Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Side 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011
FARÞEGAR á leið um borð í Landeyjahöfn Milli þessara hafna flutti skipið í maí 2011 samtals 20.540 farþega og 5.440 bfla og bifhjól. Og í júní voru farþegarnir 43.777 og bflar og
bifhjól 9.631. Meðalfarþegafjöldi í ferð var 265 og meðal ökutækjafjöldinn 23.
Eitt ár frá því Herjólfur tók að sigla í Landeyjahöfn
Á ýmsu hefur gengið
Væntingar eru miklar
-Vissulega gera allir sér ljóst að hnökrar kunna að verða þegar veður taka að versna - Þá þarf að
leysa - Líkt og gert var með Þorlákshöfn á sínum tíma - Þá komu upp svipuð vandamál - Höfnin
engu að síður bylting í samgöngumálum Vestmannaeyja - Gæti reynt á þolinmæðina meðan menn
leita lausnanna - Og kannski sjáum við ekki lausnina fyrr en með nýju skipi sem hentar betur
Nú er rétt um eitt ár frá því siglingar
í Landeyjahöfn hófust. Herjólfur fór
í jómfrúarferð sína þangað þriðju-
daginn 20. júlí 2010. Áætlunar-
siglingar hófust svo miðvikudaginn
21. júlí og var fyrsta ferðin kl. 7.30
að morgni þess dags. Það var bros á
hverju andliti í þessari fyrstu ferð,
hér var að verða stærsta samgöngu-
bót Vestmannaeyinga a.m.k. frá því
að fyrsti Herjólfur kom til Eyja 12.
desember árið 1959.
Tíu þúsund á þjóðhátíð
Fyrstu fimm dagana sem siglt var í
Landeyjahöfn flutti Herjólfur 8110
farþega. Og þjóðhátíðin var sú
stærsta frá upphafi og þar kom
Herjólfur mjög við sögu en hann
flutti um 10 þúsund þjóðhátíðargesti
til Eyja og annað eins síðan á brott.
Og frá 21. júlí til 1. september
2010 flutti Herjólfur nærri 75 þús-
und farþega.
Flutningar Herjólfs milli Eyja og
Landeyjahafnar hafa farið fram úr
bjartsýnustu spám. Milli þessara
hafna flutti skipið í maí 2011 sam-
tals 20.540 farþega og 5.440 bfla og
bifhjól. Og í júní voru farþegarnir
43.777 og bflar og bifhjól 9.631.
Meðalfarþegaljöldi í ferð var 265 og
meðal ökutækjafjöldinn 23. - Þessi
samgöngumáti hefur svo sannarlega
sannað sig. Það er orðin bylting á
samgöngun við Vestmannaeyjar.
Það eru miklar væntingar bundar
við þessa siglingaleið, en vissulega
gera allir sér ljóst að hnökrar kunna
að verða þegar veður taka að
versna. Það eru þá væntanlega
hnökrar sem vinna þarf í að leysa,
líkt og gert var með Þorlákshöfn á
sínum tíma.
Vandamál sem þarf að
leysa
Strax í september 2010 byrjuðu
dýpisvandamál við Landeyjahöfn
og Herjólfur gat ekki siglt þangað.
Dýpkunarskipið Perlan bilaði 20.
september og 28. september byrjaði
Herjólfur að sigla til Þorlákshafnar á
ný eftir að hafa tekið niðri við inn-
siglinguna í Landeyjahöfn. Síðan
gekk á ýmsu, ölduhæð of mikil fyrir
Perlu svo hún gæti dýpkað, dýpk-
unarrör brotnaði og festist í botni
hjá Perlu, en alltaf var sagt að Land-
eyjahöfn væri alveg að opnast. Það
var svo ekki fyrr en 23. nóvember
að Herjólfur hóf aftur siglingar í
Landeyjahöfn eftir að tekist hafði að
dýpka nægjanlega.
Þann 12. janúar 2011 var sigl-
ingum í Landeyjahöfn hætt vegna
dýpisvandamála og ölduhæðar.
