Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 3
H 1A ER skammt fyrir innan bæinn búa kýrn- ar Húfa og Hosa. Fyrir fáum dögum var þeim hleypt út úr fjósinu eftir veturlanga jnnilokun, og í tilefni þeirrar athafnar fór- um við og heimsóttum þær. Andstætt því sem við áttum von á reynd- ist þetta mjög hátíðleg athöfn. í stað þess að sleppa sér lausum, slá öllu upp í kæru- leysi og helst skandalísera ofurlítið, eins og við höfðum vænst, gengu þær Húfa & Hosa út úr fjósinu með virðulegu fasi, eins og gestir við opinbera móttöku hjá ríkisstjórninni. Að vísu brá Hosa afturend- anum rétt sem snöggvast upp í loftið, en Húfa leit samstundis til hennar með ávítun- arsvip líkustum því sem hún vildi spyrja: „Finnst þér þú ekki vera upp úr því vaxin að láta eins og fífl?“ — og Hosa hætti þess- ari leikfimi jafn skyndilega og hún byrjaði. — Þær héldu áfram að ganga hlið við hlið út túnið, uns þær voru komnar að girð- ingunni. Þar stönsuðu þær og stóðu lengi grafkyrrar með granirnar upp í sunnan- vindinn eins og þær ættu von á einhverju merkilegu úr þeirri átt. Fóru síðan að bíta gras. En það var bót í máli að Húfa hafði fyrir rúmum mánuði eignast kálf sem nú var í fyrsta sinn að koma undir bert loft. Þessi kálfur lét nefnilega ekki sitt eftir liggja að bæta upp það sem gömlu kýrnar höfðu látið á vanta í gleðskap stundarinnar. Eftir því sem best varð séð áleit hann að heimurinn fyrir utan fjósið væri eitt mikið íþróttamót. Hann var ekki fyrr kom- inn út úr fjósinu en hann tók að hlaupa fram & aftur um túnið á fullri ferð. AU- stór hópur fólks hafði safnast á staðinn, þar á meðal margt barna, og vakti kálf- urinn mikinn fögnuð hjá þeim. í fyrstu héldu menn að þetta ætti bara að vera venjulegt spretthlaup, en þeim mun meiri lukku sem kálfurinn gerði hjá krökkunum, þeim mun meira hljóp hann, fram og aftur um túnið, aftur og fram, fram og aftur — uns úr var orðið fullkomið maraþonhlaup. Inn á milli var dálítið af hástökki. Seinast þótti sýnt að grípa yrði til einhverra rót- tækra aðgerða ef kálfurinn ætti ekki að springa í þessari fyrstu íþróttakeppni sinni, og hún þar með að verða hans síðasta. Hann var tekinn og tjóðraður. Á meðan stóðu þær Húfa & Hosa úti í horni túnsins, bitu nýgræðinginn og höfðu ekki áhuga á íþróttum. Þóttust sennilega hafa séð annað eins á sinni löngu æfi. Því að þær eru báðar komnar töluvert til ára sinna. Húfa er fædd og uppalin þarna á staðnum, en Hosa fæddist austur í Hreppum, var keypt þangað nokkurra vetra gömul. Húfa lítur mjög alvarlegum augum á lífið, er sjaldan í góðu skapi, og matvönd er hún svo að oft horfir til vandræða. Aftur á móti er Hosa mjög skapgóð, og matlystug, étur allt sem henni er boðið, og stundum miklu meira en það; hún hefur til dæmis fundið upp aðferð til að opna mjölgeymsluna þegar enginn sér til. Einu sinni opnaði hún kart- öflupoka þó rammlega væri bundið fyrir, og hafði klárað úr honum rúman helming þegar að var komið. Annars er það margra álit að þessar tiltektir Hosu stafi ekki endi- lega af matgræðgi, heldur kannski