Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 11

Reykvíkingur - 20.06.1952, Blaðsíða 11
hætti hægt að fá hann til að stökkva upp á nef sér. Ennfremur virðist það vera eðli- legur gangur lífsins, að karlar og konur eigi sína bölsýnisdaga, sína dimmu daga, þegar smæstu yfirsjónir verða að hrylli- legum glæpum og eitt aðfinnsluorð að fólskulegri árás. Svona er þetta og svona hefur þetta alltaf verið og svona verður þetta sennilega um alla framtíð. En það er líka til ráð við því, eins og öðrum brýn- um heimilisvandamálum. Sérfræðingarnir bandarísku ráðleggja giftu fólki „að draga háskamerkið hiklaust að hún“. Þeir segja: Það er heimskulegt að leyna þessu. Það er líka hættulegt. Það er sjálfsagt að segja sannleikann og kannast kinnroðalaust við dimmu dagana. Til dæmis getur eigin- maðurinn, sem kemur heim eftir einstak- lega erfiðan dag, aðvarað konuna sína ein- hvernveginn svona: „Meiri dagurinn þetta. Þér er ráðlegast að fara þér hægt, því annars getur meir en verið að ég rjúki upp á háa c-ið“. t........... 1 .......................... Bjarni Bö og fleira fólk ^ —--------------------- Gunnar Saloraonsson var að koraa til Kaup- inannahafnar úr ferðalagi erlendis, og venju sara- kvæmt þyrptust Itlaðamcnn utan um hann. „Hvað raunduð þér gera, hr. Ursus," spurði einn hlaðainaðurinn, „ef sterkasti lögregluþjónninn hcr í borginni yrði sendur á móti yður?" „Þá raundi ég taka utanum hann,“ svaraði Gunnar, „og sprengja hann." ★ Bjarni Böðvars var eitt sinn sera oftar með liljómsveit sína á Lækjargötu 17. júní. Varð þá skyndilcga langt hlé á leik hljómsveitarinnar. Sást Bjarni leita af miklum hug í blaðahunka, og hafði auðsjáanlega týnt einhverju af nótum. Þcgar þetta hafði staðið í 5 mínútur, rétti Bjarni sig loksins ttpp og hrópaði yfir hljómsveitina: „Impróvera í Es-dúr." ★ Helgi Hjörvar var á förum til útlanda, og kom á bæjarskrifstofurnar að fá vottorð um að liann skuldaði ekki útsvarið. Hermann Hermannsson, fyrrvcrandi markvörður, afgreiddi Helga. „Hvert eruð þér að fara?" spurði Hcrmann. „O, ég er að fara til útlanda," svaraði Helgi. „Já, en hvert til útlanda?" spurði Hermann. Helgi hélt áfram að svara út i hött. Og þannig iengi. 1‘angað til fauk í Hermann, og hann spurði: „Þér eruð kannski að fara til Putalands?" /twríkultntií ktfehýclkáihA VlKAN sem er að byrja þegar ég skrifa þetta heitir ,,Bréf-frá-Bandaríkjunum-vika“, og eru allir þeir sem tök hafa á beðnir að skrifa til útlanda og segja satt og rétt frá heimilis- og lífsháttum sínum. Þessar bréfa- skriftir eiga að sporna við því að áróðurinn að austan festi rætur og telji öðrum þjóðum trú um að hér sé ekki allt með felldu. Nú hefur talsvert borið á villandi og ó- ábyggilegum frásögnum í þessum þætti, og hafa útgefendur blaðsins reynt að bæta úr þessu með leiðréttingum um mun á stigum og mörkum í baseball og almennri notk- un á páskakjusum. Eftir efni blaðsins að dæma virðast þessir sömu menn hafa nóg að gera með nefið niðrí öllu, þótt ekki bætist við sífelldar leiðréttingar á skrifum fáfróðra kvenna erlendis, og ætla ég því að hugsa mig um tvisvar áður en ég legg út í lýsingar á klæðaburði hérlendra, og þrisvar fyrir hverja athugasemd um íþrótt- til þess starfa. Ekki hefur Magga alltaf tíma til að sitja og lesa og rökræða, frekar en aðrar