Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 16
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 16 1 2 3 4 5 6HVER Á ÍSLAND? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Páll Hilmarsson pallih@gogn.in Þegar grafist er fyrir um það hverjir eiga íslenskar jarðir rekst maður fljótlega á þá staðreynd að gögn um málið liggja ekki á lausu. Alls kyns grunnar eru til, en þeir eru ekki endilega á því formi að hægt sé að keyra þá saman og oft er erfitt að vinna upp úr þeim. Ekki er til einn grunnur um allar jarðir, stærð þeirra, legu og eig- endasögu. Eitt svar við spurn- ingunni um hver eigi Ísland er því einfaldlega að það er ekki alveg vitað, ekki síst vegna þess að upp- skipting á landinu er ekki ljós. Þannig eru afar fáar jarðir á Íslandi hnitsettar. Landsupplýs- ingadeild Þjóðskrár er nú með það verkefni að safna þeim eignamörk- um sem til eru. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðskrá kemur hins vegar fram að þau eignamörk eru að mestu leyti aðeins til í texta úr gömlum landamerkjabókum. Til að búa til grunn, að ekki sé talað um kortagrunn, þarf hins vegar hnitapunkta. Þeir eru ekki til. Bændur vilja hnit Árið 1994 setti Alþingi lög um fjöleignahús. Samkvæmt þeim er skylda að gera eignaskiptasamn- inga fyrir öll slík hús. Gildistöku laganna var frestað nokkrum sinn- um, þar sem þau þóttu íþyngjandi. Í dag þykja öllum þau sjálfsögð. Það er enginn tilbúinn til þess að kaupa eign án þess að vita hvað henni tilheyrir, eða hvað? Staðan í dag er því þannig að það er ekki hægt að selja tveggja her- bergja íbúð, svo dæmi sé tekið, án þess að fyrir liggi nákvæm skipt- ing á húsinu sem hún er í, eignar- hlutur í sameign tilgreindur og þess háttar. Það er hins vegar hægt að kaupa sér eitt þúsund hektara jörð án þess að nákvæm- lega liggi fyrir hvar hún byrjar og endar. Þetta þýðir að oft skapast rétt- aróvissa um hver á hvað. Vissu- lega gæti uppmæling og hnitsetn- ing valdið deilum, en þær yrðu þá útkljáðar í eitt skipti fyrir öll. Það þyrfti þá ekki að rekja sig í gegn- um eigendabreytingar ef í ljós kemur að jörð er minni en gert var ráð fyrir. Búnaðarþing samþykkti árið 2010, samhljóða og án umræðu, ályktun um að viðskipti með land og jarðir þurfi að skrá með nákvæmum hætti, það er með því að hnitsetja landamerki. Það verði til þess að „tryggja réttarvernd og eyða óvissu um stærð og staðsetn- ingu.“ Hvað á ríkið? Áskoruninni var beint til dóms- málaráðherra um að beita sér fyrir þessu. Í greinargerðinni segir: „Það er óviðunandi þegar jarð- ir ganga kaupum og sölum að ekki liggi fyrir með sannanlegum hætti nákvæm skilgreining á hinu selda. Landamerkjaskrár jarða sem gerð- ar voru fyrir rúmri öld síðan upp- fylla sjaldnast það skilyrði. Laga- breyting þessa efnis ætti að gera viðskipti með jarðir markvissari og koma í veg fyrir óþarfa deilur sem upp kunna að rísa vegna ófull- nægjandi þekkingar á landamerkj- um sem skráð eru í hinum gömlu og oft ófullkomnu landamerkja- skrám.“ Þessu hefur þó enn ekki verið breytt. Raunar er það svo að ríkið, sem á langflestar jarðir, sýnir ekki gott fordæmi í þessum málum, þar sem ríkisjarðir eru ekki hnitsettar og nákvæm stærð þeirra og lega liggur því ekki fyrir. Afar fáar jarðir eru uppmældar Langfæstar jarðir á Íslandi eru hnitsettar og því ekki skráð nákvæmlega hve stórar þær eru. Þær ganga hins vegar kaupum og sölum þrátt fyrir að landamerki séu óljós. Búnaðarsamband hefur kallað eftir því að jarðir verði hnitsettar. Enginn kortagrunnur er til af jörðum. Í Fasteignaskrá sem Þjóðskrá heldur utan um má finna allar grunnupplýsingar um lönd, lóðir og spildur auk mannvirkja