Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 13

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 13
MINKAVEIÐUM eftir neinn óþverra í hreiðrinu sjálfu eða hjá því, heldur velur sér, eins og þarna, sérstak- an stað fyrir slíkt. Hinsvegar er að sjálfsögðu erfitt fyrir hana að láta hvolpana hlýða slíkum umgengnisreglum meðan þeir eru ósjálfbjarga, og til þess að halda þeim sem hreinlegustum kemur það fyrir að læðan útbýr tvö, þrjú, jafnvel fjögur hreiður í einu og sama greni, og flytur hvolpana svo á milli jafnóðum og þeir gera óþrifalegt undir sér. Jr EIM félögum tókst ekki að finna fleiri hvolpa. Þó hurfu þeir ekki frá við svo búið; fullorðna dýrið leyndist ennþá einhversstað- ar í urðinni, og því þurftu þeir umfram allt að ná. Carlsen hvatti hunda sína til að leita nú víðar, og allt í einu stukku þeir ofan urðina og niður undir sjávarmál. Carlsen og •fréttamaður okkar hlupu á eftir, og þegar þeir komu á staðinn var ákafinn í hundun- um með allra mesta móti. Tommi hafði meir að segja upphafið sína raust og gelti mikið, enda var nú hvæst á móti honum út úr gjótu. Læðan lá þar inni, og hafði hin harða 'ásókn hundanna nú loksins sett hana úr jafnvægi. Venjan er að minkar láti ekkert í sér heyra fyrr en í algjört óefni er komið. í örvæntingu sinni áræddi læðan þó að stökkva út, slapp fram hjá hundunum og hvarf að þessu sinni inn á milli kletta þar sem ógjörningur var að ná til hennar. „Þá er bara að bíða,“ sagði Carlsen & — og uppruni Minkurinn er grannvaxið dýr, gildleiki bols- ins svipaður og úlnliðs á karlraanni, lengdin um það bil tvö fet, þar af skottið þriðjungur. Af honum eru tvö kyn þekktust: evrópski minkur- inn og hinn algengi minkur Norður-Ameríku, (sá íslenski er af ameríska kyninu). Minkar þessir eru mjög líkir útlits; sá evrópski lítið eitt minni en hinn; ameríski minkurinn hefur hvítan blett á bringunni, og stingur hann i stúf við hinn sterkbrúna lit sem á honum er að öðru leyti. Ef önnur dýr ráðast á minkinn verst hann heiftarlega. Þegar þannig stendur á gefur hann tíðum frá sér mjög óþægilega lykt, lika þeirri sem þefdýrið er frægt fyrir. Lykt þessi stafar frá kirtlum undir skotti minksins. Sumstaðar þekkist það að menn temji minka sér til aðstoðar við veiðar. gekk aftur upp þangað sem grenið hafði verið. Hann fullyrti að læðan mundi leita þangað aftur til að vitja hvolpa sinna strax og friður væri kominn á, og því væri vand- inn ekki annar en sá að liggja þar fyrir henni. Um það bil 8 m frá hreiðrinu reisti hann tvær hellur upp á rönd og lagði á milli þeirra þriðju helluna þannig að þetta var í gegnum að sjá eins og gluggi, og blasti við hreiðurstæðið. Carlsen tók haglabyssuna og fékk hana fréttamanni okkar með þeim um- mælum að einnig þessa hlið minkaveiðanna yrði hann að reyna. Fréttamaðurinn féllst á þetta, þrátt fyrir mjög takmarkaða þekk- ingu á meðferð skotvopna, lagðist niður eftir tilsögn Carlsens og hafði byssuna tilbúna. „Þetta verða tíu mínútur, í hæsta lagi tutt- ugu,“ sagði Carlsen. „En þú verður að liggja grafkyrr." Síðan fór hann með hunda sína yfir sandeiðið og upp í fjöru. F RÉTTAMAÐUR okkar hlýddi settum fyr- irmælum og lá grafkyrr. Honum tókst þetta svo vel að könguló fór í könnunarleiðangur upp á öxl hans og gerði sig líklega til að spinna þaðan vef niður á byssuhlaupið. Þetta var þó ekki allt tekið út með sældinni. Fréttamaðurinn lá fram á hægri handlegg, og nú fór