Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011
13
Saga mormóna í Vesturheimi - Fræðandi dagskrá og sýning í Sagnheimum:
Bara helmingurinn af sögunni
-Hinn helmingurinn er skráður hér í bréfunum sem bárust til Vestmannaeyja
Þurfum að komast í þau til að fá heildarmyndina - Gaman að sjá að Safnahúsið
verða miðstöð rannsókna og miðlunar á sögu okkar - Bækur í smíðum
Laugardaginn 16. júlí efndi Þekk-
ingarsetur Vestmannaeyja í sam-
starfi við Sögusetur 1627 til dag-
skrár í tilefni af opnun fyrstu varan-
legu sýningarinnar um sögu þeirra
Islendinga sem fluttust til Utah á
árunum 1854 til 1914. Sýningin er
hluti af hinu nýja Byggðasafni -
Sagnheimum.
Að sögn Kára Bjamasonar, for-
stöðumanns Bókasafns Vestmanna-
eyja, markaði sýningin upphaf á
samstarfí milli háskólans í Utah og
Vestmannaeyja um að rannsaka
betur sögu þeirra er gerðust mor-
mónar og fluttust vestur um haf.
„Um 400 einstaklingar fluttust frá
Islandi til Utah á árunum 1854 til
1914 og var hvorki meira né minna
en rösklega helmingur þeirra héðan
úr Vestmannaeyjum“, sagði Kári.
Dagskráin hófst við Sendiboðann,
styttuna við Mormónapoll sem
gefin var árið 2005 að hluta til af
sömu einstaklingum og nú hafa
hafið nýtt samstarf.
Söngur, súpa og saga
Þar var boðið upp á súpu hjá Einsa
kalda, en sökum tveggja tíma
seinkunar Herjólfs var dagskráin
stytt þar frá því sem auglýst var og
einungis sungið, auk þess sem Kári
kynnti hvað framundan væri. Mor-
mónakór frá Reykjavík og Selfossi
sá um allan söngflutning, en í
tilefni dagsins kom um 30 manna
kór til Vestmannaeyja auk um 50
annarra gesta úr Reykjavík. Þá var
talsverður fjöldi heimamanna
mættur.
Sögusetur 1627 bauð til sögu-
kynningar og fékk Amar Sigur-
mundsson til að leiða gesti í allan
sannleika um yndi Eyjanna og var
farið í 70 manna rútu á vegum
Simma og Unnar auk þess sem
þrjár minni rútur fylgdu á eftir. í
þeim rútum var sett upp talstöðva-
kerfi svo unnt var að heyra í Amari
í öllum fjómm rútunum.
Að lokinni skemmtilegri kynningu
á Vestmannaeyjum þar sem m.a.
var stöðvað við þá staði sem helst
tengjast sögu mormóna í Vest-
mannaeyjum og sögu Tyrkjaráns-
ins, enda 384 ár á þessum degi frá
atburðunum, var stöðvað fyrir utan
Safnahúsið.
Samstarf við Utah
þar tóku Kári og Helga Hallbergs-
dóttir, hinn nýi safnstjóri Sagn-
heima - Byggðasafns á móti gest-
um. Flutt vom ávörp auk þess sem
mormónakórinn söng inn á milli
atriða. Fyrstur til að stíga á stokk
var Páll Marvin Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sagnheima sem m.a.
reka Byggðasafnið. Ræddi hann um
mikilvægi þess samstarfs sem
framundan væri og lýsti yfir mikl-
um áhuga Þekkingarsetursins á því
að þróa samstarfið við háskólann
betur m.a. með það í huga að taka á
móti nemendum frá Utah.
Þá tók við Friðrik Björgvinsson
og kynnti rannsóknir sínar en hann
hefur haft brennandi áhuga á sögu
mormónanna á annan áratug og
safnað mörgum merkilegum heim-
ildum. Kári benti á að Friðrik hefði
látið hann og Fred fá alla sína
vinnu þegar hann frétti af rann-
sóknum þeirra. Sagði Kári að það
sýndi vel hversu mikinn áhuga
Friðrik hefði í raun á sögunni að
hann væri tilbúinn að láta aðra
njóta þess sem hann væri búinn að
safna til að koma verkefninu sem
lengst áfram.
Áhugaverð verkefni
Eftir söng mormónakórsins talaði
GÓÐIR GESTIR frá Utah, Steve Olsen og Fred Woods. Beint fyrir aftan Steve sést í Kim Wilson er opnaði sýninguna.
MORMÓNAKÓR frá Reykjavík og Selfossi sá um allan söngflutning.
Fred Woods, prófessor við Há-
skólann í Utah. Hann kynnti rann-
sóknarverkefni sem hann og Kári
hófu formlega þennan dag undir
merkjum Þekkingarseturs Vest-
mannaeyja og háskólans í Utah.
Kom fram í máli Freds að um væri
að ræða verkefni sem áætlað væri
að tæki fjögur ár og markmiðið
væri að leita uppi allar heimildir
sem enn væru til hjá einstaklingum
um sögu þeirra sem fluttu til Utah á
árunum 1854 til 1914. Þá yrði efnt
til ráðstefna í Vestmannaeyjum og í
Utah um sögu frumkvöðlanna, auk
þess sem hann og Kári væru með
bækur um efnið í smíðum.
