild kvenna.
Þriðjudagur 22. júní
KI. 19.00 ÍBV/KFS-Gr.vík/N.vík.
2. flokkur karla.
Miðvikudagur 23. júní
Kl. 17.00 ÍBV-Stjarnan
5. flokkur karla, ABCD.
Kl. 17.00 ÍBV-Haukar
5. flokkur kvenna C-lið.
Kl. 19.00 ÍBV-Fylkir
2. flokkur kvenna.