sem á þeim standa. Á vef stofnunarinnar, fmr.is, má fletta upp fastanúmerum og landnúmerum og fá m.a. loftmynd af fasteigninni. Fréttablaðið fletti upp þeim 6.449 lögbýlum eftir landnúmerum sem eru á lögbýlaskrá 2012 í því vefkerfi. Af þeim voru 5.667 hnitasett, þ.e. að býlið sjálft er hnitasett, en ekki jörðin. Kortið hér sýnir 965 lögbýli sem eru í eyði sem rauð og 4.702 býli sem eru í ábúð sem gul. Jörð, lögbýli, fasteign Líkt og áður hefur verið komið inn á í þessum greinaflokki flækja mismunandi skilgreiningar síðan myndina enn frekar. Lögbýli er eitt, jarðir annað. Gleggstu upplýsing- arnar er síðan að finna í fasteigna- skrá, en þá þarf að kunna að leita. Ráðuneyti gefur út lögbýlaleyfi og þarf að sækja sérstaklega um það. Sé býli einu sinni komið inn á lögbýlaskrá er afar fátítt að það missi lögbýlaréttinn. Samkvæmt lögum nær hugtakið lögbýli yfir „sérhverja jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarf- semi og var skráð í jarðaskrá.“ Hins vegar eru jarðir í jarðaskrá sem ekki eru lögbýli. Flókið? Já, og til að flækja það enn frekar er skil- greiningin á jörð í raun aðeins land sem ekki er innan skipulagðs þétt- býlis. Samt geta lóðir undir gróður- hús, svo dæmi sé tekið, orðið lög- býli. Til að fá sem nákvæmasta niður- stöðu varðandi fjölda jarða og eig- endur þarf því að nota fasteigna- skrá og landnúmer. Gervikennitölur og eyðibýli Á meðal þess sem reynt hefur verið að svara í þessum greina- flokki er spurningin um það hve margar jarðir útlendingar eiga. Þær eru ekki margar, en nákvæm tala þeirra liggur ekki endilega á lausu. Þeir geta átt hlut í eignar- haldsfélögum sem eiga jarðir. Tvær jarðir eru að fullu, og 99 að hluta, í eigu gervikennitalna. Á bak við þær getur verið útlendingur, Íslendingur sem lengi hefur búið erlendis eða dánarbú, svo eitthvað sé nefnt. Það skekkir því heildar- myndina örlítið. Mismunandi skráning getur valdið villu. Hagstofa landbúnaðar- ins sá um skráningu jarða, en hún var lögð niður árið 2009 og verk- efnin færð til Þjóðskrár. Þar er notað annað kerfi og aðrar aðferðir. Þess sér best stað þegar eyði- býli eru skoðuð. Árið 2010 voru þau 2.202, en árið eftir voru þau aðeins 938. Það þýðir hins vegar ekki að ábúð hafi verið tekin upp á fjölda jarða, heldur var annar háttur við- hafður við skráninguna. Fréttablaðið hefur rekið sig á það við vinnslu þessa greinaflokks að gögn sem ríkið heldur utan um eru oft og tíðum lokuð. Úrvinnsla úr þeim er því erfiðleikum háð og getur einnig kostað fjármuni. Katrín Júlíusdóttir fjármála- ráðherra hefur skipað starfshóp sem vinnur að því að opna gögn um fjárreiður ríkisins. Hún segir að það eigi almennt að gilda um gögn sem ríkið heldur utan um að þau eigi að vera að sem mestu leyti opin, svo lengi sem þau séu ekki persónugreinanleg. „Ég held að það sé framtíðin að opna eins mikið og við getum. Ef það eru einhverjir aðilar þarna úti sem eru tilbúnir til þess að taka gögn sem ríkið heldur utan um og umbreyta þeim í aðgengilegar upplýsingar er ég mjög hlynnt því. Ríkið á að ganga eins langt og það getur í því, en því eru kannski ákveðin takmörk sett. En ef menn vilja nýta þau á það að vera hægt.“ Vill sem flest gögn opin LITLA-HEIÐI Dæmi um skráningu í fast- eignaskrá. Birt stærð jarðarinnar Litlu- Heiðar, sem er í eigu Rudolphs Walters Lamprecht, er 0. 312 jarðir voru skráðar með annan eiganda árið 2012 en árið 2011. Breytingin getur falist í mismunandi ritun nafna, andláti eða öðru slíku– auk eigendaskipta. LÖGBÝLI Í BYGGÐ OG LÖGBÝLI Í EYÐI Eyðibýli Í byggð Á MORGUN Stefna stjórnmálamanna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.