Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 10

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 10
Það er hreint ekki vandalaust að lifa í hamingjusömu hjönabandi Hér eru nokkur heilræði hinna vitrustu manna MT AÐ eru hvergi í víðri veröld fleiri hjóna- skilnaðir en í Bandaríkjunum. Þar hafa ver- ið opnaðir sérstakir dómstólar til þess að slíta hjónabönd, og þar í landi eru heims- frægir bæir fyrir skjóta og fyrirferðalitla hjónaskilnaði. Þar í landi er Renó, sem er paradís bandarískra hjónaskilnaðarkandí- data, og þar í landi er sú skilnaðarástæða sumstaðar talin fullgóð, að annar helmingur hins mislukkaða hjónabands sé leiðinlegur. Þó er það sennilega staðreynd, að fá lönd í víðri veröld hafi á undanförnum árum reynt á jafn vísindalegan hátt og Bandaríkin að leysa leyndardóm hins farsæla hjónabands. Þar í landi er þetta orðin talsverð vísinda- grein, og þaðan berst nú sú fregn, að það megi heita fullsannað með vísindalegum rannsóknum, að undirstaða hins hamingju- sama hjónabands sé bara eftir allt saman glöggur skilningur beggja stríðsaðila á til- finningalífi hvor annars. E IN sú stærsta hætta, er steðjar að hjóna- bandinu (segja hinir bandarísku sérfræð- ingar), á rætur sínar að rekja til þeirrar til- hneigingar sumra manna að víkja máli sínu í tíma og ótíma að hvimleiðum efn- um. Eitt hvimleiðasta efnið, sem karlmenn vita um, er (óhagstæður) samanburður á þeim og öðrum karlmönnum. Um þetta atriði segja sérfræðingarnir: Þegar eiginkonan byrjar að gera saman- burð á eiginmanninum og t.d. föður sínum, bróður eða gömlum kærasta, þá er vissast að fara varlega. „Ef þú hefðir gert það sem hann pabbi var að segja þér að gera, þá værum við betur komin“. ,,Ef ég hefði gifst honum Jóni, þá væri lítil hætta á því, að ég væri þvottamaskínulaus“. — Svona sam- M. LAÐURINN lifir eikki á einu saman brauðinu. Hann getur á yfirborðinu verið hinn mesti harðjaxl, en ef í honum er nokk- ur mannleg taug, þá gerir hann þrjár aðal- kröfur til lífsins: 1) Hann þráir efnalegt og félagslegt ör- yggí- 2) Honum er eiginlegt að elska og vera elskaður. 3) Hann má ekki glata sjálfsvirðingu sinni. Einmitt þarna, segja þeir sérfróðu, liggur hundurinn grafinn. Þegar eiginmaðurinn eða eiginkonarj lætur þessar meðfæddu hvatir lönd og leið, þá er voðinn vís. Það er ekki þar með sagt, að sá seki sé sjálfur gjörsneyddur þessum eiginleikum: hann er bara of önnum kafinn eða hugsunar- laus til að gefa sér tíma til að sinna þeim. Bandarískir hjúskaparsérfræðingar segja, að á þessu sviði séu karlmennirnir breyskari en kvenfólkið. „Þeim hættir til að líta á heimilið sem einkafyrirtæki konunnar. Þeir ætlast til þess, að hún stjórni þessu fyrir- tæki. Það hvarflar ekki að þeim að hrósa nýja kjólnum hennar eða nýju gluggatjöld- unum, sem hún hefur búið til af mikilli alúð, og þó eru þessi „smáatriði" einmitt snar þáttur í tilfinningalífi hennar." Dæmi: Ung kona keppist við það frá morgni til kvölds að prýða heimilið sitt. Hún bónar gólfin, fægir silfrið, reynir á allan hátt að gera manninum sínum til geðs. En þegar hann kemur heim og er búinn að hengja upp hattinn sinn, þá tekst honum á einhvern óskiljanlegani hátt að finna „veiluna“ í húshaldi konunnar sinnar. „Hversvegna", spyr hann hneykslaður, „er engin sápa i baðherberginu?“ Og annað ekki. Þetta er kannski ekki til þess fallið að gera af því veður. En þegar þetta — þessi tónn — endurtekur sig dag eftir dag, þá er hjónabandið í hættu. anburður fer óskaplega illa með sjálfstraust karlmannsins og er næstum því örugg leið til að gera hann þveran og fúllyndan. Alveg á sama hátt fer eiginmaðurinn ó- sjaldan í taugarnar á konunni sinni með ,,góðlátlegri“ stríðni, „eitt afbrigði af sad- isma“, segja sérfræðingarnir. Flestar konur vilja gjarnan vera laglegar — að minnsta kosti í augum mannanna sinna. Brandarar, sem gefa lymskulega í skyn, að þessu sé öðru vísi varið, falla þessvegna alls ekki í góðan jarðveg. Heilræði: Vertu nærgætinn og láttu það ekki fara fyrir ofan garð og neðan, þegar frúin þín næst gerir sig fína. Það er allt eins líklegt, að hún sé að þessu þín vegna. Mi lEIRIHLUTI giftra karla kemur heim til sín að kvöldi, heilsar og hverfur svo umyrða- laust bak við dagblaðið. Svona endurfund- ir að loknum starfsdegi boða ekkert gott. Báðir aðilar ættu að reyna að gera sér það ljóst, að maðurinn er engin vél og mak- inn enginn venjulegur „kunningi". Og mað- urinn er nú einu sinni þannig gerður, að honum nægir ekki að halda að hann sé elskaður, hann vill gjarnan fá að heyra það öðru hverju. Þetta er auðvelt: eitt eða tvö orð, áður en tekið er til við blaðið. TILFINNINGARNAR eiga sína eigin tungu. Þegar maður særir tilfinningar ann- ars manns, þá er það oft hreinasta óvilja- verk. Hann kann ekki þetta tungumál tilfinningalífsins. Þarna eru börnin alveg sérstaklega viðkvæm. Maðurinn, sem segir við son sinn fimm ára: „Farðu, láttu mig í friði“, segir á máli tilfinninganna: „Mér þykir ekkert vænt um þig“. Hann ætlar auðvitað ekki að segja þetta. Hann á við: „Ekki núna, sonni minn, ég er svo þreytt- ur“. En hvað er þá því til fyrirstöðu að orða þetta svona? Hjúskaparfræðingarnir bandarísku segja, að það sé í rauninni auðvelt að komast hjá því að særa tilfinningar maka síns. Maður þurfi bara að hafa opin augun fyrir því, hvað sé hvimleitt og særandi að hans dómi, og haga sér samkvæmt því. Þetta sé sjálf- sögð tillitsemi. Dæmi: Hirðulaus eiginkona getur gert manninn sinn taugaveiklaðan og skapillan á nokkrum vikum, ef hann hefur vanist því frá blautu barnsbeini, að hver hlutur sé á sínum stað. Það getur vel verið, að kröfur mannsins séu sérviskulegar og öfgafullar. En sé hann svona gerður, þá er að taka því. ,Ð lokum þetta: Allir menn, jafnt karlar sem konur, skipta skapi. Það er sennileg- ast ekki til svo sauðmeinlaus maður á öllu íslandi, að ekki sé með einhverjum 10 REYKVÍKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.