Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 9
Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 9 að vera áfram hjá Wetzlar en þetta snýst auðvitað að stærstum hluta um peninga og hvernig samningur mér býðst. gerðan samning. En þegar ég kom út þá var bara allt í upplausn hjá félaginu. íþróttastjórinn og gjald- kerinn voru báðir famir og þeir réðu annan íþróttastjóra. Iþrótta- stjóri sér m.a. um leikmennina og aðstoðar þá við að koma sér fyrir. En ég kom út og var í fjórar eða fimm vikur á hótelherbergi, með eins árs gamalt bam og kerlinguna á bakinu. Eg ætlaði að fara með köttinn með mér og þú getur ímyndað þér hvemig það hefði gengið. Þetta var algjör steik og þessi snjóbolti rúll- aði bara. Eg fór þangað út í júlí en í október vildi ég komast burt. Við vomm að spila fyrir framan sárafáa áhorfendur. Sem dæmi þá voru á opnunarleiknum gegn ríkjandi meisturum rétt um 100 manns. Þetta var ekkert eðlilega súrt. Það er bara ekkert að frétta í hand- boltanum þama í Sviss. Eg spilaði til dæmis bikarúrslitaleik og það var betri stemmning á IBV- Víkingur í den. Pressan var engin, stuðningurinn nánast enginn og holningin á leikmönnum var ein- hvem veginn út úr kú. Eg upplifði þetta bara þannig að ég átti bara að mæta, taka peninginn og fara heim. Þarna vom tvö til þrjú lið sem gátu eitthvað en önnur vom bara léleg.“ Nú var Björgvin Páll Gústavsson þama á sama tíma. Var aðstaðan eins hjá honum? „Hann var hjá Kadetten Schaff- hausen sem er besta liðið í Sviss Þar voru kannski þrjú hundmð manns á leik en aðstaðan var lík- lega betri. Björgvin og félagar unnu allt sem var í boði, stóðu sig vel í Evrópukeppninni og sjálfsagt hefur andinn verið miklu betri í hans liði. En hjá mér var þetta eins og að éta pappír, þetta var svo þurrt.“ Hvemig var Sviss annars fyrir utan handboltann? „Landið er gífurlega fallegt og það fór ágætlega um okkur eftir að við fengum íbúðina. Við bjuggum í úthverfi Zúrich og vomm tíu mín- útur inn í miðbæinn. Svissarinn sem slíkur virkaði hins vegar á mig frekar þurr á manninn og lokaður." Kári kom í júlí til Sviss en strax í október vildi hann komast burt. „Eg sagði bara umboðsmanninum að byrja að leita og ég vonaðist til að fá mig lausan án þess að nýtt félag þyrfti að greiða fyrir mig. Eg gerði tveggja ára samning við Zúrich og að lokum þá reddaðist þetta allt saman. Wetzlar kom inn í myndina fljótlega eftir að umboðs- maðurinn fór að þreifa fyrir sér en hann var í viðræðum við þá, Magdeburg, Göppingen og fleiri félög höfðu spurst eitthvað fyrir um mig. Eg kláraði tímabilið í Sviss en það var svipað og fyrsta tímabil- ið mitt með Haukum, við urðum í öðru sæti í deildinni, töpuðum bikarúrslitaleiknum en unnum meistaraleikinn." Frábær vetur í Þýska- landi Nú ertu búinn að vera einn vetur í bestu handboltadeild í heimi. Hvemig var veturinn í Þýskalandi? „Frábær," segir Kári án þess að hugsa sig um. „Alveg frábær. Hörmungin var geigvænleg í Sviss en viðsnúningurinn varð alveg 180 gráður. Wetzlar er klúbbur þar sem menn vinna mjög fagmannlega að öllu. Þeir eru búnir að vera 14 ár samfleytt í þýsku úrvalsdeildinni án þess að vinna nokkuð. Félagið hefur alltaf verið um miðja deild og það er bara spuming hvenær félag- ið verður tilbúið til að eyða einni, tveimur eða þremur milljónum evra í að taka næsta skref enda snýst þetta allt um peninga.