Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 11
f Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 11 Tryggvi Hjaltason: Fimmtudagsþruman - Sumarsaga frá 10. áratugnum: Síðustu dagar hinnar farsíma- og internetlausu æsku Mín kynslóð nýtur þeirra sérstöðu að hafa alist upp bæði fyrir og eftir tilkomu intemets og farsíma. Almenn farsímaeign varð ekki að staðreynd fyrr en ég var í kringum 14 ára gamall og þegar ég segi unglingum í dag að á þeirra aldri var ekki hægt að nota heimasímann á meðan einhver var á netinu er mér vart trúað. Punkturinn er s.s. sá að fólk á mínum aldri hefur upp- vaxtar samanburð bæði fyrir og eftir þessar umfangsmiklu tækni- byltingar. Aður en ég flutti til Bandarikjanna í nám sá ég um þjálfun í frjálsum íþróttum í Vestmannaeyjum. Einn daginn spurði ég strákahóp sem ég þjálfaði hvað þeir gerðu þegar þeir væru ekki á æfingum eða í skóla og varð ég hissa þegar % þeirra sögðust eyða yfir 5 klst. að meðal- tali á dag í tölvunni. Það virtist s.s. vera helsta sumariðja þessa ágætu drengja. Ég veit ekki hvort tæknin hafi leikið þá svo grátt að þeir fóru á mis við harðkjama útiveru eða hvaða niðurstöðu má draga af svona svörum en mér datt í hug til samanburðar að rifja upp hvemig ég og félagar mínir eyddum sumardögum í Vestmannaeyjum þegar við vomm svona 8-9 ára gamlir. Þá daga sem vom síðustu tímabil hinnar farsíma- borðtölvu- og intemetlausu æsku, þetta var á fyrri hluta tíunda áratugarins. Þar sem ég bjó í austurbænum þá var alltaf stutt að fara upp á hraun og þar eyddi ég miklum tíma með félögunum, t.d. í að gera leynistað og að njósna um stelpumar í bekknum sem vom alltaf að gera eitthvað heimskulegt að okkar mati. Við fómm svo reglulega upp í Sorpu, en þetta var þegar Vest- mannaeyingar hentu mslinu sínu í gáma en ekki beint inn í stöð og þar fundum við fjársjóði í leynistaðinn eða til að taka beint heim. Ég fann t.d. einu sinni svart- an mslapoka fullan af Andrés- blöðum. En sumir fjársjóðir vom ekki velkomnir eins og þegar ég dró skrifborðsstól heim handa mömmu sem var „bara smá rifinn". Leynistaðurinn okkar tók smám saman á sig glæsilega mynd en hann var í u.þ.b. 200 m fjarlægð frá Sorpu og þangað drógum við hús- gögn, spegla, heimatilbúin vopn og annað góðgæti og ræddum svo málefni líðandi stundar eins og hvort Turtles gæti unnið Spiderman eða af hverju allar stelpur væm svona vitlausar. Það var svo mikill sorgardagur í mínu lífi þegar leynistaðurinn var hreinsaður í burtu á einu bretti í einhverju sem var kallað hinn árlegi hreinsunar- dagur. Eg eyddi svo iðulega 2-3 klst. á dag í sundi og var þá helsta iðjan að slást við Kolla. Síðan var býttað körfuboltamyndum og ég reyndi að sannfæra fólk um að Charles Barkley væri betri en Michael Jordan, málstaður sem var mjög erfiður og ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi virkilega trúað á, en ekki gat ég haldið með sama körfu- boltakappa og Trausti bróðir! Að lokum má ekki gleyma að minnast á hverfaleikina á kvöldin. Skipulag hverfaleikjanna var mjög einfalt: í mínu hverfi, ef það var gott veður, þá hittust allir frá 6-16 ára á spítalalóðinni (sem í dag hefur verið fómað fyrir brekku með staurum 0 eða á leikskólanum Sóla eftir kvöldmat og það var farið í leiki sem elstu