Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 12

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 12
fEGAK| klukkuna vantaði kortér í tvö i laugardag stóð fréttamaður okk- Ið Carls Carlsens (sjá VANGA- |í hólma einum skammt austan við Þeir horfðu niður í sæbarða urðinni var minkur, einn eða MEÐ CARLSEN A Carlsens, Tommi & Bella, höfðu taðinn. Þetta eru ómetanlegir arlsen hefur tekist að venja þá vonlaust er fyrir nokkurn mink þar sem þeir fara um. Tommi er sem nefnist cocker spaniel, ákaf- ur hundur og fæddist í Danmörk. a tilheyrir einnig göfugri ætt, dachshundætt, og fæddist hér ífilsstaðalækinn. Carlsen talar við u. Þau eru bæði dagfarsgóð og arð allra annara dýra en niinks- art fólki haga þau sér mjög vin- vilja láta klappa sér, — nema [ma virðist vera í nöp við mann r á Stykkishólmi. ,var oft búinn að fara um þessar slóðir þi Sí|ra erinda að veiða mink, en aldrei láítSefflKílieppilega á og nú að nógu mikil til þess ganga mætti þurrum hólmann. Hann hafði brugðið 'labyssþ um öxl sér, girt sig belti með su og hleypti hundunum út úr jr pví sem hann hefur útbúið handa þeim aftu | í éppa sínum. Fréttamaður okkar bera járnkarl sem hékk í leðuról um öxlina. Skaftið stóð beint éttamaðurinn bar járnkallinn af g festu, hugsandi sem svo að nú úrlega allir sem sæju þessa ferð ann væri með byssu. Frá vegin- st yfir afgirta mýri að fara, síðan út í hólmann. ,ir höfðu hlaupið rakleitt á um- ð í hólmanum. Bella gelti mikið, var þögull. Hann geltir yfirleitt um fullkomið návígi sé að ræða, inn farinn að hvæsa. Carlsen niður og tók upp grastuggu sem lá ja. Þetta var grænt gras. „Læða“, Isen. „Áreiðanlega læða með um var sandfjöru, Hun ræddan en'Ti ekki og beygði milli s sagði hvolpa nema mr AÐ má vera að fréttamaður okkar hafi í fyrstu verið ofurlítið vantrúaður á þessar og fleiri fullyrðingar Carlsens varðandi veið- ina. En hann lærði fljótt að leggja trúnað" sem Carlsen sagði fyrir reyndist hefur hann haft meiri og nánari fíjiáttalagi villiminksins heldur en ^^^^^^nar maður hérlendis, og jafnvel þó víðar væri leitað. Carlsen fer um þarf hann ekki llíta á landið til að geta sagt um ]sé mink að finna eða ekki. Hann tivar og hvar ekki staðhættir eru [ fallnir fyrir minkinn að gera sér íur hér ótalmargt til greina, um- feem flestir vita, að minkar hafast hvergi við nema í nánd við vatn, rennandi vatn, stöðuvatn eða sjó, þar sem er sæmilega fjölskrúðugt líf, fugla eða fiska. Það lengsta •frá vatni sem Carlsen hefur fundið minka- greni er 200 metrar. Venjulega eru grenin alveg við vatnið, í árbökkum eða fjöru- grjóti. Því að minkurinn er fyrst og fremst vatnadýr. Segir Carlsen, að gamall maður, jafnvel gigtveikur, gæti hlaupið mink uppi á bersvæði; en þegar í vatn kemur gegnir alltöðru máli, þá fara fáar skepnur hraðar en minkurinn. Hann hefur hálf sundfit milli tánna. Og það er ekki bara á sprettinum sem hann sýnir mikla sundleikni; hann er einnig með afbrigðum þolinn. Eitt sumar voru menn á ferð í árabáti miðja vegu milli Sand- eyjar í Þingvallavatni og lands þegar þeir sáu minkalæðu með stálpaða hvolpa koma syndandi í átt frá eynni, og stefndi fjöl- skyldan á Heiðarbæ. Mun láta nærri að vegarlengdin þarna á milli sé þrír km. ARLSEN lagði frá sér haglabyssuna, fór að tína upp steinana í urðinni og fleygði þeim burt. Eftir því sem neðar dró urðu steinarnir stærri, og Carlsen bað frétta- manninn að rétta sér járnkallinn. — Smátt og smátt fóru að • koma í ljós ýmiskonar leyfar af bráð