“ Liðið Wetzlar er staðsett í sam- nefndum bæ þar sem um 30 þúsund manns búa. „Ég bý í úthverfi, Nau- bom sem er fimm mínútur frá miðbænum. Wetzlar er um það bil 80 kílómetra norður af Frankfurt, sem er mjög gott þegar maður fær gesti í heimsókn. Þetta er líka mjög gott þegar við emm að ferðast í leiki í deildarkeppninni því bærinn er miðsvæðis. Ætli þetta séu ekki ljórir til fimm leikir sem KÁRI: -Ég gæti alveg hugsað mér við emm að keyra lengi í rútu en annars er þetta bara nokkuð þægi- legt.“ Hvernig gekk ykkur svo í vetur? „Okkur gekk bara nokkuð vel. Þetta gengur út á að halda sér uppi og tryggja sig sem fyrst. Við vorum búnir að tryggja okkur í deildinni þegar átta leikir voru eftir og vomm komnir á gott skrið. Við unnum m.a. Gummersbach, Göpp- ingen, Magdeburg og gerðum jafn- tefli við Löwen en þetta em allt stórlið í þýska boltanum. Við enduðum með 27 stig en hefðum getað endað með 28. Það kom upp hrikalegt atvik í síðasta heimaleikn- um hjá okkur þegar einn aðdáand- inn okkar fékk hjartaáfall og dó. Þetta gerðist rétt áður en fyrri hálf- leikur var búinn og hann var klár- aður en það fór ekkert á milli mála hvað var að gerast. Læknir liðsins fór strax af stað en maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum. Við fómm inn í búnings- klefa í hálfleik en svo var ekkert byrjað aftur og leikurinn endaði bara með jafntefli. Þetta var súrre- alískt móment. En við enduðum semsagt með 27 stig og allir mjög ánægðir með það. Þrjátíu stig eða meira fyrir þetta lið er frábært þannig að 27 stig var mjög ásættan- legt og mikilvægt að enda tímabilið þannig að allir séu sáttir.“ Hvað gerðir þú langan saming við Wetzlar? „Ég gerði tveggja ára samning og á því seinna árið eftir.“ Meiri tími fyrir fjöl- skylduna Eins og áður hefur verið komið inn á er Kári ekki einn á ferð í atvinnu- mennskunni. Með honum er eigin- konan, Kristjana Ingibergsdóttir, og eiga þau unga dóttur. Kári segir að það geti tekið á fyrir fjölskylduna að hann sé atvinnumaður í hand- bolta. „Þetta er auðvitað erfitt félags- lega, sérstaklega fyrir konuna og ég gæfi mikið fyrir að vera kannski með tvö pör af Islendingum í næsta nágrenni. Þetta er alltaf sama rútínan, ég fer á æfingu eða í leiki og hún sér um stelpuna okkar og heimilið á meðan. Stelpunni líður mjög vel, hún er á leikskóla og finnur sig mjög vel. Svo er kosturinn auðvitað við atvinnu- mennskuna að við höfum góðan tíma til að sinna Klöru. Það er stærsta gulrótin í þessu fyrir mig, að geta eytt góðum tíma með fjöl- skyldunni." Ertu búinn að ná góðum tökum á þýskunni? „Já, ég er orðinn svona 70% til 80% góður. Ég skil allt og get alveg tekið þátt í spjallinu en maður vill auðvitað verða betri. Maður vill ekki tala eins og sex ára krakki endalaust," sagði Kári og brosti. „Gamla þarf bara að drífa sig í tungumálaskóla og þá kemur það strax en Klara er auðvitað að alast upp í þýsku umhverfi og er á réttu róli með tungumálið. Maður passar sig bara að segja ekki eitt einasta þýskt orð við hana heima fyrir. Þar er bara íslenskt, já takk.