Fréttablaðið - 21.02.2013, Qupperneq 18
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Skemmtileg skýrsla
Ársskýrsla knattspyrnudeildar
Grindavíkur er leiftrandi lesning
og fróðleg. Þar má meðal annars
finna einhvers lags afbötun sitjandi
stjórnar fyrir þá ákvörðun að hafa
ráðið Guðjón Þórðarson sem þjálfara,
eins og frægt er orðið. Svo er þar
líka skemmtisaga af fjáröflunarferð
til höfuð borgarinnar, þar sem helstu
útgerðarmenn bæjarins voru í broddi
fylkingar. Það er full ástæða til að
birta hana hér á eftir í
heild sinni:
Þessi andlit
„Í nóvember 2011
var farið í leiðangur
til Reykjavík til
að laga fjárhag
deildarinnar með
þeim Eiríki Tómassyni [Þorbirni],
Hermanni Ólafssyni [Stakkavík]
og Pétri Pálssyni [Vísi]. Það skilaði
um 20 milljónum í tveimur ferðum
til þjónustu aðila í sjávarútvegi.
Þökkum við þeim heiðurs-
mönnum sérstak lega fyrir
þeirra framlag. Það má með
sanni segja að þessar ferðir
hafi verið árangursríkar og
ekki síður skemmtilegar,
það tók ekki nema örfáar
mínútur á hverjum stað
að ræða erindið og
fá það sam-
þykkt. Það
þurfti
ekki meira
til en að
sýna þessi
andlit.“
Hvað höfum við gert ykkur?
Einhverra hluta vegna rifjast upp
auglýsingar sem birtust í fjölmiðlum
í fyrra, þegar kvótafrumvörp ríkis-
stjórnarinnar voru til umræðu. „Hvað
höfum við gert ykkur?“ stóð
stórum stöfum yfir mynd
af fjölskyldu sjómanns. „Er
það stefna ríkisstjórnarinnar
að ganga af sjómönnum og
fjölskyldum þeirra dauðum?“
var haldið áfram. Undir þetta
kvittaði Sjómanna- og vélstjór-
afélag Grindavíkur. Ef í harð-
bakkann slær ættu þeir að
geta sent þá fóstbræður
Eirík, Hermann og
Pétur af stað með
söfnunarbaukinn.
stigur@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Framfærsla í ellinni er sennilega ekki
efst í huga ungs fólks sem leggur út á
vinnumarkaðinn, stofnar fjölskyldu og
kemur sér fyrir á eigin spýtur. Á náms-
árunum snýst lífið um að komast áfram
milli anna, sinna félagslífinu og hafa í
sig og á. Síðan taka oftast við ár þar sem
markmiðið er að komast milli mánaða,
ná endum saman og skutlast milli staða
með sjálfan sig og aðra. Þannig geta liðið
nokkur ár áður en ljóst verður að leiðin
liggur sífellt nær miðaldra tilveru hins
ráðsetta.
Lífeyrissjóðir eru fyrst og fremst
áhugamál á seinni hluta ævinnar, þegar
styttist í að framfærslan verði sótt til
þeirra og starfslok verða annað og meira
en fjarlæg hugmynd. Vinnandi fólk á
öllum aldri tekur þó þátt í uppbyggingu
sjóðanna, enda greiðslur í þá lögbundin
skylda frá fyrsta starfsdegi.
Hafi einhvern tímann verið mikilvægt
að ungt fólk láti til sín taka í lífeyris-
málum þá er það núna, enda hefur fram-
tíðaruppbygging þeirra verið til umræðu
síðustu ár.
Í sjálfu orðinu „framtíðarkerfi“ er aug-
ljós sú staðreynd að uppbygging þess er
fyrst og fremst málefni ungs fólks sem
verður á vinnumarkaði í framtíðinni.
Kerfisbreyting á kjörum þeirra sem
þegar eru langt komnir með uppbyggingu
lífeyris síns er ólíkleg, enda væri slík
framkvæmd afar ómálefnaleg.
Nýtt kerfi getur þannig fyrst og fremst
beinst að sjóðfélögum framtíðarinnar.
En hverjir eiga að stýra breytingunum?
Mikil vægt er að ungt fólk kynni sér líf-
eyrismál og móti sér skoðun um hvernig
kerfi það vill sjá.
Meðal spurninga sem vert er að athuga
er hversu stór hluti tekna eigi að renna
til uppbyggingar ellilífeyris. Og hvernig
á sparnaðurinn að vera saman settur;
hversu stór hluti ætti að renna til sam-
tryggingar og hvað vill fólk geta lagt til
hliðar með öðrum hætti?
Að sama skapi er mikilvægt að íhuga
hversu stór hluti greiðslur úr lífeyrissjóð-
um ættu að vera af framfærslu fólks í ell-
inni og hvaða aðrar tegundir sparnaðar
ættu að vera hluti af þeirri heild.