hann að finna til óþæginda í honum. Einnig fékk hann náladofa í vinstri fót; og loks mikinn hálsríg. En hér eins og endranær reyndist spádómur Carlsens rétt- ur, biðin varð ekki löng. Er fréttamaðurinn hafði legið þarna tæpt kortér sá hann bregða fyrir skugga í grjótinu við hreiðrið. Augna- bliki síðar kom snoppa læðunnar fram með stórum steini, en hvarf jafnskjótt aftur. Líf- færin fóru að starfa hraðar í fréttamanni okkar. Liðu svo nokkrar sekúndur, og þá kom haus læðunnar allur í Ijós. Hún skim- aði í kringum sig, færði sig síðan hægt og varlega inn á svæði það sem blasti við í byssusigtinu, uns hún var þar öll. Og frétta- maður okkar hleypti af. Ójöfnum leik var lokið. Læðan lá dauð í umturnuðu greni sínu. Haglabyssan hafði sigrað. I. ETTA var meðalstór læða, um 700 gr að þyngd. Stærstar verða villiminkalæður um 900 gr. En karldýrið er venjulega meir en helmingi stærra. Eitt sinn veiddi Carlsen karlmink sem var 5 pund á þyngd. — Mink- ar lifa ekki saman í pörum frekar en hundar, heldur fara kynin mest sinna ferða hvort um sig, án samstarfs. Og það kemur alveg í hlut læðunnar að ala önn fyrir hvolpunum; enda kærir hún sig ekki um karldýrið nærri sér og ræðst jafnvel á það með heift ef það Verður á vegi hennar um hvolpatí Yfirleitt er minkurinn mjög óféla sem sést á því meðal annars að mjög langt í milli grenja hans. V^ARLSEN er þeirrar skoðunar, af árin hafi skæð drepsótt herjað á mi: honum af þeim sökum fækkað ge sumum héruðum. Kann hann að ne dæmi máli sínu til stuðnings, þar þessi tvö: 1) Minks hafði mjög víða orði Norðurárdal, og hann gert þar mi] í fugla- og fiskalífi. Árið 1950 vai beðinn að koma á vettvang og re; hann gæti til að bægja frá þessa En þá brá svo við, að minkurin skyndilega hafa horfið að mestu úr Carlsen fann þarna 32 minkagrei þeim var aðeins búið í þremur. 2) íbúar í sjávarþorpi einu tóku fyrir þremur árum, að mikið fór dauðum mink reknum á f jörur þar j inni. Fundust jafnvel reknir þrír minkar saman. Enda var það tímabili mikill siður meðal ungrj þorpsins að fara leiðangra meðfrar inni og „tína mink“. (Viðkomandl var nefnilega neyddur til að greia fyrir hvert skott, — enda gat haij sannanir fært fyrir því að dauða hins dýrsins hefði borið að meij hætti en þeim sem veitti handahaíj ins rétt til verðlaunanna). Annars þarf minkurinn — þegd skilinn maðurinn — ekkert að ótj lendis — nema refinn. En refurint mikill óvinur minksins og drepi umsvifalaust hvenær sem færi ger nokkrum árum skaut maður noj skammt frá Höfnum. Refur þessi mink í kjaftinum. JrEIR félagar Carlsen og fréttamaf ar fóru í annan hólma nokkru na gerði, og unnu þar einnig greni og fjóra unga. Síðan héldu þeir Reykjavíkur. Á leiðinni hittu þeirsj Vatnsleysuströnd sem spurði hverr með eyðingu þessa skaðræðisdýrsl lét í ljós þá skoðun sína að í þei^ yrði varla fullnægjandi árangurs fyrr en bændur sýndu málinu mej & tækju sjálfir almennt að veiða En bóndi kvaðst álíta að hér na einn saman áhuginn. Til dæmis hel piltar í nágrenni við hann gerst mjöj samir minkabanar í fyrra og haldið ] að í grjótgarði einum miklum, se hafði gert til að verja tún sitt fyrij gangi, væri minkur. Ruddu þeir inum burt af miklum dugnaði, þarna ekkert nema eina dauða rotjj hurfu þeir á brott og skeyttu ekkei færa garðinn aftur í samt lag. Dag flæddi sjórinn langt upp á tún Kapp er best með forsjá. REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.