Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 7

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 7
 13o(ko{ldK^ur rabbar við Reykvíkinga í Rauðavafnsgörðum Maðurinn var með alveg óvenjulega ferlegt nef, eins og sjö dyraverðir hefðu gefið honum á’ann sjö kvöld í röð og nefið verið að bólgna síðan. Hann var í vinnuföt- um og bússum, og hann var að bogra yf- ir kassa með spíruð- um kartöflum og skammt frá honum lagleg kona í spán- nýjum, brúnum sam- festingi og gúmmí- stígvélum. Það var sólskin. Við spurðum manninn, hvort hann hefði sett mikið niður í fyrra, og sáum um leið útundan okkur, að konan hans var búin að týna höndunum á sér í ermunum á samfest- ingnum og var að leita að þeim. Þessi sam- festingur var að minnsta kosti tveimur núm- erum of stór. TIL hliðar við hana og nær girðingunni stóð önnur kona, líka lagleg. Sú kona var í reiðbuxum & reiðstígvélum, óskaplega gljáðum, og í stormblússu með rennilás og með klút um hárið. Fyrir aftan hana húkti maðurinn hennar yfir kassa með spíruðum kartöflum; hann var líka í stormblússu með rennilási, og það voru hárbeitt brot í bux- unum hans. Þetta var í Rauðavatnsgörðum bæjarins fyrir ofan Arbæ. „Við settum niður poka í fyrra,“ sagði maðurinn, sem átti konuna í brúna sam- festingnum, ,,og við fengum upp tólf „Hænsnaskítur," kallaði konan hans. „Á hinn bóginn,“ hélt maðurinn áfram, „fengu ýmsir í þessum garði aðeins tvo til þrjá poka og nokkrir tóku ekki upp um haustið." „Ekkert undir,“ sagði konan hans. Hún var komin til okkar og hafði stokkið yfir desin og dottið við það, og það var mold í stígvélunum hennar og í buxnavösunum á samfestingnum. Hún fór úr stígvélunum og hellti úr þeim moldinni og sagði um leið: „Segðu honum frá manninum með hænsna- skítinn." „Maðurinn með hænsnaskítinn,“ sagði maðurinn hennar.og tók upp kartöflukass- ann, „varð fyrir slysi. Hann var nýr hérna og keypti sér hlass af hænsnaskít, og svo fór hann garðavillt. Hann var heilan dag að bera skít í garð nágranna síns, sem eftir á að hyggja er mesti trassi. Trassinn fékk uppskeru en hinn ekki.“ „Segðu honum frá valmaþökunum," sagði konan hans. Hún var komin í stígvélin aft- ur og búin að brjóta upp á ermarnar á sam- festingnum, svo að hendurnar stóðu fram úr ermunum, og þá sást að hún var mjög skítug á höndunum & mold undir nöglun- um. „Það er saga að segja frá því,“ sagði mað- urinn hennar. Hann var búinn að bera kass- ann upp að efri endanum á austasta desinu og leggja hann þar frá sér, og konan hans var á leiðinni upp í skúr að sækja fötu. „Þeir settu það í reglurnar," sagði maður- inn hennar og tyllti sér á kassabrúnina, „að það mætti ekki byggja hérna geymslu- skúra öðruvísi en með valmaþökum. Ég veit ekki, hver fann upp á þessu. En ég hef það eftir einum fyrsta manninum, sem braut þessa reglu, að til hans hafi komið ískyggi- lega reiður maður og sagt: Það væri réttast að setja á þetta ýtuna og fara með allt draslið beina leið til helvítis. — Síðan hafa samt margir brotið valmaþaksregluna, og eins og þú sérð, er minn skúr með venju- legu risi.“ „Það vantaði nú bara,“ sagði konan hans. HúN var áreiðanlega dettnasta konan í Rauðavatnsgörðum. Hún datt þrisvar sinn- um á meðan við vorum þarna. Hún fór þris- var sinnum úr gúmmístígvélunum til þess að hella úr þeim moldinni. Hún hafði enga stjórn á þessum stígvélum. Þessvegna var hún alltaf að detta. Þegar hún kom með fötuna, horfði hún niður fyrir sig á stígvélin og svo upp í loftið og sagði þrjóskulega: „Það vildi ég að hann færi að rigna.“ „Það vildi ég að þú hefðir farið að mínum ráðum,“ sagði maðurinn hennar. Hann hellti kartöflum í fötuna og rak hana í fangið á konunni sinni og byrj- aði að stinga fyrir. „Segðu honum frá árvítans þjófunum," sagði konan hans. „Þeir komu hérna í fyrra," sagði maður- inn hennar, „brutu upp skúr, stálu upp- skerunni frá einum. Af þessháttar mönn- um á hiklaust & vægðarlaust að birta myndir í blöðum. Það hafa verið töluverð brögð að þessu undanfarin ár.“ „Eða hálftímafólkið," sagði konan hans. „Það er önnur saga,“ sagði maðurinn hennar. „Kom hingað í hálftíma," sagði konan hans, „pældi, mokaði götur, setti niður poka, bar á, var búið að þessu öllu fyrir hádegi.“ „Eyvindur,“ sagði maðurinn hennar. „Eyvindur, íslenskar rauðar, mér er sama hvað það var,“ sagði konan hans, „en auð- vitað fékk það ekkert upp nema skömm- ina.“ WÍaÐURINN, sem átti konuna í reiðbux- unum, fór til bæjarins klukkan sex. Hann skildi konuna sína eftir. Það táknaði það, að hann mundi ætla sér að koma aftur. — Maðurinn, sem átti konuna í samfestingn- um, gerði um sama leyti vinnuhlé og fór í heimsóknir. Konan hans varð um kyrrt og rólaði milli desanna með hendur djúpt í vösum og leit oft til himins. Svo var allt í einu komin rigning, eins og hellt væri úr fötu, og fólkið í görðunum tók til fótanna og hvarf inn í austinbíla og vörubíla og skúra, sem sumir voru með valmaþökum samkvæmt reglugerð og sum- ir ekki. Konan í samfestingnum sá þá, að konan í reiðbuxunum átti engan skúr og eng- an bíl, og hún tók á rás 1 áttina til hennar og stökk yfir desin og datt á leiðinni. Þær komu í skúrinn um leið og við, og konan í samfestingnum horfði sigri hrósandi út í rigninguna meðan hún smokraði sér úr stígvélunum og hellti úr þeim moldinni. Svo stakk hún höndunum í buxnavasana á sam- festingnum, því þeir voru líka fullir af mold, og dró upp kríthvítan, sléttan mola, á stærð við einseyring. „Hænsnaskítur," sagði hún, og um leið birtist nefið á manninum hennar í dyrun- um og skömmu síðar hann sjálfur. REYKVÍKINGUR 7

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.