krakkamir skipu- lögðu eins og hring og punkt, sto eða jafnvel hafnabolta. Þá var það eina sem við „litlu krakkamir" gátum gert til að verða ekki undir að setja alltaf 100% metnað í allt enda kom maður alltaf löðrandi sveittur heim og ég er ekki frá því að þama hafi að nokkm leyti mótast einhverjir vöðvar og þol sem ég gat seinna meir nýtt í frjálsar íþróttir. Niðurstaða: endurvekjum hverfa- leikina og takmörkum tölvunotkun- ina. Kappakveðja Tryggvi Hjaltason Hlynur Guðlaugsson skrifar: Hvað varð um lundann? - Glöggt er gests augað Kæm Vestmannaeyingar. Mig lang- ar að kynna mig en ég heiti Hlynur Guðlaugsson og er sonur Guðlaugs prentara, sem oft er kenndur við hljómsveitina Loga og Bimu Olafsdóttur frá Hjálmholti, stund- um kennd við apótekið. Þessa setningu hef ég oft þurft að segja þegar fólk spyr mig hverra manna ég sé. Ég telst til brottfluttra Vestmannaeyinga þó svo ég hafi ekki búið nema rétt fyrstu ár æv- innar í Eyjum. En í vegabréfinu mínu stendur að fæðingarstaður minn sé Vestmannaeyjar og því fylgir ákveðinn kaleikur, heiður og ábyrgð. Astæðan fyrir þessum greinar- skrifum mínum er Þjóðhátíð Vestmannaeyja en mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og í orðum á milli fólks um þessa frábæm hátíð sem skipar stóran sess í hjörtum okkar margra. Þegar hið nýja þjóðhátíðarlag Páls Óskars var gert opinbert held ég að margir hafi spurt sig hvar þessi hátíð sé stödd og hvert hún sé að fara? Um lagið sem slíkt hef ég ekkert slæmt að segja, né um lista- manninn sjálfan sem ég tel vera frábæran. En ég spyr mig hins veg- ar um vettvanginn sem þetta lag á að þjóna og út frá því ákvað ég að setjast niður og skrifa nokkur orð. Fyrir mörgum er Þjóðhátíð Vest- mannaeyja órjúfanlegur þáttur af tilvemnni. Rómatíkin sem hefur fylgt þjóðhátíð er hægt og rólega að hverfa fyrir poppmenningu og vömmerkjavæðingu stórfyrirtækja á kostnað hefða og gamalla siða í Dalnum. Eyjamenn em höfðingjar heim að sækja, en að mínu áliti þarf að staldra aðeins við. Ég og margir deila þeirri skoðun að þjóð- hátíð sé að verða meira fyrir að- komufólk en sjálfa Vestmannaey- inga. Sjálfur hef ég sótt ófáar þjóðhá- tíðir. Bæði sem bam og sem full- orðinn einstaklingur og fundist þetta vera toppurinn á hveiju sumri. Sjálfur er ég ekki á móti breyting- um, og þróun svo það sé á hreinu. Það þarf hins vegar að vanda til verks og muna, að hafa þessa hátíð í hjarta, ekki í formi auglýsinga- gróða og gosdrykkjamerkja sem lýsa upp brekkumar í dalnum. Ég bíð bara eftir að götur hvítu tjald- anna verði nefndar í höfuðið á gos- drykkjum eða snakki. Hver vill tjalda á Pepsíbraut eða í Doritos- sundi? Fólk hefur einnig haft það á orði að goslokahátíðin sé að fara í sama farið en tökum þá umræðu seinna. Með tilkomu Landeyjahafnar hafa Vestmannaeyjar opnast sem nýr möguleiki fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Þama hafa skapast tækifæri fyrir fólk í Eyjum til að skapa sér góðar tekjur og gæfuríka búsetu. Fasteignamarkaðurinn í Eyjum ber keim af bóluhagkerfi sem allt landið fann fyrir á sínum tíma. Þetta er fylgifiskur ört stækkandi hagkerfis í Eyjum sem kallar á yfirvegaðar ákvarðanir af hálfu þeirra sem fara með stjóm í bænum og bendi ég þá helst á umræðumar um skipulag á Löngu- lág