Ég hvet ungt fólk eindregið til að leiða
hugann að skipulagi lífeyrismála og ef
þú, lesandi góður, ert kominn yfir miðjan
aldur (sem allar líkur eru á miðað við að
þessi grein fjallar um lífeyrismál) vil ég
hvetja þig til að hjálpa mér að ná eyrum
þeirra sem yngri eru.
Ungt fólk og lífeyrismál
LÍFEYRISSJÓÐIR
Guðlaug
Kristjánsdóttir
formaður BHM
➜ Ég hvet ungt fólk eindregið til
að leiða hugann að skipulagi líf-
eyrismála....
K
atrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra greindi frá því á
Alþingi í fyrradag að starfshópur ynni nú að því að birta
fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu. Ætlunin væri
að birta upplýsingar um tekjur og gjöld mánaðarlega.
Hópurinn ætti enn fremur að gera tillögur um hvernig
opna mætti sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið.
Í pólitíkinni er augljóslega einhver hreyfing í þá átt að galopna
fyrir aðgang skattgreiðenda að upplýsingum um í hvað peningarn-
ir þeirra eru notaðir. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nýlega
tillögu sjálfstæðismanna um að gera allar kostnaðargreiðslur
borgarinnar almenningi aðgengilegar á netinu.
Lögum samkvæmt á almenn-
ingur að hafa aðgang að upp-
lýsingum stjórnsýslunnar en
þarf að biðja sérstaklega um þær
og opinberar stofnanir þurfa þá
að leggja í talsverða vinnu til að
safna þeim saman. Upplýsinga-
tæknibyltingin hefur gert þetta
vinnulag úrelt. Það á að vera
auðvelt – og jafnvel vinnusparandi – að birta upplýsingarnar jafn-
óðum á netinu þannig að ekki þurfi að biðja um þær.
Það er þó ekki sama hvernig það er gert. Víða um heim hafa
verið opnaðar svokallaðar „gegnsæisgáttir“ þar sem opinberar
fjárhagsupplýsingar eru birtar. Þar sem bezt hefur tekizt til eru
ekki bara birtar hráar upplýsingar, heldur líka samantektir og
greiningar og boðið upp á öfluga leitarmöguleika. Þannig getur
almenningur leitað í gagnagrunnunum og skoðað til dæmis
samninga opinberra aðila um kaup á vörum og þjónustu, hvaða
fyrirtæki og ráðgjafar fá greiðslur úr opinberum sjóðum og þar
fram eftir götunum.
Á góðum vefsíðum af þessu tagi eru líka birt nákvæm yfirlit
um útgjöld opinberra stofnana og þau borin saman við sam-
þykktar útgjaldaheimildir í fjárlögum. Þannig getur almenn-
ingur fylgzt með því hvort einstakar ríkisstofnanir fara fram úr
fjárheimildum – sem gerist ítrekað hér á landi og virðist oft koma
jafnvel ráðherrunum sem eiga að bera ábyrgð á þeim gríðarlega á
óvart.
Í Bandaríkjunum og víðar hefur birting upplýsinga af þessu
tagi framkallað fjöldann allan af ábendingum frá almenningi,
sem hafa stuðlað að því að uppræta spillingu og spara í opinberum
rekstri.
Katrín Júlíusdóttir nefndi tvö dæmi um opinberar fjárhagsupp-
lýsingar, sem oft rata í fréttir vegna fyrirspurna frá þingmönnum
eða fjölmiðlum; annars vegar hvernig ráðherrar verja „skúffupen-
ingunum“, árlegu ráðstöfunarfé sínu, og hins vegar hversu miklir
peningar fari til aðkeyptra ráðgjafastarfa fyrir ráðherra. Þarna
sagði hún að ekkert væri að fela og almenningur ætti einfaldlega
að geta flett þessum upplýsingum upp.
Svo er bara að vona að fjárhagsupplýsingakerfi ríkisins, sem
hefur kostað skildinginn, sé nógu þróað til að gera þessar góðu
hugmyndir að veruleika. Þegar þingmenn og fjölmiðlar spyrja
ráðuneytin um tiltekin útgjöld, tekur stundum furðulangan tíma
að svara og viðkvæðið er þá gjarnan að það sé svo mikil vinna að
ná upplýsingunum út úr kerfinu.
Fjármálaráðherrann segir að endamarkmiðið í opnun fjár-
hagsupplýsinga ríkisins sé að „fara eins langt og við getum“. Það
er gott markmið. Galopnar upplýsingar um ríkisútgjöldin veita
stjórnvöldum og opinberum starfsmönnum hollt aðhald. Í rekstri
ríkisins er að sjálfsögðu ekkert að fela.
Fjárhagsupplýsingar ríkisins birtar á netinu:
Ekkert að fela
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is