Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 6
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hver mun líklega leika aðalhlut-
verkið í næstu mynd Baltasars Kor-
máks?
2. Hvaða ríki hefur nú sótt um aðild
að evrusvæðinu?
3. Í hvaða sæti er Gunnar Nelson á
styrkleikalista í veltivigt í MMA?
SVÖR:
1. Christian Bale 2. Lettland 3. 20. sæti
STJÓRNMÁL Hassstaðir í Denver í
Bandaríkjunum eru dæmi um það
sem hægt væri að láta sér detta
í hug í skapandi borg, sagði Jón
Gnarr borgarstjóri í umræðum um
aðalskipulag Reykjavíkur í borgar-
stjórn á þriðjudag.
Jón sagði að í Denver hefði hass
verið lögleitt í fyrra á læknis-
fræðilegum forsendum. „Það
gerðist bara á nokkrum mánuðum
að það voru komnir fleiri svona
hasssölustaðir heldur en eru Star-
bucks,“ sagði borgarstjórinn og
vísaði í fréttaskýringaþáttinn 60
Minutes.
„Það var mjög athyglisvert, og
ég er ekki að segja að við ættum að
gera það sama. En það sem hefur
gerst [...] með þessu er að þetta
hefur skapað gríðarlega mikil
atvinnutækifæri sem voru ekki til
staðar áður.“
Þá sagði Jón þetta vera því-
líka „lyftistöng“ fyrir Denver að
bandarísk stjórnvöld væru hik-
andi við eða þorðu ekki að skipta
sér af málinu því allir væru svo
gríðarlega ánægðir. „Þarna hefur
bara verið tekin einhver hugrökk
ákvörðun og menn bara látið slag
standa. Hvort sem það er rétt eða
rangt, menn mega síðan deila
um það, en ég tek þetta bara sem
dæmi,“ sagði borgarstjóri.
Jón hefur verið gagnrýndur
fyrir þessi orð, meðal annars á
þeim grundvelli að þau gangi gegn
forvarnarstefnu Reykjavíkur-
borgar í fíkniefnamálum. Ekki
fékkst samtal við borgarstjóra
vegna þessa máls í gær. - gar
Borgarstjóri segir hassstaði í Denver dæmi um hugmyndir í skapandi borg:
Tekin var „hugrökk ákvörðun“
JÓN GNARR Ummæli borgarstjóra um
hassstaði sem lyftistöng í atvinnulífinu í
Denver eru gagnrýnd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Save the Children á Íslandi
HEILBRIGÐISMÁL Staða mála varðandi ólöglega
notkun og merkingu hrossakjöts í kjötvörum verður
könnuð hér sérstaklega að beiðni ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA.
Fundað verður vegna málsins í dag í ráðgjafanefnd
EFTA um dýraheilbrigðismál (EFTA Veterinary and
Phystosanitary Committee).
„Á fundinum mun ESA ræða stöðu mála í Noregi
og Íslandi og leggja fram samræmda áætlun til að
kanna hvort ólögleg starfsemi og vörusvik hafi átt
sér stað,“ segir í tilkynningu sem eftirlitsstofnunin
sendi frá sér í gær. „Vinna samkvæmt áætluninni
tekur einn mánuð en verður hugsanlega framlengd
um tvo mánuði.“
Kanna á hvort ómerkt hrossakjöt sé að finna í mat-
vörum, en sú rannsókn snýr fyrst og fremst að versl-
unum og hvort vörur í neytendaumbúðum, markaðs-
settar sem nautakjöt, innihaldi hrossakjöt. Þá á að
huga að því hvort finna megi lyfjaleifar fenýlbúta-
sóns, sem er bólgueyðandi dýralyf, í hrossakjöti sem
ætlað er til manneldis. „Til rannsókna verður tekið
eitt sýni fyrir hver 50 tonn af hrossakjöti sem ætlað
er til manneldis.“
Sambærileg skoðun fer fram í Noregi. Löndin gera
ESA síðan grein fyrir niðurstöðunum. - óká
ESA fer fram á rannsókn á kjötvörum og lyfjaleit í hrossakjöti til manneldis:
Leita að fenýlbútasóni í kjöti
HROSS Niðurstöður rannsókna á hrossakjöti hér og í Noregi
verða aðgengilegar yfirvöldum EES-landa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gjaldmiðilsmál eru talin líkleg-
ust til að vera vettvangur átaka
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
sem hefst í dag í Laugardalshöll í
Reykjavík. Sátt virðist um að efna
beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um
áframhald viðræðna við Evrópu-
sambandið (ESB).
