Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 14

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 14
Þessi frásögn er tekin tir bók sem bandarískur sjóliðsfor- ingi, Daniel V. Gallery, befur skrifað um ýmsa óvenjulega atburSi sem fyrir hann komu í stríðinu. Frásögnin gerist hér á tslandi, fess er að vísu ekki getið nákvæmlega hvar á landinu, en okkur virðist sennilegast, aS fjörSur sá sem um er rætt sé Skerjafjörður. Hvað skyldi ykkur virðast? AiYieríkanar9 Bretar og — boltinn SkÖMMU eftir að ég var sendur til ís- lands að hafa yfirstjórn á flugstöð banda- ríska flotans sem skyldi vera Bretum til aðstoðar við að verja skipalestir, • barst á staðinn sending af skemmtitækjum. Þegar við opnuðum kassana, eins og krakkar á jól- um, fundum við meðal annars strandbolta*, sem við blésum samstundis upp, uns hann var orðinn eins stór og til var ætlast, fimm fet í þvermál. Síðan settum við boltann út fyrir dyrnar á samkomuskálanum, og héldum áfram að kanna innihald kassanna. Maður skyldi aldrei láta liggja eftirlits- laust á íslandi neitt það sem er eins létt og fyrirferðamikið eins og strandbolti, því að vindurinn kemur áreiðanlega og feykir því burt. Og þannig fór einnig um strand- boltann okkar. Ég kom út úr samkomu- skálanum rétt í tæka tíð til að sjá hann skoppa niður hæðina, yfir mararkambinn og út á sjó. Hann sigldi hraðbyri yfir fjörð- inn og lenti upp á ströndinni hinum megin, þar sem bresk loftvarnarsveit hafði skála sína. Ég vildi fá boltann aftur, og þessvegna fór ég 1 símann til að hafa tal af yfir-, manni bresku loftvarnasveitarinnar. í þetta skipti — eins og reyndar oft endra- nær — vildi svo til að símakerfi okkar var ekki í fullkomnu lagi, línum hafði sleg- ið saman, og heyrði ég að vinur minn hinum megin við fjörðinn var að tala við aðal- stöðvar breska flotans á staðnum. „Það stærsta bloody tundurdufl sem við höfum nokkurntíma séð, var að reka hér upp á ströndina“, heyrði ég hann hrópa. „ Sendið okkur menn til að gera það óvirkt“. t JLi G hengdi upp tolið an þess að segja orð, og hringdi síðan sjálfur í aðalstöðvarnar. Ég tilkynnti- að við hefðum séð tundurdufl reka á land, meðal okkar væru þaulreyndir sérfræðingar í að gera slík vopn óvirk, og ef höfuðstöðvarnar kærðu sig um, værum við reiðubúnir að taka málið í okkar hendur. * Orðið er ekki sérlega gott, það skal viður- kennt. En þarna er átt við gríðarstóra bolta, sem fullorðnir jafnt sem börn hafa tíðum að leikfangi á baðströndum erlendis. Munu margir kannast við þá úr kvikmyndum. Þeir í höfuðstöðvunum urðu auðvitað fegnir að losna við verkið, þáðu boð okkar með þökkum. Ég kallaði fyrir mig tólf menn og skýrði málið. Og nú var tafarlaust skipulögð „deild sérfræðinga í að gera tundurdufl óvirk.“ Við söfnuðum í skyndi saman ýmiskonar tækj- um og mælum, þar á meðal hreyfanlegri vallarsímstöð og rafmagnsmæli, stukkum upp í éppa og ókum í flýti fyrir botn fjarðarins og inn í herbúðirnar hinum megin. Þar hittum við fyrir bandamenn okkar, sem mændu alvörugefnir á „tund- urduflið“ úr hæfilegri fjarlægð. Þangaðkoma hinna íbyggnu sérfræðinga okkar dró auðsjáanlega úr þeirri tauga- spennu sem ríkti á staðnum. Við höfðum allir lesið nóg um tundurdufl gerð óvirk til að haga okkur sérfræðingalega. Þegar í stað settum við nokkra menn til að halda vörð og sjá til þess að áhorfendur kæmu ekki nær en hollt gæti