grenisbúa; kríuvængur, heilir og hálfir fiskar sem ekki voru farnir að úldna,, hauslaus æðarungi með blóðugan strjúpa og var ennþá volgur. En ekki reynd- ist þetta allt jafn lystug fæða, til dæmis lágu á einum stað fjórir uppþornaðir marhnútar sem bentu til þess að hér hefðu eins og svo viða verið erfiðir tímar. Yfirleitt virtist þetta greni í fátækara lagi hvað matföng snerti. í hólma einum hjá Brokey á Breiða- firði fann Carlsen eitt sinn minkagreni með 18 lunda og 4 æðarkollur. Öðru sinni fann hann samtals 40 lunda í tveimur grenjum á eyjum í Straumfirði. Skyndilega glitti í eitthvað kvikt milli tveggja stórra steina. Carlsen þreif skamm- byssuna úr hulstrinu, miðaði þar í milli og skaut. Þeir félagar veltu síðan burt öðrum steininum, og þar undir lá dauður minkur. „Mér sýndist þetta vera fullorðna dýrið, læðan,“ sagði Carlsen. En þetta var einn af hvolpunum hennar. „Yfirleitt eyðir maður ekki skoti á hvolpana,“ bætti Carlsen við. Síðan veltu þeir burt hinum steininum, og þá kom í ljós dyngja af heyi; mest sina, en nokkuð samt af grænu grasi samanvið. Carlsen tók fáein strá af því og sagði: „Þarna sérðu hvernig ég vissi að þetta var læða með hvolpa. Græna gasið benti til þess að hér væri hreiður í notkun, og þar hlutu að vera hvolpar." Svo velti hann dyngjunni við, og þá sáust gömul hvít bein, þar á meðal haus af grámáf. „Þetta," sagði hann, „sýnir aftur á móti að grenið hefur verið notað áður, og sennilega oftar en einu sinni.“ ar EIR félagar héldu áfram að velta burt stórgrýtinu með aðstoð járnkallsins. Hund- arnir fylgdust vel með verkinu, stungu inn hausunum strax og einhversstaðar opnaðist glufa, kröfsuðu með fótunum og ýlfruðu af veiðihug. Einu sinni var Bella komin langt inn á milli steina, þegar hún hrökk allt í einu aftur á bak og spratt upp. Hún var með hvolp í kjaftinum, stökk þangað sem ofurlítill grasvöxtur var efst á hólmanum og skildi hvolpinn þar eftir dauðan. Hún hafði drepið hann á augabragði með því að mölva hausinn á honum milli tannanna. Um sama leyti náði Tommi þriðja hvolpin- um & fór eins með hann. Það var ekki laust við að fréttamaður okkar kenndi hrolls við að sjá af hvílíku umsvifaleysi þessir annars svo meinleysislegu hundar gegndu því út- rýmingarhlutverki sem ill nauðsyn hafði lagt þeim á herðar. Hér var allt í einu komið hið villta dýr merkurinnar, og þekkti enga miskunn. Skömmu seinna fann Carlsen fjórða hvolpinn, og tók hann upp sjálfur með höndunum. Og leitin hélt áfram góða stund enn. Undir einum steini var hrúga af brún- leitum strönglum. Þetta var þar sem læðan hafði gengið örna sinna. Dýrið er nefnilega mjög þrifið og lætur sig ekki henda að skilja Æft minksins — Við liöfum flett upp í erlendri alfræðibók og lesið þar m. a. eftirfarandi upplýsingar um minkinn: Að tiltölu við stærð er minkurinn eitt kæn- asta og grimmasta rándýrið. Á veturna eltir hann uppi kanínur á snjóbreiðunum og á sumrin smýgur hann gegnum grasið og þefar uppi mýs og rottur. Stundum klifrar hann upp í trc til að drepa smáfugla og ræna eggjum þeirra, en meira leitar hann þó meðfram bökkum á ám og vötnum, þar sem eru froskar og fiskar, uppáhaldsfæða hans. Hann syndir af eins mikilli leikni og oturinn. Komist hann innan utn alifugla drepur hann þá oft tugum saman, áður en hann kýs sér einn til að taka burt með sér. Hann drcpur þannig ekki aðeins til að afla sér fæðu, heldur af því hann er mjög blóðþyrstur og nýtur þess að drepa.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.