Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 6

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 6
LISTINlBORÐR OLlllirm I o«i—ITIITÍ''Iiiri—bm——ga—n ■ n nHilii1 m n ■■ ’n — l M ATSEÐILL vikunnar" hefur veri? mjög í móðinn það sem af er þessu ári. Morgun- blaðið reið á vaðið með matarkaupajátning- ar óbreyttra borgara og matarkaupahugleið- ingar sérfróðra borgara, og svo varð úr þessu íslensk ritdeila með ónöfnum og öðr- um skemmtilegheitum, og Valtýr sagði að andstæðingarnir hef ðu ekki hundsvit á mat, og andstæðingarnir sögðu að Valtýr hefði ekki hundsvit á mat — og almenn- ingur hélt áfram að éta fisk á rúmhelgum dögum og kjöt um helgar. Hér fer á eftir matseðill REYKVÍKINGS, nýstárleg- ur matseðill, saminn af bandarískum mann- eldisfræðingum, sem hvorki hafa heyrt Valtýs getið né hinna sérfræðinganna. Hér segir í stuttu máli frá niðurstöðum Banda- ríkjamanna um mataræði, eins og þær birt- ust í júníhefti Reader’s Digest. MORGUNVERÐURINN ER MIKIL- VÆGASTA MÁLTÍÐ DAGSINS Rétt — Slæmur morgunmatur spillir heilsunni, dregur úr stafsfjöri og getur jafn- vel stefnt hjónabandssælunni í voða. Rann- sóknir sanna, að menn, sem sleppa morgun- verði að staðaldri, þjást meir en aðrir af næringarskorti, auk þess sem þeir eru lélegri námsmenn en morgunæturnar og gera fleiri vitleysur á vinnustað. Manneldis- fræðingar kenna slæmum eða engum morg- unverði um margan hjónaslaginn — og stundum um hjónaskilnaði. HEIT MÁLTÍÐ HITAR MANNI Rangt — Hitinn er bundinn í hitaein- ingum (kalóríum) hverrar máltíðar. Hita- einingarnar í rjómaís geta því vermt betur en t.d. diskur af snarpheitri súpu. LÍKAMANUM KEMUR VEL AÐ FÁ ALLT AÐ FIMM MÁLTÍÐIR Á DAG Rétt— Tvær smærri máltíðir milli aðal- málíða (t. d. „morgun- og síðdegiskaffið“ eins og það tíðkast á mörgum íslenskum vinnustöðum) koma að góðum notum. Þær skerpa hugann, auka líkamsþróttinn — og minnka líkurnar fyrir ofáti á hádegi og að kvöldi. ÞVÍ MEIRA SEM ÞÚ BORÐAR ÞVÍ MEIRA VILTU FÁ Rétt — Ef þú borðar yfir þig í dag, þá verðurðu svangari á morgun. Stórmáltíðir þenja út magann og orsaka óeðlilega mat- arlyst. Á sama hátt valda litlar máltíðir þverrandi matarlyst — að vissu marki. ÞAÐ ER AUÐVELDARA AÐ MEGRA SIG MEÐ „LÍKAMS- ÆFINGUM" EN MINNI MATAR- SKAMMTI Rangt — Til þess að losa líkamann við hitaeiningar einnar brauðsneiðar, þyrfti við- komandi helst að klöngrast upp stigana í 20hæða húsi. Til þess að gera jafntefli við einn disk af góðum súkkulaðiís, dugar ekki minna en klukkustundar erfiðisvinna. Og svo verður maður glorhungraður á öllu sam- an. ÞÚ ERT ERFIÐASTUR í UMGENGNI FYRIR MATINN Rétt — Rannsóknir sýna, að menn eru skapmestir rétt áður en kallað er til mál- tíða. Á hinn bóginn eru menn aldrei bón- betri en þegar þeir eru nýbúnir að borða. MATUR ER MEÐAL VIÐ OFÞREYTU Rangt — Mikið erfiði orsakar mikla og óeðlilega matarlyst. En menn skyldu var- ast að borða mikið, þegar