Fréttablaðið - 21.02.2013, Page 4
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SUÐUR-AFRÍKA, AP Rannsóknarlög-
reglumaðurinn Hilton Botha viður-
kenndi að ekkert hefði fundist við
rannsókn málsins sem afsannað
gæti frásögn Oscars Pistorius af
atburðum næturinnar 14. febrú-
ar, þegar hann skaut kærustu sína
Reevu Steenkamp.
Botha átti í nokkrum erfiðleikum
með að svara spurningum verjenda
Oscars Pistorius í réttarsal í gær.
Saksóknari í málinu segir engu að
síður ljóst að Pistorius hafi myrt
kærustu sína að yfirlögðu ráði.
Botha viðurkenndi meðal ann-
ars að vitni, sem sagðist hafa heyrt
hávaðarifrildi inni á heimili Pistor-
ius, hafi verið í 600 metra fjarlægð
frá húsinu. Nokkru síðar sagði hann
að fjarlægðin hefði verið 300 metr-
ar, sem engu að síður er nokkuð
langt til að geta fullyrt að hávaðinn
hafi komið nákvæmlega úr þessu
tiltekna húsi.
Þá viðurkenndi Botha ýmis mis-
tök lögreglu á vettvangi, þar á
meðal að verjendur hefðu fundið
notað skothylki í salernisskál sem
rannsóknarlögreglunni sást yfir.
Botha hafði einnig fullyrt að ólög-
legir sterar og nálar hefðu fundist
á heimili Pistorius, en átti engin
andmæli þegar verjendur fullyrtu
að þetta hefði verið löglegt jurtalyf.
Pistorius segist hafa staðið í
þeirri trú að hann væri að skjóta á
innbrotsþjóf inni á salerni íbúðar-
innar.
Saksóknari segir að það sé ekki
nokkur möguleiki á að Pistorius
hafi haldið að Steenkamp væri sof-
andi í rúmi þeirra. - gb
Rannsóknarlögreglan átti í erfiðleikum með að svara spurningum verjanda Pistorius:
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd
OSCAR PISTORIUS Í dag tekur dómari
afstöðu til þess hvort Pistorius verði
látinn laus gegn tryggingu.
NORDICPHOTOS/AFP
FASTEIGNIR Sveitarstjórn Djúpa-
vogs segir kaup ríkisins á óðals-
jörðinni Teigarhorn mikið
fagnaðar efni. Þau stuðli að enn
frekari verndun náttúru- og
menningarminja á svæðinu og
að vatnstökusvæði þéttbýlisins á
Djúpavogi sé tryggt.
„Þá má leiða líkur að því að
kaupin muni styrkja svæðið í
heild mjög mikið til framtíðar
litið er varðar ferðaþjónustu- og
menningartengda starfsemi,“
segir sveitarstjórnin sem kveður
sveitarfélagið reiðubúið að annast
umsjón Teigarhorns. „Þakka skal
öllum sem höfðu aðkomu að frá-
gangi þessa máls, ekki síst fyrr-
verandi óðalserfingjum.“ - gar
Kaup ríkisins á Teigarhorni:
Styrkir svæðið
til framtíðar
DANMÖRK Frjósemi Dana fer
sífellt minnkandi og er nú svo
komið að fæðingar duga ekki
til þess að viðhalda fólksfjölda í
landinu.
Í frétt í Politiken segir að tæp-
lega 58 þúsund börn hafi fæðst
í Danmörku í fyrra, sem er það
minnsta í áraraðir. Í samanburði
fæddust 65.000 börn árið 2008.
Fæðingatíðni er nú komin niður
í 1,7 börn á fjölskyldu og fimmti
hver Dani er barnlaus.
Skýringarnar gætu legið í því
að sæðisgæði danskra karlmanna
hafa farið dalandi síðustu ár auk
þess sem konur eignast börn mun
síðar á lífsleiðinni en áður. - þj
Danir uggandi yfir frjósemi:
Fæðingum fer
sífellt fækkandi
BARNALÁN Danir fjölga sér ekki nógu
mikið til að viðhalda fólksfjölda.
BANDARÍKIN, AP Jesse Jackson
yngri hefur játað að hafa notað
750 þúsund dali úr kosningasjóð
fyrir sjálfan sig og á yfir höfði
sér nærri fimm ára fangelsi.
„Ég er sekur,“ sagði hann fyrir
rétti í gær. Hann sagðist ekki
sjá ástæðu til að eyða fé skatt-
borgara í erfið réttarhöld.
Jackson var þingmaður full-
trúadeildar Bandaríkjaþings frá
1995 til 2012, en hefur síðan í júní
tvisvar verið lagður inn á sjúkra-
hús vegna geðhvarfasjúkdóms.
Faðir hans er presturinn
alnafni hans, sem þekktur er
fyrir baráttu sína fyrir réttindum
þeldökkra. - gb
Jesse Jackson játar:
Tók sér fé úr
kosningasjóði
STJÓRNMÁL
Stofna flokk um hagsmuni
landsbyggðarfólks
Stofnfundur nýs stjórnmálaflokks,
Landsbyggðarflokksins, verður haldinn
laugardaginn 23. febrúar næstkomandi.
Fundarstaðurinn verður ekki einn,
heldur munu nokkrir staðir á lands-
byggðinni tengjast saman yfir netið.
