Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 21.02.2013, Síða 22
21. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir birti enn eina greinina um sama efnið, meintan misskilning minn á ýmsum málum, í Frétta- blaðinu 19. febrúar. Helsta nýmælið er að hann kemst nú að þeirri niðurstöðu að ég skilji ekki grunnatriði fjármála. Þar er ég raunar sam- mála honum. Þ.e. ég viður- kenni fúslega að ég skil ekki það sem Heiðar Már telur grunnatriði fjármála. Greinin bygg- ir nefnilega fyrst og fremst á þeirri nýstárlegu kenningu Heiðars Más að fyrirtæki sem eru með tekjur í einni mynt og útgjöld í annarri hljóti að vera gjaldþrota. Það fæ ég ekki skilið og hef aldrei séð þessa kenn- ingu áður, nema auðvitað í greinum þessa pennavinar míns. Þetta telur hann réttlæta að kalla til landsins hjörð erlendra banka- manna og lögfræðinga til að laga stöðuna. Það tel ég óþarfa en fagna því þó að fram kom hjá Heiðari Má að þeir myndu gera þetta án allrar vonar um hagnað eða þóknun fyrir sjálfan sig. Manni hlýnar um hjarta- ræturnar við að frétta af slíku fólki. Staðan einföld Staða Orkuveitunnar, sem málið snýst um, er einföld. Hún hefur talsverðar tekjur í erlendri mynt, sem duga fyrir vöxtum og hluta afborgana af erlendum lánum. Jafnframt hefur hún talsverðar tekjur í krónum. Vegna þess þarf fyrirtækið að nota hluta af tekjum í krónum til að kaupa erlenda mynt. Nánar tiltekið þarf OR að kaupa jafnvirði um 8 til 9 milljarða króna af gjaldeyri á ári næstu fimm ár miðað við núverandi horfur. Það er vel innan við 1% af gjaldeyris- tekjum þjóðarbúsins og skiptir ekki sköpum fyrir gengi krónunn- ar. Eftir fimm ár lækkar þörfin til muna og á endanum verður OR selj- andi en ekki kaupandi á gjaldeyri. Ef lán sem koma á gjalddaga næstu fimm ár verða endurfjármögnuð að einhverju marki verða kaupin sem því nemur minni þann tíma. Þessi gjaldeyriskaup eru ekki óvænt. Það var beinlínis að þeim stefnt þegar teknar voru ákvarð- anir um fjármögnun fyrirtækisins á árum áður. Sem dæmi má nefna að miklar fram- kvæmdir í skólpmálum á höfuðborgarsvæðinu voru fjár- magnaðar með erlendum lánum sem Reykjavíkurborg tók en hvíla nú á OR. Þá lá fyrir að skólp- dælurnar myndu ekki spýta út úr sér evrum eða jenum. Þess í stað yrði að greiða lánin niður með tekjum í krónum. Það er líka stað- an nú. Flóknara er þetta ekki. Meira þarf ekki að segja um meinta þörf OR fyrir fjárhagslega endurskipulagningu eða önnur mál sem Heiðar Már hefur bryddað upp á og talið mig misskilja. Stórtæk peningafölsun Ég ætla mér hins vegar að viður- kenna að ég skil ekki eitt af grunn- atriðum hagfræðinnar til viðbót- ar, eða a.m.k. ekki eins og Heiðar Már sér þau grunnatriði. Þar er ég að vísa til snilldarhugmyndar hans um að leysa vanda krónunnar með stórtækri peningafölsun, öðru nafni einhliða upptöku á erlendri mynt. Þá falsa menn að vísu ekki seðla og mynt – skárra væri það nú! – en falsa þess í stað það sem skiptir miklu meira máli og er mun stærri hluti peningamagns í nútímahag- kerfi, þ.e. rafeyrinn, innstæður landsmanna og aðrar peningalegar eignir. Þessi hugmynd hefur ein- ungis einn galla. Hún virkar ekki. Enginn heilvita maður utan Íslands myndi samþykkja að fá greitt með millifærslu í t.d. íslenskum evrum eða Kanadadollurum. Þeir vildu það ekkert frekar en seðla sem prent- aðir eru úti í bílskúr. Þessi mynt væri búin til á Íslandi og yrði aldrei gjaldgeng utanlands. Eina vonin til þess að þetta gangi upp er að hafa hér gjaldeyrishöft að eilífu. Þá getum við kallað innlendu myntina hvað sem er, dollara, evru eða pund. Gull þess vegna. Við getum bara ekki gert ráð fyrir að aðrir trúi því. Enn frekari misskilningur Vaxtakostnaður Íslend- inga vegna íslensku krón- unnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslands- álag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar. Skuldir ríkissjóðs eru 1.500 millj- arðar. Gróflega reiknað má gera ráð fyrir því að aukakostnaður ríkis- sjóðs vegna Íslandsálagsins sé um 60 milljarðar á ári. Ef við velt- um bara fyrir okkur 60 milljarða aukavaxtakostnaði ríkisins vegna íslensku krónunnar má til saman- burðar nefna að rekstur Landspítal- ans kostar árlega 30 milljarða. Þessi vitneskja er óbærileg þegar niður- skurður og ástandið í heilbrigðis- kerfinu er haft í huga. Um 3,8% af landsframleiðslunni fara í Íslands- álagið vegna skulda ríkissjóðs. Samanlagðar skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja á Íslandi eru 5.200 milljarðar. Íslandsálagið af öllum þessum skuldum var 221 milljarður árið 2011. Þessi auka- kostnaður er gríðarlegur og er meiri en rekstur alls heilbrigðis- kerfisins. Það munar um minna. Þeir sem þekkja þessa stöðu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að við þetta geta heimilin og atvinnulífið í landinu ekki búið. Stór hópur þjóðarinnar sér að þessi viðfangsefni verða ekki leyst öðruvísi en með upptöku evru og inngöngu í Evrópusambandið. Annar hópur sem einnig gerir sér grein fyrir því að við þetta verður ekki unað talar mjög ákaft fyrir einhliða upptöku annars gjald miðils þrátt fyrir yfirlýsing- ar Seðlabanka Íslands, álit Við- skiptaráðs Íslands og fleiri aðila um að það sé ekki raunverulegur val kostur við núverandi að stæður. Peningastefnunni yrði kippt úr sambandi, enginn lánveitandi yrði til þrautavara og Seðlabankinn gæti ekki haft áhrif á þróun verð- lags eða sveiflur í atvinnulífinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fækka valkostum og möguleikum íslensku þjóðarinnar í mikilvægasta hags- munamáli Íslendinga með því að slíta viðræðum við ESB bera ekki hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Hagkerfi í ógöngum ➜ Þessi vitneskja er óbærileg þegar niðurskurður og ástandið í heilbrigðis- kerfi nu er haft í huga. ➜ Þeir vildu það ekkert frekar en seðla sem prentaðir eru úti í bílskúr. Þessi mynt væri búin til á Íslandi og yrði aldrei gjald- geng utanlands. FJÁRMÁL Gylfi Magnússon dósent GJALDMIÐLAR Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Já Ísland Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.