Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Side 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 Þú þarft ekki endilega kraftmesta bílinn til að vinna - segir Magnús Sigurðsson, keppandi í torfæruakstri Magnús Sigurðsson hefur síðustu tvö ár keppt í torfæruakstri. Magnús keppir í götubílaflokki en hann segist stefna ótrauður á að keppa í flokki breyttra bfla. „Eg hef alltaf haft mikinn áhuga á mótorsporti og þegar maður var yngri var torfæran reglulega í sjón- varpinu. Þeir sem maður var að fylgjast með og dást að þá, eru í dag ágætis kunningar mínir. Ég byrjaði í fyrra að keppa enda langaði mig alltaf að prófa. Það var samt ekki þannig að maður stykki á næstu bflasölu og keypti bfl. Ég smíðaði bflinn minn nánast frá grunni, keypti tjónabfl og notaði nánast bara grind- ina. Ég fer aðeins öðruvísi leið en flestir sem eru í götubílaflokki því ég er með léttari bfl en um leið kraft- minni. Það gerir lítið til því þetta snýst um kfló á móti hestafli þannig að þetta jafnast nánast út,“ sagði Magnús sem einmitt vann síðustu keppni sem haldin var á Egils- stöðum. „Ég sannaði það þar að það þarf ekki endilega að vera með kraftmesta bílinn til að vinna. Mótherjar mínir eru með vélar á bil- Þetta er hins vegar þróunarvinna því ég geng með stœrri draum í maganum. Það er að smíða algjörlega nýjan bíl fyrir hinn flokkinn og koma með nýjungar í þann flokk. inu 383 kúbik upp í 455 en ég er með 122. Vinnslusviðið er öðruvísi hjá þeim en þegar upp er staðið er munurinn lfti 11.“ En snýst þetta ekki líka um manninn á bak við stýrið? „Jú, við skulum segja það,“ sagði Magnús hógvær. Alls eru mótin fimm á hverju ári, þrjú eru búin en Magnús hefur keppt í tveimur af þremur mótum ársins. „Ég keppti á öllum fimm mótunum í fyrra og ætlaði að keppa í öllum mótunum núna. Ég varð hins vegar fyrir því óhappi fyrir fyrsta mótið að sjálfskiptingin bilaði klukkutíma fyrir mót þannig að ég var ekki með, þótt ég væri á með bflinn á staðnum. Ef bíllinn hefur verið í lagi þá hef ég alltaf staðið mig vel. En af því að ég missti af fyrsta mótinu, þá er ég í fjórða sæti í heildarkeppninni. Þetta er hins vegar þróunarvinna því ég geng með stærri draum í maganum. Það er að smíða algjörlega nýjan bfl fyrir hinn flokkinn og koma með nýjungar í þann flokk. Ég stefni á að byrja á grindinni í vetur og svo sjáum við til hvemig gengur." Eitthvað hlýturþetta að kosta? „Mesti kostnaðurinn er í að koma bflnum á milli staða. Ég er með kerru í láni og dreg bflinn lands- horna á milli. Það eru engin peningaverðlaun í þessu og allir sem koma að þessu, gera það með áhugann einan að vopni. Þótt menn séu að keppa sín á milli þá hjálpast allir að. Menn eru jafnvel að sameinast um flutninga á bflum og aðstoðarmenn koma jafnvel á eigin vegum til að aðstoða mann í þessu.“ Magnús segist vera að vinna í því að fá mót til Eyja. „Þeir eru í ein- hverjum vandræðum með að fá svæði fyrir síðustu tvö mótin. Ég hef rætt bæði við mótshaldara og menn hér í Eyjum og við emm að skoða þetta. Reyndar er vikurinn í hrauninu algjör dekkjabani og þegar dekkið kostar um 100 þúsund krónur, þá eru menn kannski ekkert mjög spenntir fyrir því. En ég og fleiri emm að skoða þetta og von- andi verður hægt að halda mót hér,“ sagði Magnús að lokum. Þeim sem vilja fylgjast með tor- færunni er bent á að kíkja á www.torfaera.is fyrir upplýsingar