Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 2
Akurnesingum. En þeir góðu menn verða að athuga, að það voru bara Víkingar, Vals- menn og KRingar sem höguðu sér þannig. Og svo verður auðvelt að ná sér niðri á þeim, þegar Skagamenn bursta þá. VIÐ höfum komist í kynni við mann sem lætur 1 Ijós grun um að hvorki öndvegis- súlur Ingólfs Arnarsonar né Ingólfur sjálf- ur hafi fyrst og fremst ráðið því að hann reisti bæ sinn í Reykjavík, heldur kona hans Hallveig Fróðadóttir. Hún hafi séð að í Laugadalnum var með afbrigðum gott að þvo þvott, og þar í nánd væri því ákjósan- legt að eiga heima. Síðan er vatnið búið að streyma 95 stiga heitt á celsius upp úr Laugadalnum næstum 1100 ár, og mikill þvottur verið þveginn þar. En vinnubrögð á staðnum munu lengstum hafa verið með líkum hætti og þegar Hall- veig fór þar fyrst að bleikja sitt lín — þang- að til dag einn í nóvembermánuði síðastliðn- um. Þann dag hélt nýi tíminn innreið sína á Þvottalaugarnar. Það voru settar þar upp tvær þýskar Rondovélar. Þetta eru fyrstu þvottavélar sem leigðar hafa verið almenningi á íslandi. Eigandi þeirra er Svavar Guðjónsson, höfundur ofangreindrar kenningar um tildrög þess að landnámsmaðurinn settist að í Reykjavík. Og sjálfur var hann ekki laus við að vera dálítið landnámsmannslegur þegar hann gekk til móts við okkur út úr hinum dul- magnaða gufumekki þvottahússins í Lauga- dalnum dag einn fyrir skemmstu, sá að komnir voru blaðasnápar í fréttaleit og glotti við tönn. Svavar kveðst viss um að Hallveig hafi verið í góðu skapi eftir sinn fyrsta dag í Þvottalaugunum, og fundist nærföt Ingólfs nakkvat blæfögur og betri útlits en til dæmis eftir þvottadagana fyrrum heima í Noregi. Vatnið í laugunum búi nefnilega yfir eiginleikum sem óvíða finnist annarstaðar, og stafi sennilega af brennisteinsinnihaldi þess. Sé frægð lauganna ekki síst að þakka þessu, enda segist Svavar vita mörg dæmi þess að konur, sem eigi heima hjá sér full- komnar vélar og öll þægindi til þvotta, hafi það fyrir sið að fara alltaf öðru hverju með tau sitt inn í laugar & þvo þar. Hann fullyrð- ir að hvítasta og blæfegursta léreft í bæn- um sé að finna hjá konum sem að stað- aldri þvoi í Þvottalaugunum. Auk þess fylgir laugunum einhver sá þokki sem veldur því að konur eigi erfitt með að hætta þar þvotti með öllu, hafi þær einu sinni vanist staðnum. — Konur úr öllum stéttum koma þangað til að þvo, efnakonur jafnt sem hinar efnaminni. Og þær koma víðvegar að, vestan af Seltjarn- arnesi, sunnan úr Kópavogi, ein kona, gam- all Reykvíkingur sem flutst hafði búferlum í Gaulverjabæ, kom þaðan eitt sinn austan með stórþvott, og kallaði þetta skemmti- ferð. Forstöðukonur í félagsmálum koma hingað einnig margan dag, og svo heyrir maður þær kannski flytja langt erindi í útvarpið um kvöldið, eða les eftir þær magn- aða kvenréttindagrein í blöðunum næsta morgun. Gamla laugin með bognu stálgrindunum yfir, sem svo víða hefur sést á myndum, er ekki notuð lengur. Hún hefur staðið þurr í allmörg ár, og er að lenda í niðurníðslu, enda sjálfsagt ekki talin til sögulegra minja, frekar en annað á þessu landi. Nú er þvegið í sérstöku húsi & komast þar fyrir 20—30 konur með þvott sinn í einu. í því húsi ríkir ætíð dugnaður og gott lundarfar, enda mun andi Hallveigar gömlu sveima þar um í gufunni. Áfast þessu húsi er ofurlítið herbergi fyrir konurnar að drekka þar kaffi. Þær hella upp á könnuna beint úr krönunum. Rómar Svavar mjög þá rausn sem