Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Qupperneq 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 KARI á heimaslóðum -Draumurinn var auðvitað að komast út í atvinnumennskuna og besti sýningarglugginn er Meistaradeildin. Reyndar fengu Haukar hörmulegan drátt fyrsta árið, við fórum til Italíu, Danmerkur og Slóveníu. En ég var þarna í fjögur ár hjá Haukum. Dvölin í Sviss var eins og að éta pappír -Handboltakappinn Kári Kristján Kristjánsson spilar nú í bestu deild í heimi, þeirri þýsku og var með íslenska landsliðinu á HM Kári Kristján Kristjánsson er líklega sá handboltamaður frá Vestmannaeyjum sem hefur náð hvað lengst í sinni íþrótt. Kári spilar nú í bestu deild í heimi, þýsku úrvalsdeildinni en hann á að baki einn vetur með þýska liðinu Wetzlar. Kári fór jafnframt með ís- lenska landsliðinu á HM í Svíþjóð og því er óhætt að segja að síðasti vetur hafi verið ævintýralegur. Kári settist niður með Júlíusi Ingasyni þar sem þeir fóru yfir ferilinn. Kári hafði leikið upp alla yngri flokkana með ÍBV og var orðinn fastur maður í meistaraflokksliðinu þegar hann ákvað að söðla um fyrir tímabilið 2006 og fara yfir í Hauka. „Haukar voru einfaldlega besta liðið á íslandi. Það sem kannski reið baggamuninn var að þeir tóku þátt í Meistaradeildinni," segir Kári. „Draumurinn var auðvitað að komast út í atvinnumennskuna og besti sýningarglugginn er Meist- aradeildin. Reyndar fengu Haukar hörmulegan drátt fyrsta árið, við fórum til Italíu, Danmerkur og Slóveníu. En ég var þama í fjögur ár hjá Haukum. Fyrsta árið töpuðum við Islands- meistaratitilinum á innbyrðis viður- eign, töpuðum úrslitaleik í bikam- um en unnum deildarmeistara- bikarinn. Þannig að við vorum svona silfurliðið það árið. Við skitum á okkur árið eftir en þá tók Aron Kristjánsson við liðinu og Haukar unnu Islandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð eftir það.“ Fannst þér þú taka framforum í Haukum ? „Já, sérstaklega eftir að Aron tók við liðinu. Seinna árið sem ég lék undir hans stjóm var sérstaklega gott hjá mér. Ég spilaði vel, m.a. í Meistaradeildinni gegn Flensburg þar sem ég skoraði 8 mörk úr 8 skotum.“ Evrópuleikur gegn Flensburg breytti öllu Hugurinn leitaði hins vegar alltaf út fyrir landsteinanna en Kári segir að hann haft alltaf verið að bíða eftir rétta tækifærinu. „Leynt og ljóst var draumurinn alltaf að verða atvinnumaður og það komst aldrei annað að. Ég kláraði stúdents- próftð og fór svo m.a. f stjóm- málafræði. Það var algjör afleikur. Þar sá ég að ég átti enga leið með fólki sem býr í 101. Eftir það fór ég að vinna í eitt ár en dreif mig svo í Háskóla Reykjavíkur í íþróttafræði, sem ég hefði auðvitað átt að drullast í strax. Ég kláraði eitt ár í því en námið er tvö ár. Stefnan er að klára íþróttafræðina en því miður get ég ekki tekið hana í fjamámi. Hún er svo djöfulli hörð á því, kerlingin sem ræður. Hún má lesa þetta, ég meina það,“ sagði Kári glottandi. Kári segir að eftir leikinn gegn Flensburg í Meistaradeildinni hafi síminn verið rauðglóandi. „Ég fékk óteljandi símtöl frá umboðs- mönnum sem sögðust geta komið mér að hjá atvinnumannaliðum víðs vegar um heiminn. Svo kom sá tímapunktur þar sem ég þurfti að velja einn og ég sé svo sem ekkert eftir því hvem ég valdi. Hann heitir Sören Gerster, er þýskur og hefur reynst mér ákaflega vel en hann er með fleiri íslendinga á sinni könnu. Ég var reyndar svolítið spældur út í hann fyrir að henda mér til Zúrich en samningurinn var góður." Ekki góð reynsla af Sviss Eins og Kári kemur inn á þá fór hann frá Haukum til liðsins Am- icita Zúdch í Sviss. „Dvölin þar var ömurleg,“ segir Kári og hlær. „Þeir stóðu reyndar alltaf við

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.