“ Nú eru nokkrir íslenskir leikmenn í þýsku deildinni. Eru þið í ein- hverju sambandi ykkar á milli? „Ég hef verið í ágætis sambandi við Guðjón Val, sem býr stutt frá mér. Svo er Einar Ingi að spila með Nordhom, einn af mínum bestu vinum. Amór Þór Malquist spilar með Bittenfeld og við heim- sækjum hvor annan svolítið. Svo var Björgvin Páll Gústavsson búinn að kíkja við og svona. Maður er kannski ekki í daglegum heim- sóknum en hluti af atvinnu- mennskunni er að vera ekki nálægt vinum og fjölskyldu. Maður er ekki með VKB (Vini Ketils Bónda innsk. blaðamanns) inni hjá sér daglega. Þeir komu reyndar í ógleymanlega heimsókn á sínum tíma.“ Vil spila meira með landsliðinu jÆfii ég hafi ekki fengið tækifærið í Þýskalandsleiknum sem vom síðustu leikimir fyrir HM og þá festi ég mig í sessi. Ég hafði verið inn og út úr hópnum, fór m.a. í ógleymanlega ferð til Brasilíu en var búinn að vera í B-landsliðinu í einhver tvö til þijú ár. En tæki- færið kom í þessum leik gegn Þýskalandi hér heima. Ég stóð mig vel og var tekinn með á HM. Fór á HM og fékk ekki að spila neitt. Spilaði kannski í 40 mínútur af 540. Af 540,“ sagði Kári til að leggja áherslu á mál sitt en blaða- maður veit ekki hvort hann er að grínast eða hvort honum er alvara. Nema hvort tveggja sé. Og það er ekkert gnn að sitja fyrir framan tröll eins og Kára þegar hann verður alvarlegur í bragði. Þá hlustar maður. „Ég held að Ólympíuleikar séu eitthvað sem væri gaman að upp- lifa. Svona stórmót era bara eins og túrnering. í riðlakeppninni er yfirleitt ekki spilað fyrir framan mikið af fólki. T.d. voram við að spila í íshokkíhöll í riðlakeppninni í Svíþjóð sem tók níu þúsund manns í sæti en áhorfendur vora kannski í einu af hverju tuttugu sætum. Þegar svona mót er komið á 20. dag og þú ert kominn á þriðja hótelið þá er maður orðinn svolítið þreyttur. Og á þessu móti, HM í Svíþjóð, þá var ég í aukahlutverki og upplifði því mótið kannski öðru- vísi en þeir leikmenn sem era að spila mikið." Fannst þér þú eiga að spila meira en þú gerðir? „Ja, hvað get ég sagt. Guðmund- ur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er mjög íhaldssamur. Hann valdi mig ekki í liðið og miðað við mín tækifæri þá má gera ráð fyrir því að honum finnist ég ekki nógu góður og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Nema þá að sanna að hann hafi rangt fyrir sér.“ Sérðufram á að geta unnið þér sœti aftur í landsliðshópnum? „Já, ég á frekar von á því. Ég þarf bara að fara að dralla mér í að spila betur í vöminni og stefni á það í vetur. Ef ég næ því, fer að spila „coast to coast“ þá held ég að það yrði erfitt að ganga framhjá mér. Sóknarleikurinn er ekki vandamálið hjá mér því ég endaði þriðji markahæstur í liðinu með tæp 100 mörk sem er frábært á fyrsta ári í þýsku úrvalsdeildinni. Þannig að það er ekkert vandamál, ég þarf bara að geta staðið vömina líka.“ Fékk fyrir hjartað „Ég var kannski ekki við dauðans dyr en það hefði kannski orðið þannig ef ég hefði ekki gert neitt. Ég fékk semsagt sýkingu í kirtlana, sem lak svo út í blóðið og smitaði hjartað og lungun. Ég var alveg frískur en þetta er svona leyndur sjúkdómur sem getur orðið mjög alvarlegur. íþróttamenn hafa verið að detta niður dauðir úr þessu út „Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er mjög íhaldssamur. Hann valdi mig ekki í liðið og miðað við mín tækifæri þá má gera ráð fyrir því að honum finnist ég ekki nógu góður og í sjálfu sér ekkert við því að gera. Nema þá að sanna að hann hafi rangt fyrir sér.