Hugmyndin er sú að fólk geti tekið
jafnan þátt í flokksstarfinu, sama hvar
það býr á landinu. Flokkurinn mun
setja málefni landsbyggðarinnar í for-
gang og stefnir að því að bjóða fram til
næstu alþingiskosninga í landsbyggðar-
kjördæmunum þremur.
ÆTLAR ÞÚ Á SKÍÐI
UM HELGINA?
233,439
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,30 128,92
196,48 197,44
171,87 172,83
23,035 23,169
23,171 23,307
20,383 20,503
1,3727 1,3807
195,73 196,89
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
20.02.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
LEIÐRÉTT
Á forsíðu blaðsins í gær var málvilla.
Þar stóð: „Villur í kven-Eddustyttunum“
í staðinn fyrir Villur á kven-Eddustytt-
unum. Beðist er velvirðingar á þessu.
SKIPULAGSMÁL Kirkjustræti verður
að mestu leyti göngugata sem verð-
ur með rafrænni umferðarstýringu,
samkvæmt breytingu á deiliskipu-
lagi Landsímareitsins svokallaða.
Þá verður nýbygging sem reist verð-
ur við strætið látin ríma betur við
gömlu húsin sem Alþingi hefur látið
gera upp þar. Deiliskipulagstillagan
var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í
gær.
Að sögn Páls Gunnlaugssonar,
arkitekts hjá ASK arkitektum, sem
unnu samkeppni um skipulag reits-
ins í fyrra, verður rafræn umferðar-
stýring sem hægt verður til dæmis
hægt að tímastýra. „Það verður í
það minnsta hægt að loka Kirkju-
stræti fyrir umferð og gera göt-
una þannig að göngugötu aðallega.
Þannig verður því haldið að byggja
alveg út í gangstétt og þétta götu-
rýmið þarna. Svo látum við húsið
tala við gömlu húsin við götuna.“
Í hönnunarsamkeppni borgar-
innar í fyrra var Ingólfstorg hluti
af skipulagssvæðinu. Páll segir að
þegar ákveðið hafi verið að halda
áfram með vinnuna eftir keppn-
ina hafi verið ákveðið að takmarka
svæðið og taka Ingólfstorg út. Því
verður ekkert byggt þar í þess-
ari uppbyggingu. Þetta er stærsta
breytingin.
„Nasa er náttúrlega rifið, en það
er sett sem kvöð í skipulagi að það
verði byggður fjölnota salur í svip-
aðri mynd og Nasa-salurinn er í
dag. Hliðarsvalir verða í gólfhæð
að Vallarstrætinu, þannig að það
verður hægt að opna út og það verða
gluggar út á Vallarstrætið. Þannig
verði hægt að nýta salinn betur og
menn fá ekki blinda hlið að Vallar-
stræti.“
Sem fyrr er gert ráð fyrir því að
Landsímahúsið svokallaða verði
hækkað lítillega. Þakinu verður
lyft og settir verða kvistir og stórar
svalir munu vísa að Kirkjustræti,
Austurvelli og Víkurgarði, en garð-
inum er ætlað aukið vægi og mun fá
hverfisvernd.
Ef deiliskipulagið fær framgang
innan borgarkerfisins nú gætu
framkvæmdir á svæðinu hafist í
haust. Tillagan var kynnt í ráðhús-
inu í gær og verður þar til sýnis
næstu tvær vikurnar. Hún verður
einnig til sýnis í húsnæði borgar-
innar í Borgartúni og á heimasíðu
hennar. Frestur til athugasemda er
einnig til 6. mars. thorunn@frettabladid.is
Kirkjustrætið verði
að mestu göngugata
Kirkjustræti verður umferðarstýrt samkvæmt breytingu á deiliskipulagi Land-
símareitsins. Nýtt hús sem snýr að götunni verður látið kallast betur á við gömlu
húsin þar. Ingólfstorg er ekki með í breyttu skipulagi, sem var kynnt í gær.
NÝJA TILLAGAN
Hér má sjá nýju
tillöguna að skipu-
lagi Landsíma-
reitsins. Húsunum
við Vallarstræti og
Kirkjustræti hefur
verið breytt og
gert er ráð fyrir
rúmlega metra
hækkun á Land-
símahúsinu.
MYND/ASK ARKITEKTAR
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
6-10 m/s en 10-16 m/s V-til.
HLÝTT MIÐAÐ VIÐ ÁRSTÍMA Það eru litlar breytingar í veðrinu næstu daga. Áfram
verða suð- og suðaustlægar áttir ríkjandi með þungbúnu veðri og vætu sunnan- og
vestanlands en bjartara veðri norðan- og austanlands. Áfram fremur hlýtt í veðri.
5°
7
m/s
6°
11
m/s
7°
9
m/s
9°
13
m/s
Á morgun
3-8 m/s, hvassara allra vestast.
Gildistími korta er um hádegi
7°
5°
6°
3°
4°
Alicante
Aþena
Basel
20°
13°
2°
Berlín
Billund
Frankfurt
-1°
-1°
1°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
-2°
-1°
-1°
Las Palmas
London
Mallorca
21°
3°
16°
New York
Orlando
Ósló
2°
25°
-5°
París
San Francisco
Stokkhólmur
3°
14°
-3°
5°
5
m/s
6°
6
m/s
6°
4
m/s
5°
3
m/s
5°
2
m/s
7°
6
m/s
2°
8
m/s
7°
6°
6°
6°
5°