Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 Gestgjafinn - Tvennir frábærir tónleikar - Fimm hljómsveitir: Vonandi vísbending um betri tíð í tónlistinni ARNÓR DAN og félagar hans í Agent Fresco leggja sig alla fram. VALDIMAR hefur komið með ný viðmið inn í íslenska tónlist og getur lagt heiminn að fótum sér. ÞAÐ sama má segja um Of Monsters and Men. Krakkar sem eiga eftir að ná langt ef þeir nenna. Hljómsveitir sem komið hafa fram undanfarið á Islandi hafa ekki verið daglegir gestir í Vestmannaeyjum en nú gerðust þau undur og stór- merki að hingað komu ekki færri en fimm hljómsveitir, hver annarri betri, og héldu tvenna tónleika á Gestgjafanum. f hvorugu tilfellinu voru tónleikarnir auglýstir og aðsókn í samræmi við það á fyrri tónleikana en fiskisagan náði að fljúga og var vel mætt á þá seinni. Veisla númer eitt Á tónleikunum á fimmtudags- kvöldið léku Kiriyama Family og Valdimar. Strákamir í Kiriyama Family koma af Suðurlandi og eru tveir úr hljómsveitinni Nilfisk sem vann sér það til frægðar að hita upp fyrir Foo Figthers í Laugardalshöll- inni. Allir em þeir flínkir spilarar með góð lög og af þeirri kynslóð sem kann að nýta sér tölvutæknina. Þá var komið að stóm stundinni að fá loks að sjá og heyra í drengj- unum sjö í Valdimar. Er hún ein athyglisverðasta hljómsveit seinni tíma hér á landi með Valdimar Guðmundsson, söngvara og bá- súnuleikara í fararbroddi. Góðir í útvarpi en helmingi betri á sviði og úr varð stund sem seint gleymist. Veisla númer tvö Það var ekki síðri veisla á Gest- gjafanum á mánudagskvöldið þar sem þrjár sveitir, Of Monsters and Men, sigurvegarar Músíktilrauna 2010, Lockerbie og Agent Fresco. í Of Monsters and Men fara fremst Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, gítar og söngur og Ragnar Þórlíallsson, söngur og gítar. Oll em þau frá- bærir tónlistarmenn en Nanna Bryndís og Ragnar eru í sérflokki sem söngvarar og þau hafa náð að skapa sér sinn eigin tón, ögn írskan sem kemur svo vel fram í lagi þeirra, Little Talks, sem er mikið spilað í dag. Lockerby er hefðbundin hljóm- sveit, flinkir strákar sem geta átt eftir að góða hluti í tónlistinni en þeir stóðu svolítið í skugganum af OMAM þetta kvöld. Um Agent Fresco segir að sveitin spili polyrythmískt oddtime-rokk með djass- og fönk-ívafi. Þeir, eins og OMAM, tóku þátt í Músíktil- raunum 2008 og bám sigur úr býtum auk þess sem þeir fengu verðlaun fyrir gítarleik, trommuleik og bassaleik. Sama ár á Islensku tónlistarverðlaununum hlaut hljómsveitin verðlaun sem Bjartasta vonin. AF em Hrafnkell Örn Guðjóns- son, trommur, Þórarinn Guðnason, gítar, píanó, Amór Dan Amarson, söngur og Vignir Rafn Hilmarsson, rafmagnskontrabassi, bassi. Af þessu sést að þama em engir aukvisar á ferð og þeir bjóða upp á svo miklu meira en tónleika, því allir fara þeir hamfömm á hljóð- færin og, Jagger hvað, varð blaða- manni að orði þegar Amór Dan byrjaði að túlka lögin í söng, dansi og látbragði sem er það kröftugasta og öflugasta sem sést hefur í Vestmannaeyjum. Það leyndi sér ekki að þeir áttu sér marga aðdáendur meðal gesta sem fengu sitt fyrir allan peninginn sem var þúsund kall þetta kvöldið. Það er greinilegt að Vestmanna- eyjar em komnar inn á kortið hjá ungum hljómsveitum og vonandi er þetta vísbending um betri tíð í tón- listinni. HRUND, Erla, Unnur og Aníta seldu boli. Á myndinni fyrir neðan eru Grétar Þór og Palli að dorga. Eins og svo oft áður lék veðrið við stuðningsfólk handbolta ÍBV á Bryggjudeginum sem er orðinn er fastur liður í starlinu á hverju ári. Þarna gefst fólki kostur á að kaup fisk og var úrvalið gott. Einnig var hægt að kaupa kaffi og með því og krakkarnir tóku þátt í dorgkeppni þar sem bikarar voru í boði. Þá gátu þeir sem vildu fengið skrens á kröft- ugri tuðru. Þetta er eina skiptið á ári sem Eyjamönnum stendur til boða ferskur fiskur og því tilh- lökkunarefni þegar líða fer að Bryggjudegi IBV. MAGGI og Óla Heiða buðu ýmislegt góðgæti úr ríki Ægis.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.