“ um allan heim. Ég veiktist á miðvikudegi en var svo orðinn þokkalega hress á föstudeginum. Var reyndar með smá sting í hjart- anu en var orðinn það hress að ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að spila eða ekki. Ég gerði það sem betur fer ekki því maður veit aldrei hvað hefði getað gerst þá. Á laug- ardagskvöldið fór verkurinn að aukast þannig að ég hringdi á vakt- ina heim því ég var líka farinn að finna fyrir doða í vinstri hendinni. Ég vissi hvað það þýddi, maður var að fá hjartaáfall. Ég þorði ekki einu sinni að fara að sofa því ég var viss um að þá myndi ég bara ekkert vakna aftur. Þannig að mér var sagt að skella mér á læknavaktina úti í Wetzlar, sem ég gerði og ég var bara lagður inn með það sama. Ég var settur á bráðadeild hjarta- sjúkdóma og þar var ég í fimm daga. Þetta var mjög yfirþyrmandi því mér fannst ég vera alveg hress fyrir utan þennan verk. Ég finn ennþá fyrir þessu í dag en þessir verkir eiga að hverfa á hálfu ári eða svo. Ég var mjög heppinn því ég komst inn á virtustu hjartadeild í Þýska- landi þar sem ég var skoðaður í bak og fyrir og þaðan var ég útskrifaður með heilbrigt hjarta." Peningar ráða ekki alfar- ið för Hvað með framhaldið? Gœtir þú hugsað þér að vera áfram hjá Wetzlar eftir nœsta vetur? „Ég gæti alveg hugsað mér að vera áfram hjá Wetzlar en þetta snýst auðvitað að stærstum hluta um peninga og hvernig samningur mér býðst." Ertu á góðum samningi núna? „Ég er mjög ánægður með þann samning sem ég er með núna, já. En ef maður spilar vel, þá vekur maður enn meiri athygli og þá aukast möguleikar á betri samningi. Umboðsmaðurinn er auðvitað alltaf að þreifa fyrir sér og við eram byrj- aðir að semja fyrir þar næsta tíma- bil. En þótt þetta sé vinna, þá ráða peningamir ekki öllu því ég myndi aldrei vilja fara til liðs þar sem ég sé ekki fram á að fá að spila, sama hversu góður samningurinn væri. Þá myndi ég frekar velja aðeins slakari kjör en spila reglulega. Ég get ekki neitað því að draum- urinn er að komast að hjá einhverju af toppliðunum í deildinni. Wetzlar hefur einmitt undanfarin ár komið mörgum leikmönnum að hjá topp- klúbbunum þannig að þetta er hugsanlega stökkpallur út í eitthvað meira. Ef ég stend mig vel næsta vetur, þá er aldrei að vita hvað gerist." 21:19 er hið nýja 14:2 Ekki er hœgt að sleppa því að minnast á einvígi þitt við Látra- prinsinn, Daða Guðjónsson, á körfuboltavellinum við Barna- skólann. Hvað gekk á þar? „Þetta var ógleymanlegt. 21:19er hið nýja 14:2 hjá okkur íslend- ingum. Við tókum leik í frítíma í fyrra, bara upp á grínið. Ég var kominn í 7:3 og hann spurði hvort hann mætti fá pásu því hann var kannski ekki alveg í sínu besta formi þá. Ég ætlaði auðvitað að hamra jámið meðan það væri heitt og sagði þvert nei. Én þá tók hann sig bara til og raðaði niður körf- unum yfir hausinn á mér og hann vann mig 10:7. Svo setti félagi okkar Andri Hugo upp einvígi, „re-match“ þannig að við mættum bara og spiluðum. Þetta var mjög gaman, það mætti fullt af fólki að horfa á og Þórir Ólafsson var þama og spilaði NBA stefin á hammondið. Það skemmdi líka ekkert fyrir að ég vann. Ég gæti trúað að þetta yrði enn stærri skemmtun á næsta ári, með þriggja stiga keppni, troðslukeppni og fleiri liðum. Þetta er old school og skemmtilegt. Glerbrot á vellinum og svona," sagði Kári að lokum hlæjandi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.