Í tillögum efnahagsnefndar
Sjálfstæðisflokksins til landsfund-
ar er því haldið fram að króna í
höftum geti ekki verið framtíðar-
gjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillög-
unum er sagt að til að losna við
gjaldeyrishöft þurfi að hefjast
handa við undirbúning um að taka
alþjóðlega mynt í notkun.
Tillögurnar hafa valdið ákveðn-
um styr innan flokksins og mun
hafa verið þrýst á nefndina að
breyta þeim. Þykir sumum innan
flokksins sem afstaða nefndar-
innar í að lýsa frati á krónuna sé
fullbrött. Þannig er í undirbún-
ingi að minnsta kosti ein breyt-
ingatillaga vegna þessa. Þann-
ig segist Vilhjálmur Bjarnason,
lektor og fjárfestir, sem auk hag-
fræðinganna Oddgeirs Ottesen
og Ólafs Klemens sonar leggur
fram breytingatillögu, biðja menn
um að gæta hófs í því að tala um
Kanada dollar og aðrar myntir.
„Menn verða að minnsta kosti að
rökstyðja það aðeins betur fyrir
mig,“ segir hann, en telur þó tæp-
ast að þetta verði mikið deiluefni.
Heimildir blaðsins herma hins
vegar að Evrópumál séu ólíkleg
til að verða ásteytingarsteinn
á landsfundinum. Bæði fylgis-
menn og andstæðingar aðildarvið-
ræðna geti sætt sig við að viðræð-
urnar verði lagðar til hliðar þar
til þjóðar atkvæðagreiðsla hefur
farið fram um framhald þeirra.
Helst að tekist verði á um tíma-
setningu slíkrar atkvæðagreiðslu.
Þannig munu stuðningsmenn við-
ræðna sjá á lofti jákvæð teikn í
Evrópu sem styðja muni málflutn-
ing þeirra þegar fram í sækir, svo
sem breytingar á sjávarútvegs-
stefnu, jákvæðar breytingar sem
Bretar standi fyrir og viðræður
um fríverslunarsamning Evrópu-
sambandsins og Bandaríkjanna.
Þá er talið mögulegt að tekist
verði á um skipulagsreglur flokks-
ins, sem breytt var nokkuð á síð-
asta landsfundi. Breytingarnar
sneru að því hvernig skipað væri
í nefndir. Það önnuðust áður stofn-
anir flokksins, en nú er kosið í
nefndir á landsfundi og skiptar
skoðanir um hvernig til hafi tek-
ist með breytingunni.
Fyrir fram er ekki búist við
átökum um forystu flokksins.
Ekki er vitað til þess að nokk-
ur ætli að bjóða sig fram á móti
sitjandi formanni. Hanna Birna
Kristjánsdóttir býður sig fram til
varaformanns.
Dæmi eru hins vegar um frá
fyrri tíð að framboð hafi komið
fram á landsfundinum sjálfum og
því aldrei að vita hvað verður.
olikr@frettabladid.is
Krónan líklegust til
að verða að bitbeini
Fertugasti og fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur í fjóra
daga. Fyrir fram er líklegast talið að gjaldmiðilsmál verði málefnið sem hvað
harðast verði tekist á um. Ekki er vitað til þess að formaðurinn fái mótframboð.
Á LANDSFUNDI Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu á lands-
fundi árið 2011. Árið áður bauð Pétur Blöndal sig óvænt fram gegn sitjandi formanni.
Í fyrra laut svo Hanna Birna Kristjándóttir í lægra haldi fyrir Bjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FRÉTTASKÝRING
Um hvað verður bitist á landsfundi
sjálfstæðismanna?
VEISTU SVARIÐ?
LAGASTOFNUN
Jóhannes Karl Sveinsson hrl.
hjá Landslögum hf. reifar
málflutning og niðurstöðu
í Icesave málinu.
Morgunverðarfundur föstudaginn
22. febrúar kl. 8 - 9:30 á Hótel Sögu
Radisson Blu. (Katla á annarri hæð).