Var greinilegt að Fred hefur mik-
inn áhuga á verkefni þeirra Kára og
táraðist hann meðan á flutningi
stóð sem er óvenjulegt í kynningu á
fræðilegu verkefni. En eins og Kári
benti á þá er ekki nóg fyrir fræði-
menn að nota heilann, þá fyrst
þegar hjartað er einnig sett í verk-
efnið er von um góðan árangur.
Ekki stór sýning en
áhrifarík
Steve Olsen, yfirmaður sýningar-
mála kirkjunnar, ræddi um sýning-
una sem brátt yrði opnuð. Sagði
hann að í Bandaríkjunum væru
sýningar oft opnaðar í tvennu lagi,
fyrst væri opnuð sýning sem sýndi
meginhugmyndina og óskað eftir
ábendingum frá gestum um það
sem betur mætti fara áður en end-
anleg sýning yrði sett upp. Sagði
Steve að þessi sýning væri ekki
fullunnin heldu vildu þeir sem
stæðu að sýningunni fá Vestmanna-
eyinga til að segja sér hvað helst
vantaði þannig að unnt væri að
bæta úr áður en sýningin yrði sett
upp í endanlegu formi, með
haustinu.
Þá tók Kim Wilson við en hann er
stjómarformaður Sögufélagsins I
Utah sem hefur styrkt fjölda sýn-
inga og rannsókna á sögu mormóna
í ýmsum löndum, þar á meðal
sýninguna og rannsóknina hér.
Lýsti hann sýninguna formlega
opnaða.
Endaði þessi fræðandi og
skemmtilega dagskrá með söng
mormónakórsins og síðan fóru
gestir að skoða sýninguna.
Blaðamaður náði að smeygja sér
inn og skoða herlegheitin. Þetta er
ekki stór sýning en það er áhrifaríkt
að sjá andlit um helmings þeirra
sem fluttust út, en ekki hafa enn
fundist myndir af fleirum. Þó er
ekki öll nótt úti enn þar sem um 10
myndir hafa bæst við frá því
myndir af frumkvöðlunum voru
fyrst sýndar á Hofsósi. Þá hefur því
verið bætt við að ef viðkomandi er
frá Vestmannaeyjum er bæjamafnið
einnig tilgreint. Að sögn Kára er
ætlunin að búa til sérstakt verkefni
þar sem saga mormónanna er rakin
út frá bæjamöfnunum.
Aðstoðarprófessor í
sumarfríinu
Blaðamaður settist niður með Kára
meðan gestir skoðuð sýninguna og
bað hann að segja sér betur frá
rannsóknarverkefni þeirra Freds.
Kári sagðist vera að fara að leggja
upp í sína þriðju ferð til Utah í lok
þessa mánaðar en hann hlaut nýver-
ið styrk frá háskólanum í Utah að
verða aðstoðarprófessor með skrif-
stofu og vinnuaðstöðu í háskól-
anum meðan hann dvelur ytra.
„Ég mun einungis nýta sumarfríið
mitt að þessu sinni til að vera hjá
þeim, ég er nýkominn úr löngu fríi
frá starfi sem ég hef engan hug á að
yfirgefa. Ég hef leyfi til að vinna í
20% stöðu að rannsóknum á sögu
mormóna í Vesturheimi og háskól-
inn ytra og aðrar stofnanir þar
greiða þann kostnað. Ég er þakk-
látur fyrir tækifærið til að vinna að
þessu heillandi verkefni og mun
gera mitt besta til að rekja sögu
þeirra sem fluttust til Utah.
Allar frumheimildir sem við
finnum í ferðum mínum eru skann-
aðar og munu síðan verða varð-
veittar hjá Jónu í skjalasafninu sem
og í skjalasafni háskólans ytra.
íslendingafélagið í Utah hefur tekið
saman fyrir okkur lista með
nöfnum um 700 einstaklinga sem
líklega eiga frumheimildir, bréf,
dagbækur, kvæðasöfn o.s.frv. og
verkefnið mitt ytra er að fara með
Fred á milli staðanna, ræða við
fólkið, þýða og setja í samhengi við
það sem við vissum fyrir um
frumkvöðlana, auk þess að kynna
verkefnið fyrir mögulegum
styrktaraðilum.“
Allt vel þegið
Að lokum hvatti Kári blaðamann til
að segja fólki að drífa sig á sýn-
inguna sem og að skoða nýja
safnið. „En sérstaklega vil ég biðja
alla þá sem luma á heimildum eða
sögnum um sögu mormónanna að
spjalla við mig. Ég fer út til Utah
eins oft og ég kemst en þar er bara
helmingurinn af sögunni. Hinn
helmingurinn er skráður hér, í
bréfunum sem bárust til Vest-
mannaeyja. Við þurfum einnig að
komast í þau bréf til að fá heildar-
myndina."
Það er gaman að sjá að Safna-
húsið er að verða miðstöð rann-
sókna og miðlunar á sögu okkar
Vestmannaeyinga og vonandi að
starfsmenn þess haldi áfram á
þessari góðu braut. Dagskráin um
sögu mormónanna er enn einn
kaflinn sem verið er að endurskrifa
okkur hinum til ánægju og
fróðleiks.