húsmæður, en létt munu henni veitast heimilisstörfin, því meðan hún tekur til og eldar, skrúfar hún frá sjónvarpi og fylgist þar með málefnum sem Bíblían ekki fjallar um. — Maður Möggu fer árla morg- uns til vinnu sinnar og er ævinlega kvadd- ur með áminningu um að sakna hennar og fullvissu um að hún elski hann, og þarf ekki að liggja á hleri til að heyra þá ástar- játningu, því Magga er raddsterk og hefur engu að leyna. L íbúðinni fyrir ofan Möggu býr kona sem hvorki er fædd né uppalin á þessum slóð- um og hefur megnustu fyrirlitningu á menntun, skoðunum og lifnaðarháttum hér í borg. Hefur hún sagt mér í trúnaði, að sér finnist að Magga ætti sem fyrst að Einnig vildi ég gjarnan verða við ósk innlendra um að segja satt og rétt frá heimilislífi mínu hér, en þótt ég se hvorki meðlimur í Ku-Klux-Klan né sælist eftir heimsyfirráðum, get ég ekki tekið sjálfa mig og mitt heimili sem dæmi um lifnaðarháttu almennings hér. Ég verð því að hnýsast inn á heimili náungans, og byrja þá í íbúð- inni hinum megin við ganginn. AR búa hjón og eiga þau eina dóttur á þriðja ári. Þessi litla dóttir varð óbeinlínis til þess að vinátta tókst ekki með mér og nágrannakonu minni fyrstu vikurnar eftir að hún flutti inn. Þetta vildi þannig til, að daginn sem nágrannakona mín, sem við skulum kalla Möggu, flutti inn, hitti ég þær mæðgur fyrir framan húsið. Litla dótt- ir Möggu var eitthvað að óþægðast, Magga var þreytt og eitthvað mun hafa verið bogið við mína ásjónu, því fyrstu orðin sem ég heyrði Möggu segja voru á þá leið, að ef litla dóttirin ekki bætti ráð sitt samstundis, mundi þessi kona (ég) skera af henni eyr- un. — Nú er Magga búin að hvíla sig, litla dóttirin orðin þæg og góð (að minnsta kosti hefur hún eyrun á sínum stað), og við Magga orðnar bestu vinkonur. Ég skrepp stundum yfir ganginn til að rabba við Möggu, en hún hefur undanfarið varið hverri frístund til að lesa góðu bók- ina (Bíblíuna) og segir að á þann hátt geti hún sagt fyrir um óorðna hluti, og fundið ástæðu fyrir orðnum hlutum. Þó segir hún að í bókinni séu kaflar sem hún eigi erf- itt með að skilja, nema hún hafi einhvern til að rökræða þá við, og hef ég verið valin hypja sig aftur inn í hólinn sinn og láta afskiptalausa óorðna hluti í sínu lífi og annarra. Þessi kona heitir Sissa og er mjög vel að sér um alla hluti, meðal annars segist hún aldrei hafa látið blekkjast af bulli því sem kennt er í barnaskólum um Eskimóa, en þar mun henni hafa verið sagt að þeir klæddust skinnum og að mér skilst byggðu land það sem ísland heitir. Svo búa barnlaus hjón á loftinu fyrir ofan mig og veit ég ekki annað um þau en að á frídögum sínum setjast þau á gras- blettinn fyrir framan húsið og kyssast án afláts. Þá er komið að þriðju hæðinni. Þar býr aldrað fólk og virðist ekkert eiga sameig- inlegt með öðrum íbúum hússins, ekki einu sinni. veðráttuna. Því þegar elskendurnir á loftinu sitja í sólbaði og Eskimóinn á neðstu hæð má sig hvergi hræra fyrir hita, kemur sú gamla dúðuð í vetrarkápu og með lambhúshettu af amerískri gerð. En kannski er þetta fólk engu betra dæmi en ég um almenning hér, því sagt er að það dragi sig saman sem dámlíkast er. Hætti ég því að tala um náungann — og hypja mig inn í hólinn minn. REYKVÍKINGUR 11

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.