Fréttablaðið - 21.02.2013, Page 20

Fréttablaðið - 21.02.2013, Page 20
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraft- mikið og gott sam- félag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og sam- félag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómiss- andi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækni- þróunarsjóð, grænar fjárfest- ingar, vistvæn innkaup og verk- efnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veiga- miklu hlutverki í atvinnu lífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmiss konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hug- vits og samstarfs við viðskipta- vini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar. 90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæð- um með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlanda þjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðu- manna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðu- manna telja sérstaklega mikil- vægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opin- berum rekstri. Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opin- berri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verk- efni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verð- launum er að draga athygli að nýsköpun og þróunar verkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahags lífinu síðast- liðin ár. Mörg verkefni sem þróuð voru hér á landi í sam- starfi við viðskiptavini, einka- aðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnar- lausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið Sign- Wiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjón- ustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heil- brigðisstofnanir eða önnur starf- semi. Mikilvægt er að þjónust- an standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitar- félög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi. Skapandi stofnanir Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og vel- ferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbú- in til að takast á við krefj- andi verkefni seinna á lífs- leiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtar- skilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oft- ast er um að ræða líkamlegt, and- legt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir. 112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar von- brigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðar- línan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft sam- band við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnavernd- arnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafar- laust við en í öðrum til vikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðar- línan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skil- virkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðar- línunnar 112 leggi starfsfólk henn- ar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um vel- ferð barna. Neyðarlínan 112 við- heldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunn- þjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum. Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda ➜ Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á fagleg- an og skilvirkan hátt. NÝSKÖPUN Katrín Júlíusdóttir fj ármála- og efna- hagsráðherra ➜ Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veiga- miklu hlutverki í atvinnu- lífi nu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. SAMFÉLAG Geir Gunnlaugsson landlæknir K O R T E R . I S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.