Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 1
Viðgerðir
og smurstöð
-Sími 481 3235
Réttingor
og sprautun
Bílaverkstæði - Flötum 20 * Simi 481 1535
38. árg. I 29. tbl. I Vestmannaeyjum 21. júlí 2011 I Verð kr. 350 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is
VEÐURBLIÐAN sem leikið hefur um Vestmannaeyjar undanfarna daga er kærkomin enda margir farnir að bíða eftir betri tíð eftir fremur
kalsamt vor og sumarbyrjun. Stelpurnar sem léku sér í Skansfjörunni á þriðjudag kunnu svo sannarlega að meta sól og sumaryl og léku sér í
sjónum enda sumarið loksins komið.
Átök harðna í eigendahópi VSV - Bræðurnir frá Rifí felldir úr stjórn:
Allt á suðupunkti
Harkaleg átök í eigendahópi
Vinnslustöðvarinnar, VSV birtust
ljóslega á aðalfundi félagsins á
dögunum, bæði í stjómarkjöri og af-
greiðslu mála. Þar áttust annars
vegar við heimamenn sem ráða um
tveimur þriðju hluta í félaginu og
hins vegar bræðumir frá Rifi, Guð-
mundur og Hjálmar Kristjánssynir.
Þeir fara með um þriðjungshlut í
félaginu, aðallega gegnum Stillu út-
gerð ehf., stærsta einstaka hlut-
hafann með tæplega 25,8% hlut.
Aðalfundinn sóttu fulltrúar hlut-
hafa sem ráða yfir 99,85% hlutafjár,
sem er einsdæmi í félaginu. Hlut-
hafar em alls 259 talsins.
Stilla útgerð ehf. Iagði fyrir aðal-
Meiríhluti vísaði
öllum tillögum
Stillu frá í at-
kvœðagreiðslu.
fundinn þrjár tillögur um rannsókn á
starfsemi VSV og tilheyrandi þátt-
um í bókhaldi og ársreikningum
félagsins. Þar kom meðal annars við
sögu fyrirkomulag afurðasölu, um-
boðslaun, flutningskostnaður, kaup
á félaginu About fish ehf., afleiðu-
samningar og vaxtaskipta- og gjald-
miðlasamningar.
Skemmst er frá að segja að meiri-
hluti eigenda vísaði öllum þessum
tillögum Stillu frá í atkvæðagreiðsl-
um. Segja má að þar hafí meiri-
hlutinn látið kné fylgja kviði því
skömmu áður gerðist það að hvorki
Hjálmar né Guðmundur náðu endur-
kjöri til aðal- og varastjórnar
félagsins. Hjálmar hafði setið í frá-
farandi fimm manna aðalstjóm VSV
ásamt Jögmanni Stillu, Magnúsi
Helga Ámasyni, en Guðmundur sat
í varastjóm. Þeir buðu fram óbreytta
skipan af sinni hálfu en einungis
Magnús Helgi náði kjöri til aðal-
stjómar.
Af hinum eigendavængnum náðu
kjöri til aðalstjórnar Einar Þór
Sverrisson hrl. sem er nýr stjómar-
maður, Guðmundur Öm Gunnars-
son, Leifur Ársæll Leifsson og
Sigurjón Óskarsson. Kristín Gísla-
dóttir var endurkjörin í varastjóm og
nýr varastjómarmaður er Eyjólfur
Guðjónsson á Gullbergi.
Því má skjóta hér inn að nokkru
eftir aðalfund barst krafa frá Stillu
um að boða til hluthafafundar þar
sem lagt er til að VSV höfði skaða-
bótamál gegn nokkram fyrrverandi
og núverandi stjómarmönnum og
framkvæmdastjóra VSV vegna
kaupa á hlutabréfum í Ufsabergi
útgerð ehf. Átökum er því engan
veginn lokið í VSV.
Góð af-
koma 2010
Vinnslustöðin gerir upp í evram
og hagnaðist um 4,4 milljónir
evra eða um jafnvirði ríflega 700
milljóna króna. Hagnaðurinn árið
2009 var hátt í 5,6 milljónir evra.
Vinnslustöðin er eitt öflugasta
sjávarútvegsfyrirtæki landsins og
stendur styrkum stoðum hvemig
sem á er litið. Samstæðan velti
jafnvirði um 13 milljarða króna
árið 2010 en til fróðleiks má nefna
að samsvarandi veltutala árið
2002 var 3,6 milljarðar króna.
Veltan hefur því meira en þrefald-
ast á átta árum.
Það segir líka sfna sögu um
umfang félagsins í samfélaginu í
Eyjum að útgefnir launaseðlar til
starfsfólks á sjó og landi vora alls
501 núna í júlí. Launagreiðslur í
júní 2011 námu alls liðlega 300
milljónum króna. I júní 2002 gaf
VSV gaf hins vegar út liðlega 200
launaseðla og greiddi starfsmönn-
um sínum alls 91 milljón króna í
þeim mánuði. Sjá meira á bls. 2.
Hamborgara-
fabrikkan
ekki í ár
Ekkert verður af því að Ham-
borgarafabrikkan verði með sölu-
bás á þjóðhátíðinni í ár.
Páll Scheving, formaður þjóðhá-
tíðamefndar, sagði að málið hefði
verið rætt en ekki hafí tekist að
landa samningi fyrir þjóðhátíð.
„Það hafa í raun og vera engir
samningar verið undirritaðir og
það verður ekkert af því í ár að
Hamborgarafabrikkan verði í
Herjólfsdal."
Páll segir hins vegar að báðir
hafí sýnt áhuga á að halda við-
ræðunum áfram. „Og kanna
möguleikann á að þeir verði á
næsta ári. En nú er stutt í þjóð-
hátíð og við eram bara að einbeita
okkur að hátíðinni í ár. Annað
hefur verið sett í salt. Það hafa
engir samningar um næsta ár
verið undirritaðir og alls óvíst
hvort af þessu verður. En við
sjáum þama ákveðin tækifæri í
markaðssetningu á þjóðhátíð, auk
þess að bjóða upp á fjölbreyttara
val á mat í Dalnum."