Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2010, Blaðsíða 20
(FRÉTTIRl piús t/IA ™ SSSm yMraí^H
Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fox 481-1293 rj‘JÍ)jJjjjJLlj‘ PJjjjJxJDJjéJikyjj siáSrJ-Tj '\évJ -JvgJáJ S'AiMliMálrjJ/i-iLk
Hafðu Lund inni í
myndinni í sumar..
LUNDUR er fjölskylduvænn sumarleyfisstaður í Öxarfirði,
skammt frá Ásbyrgi, fyrir hópa og einstaklinga. í boði er
m.a. fjölbreytt gisting, góður matur á góðu verði, tjald-
stæði, frítt í sundlaug og pott fyrir alla næturgesti.
I IMni | P FERÐAÞJÓNUSTA www.lundurtravel.com
L. UI r| U V/ l \ Nánari upplýsingar i simum 822 6632 (Sibba) eða 696 3667 (Eyvi)
PÆJUMÓT ÍBV OG TM var haldið um síðustu helgi en mótið hefur sjaldan verið jafn fjölmennt og í ár.
Eins og venja er, fór fram landsleikur mótsins þar sem Landsliðið lék gegn Pressuliðinu. Díana Helga
Guðjónsdóttir var fulltrúi ÍBV í I.andsliðinu. Sjá blaðsíður 18 og 19 í Fréttum í dag.
Hlakka til að skreppa í
sunnudagsbíltúr til Eyja
-segir Sigmar Jónsson sem reka mun farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn
Strandaglópur ehf. rekur afgreiðslu
Herjólfs í Landeyjahöfn en Sigmar
Jónsson er eigandi og framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Sigmar hefur í
nokkur ár starfað við Bakkaflugvöll
en færir sig nú um set og kemur til
með að hafa umsjón með afgreiðslu
skipsins, farþegaaðstöðu og svæð-
inu í kring.
„Þetta leggst ljómandi vel í mig. Ég
reikna með að vera með tvo til þrjá
starfsmenn með mér þegar komin er
reynsla á þetta. Ég verð var við
mikinn áhuga hér á svæðinu í kring
og sérstaklega er fólk ánægt með að
geta skroppið með fjölskylduna í
sunnudagsbíltúr til Eyja,“ sagði
Sigmar en taldi að tíminn yrði að
leiða í ljós hver framtíð Bakkaflug-
vallar verður með tilkomu Land-
eyjahafnar. „Það má reikna með að
SIGMAR er Eyjamönnum að
góðu kunnur eftir margra ára
starf á Bakkaflugvelli.
umsvifin verði minni en það getur
allt gerst.“
Sigmar sagði farþegaaðstöðuna við
höfnina vera ágæta en húsið mun
verða um 317 fermetrar eða 260 að
grunnfleti. Ekki hefur verið ákveðið
hvort veitingasala verður í farþega-
aðstöðunni eða sjálfsalar. „Ég
reikna með að það verði mikil traff-
ík og fari vaxandi. Það er spennandi
að takast á við þetta enda allt nýtt.
Ný aðstaða, höfn og siglingaleið.
Nú eiga menn möguleika á að ferð-
ast fram og til baka samdægurs og
það verður spennandi að fylgjast
með þróuninni. Ég veit ekki hvaða
áhrif það hefur á sölu á gistingu í
Eyjum en auðvitað vilja einhverjir
gista á staðnum. En þetta verður að
koma í ljós,“ sagði Sigmar.
UNNIÐ við að frysta makríl í ísfélaginu.
Makrílveiðar ganga þokkalega
Þór stækkar
við sig
Undanfarnar vikur hafa verið
miklar framkvæmdir í húsakynn-
um Vélaverkstæðisins Þórs við
Norðursund.
Búið er að lyfta þakinu á annarri
af tveimur álmum byggingarinnar
og stækka þannig vinnusalinn.
Garðar Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Þórs sagði í stuttu
samtali við Fréttir að með þessu
stækki salurinn í 200 fermetra.
„Auk þess að lyfta þakinu, þá
steypum við gólfplötuna og
hækkum hana þannig að gólfflöt-
urinn er allur í sömu hæð. Með
þessu fáum við einn stóran sal en
þetta rými, sem við erum að
breyta, nýttist mjög illa áður. Það
eru 2Þ sem sjá um þessar breyt-
ingar hjá okkur en Þór Engla og
hans menn hafa unnið þetta hratt
og örugglega. Svo er húsið púss-
að að utan og málað en ætli þetta
verði ekki tilbúið í haust," sagði
Garðar.
Nokkur gangur er kpminn í makrfl-
og sfldveiðar. Hjá Isfélaginu hefur
Júpíter landað þrisvar, samtals um
600 tonn af makríl sem unnin eru til
manneldis. „Þá eigum við von á
Þorsteini með 160 tonn en þeir eru
að fá makríl sex til sjö tíma austur af
Eyjum," sagði Páll Scheving, þegar
rætt var við hann í gær.
Hjá Vinnslustöðinni eru Kap VE og
Sighvatur Bjamason VE saman á
makrflveiðum á partrolli. Guðni
Ingvar Guðnason, útgerðarstjóri
Vinnslustöðvarinnar, sagði að skipin
hafi komið inn með 100 tonn af
makrfl í vikunni og hefðu farið aftur
út á þriðjudagskvöldið.
Huginn VE er á sfldar- og makrfl-
veiðum. Páll Guðmundsson, út-
gerðarstjóri, sagði að skipið kæmi
inn til löndunar á föstudaginn með
fullfermi. „Það era um 500 tonn af
frystu. Þar af eru þetta um það bil
400 tonn af sfld en rest makrfll.
Þessu verður landað á föstudaginn
og svo haldið aftur út og þannig
verður það vonandi næstu mánuði."
VIKUTILB0Ð
17.-23. |úní
0PNUNARTÍMI:
Món. - Föst.
kl. 7.30 - 19.00
Laugordago
kl.10.00 - 19.00
Sunnudaga
kl.11.00 -19.00