talist. Síðan létum við einn mann taka sér stöðu með vallar- síma hjá „tundurduflinu" og annan um það bil hundrað metra í burtu, til þess að sér- fræðingadeildin gæti gefið nákvæmar upp- lýsingar um það hvernig hún hagaði verk- inu, og þær síðan verið skrifaðar niður jafn óðum til leiðbeiningar fyrir slíkar sér- fræðingasveitir í framtíðinni, ef svo færi að þessari yrði á einhver skyssa og hún spryngi í loft upp. EGAR þannig hafði gengið á allskyns galdraskap með mælana og miklum síma- hringingum fram og aftur í nokkrar mínút- ur, gáfum við loksins merki um, að hið mikla augnablik væri komið. Og meðan hópurinn starði á þögull og fullur eftirvæntingar, opn- uðum við ventilinn á boltanum, hleyptum út loftinu — og flýttum okkur sem mest við máttum burt af staðnum. Það er sjálfsagt engin þörf að taka það fram, að þessi atburður flýtti mjög fyrir góðum kunningsskap milli okkar og Breta. Kjötleysi mikið ríkir nú á íslandi sem kunnugt er. Fæst í búðum yfirleitt ekki annað en hvalkjöt, og svo einstöku sinnum svonefnt alikálfakjöt. Sumir draga þó í efa, að þetta sé raunverulegur alikálfur, og finnst það líkara því að vera alikálfamóðir. . . . Hjá íbúum Kópavogs er síminn víða að breytast í útvarp, — og breytingin raunar langt á veg komin. Þetta lýsir sér í því, að meðan íslenska útvarpið er að starfi glymur dagskráin í síma þessa fólks, og það svo mjög, að stundum þarf að hrópa hátt ef sá á að heyra sem talað er við. Má í þessu sambandi spyrja, hvort ekki væri réttast fyrir fólkið að neita að greiða síma- gjaldið, en greiða í staðinn afnotagjald til útvarpsins ... Nú er það mikil tíska, að fólk komi fram í blöðum og segi frá því hvers- vegna það ætli að kjósa þennan eða hinn frambjóðandann til forsetakjörs. Stuðnings- menn eins frambjóðandans komu að máli við Stein Steinar og vildu fá hann til að taka þátt í þessari keppni. Steinn kvað það guðvelkomið að hann kysi viðkomandi frambjóðanda, en hann vissi bara alls ekki hvers vegna . . . Það tíðkast nokk- uð, til dæmis í sambandi við afmæli meiri háttar fyrirtækja, að afmælishaldendur fái keyptan niðri í Nýborg sérstakan kokkteil, sem starfsmenn þar blanda sjálfir eftir þörf- um og afgreiða í hverskyns ílát sem eru hendi næst. Kokkteiil þessi kostar miklu minna en hinir opinberu kokkteilar stofnun- arinnar. Er þetta mjög hagkvæmt fyrir- komulag, og rétt að almenningur fái að vita um það . . . Karl Guðmundsson leikari er kominn til landsins. Honum fer stöðugt fram í eftirhermunum. Til dæmis er hann nú farinn að herma eftir karlakórum . . . Það fréttist alltaf um nýjar og nýjar sjóðþurrðir. Féhirðar ætla auðsjáanlega ekki að kafna undir nafni . . . LAUSN A KROSSGÁTU VIII. Lárétt: 1. Orlofin. 5. Ormsson. 9. Tjóðruð. 10. Borð. 11. Ær. 13. Re. 14. Einráð. 15. Undri. 16. Nizam. 19. Kalk. 20. Rán. 23. Ami. 24. Torg. 25. Aftur. 28. Hvell. 29. Bakari. 32. Óm. 34. Ey. 35. Róla. 36. Sumarið. 38. Nýgetið. 39. Ap- arnir. — Lóðrétt: 1. Osturinn. 2. Ljót. 3. Færri. 4. Náðar. 5. Ofboðsleg. 6. Mörður. 7. St. 8. Nornin. 12. Ádrátt. 17. Zimsen 18. Má. 19. Klofbragð. 21. Ha. 22. Úrsmiður. 26. Ó- hrein. 27. Fljótt. 30. Kasta. 31. Ramba. 33. Grín. 37. Og. Reykvíkingur — Ritetj. og ábm. Gtell J. Aatþómou — AfgrelSaU: Þingholteatr. Vt. Sími 6860 — Prentað í Prentem. Þjóðvlljans h.f. 14« SIIEYÍKINGUr

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.