Dýpkunarskipinu Skandia, sem
fengið hafði verið til að dýpka höfn-
ina í stað Perlu, seinkaði og þar að
auki var veður óhagstætt og öldu-
hæð of mikil og höfnin því lokuð
allt til 4. maí, þegar siglingar hófust
þangað að nýju. Fram til 15. maí
var siglt í Landeyjahöfn eftir sjávar-
föllum og eftir það hefur verið siglt
samkvæmt sumaráætlun skipsins,
fjórar og síðan fimm ferðir á dag.
Landeyjahöfn hefur verið opin frá
4. maí og siglingar þangað gengið
vel með örfáum undantekningum,
en aðeins fjórar ferðir hafa fallið
niður á þessum tíma, ýmist vegna
veðurs eða bilana.
Siglingastofnun segir að gosið í
Eyjafjallajökli hafí aukið mjög á
sand- og öskuburð að Landeyjahöfn
og megi rekja dýpisvandamálin að
miklu leyti til þess. Þá hafi ölduhæð
og veður verið óvenjuslæm í vetur
með tilliti til siglinga þangað. Þegar
höfnin var hönnuð var líka gert ráð
fyrir minna og grunnristara skip.
Núverandi Herjólfur sé því hluti
vandans.
Ekki nýtt vandamál
En vandamál við siglingar milli
lands og Eyja er ekki nýtt vandamál.
Þannig hefur það alltaf verið og
verður um ókomna framtíð, við nátt-
úruöflin verður erfitt að ráða. Og
eflaust muna margir að á fyrstu
árum Þorlákshafnar þurftu bátar í
verstu veðrum að sigla út úr höfn-
inni vegna ókyrrðar við bryggju.
Þegar Herjólfur nr. II kom til Eyja
4. júlí 1976 hófust daglegar sigl-
ingar milli Eyja og Þorlákshafnar og
fyrsta árið flutti skipið um 50
þúsund farþega. Og alls flutti skipið
742 þúsund farþega þau 16 ár sem
skipið þjónaði Vestmannaeyjum.
Þegar núverandi Herjólfur kom til
Eyja 8. júní árið 1992 var brotið
blað í samgöngumálum Eyjanna.
Stórt og fullkomið skip með 2
aðalvélar og veltiugga og gang-
hraðinn í heimsiglingunni var 17,3
mflur, sem stytti siglingatímann til
Þorlákshafnar um 45 mínútur.
í hátíðarræðu við komu skipsins
var sagt að nú væri loksins „þjóð-
vegurinn milli lands og Eyja lagður
bundnu slitlagi". Skipið hóf sigl-
ingar sínar með hringsiglingu kring-
um landið til að markaðssetja það
og kynna fyrir landsmönnum og var
fyrsti viðkomustaðurinn Þorláks-
höfn.
í viðtali við Fréttir sagði Jón
Eyjólfsson, skipstjóri Herjólfs,
aðspurður hvemig honum litist á að
sigla svona stóm skipi inn í Þor-
lákshöfn: „Þá fer nú taugin að togna,
karl minn. Annars er nú best að máta
skipið þar áður en meira verður sagt.
En það þarf auðvitað að gera Þor-
lákshöfn betri, það er ekki nóg að
byggja bryggjur á þurru landi, ef
innsiglingin er vart fær. Við verðum
bara að vinna sameiginlega að þessu
mikla hagsmunamáli, að laga inn-
siglinguna. í Þorlákshöfn."
Þetta sagði Jón skipstjóri árið
1992. Það er eins og lík ummæli
hafi líka sést þegar rætt er um Land-
eyjahöfn. - Þorlákshöfn hefur síðan
þá tekið miklum breytingum til hins
betra og þangað hefur Herjólfur
siglt nánast í öllum veðmm eftir að
endurbætur voru gerðar á höfninni.
Það skyldi þó ekki vera að þannig
verði einnig um Landeyjahöfn eftir
einhver ár, þegar reynslan af henni
hefur kennt mönnum hvað þurfi til.