miklu frekar fróðleikslöngun. Hosa er sem sé á- litin mjög vel gefin. Þannig skarar hún' fram úr Húfu ekki aðeins hvað lundarfar snertir, heldur einnig vitsmuni. Mætti þetta vera vísbending til þeirra sem halda það sé gáfumerki að vera alltaf óánægður með lífið. v Á sumrin eru þær Húfa & Hosa hafðar á beit skammt frá heimili sínu, á svolitlum túnbletti nálægt kálgörðunum í Kringlu- mýri. Þar eru þær vandlega lokaðar inni, enda mega þær hvergi sjást lausar í bænum svo lögreglan sé ekki óðara komin og farin að hafa í hótunum við þær. Samt kemur það fyrir að þær losna úr girðingunni & fara í rannsókmrleiðangra út í veröldina. Um eitt skeið virt st þær hafa mikinn áhuga á sjávarútvegsmaíum, gripu hvert tæki- færi til að skreppa niður á Kveldúlfs- bryggju. Meiri áhugi hafa þær þó að jafn- aði sýnt hreinlætisn.álum, og hefur hann einkum birst í tíðum ferðum þeirra upp á Barónsstíg til að skoða Sundhöllina. Einu sinni týndust þær og iágu úti nótt í Blesu- gróf. Þar voru þær mjög þungt haldnar af heimþrá og réðu sér ekki fyrir fögnuði þegar eigendur þeirra komu og fundu þær. Niður í Miðbæ hafa þær aldrei farið, enda er þeim liliú uT. ösina á götunum og umferðarskarkio', hata bíla og fyrirlíta stræt- isvagna. Auk þess er þeim ljóst að’í slíkum leiðangri kynnu þær að valda stórum hneykslum. Svo maður tali nú ekki um þau ósköp að málið mundi sennilega verða kært til hærri staða og kosta næturfund í bæjar- stjórninni. AÐ var óskaplega ákveðin grein í Þjóð- viljanum síðastliðinn sunnudag gegn fljúg- andi diskum, og þegar við fórum að lesa greinina (sem við sumpart vorum nýbúnir að lesa í Time), þá kom á daginn, að Þjóð- viljinn var ekki einungis fjandmaður fljúg- andi diska, heldur líka ákaflega hneykslaður á tveimur stuðningsblöðum fljúgandi diska: Life & REYKVÍKINGI. Þjóðviljinn sagði, að Life (sem er systurblað Time) hefði birt ,,dellugrein“ um fljúgandi diska, en svo hefði Time (sem þá er auðvitað syst- urblað Life, bara betri systirin) ljóstrað öllu saman upp og eftir sæti Life með sárt enni. REYKVÍKINGI (sem er einbirni) gaf Þjóðviljinn gúmorin fyrir að birta úrdrátt úr „dellugrein“ Life, og Life sjálfu gaf Þjóð- viljinn gúmorin fyrir að birta frumdelluna. Uppi stóð þá með pálmann í höndunum Time-Þjóðvilja samfylkingin — og Donald nokkur Menzel stjörnufræðingur, sem sam- kvæmt yfirlýsingu bandalagsins framleiðir fljúgandi diska heima hjá sér. REYKVÍKINGUR, sem er ákaflega frið- samur, hefur út af fyrir sig ekkert við það að athuga, þótt menn kjósi að trúa ungfrú Time og kalla systir hennar rakinn lygara. Bara finnst okkur á REYKVÍKINGI það fjandi frekt af einu bandalagi, að ætla að skjóta niður alla fljúgandi diska með fram- burði stjörnufræðings, sem ekki hefur fund- ið halastjörnu hvað þá meira, þegar einn af okkar heimildarmönnum og eitt ákveðnasta vitnið um tilveru fljúgandi diska er ekki ómerkari stjörnufræðingur en hr. Clyde W. Tombaugh, FINNANDI REIKISTJÖRN- UNNAR PLUTO. Og hananú! ★ ★ REYKVÍKINGUR I

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.