Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 8
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala
Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
DACIA DUSTER – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla:
5,1 l/100 km*
SKYNSAMLEG
KAUP
Hrikalega gott ver
ð
ELDSNEYTI
MINNA
SHIFT_
NISSAN QASHQAI – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla:
4,6 l/100 km*
VINSÆLASTI
SPORTJEPPINN
Samkv. Umferðars
tofu 2012
SUBARU XV – 4x4
Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla:
6,6 l/100 km*
SPARNEYTINN
SUBARU
Ný vél, aukinn ben
sínsparnaður
NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR
ks
Eyðsla:
3,4 l/100 km*
RENAULT CLIO Expression ECO
1,5 dísil, beinskiptur. Verð 2.890 þús. kr.
/
S
Í
/
ð
ð
ð
b
l
d
ð
k
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
6
9
0
*
M
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
E
N
N
GLÆSILEGUR
AUKABÚNAÐUR
M.a. íslenskur leið
sögubúnaður
STJÓRNSÝSLA Landsnet sendi í gær beiðni til
atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra þess efnis
að tiltekin landsvæði á Reykjanesi verði tekin
eignarnámi. Viðkomandi land eigendur hafa staðið
í vegi fyrir því að framkvæmdir hefjist við nýja
háspennulínu sem Landsnet telur afar brýnt að
verði reist.
„Þetta er ferli sem hefur staðið yfir í um það bil
sjö ár. Við teljum að við séum komin að endalokum
þess að geta tekist á við þetta mál með þeim mögu-
leikum sem við höfum stjórn á,“ sagði Þórður Guð-
mundsson, forstjóri Landsnets, á blaðamannafundi
vegna málsins í gær.
Á fundinum kom fram að Landsnet telur brýnt
hagsmunamál fyrir íbúa og atvinnulíf á Reykja-
nesi að línan verði reist enda sé mikið álag á eldri
línu sem sé þar að auki eina tenging Suðurnesja
við meginflutningskerfi Landsnets. Þá telur fyrir-
tækið sig ekki geta tryggt öryggi og rekstur flutn-
ingskerfis raforku á Reykjanesi án línunnar.
Umhverfisáhrif af ráðgerðum framkvæmdum
við línuna hafa þegar verið metin og þá er fram-
kvæmdin á aðalskipulagi allra sveitarfélaga á
svæðinu. Til stendur að línan liggi um eignarlönd
tuttugu jarða. Hafa samningar tekist við eigend-
ur ellefu jarða auk þess sem viðræður standa enn
yfir við eigendur tveggja til viðbótar.
Landsnet telur sig hins vegar ekki geta náð
samningum við eigendur þeirra jarða sem út af
standa. Ágreiningur við þá snúi ekki að verði fyrir
jarðskikana heldur sé hluti þeirra ósáttur við línu-
stæðið og annar hluti við að línan sé ekki lögð í
jörðu.
Þórður segir að Landsnet geti ekki tekið ákvörð-
un um að framvegis verði háspennulínur lagðar í
jörðu, slíka ákvörðun þurfi stjórnvöld að taka. Þá
segir hann að enda þótt framkvæmdin kunni að
rekast á við hagsmuni landeigenda beri að heim-
ila eignarnámið í þágu almannahagsmuna. Loks
tekur Þórður fram að háspennulínan tengist ekki
hugmyndum um stóriðjuframkvæmdir á Reykja-
nesi.
Verði jarðirnar sem um
ræðir teknar eignarnámi
er áætlað að framkvæmd-
ir hefjist í sumar. Sá tíma-
rammi gerir hins vegar
ráð fyrir því að skamman
tími taki að bregðast við
eignarnámsbeiðni Lands-
nets.
Til stendur að háspennu-
línan muni að mestu leyti
fylgja eldri háspennu-
línu sem liggur á lengst-
um kafla rétt sunnan við
Reykjanesbrautina.
magnusl@frettabladid.is
Krefjast eignarnáms
vegna háspennulínu
Landsnet hefur óskað eftir því að atvinnuvegaráðherra heimili eignarnám á
jörðum á Reykjanesi svo reisa megi nýja háspennulínu. Landsnet hefur gefist upp
á því að ná samningum við nokkra landeigendur en telur framkvæmdina brýna.
LANDSNETI Í GÆR Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets (til hægri), kynnti beiðni fyrirtækisins á blaðamannafundi í
höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Landsnet fer fram á að ráðherra gefi heimild fyrir
eignarnámi. Árið 2005 heimilaði iðnaðarráðuneytið að þrjár jarðir á Héraði yrðu
teknar eignarnámi vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 en um þær fer rafmagn frá
Kárahnjúkavirkjun til álversins í Reyðarfirði. Þá hafði Landsnet að vísu farið fram á
eignarnám á fimm jörðum en beiðninni var synjað vegna tveggja þeirra þar sem
ekki þótt sýnt að samningar hefðu verið fullreyndir. Náðust samningar í kjölfarið.
Þá samþykkti iðnaðarráðuneytið sömuleiðis eignarnám á jörð þegar reisa átti
háspennulínu milli Nesjavalla og Reykjavíkur.
Fordæmi fyrir eignarnámi
SAMFÉLAGSMÁL Búist er við því að
frumvarp sem heimilar staðgöngu-
mæðrun í velgjörðarskyni verði til-
búið innan nokkurra vikna.
Anna Sigrún Baldursdóttir,
aðstoðarmaður Guðbjarts Hannes-
sonar velferðarráðherra, segir ljóst
að ekkert verði úr málinu á þessu
þingi. Vinna starfshópsins sem
semur frumvarpið mun þó halda
áfram, frumvarpið mun koma inn
í velferðarráðuneytið þegar það
er tilbúið og mun bíða meðferðar
næsta þings eftir kosningar.
Kristrún
Heimis dóttir,
lektor í lög-
fræði, Hrefna
Friðriks-
dót t i r, lek t-
or í lögfræði,
og Sigurður
Kristinsson,
siðfræðingur
og forseti hug-
og félagsvís-
indasviðs Háskólans á Akureyri,
skipa starfshópinn sem undan-
farna mánuði hefur unnið að gerð
frumvarpsins. Alþingi samþykkti
í janúar í fyrra þingsályktunar-
tillögu um skipan starfshópsins,
sem fékk það hlutverk að semja
frumvarp sem heimilar staðgöngu-
mæðrun í velgjörðarskyni. Leggja
átti frumvarpið fyrir eins fljótt og
hægt væri.
Drög að ályktun fyrir landsfund
Vinstri grænna, sem haldinn verð-
ur um helgina, fjallar um málið.
Þar er lagt til að flokkurinn legg-
ist gegn staðgöngumæðrun. - þeb
Tilbúið frumvarp fer inn í ráðuneytið og bíður næsta kjörtímabils:
Engin staðganga á þessu þingi
KRISTRÚN
HEIMISDÓTTIR