hann hefur þar orðið aðnjótandi, og góðar trakteringar. Tel- ur hann vandfundinn þann mann sem þegið hafi kaffi úr jafn mörgum könnum eins og hann. Á því sviði eigi hann sennilega ís- landsmet — ef ekki heimsmet. VIÐ höfum gert svolitlar breytingar á þessu blaði, stytt tvo fastadálka og slegið þeim saman, fellt einn niður, flutt annan, hvílt þann þriðja (Umheiminn), að minnsta kosti í bráð. Ennfremur höfum við gert smávegisbreytingar á litnum, og ætlunin er að breyta títt um litarform framvegis, þó að ekki verði um neinar stórbreytingar að ræða og efnið hljóti hverju sinni að ráða þar tals- verðu um. Okkur finnst sem þessar breyt- ingar geri okkur kleift að bæta töluverðu við efni blaðsins, en það hefur frá upphafi vakað fyrir okkur að „svindla" ekki á lesmáli, við höfum reynt eftir megni að koma sem allra mestu efni á síðurnar. Þetta geta les- endurnir prófað með samanburði við önn- ur blöð af svipaðri stærð, eða „stærri“ blöð. Stóri stafurinn á fyrstu blaðsíðu er tölu- blaðsnúmerið. Við segjum frá þessu hérna til vonar og vara, en gáfuðum lesendum er auðvitað guðvelkomið að hlaupa yfir það. Svo er ástæðulaust að gefa lengri skýrslu að sinni, nema hvað það er ánægjulegt að geta skýrt frá því, að kleppsidjótinn, sem skrif- aði „býður“ (velkominn) ypsilonlaust á bls. 7 í síðasta tölublaði hefur að sjálfsögðu verið rekinn. F 1-iIN mikil og hjartkær vinkona okkar, sem ekki vill láta nafns síns getið, trúði okkur fyrir því upp úr þurru í síðastliðinni viku, að hana hefði nú árum saman dreymt fyrir snöggum veðraskiptum, þ. e. a. s. skiptum á hinn verri veg. Við áttum ekki von á þessu og báðum um nánari útskýringu á fyrir- brigðinu, og þá sagði hún, að þetta væri eins einfalt og stálhúsgögn og hreint ekkert merkilegra, bara dreymdi sig stundum ein- hverja ógn & býsn of hænsnueggjum og stundum aragrúa af silungi og þá væri ekki að sökum að spyrja.. Mig dreymir hérumbil einungis hænuegg á veturna, sagði hún, því að hænuegg í mín- um draumum eru fyrir snjókomu og harð- indum. Mig dreymir, að ég er stödd í tiltekn- um hænsnakofa í tiltekinni sveit, og það er urmull af eggjum í kofanum. Það er sama, hvar ég drep niður hendi, allsstaðar eru egg fyrir, stór og væn egg. Ég byrja að safna þessum eggjum, og það er aldeilis ótrúlegt, hvar þau geta leynst. Svo vakna ég í miðjum kliðum — mér hefur ekki ennþá tekist að ná saman öllum eggjunum og koma þeim inn í bæ — og daginn eftir kemur illviðri. Mig dreymir hinsvegar silungadrauminn nærþví eingöngu á sumrin, enda boðar hann ekki snjókomu, heldur rosa og rigningu. í silungadraumnum er ég stödd við læk, sem er kvikur af silungi. Þeir eru óskaplega, ótrúlega stórir, og ég er ýmist að veiða þá eða horfi bara á, hálfbrjáluð af veiðihug. Svo vakna ég og svo kemur rosinn. Við spurðum þessa vinkonu okkar, hvort hana dreymdi aldrei fyrir góðu veðri, til dæmis norðanátt á suðurlandi og sólskini, en hún kvað það ekki vera. Enda er það svo, sagði hún, að þegar mig dreymir ekki hænuegg eða silunga, þá'er yfirleitt stór- tíðindalaust. FRÁ einum aðdáanda okkar á Akureyri fengum við s.l. föstudag eftirfarandi bréf: Herra ritstjóri. Þegar ég las þetta eintak af blaði yðar „Reykvíkingur", kom í huga minn vísa eftir Stephan G. og er hún á þessa leið: List er það líka og vinna, lítið að tæta upp í minna, og alltaf í þynnra þynna þynnkuna allra hinna. Vinsamlegast Egill Jóhannsson skipstjóri. 2 REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.