og www.heimska.is fyrir myndir og myndbönd. Svo eru framleiddir þættir á ÍNN, Motoring en allt efnið er unnið af sjálfboðaliðum. Tilkynning til þeirra sem ætla að stunda fólksflutninga á komandi þjóðhátíð 2011 Þeim aðilum sem ætla að stunda fólksflutninga á komandi þjóðhátíð á bifreiðum sem taka fleiri en 8 farþega og hafa ekki útgefið leyfi samkv. reglugerð, er bent á að sækja um leyfi til undirritaðs fyrir miðvikudaginn 2. ágúst 2011. Umsækjendur þurfa aó uppfylla eftirtalin skilyrði: - Ökuréttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni. - Bifreiðin sé tryggð til farþegaflutninga fyrir þann fjölda sem hún fær heimild til. - Bifreiðin verði færð til aukaskoðunar hjá viðurkenndri skoðunarstöð. - Önnur skilyrði: Ökumaður/umráðamaður skal fara eftir öllum þeim skilyrðum sem starfsmaður skoðunarstöðvar setur. Hann skal fara eftir sérstökum hraðatakmörkunum og öðrum umferðarreglum sem settar eru í tengslum við hátíðina. Vestmannaeyjum 21. júlí 2011 Yfirlögregluþjónninn í Vestmannaeyjum AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: Mánudagar: kl.20.30 spor/erfðavenjur Þriðjudagar: kl.18.00 Miðvikudagur: kl.20.30 Fimmtudagur: kl.20.30 Föstudagur: kl.18.00 Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur Sunnudagur: kl.11.00 Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða háifri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriöjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir n u d d a ni Faxastíg 2a Sími: 481 1612 /' ' . -—, Smáar íbúð til leigu á Álftanesi Tveggja herbergja fbúð til leigu á Álftanesinu. Laus stax. Uppl. í síma 861-1541. Til sölu utanborðsmótor Suzuki utanborðsmótor til sölu, tvígengis, 65 hp. Upplýsingar í síma 691-9468. Til sölu mublur Fallegar mahóní mublur í antik stíl Amerískur svefnsófi, stór sjón- varpsskápur, stofuborð, tveir gler- skápar, borðstofu/kommóða, lampi og gardínur í stíl og tvö laus gólfteppi. Uppl. í síma 690-7852. íbúð til leigu Stór íbúð, hæð og ris í tvíbýlishúsi til leigu á besta stað getur verið laus fljótlega. Uppl. í síma 699- 4794 og 692-4794. Til sölu Allt sem viðkemur bekkjabíl á þjóðhátíð. Öflug grind sem boltuð er á pallinn með áföstum bólstr- uðum bekkjum og góðu tjaldi yfir. Má notast á annan hátt. Uppl. í 481-2418 og 869-2620. íbúð til leigu íbúð til leigu í Breiðholtinu, fjög- urra herbergja. Laus 1. ágúst. Upplýsingar í síma 848-5528. Kerra til sölu Breidd 1.23, lengd 2.014 innra- mái. Upplýsingar í s 772-5758. Garðskáli - garðgeymslur og gestahús Vönduð sænsk framleiðsla. Löng reynsla hér á landi. í svona garðskála er iogn allt árið. Kynntu þér málið á heimasíðunni. Jabohús Ármúla 36, Rvk. Sími 581-4070, www.jabohus.is. Tjaldpláss á þjóðhátíð Er með pláss fyrir 6 tjöld í garðinum, með aðgang að sólpalli með stóium, borði og grilli. Uppl. í s. 858-7514. íbúð til leigu 3ja herbergja íbúð (82m2) í fjöl- býlishúsi (4. hæð) til leigu í Álfaskeiði í Hafnarfirði. Verð kr. 125 þús/mán. + rafmagn. Reglu- semi áskilin. Uppl. í s. 615-0041. Herbalife Síðustu forvöð fyrir þjóðhátíð. Sími 481-1920 og 896-3438. íbúð til leigu yfir Þjóðhátíð 3ja herb. íbúð til leigu yfir Þjóðhátíð. Væri ekki verra að fá meðmæli. Uppl. í s. 847-0001. IsamverkI GLERVERKSMIÐJA SPEGLAR Framleiðum spegla eftir málum. www.samverk.is samverk@samverk.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.