Þá sagði Jón Eyjólfsson í sjón-
varpsviðtali haustið 1992, eftir að
erfiða siglingu frá Þorlákshöfn, að
Herjólfur væri allt að því stórhættu-
legt skip.
Stjómarformaður Herjólfs, Grimur
Gíslason, var harðorður í viðtali í
Fréttum skömmu síðar, þar sem
hann sagði þessi ummæli Jóns skip-
stjóra vanhugsuð og hann hefði
slátrað þeirri markaðssetningu sem
stjóm Herjólfs fór í eftir komu
núverandi Herjólfs. Er líklegt að
með þessum ummælum hafi Jón
Eyjólfsson, lagt gmnninn að brott-
rekstri sínum af Herjólfi í ágúst
1994 eftir 18 ára starf. Uppgefm
ástæða var trúnaðarbrestur.
Skásigla þarf Herjólfi í
slæmum veðrum
En á ýmsu gekk í upphafi siglinga
núverandi Heijólfs til Þorlákshafnar.
í Fréttum er sagt frá því í júlí 1992,
að innsiglingin í Þorlákshöfn sé
alltaf að þrengjast. Bakkinn færist
nær hafnarmynninu með hverju
árinu og þetta muni halda áfram að
versna, meðan ekkert er að gert. Þá
sé dýpi í innsiglingunni fulllítið. Því
sé líklegt að meiri frátafir verði með
tilkomu svona stórs skips sem
Herjólfur sé.
Jón Eyjólfsson sagði í viðtali við
Fréttir 20. ágúst 1992: „Við emm
svo sannarlega ekki að tala um
manndrápsfleytu. Herjólfur er að
mörgu leyti gott skip og mjög
tæknivætt. Öll siglinga- og stjóm-
tæki em mjög fullkomin og skipið
lætur vel að stjóm. En vandamálið
er þegar siglt er á móti“.
Og aðspurður um hvort Herjólfur
henti ekki á þessari siglingaleið
segir Jón að hann vilji ekki viður-
kenna það, en það leynist í honum
uggur í sunnan og suðvestan áttum.
Og það hafi verið reiðarslag að
upplifa að í fjögurra metra ölduhæð
og tíu vindstigum á móti fyrir
nokkmm dögum, hafi þeir aðeins
getað siglt á fimm sjómflna ferð.
Bárður Hafsteinsson hjá Skipa-
tækni, sem hannaði Herjólf, sagði
eftir þessi ummæli Jóns, að ekki sé
rétt siglingaleið valin milli lands og
Eyja. Skásigla þurfi Herjólfi í slæm-
um veðmm. Jón brást við og sagði í
Fréttum: „í dag hljóta menn að gera
þær kröfur til nýrra skipa að hægt sé
að leggja þau í flestan sjó.
Skipasmíði er ekki ný, menn hafa
smíðað skip síðan löngu fyrir
Kristsburð. Svo er spurningin
hvemig á að kmssa í suðvestanátt."
Og bætti við: „Auðvitað er það rétt
að alltaf má læra betur, en spum-
ingin er hver ætti að læra betur.“
Þannig er sagan alltaf að endurtaka
sig. Siglingar í slæmum veðmm em
og verða alltaf viðsjárverðar, hvert
sem siglt er. Mannvirki eins og
Landeyjahöfn þarf áreiðanlega ein-
hver ár til að þróast og menn þurfa
að læra á hana. Ekki er svo víst að
tilraunir í líkani þótt gott sé, né
vísindalegir útreikningar sjái fyrir
öll vandamálin sem upp koma,
heldur þarf hin mannlega reynsla að
koma tdl.
Landeyjahöfn er engu að síður
bylting í samgöngumálum Vest-
mannaeyja en það gæti reynt á
þolinmæðina meðan menn leita
lausnanna. Og kannski sjáum við
ekki lausnina fyrr en nýtt skip sem
hentar betur þessari höfn verður að
vemleika.
Samantekt Gísli Valtýsson.