þeir eru ó- venjulega þreyttir. Meltingarfæri líkamans eru lika þreytt; árangur (stundum): maga- pína. BÓLBITINN TRUFLAR SVEFN- FRIÐINN Rangt — Ein brauðsneið undir háttatíma, súpudiskur eða bölli af mjólk gefur góð- an svefn. Þetta örvar blóðrennsli til melt- ingarfæranna, minnkar það til heilans. En menn skyldu samt ekki borða ,,þungan“, feitan mat á sænginni og það er nauðsyn- legt að gæta hófsemi. EF FLESTIR FEITIR MENN BORÐ- UÐU EKKI MEIRA EN ÞEIR SEGJAST BORÐA, ÞÁ VÆRU ÞEIR GRANNIR Hárrétt — Feitt fólk, sem segist „lifa á loftinu”, er kannski ekki lygnara en gengur og gerist. Hér er annað hvort um sjálfs- blekkingu að ræða, eða þetta fólk borðar lítið saman borið við það sem það gæti borðað og vildi helst borða. Sú tilraun var fyrir skemmstu gerð á bandarísku sjúkrahúsi að gefa nokkrum offitusjúkling- um nákvæmlega þann matarskammt, sem þeir sögðust veita sér heimafyrir. Þeir létt- ust um fimm pund á dag. ÁSTIN OG FRAMVINDA MENN- INGARINNAR (SKT-deild) Svo sem kunnugt er hefur aukin fram- leiðsla íslenskra dægurlagateksta verið talin meðal hinna meiri ávinninga að danslaga- keppni SKT, og túlkuð sem styrkur mikill fyrir menningu vora og tungu. Við birtum hér einn þeirra teksta sem seinasta dans- lagakeppnin færði þjóðinni: Hún: Elskar þú mig? Hann: Já. Hún: Segðu mér aftur. Elskarðu mig? Hann: Já. Hún: Segðu það aftur. Elskarðu mig? Hann: Já, alltaf ég elska þig. Elskar þú mig? Hún: Já. Hann: Segðu það aftur. Elskarðu mig? Hún: Já. Hann: Segðu það aftur. Elskarðu mig? Hún: Já, alltaf ég elska þig. Bæði: Þá skulum við eyða ævinni í það sem elskendur jafnan hafast að: Dansa og syngja um dægrin löng, dásama allt með gleðisöng. Elskarðu mig? Já. Segðu það aftur. Elskarðu mig? Já. Segðu það aftur. Elskarðu mig? Já, alltaf ég elska þig. CREAM CRACKERS, BISKUPINN, MARIE OG PRÓFESSOR GYLFI (Hannesar á horninu deild 14. 6.) Frá forstjóra Esju, Sæmundi Ólafssyni, hef ég fengið eftirfarandi: „Þú ert óánægður með nafnið á Water kexinu, og kallar það skrípanafn. Ennfremur ert þú með hugleið- ingar um það, að kexið muni vera framleitt að mestu úr vatni. Á kexi eru ýmis alþjóðleg nöfn, sem hafa borist hingað með erlendu kexi og fylgt því eftir að framleiðsla á kexi var hafin hérlend- is, t. d. Cream Crackers, Saloon, Marie, Kremkex o. s. frv. Mér virðist þetta hlið- stætt embættisheiti biskupsins, séra Bjarna, rektor háskólans og vinar okkar, prófessors Gylfa Þ. Gíslasonar, sem vinnur við Háskóla íslands .... VIÐBURÐARÍKUR SJÓMANNADAGUR Á AKUREYRI (AB-deild). Frá fréttaritara AB á Akureyri. Sjómannadagurinn hér fór fram á líkan hátt og undanfarin ár. Veður var gott og þátttaka almenn. HAFR. DULARFYLLSTA FRÉTTIN SEM VIÐ MUNUM EFTIR ÞESSA STUNDINA (Landaleitadeild Mbl.). MEÐAL þeirra þjóðríkja, sem tilkynnt hafa þátttöku í sumarleikjunum í Helsing- fors er Lichen 0 REYKVIKINGUR

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.