sem farið hafa fram. Vest- mannaeyjar hafa þann ótrúlega möguleika, í því ástandi sem ríkir í dag, að verða einn besti besti staður á Islandi til að búa á ef rétt er haldið á spilunum. Sama á við um þjóðhátíðina. Sjálfum finnst mér ekkert að því að vera nett þjóðemissinnaður Vest- mannaeyingur. Sérstaðan felst í þeim stað sem Vestmannaeyjar eru og í fólkinu sem þar býr. Þjóðhátíð er skemmtileg vegna þess að Eyjamenn gera hana skemmtilega og þetta get ég sagt hlutlaust og refjalaust því að hluta til er ég sjálfur AKP. Hinvegar er ég alinn upp við gildi, hefðir og sögur Eyjanna í gegnum foreldra mína, afa og ömmu og tel mig vera mikinn Eyjamann þrátt fyrir hafa lítinn tíma á eyjunni fögm. Að endingu vil ég þakka öllum Vestmannaeyjingum fyrir að vera frábærir hver á sinn hátt og hlakka ég til að sjá ykkur í Dalnum. Munum að hafa Þjóðhátíð á vest- manneyskum gildum sem allir geta notið. Stöndum ekki í þeim spomm eftir nokkur ár og spyrjum, „hvað varð um lundann"? Hlynur Guðlaugsson, sonur Lauga og Bimu. MÆTTIR í Dalinn. Það þarf mörg handtökin til að j»era ajlt klárt í Herjólfsdal fyrir þjóðhátíð. Hér eru þeir mættir, Hannes varaformaður knattspyrnuráðs, Oskar Öm formaður og Tryggvi Már, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags. Með rólegra móti hjá lögreglunni: Eitthvað um pústra Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu þrátt fyrir töluverðan fólksíjölda í bænum í vikunni. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins um helg- ina en engar kærur liggja íyrir. Þá þurfti lögreglan að sinna hinum ýmsu verkefnum er varðar ölvunarástand fólks í tengslum við skemmtanahald helgarinnar. Stal hjóli úr kjallara íslands- banka Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á reiðhjóli úr geymslu í kjallara húsi fslands- banka. Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað að kvöldi 10. júlí eða aðfaranótt 11. júlí sl. Um er að ræða Mongoose fjallahjól og eru þeir sem einhverjar upplýsingar um hvar hjólið gæti verið niður- komið vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Eitt skemmdarverk var tilkynnt lögreglu í liðinni viku. Um var að ræða rúðubrot í Bamaskóla Vest- mannaeyja sem átti sér stað að morgni 17. júlí sl. Ekki er vitað hver þama var að verki. Óku á og stungu af Þrjú umferðaróhöpp vom tilkynnt til lögreglu í sl. viku og var í tveimur tilvikum ekki tilkynnt um óhappið. í fyrra tilvikinu var ekið utan í bifreið sem stóð á Vesturvegi og er talið að óhappið hafi átt sér stað 12. eða 13. júlí sl. í síðara tilvikinu átti tilvikið sér stað þann 17. júlí sl. en þá var ekið utan í bifreið sem var lagt var á Hetjólfsgötu. Þriðja umferðaróhappið sem tilkynnt var í vikunni átti sér stað þann 16. júlí sl. á Strandvegi en þama hafði ökumaður bifreiðar sem ekið var austur Strandveg misst stjóm á akstrinum á gatna- mótum Hlíðarvegar og Strand- vegar með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn. Ökumaður og far- þegi í bifreiðinni kvörtuðu báðir yfir eymslum í baki eftir árekst- urinn. Þrír fengu sekt fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið, en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis og notkun farsíma án handfrjáls búnaðar í akstri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.